Maðurinn sem fullyrðir.

 

Og talar í frösum var fenginn til að gjaldfella ráðstefnu Háskóla Íslands um alþjóðlega samvinnu.

 

Því eins og hann skilgreinir alþjóðlega samvinnu, það er að hún snúist um yfirþjóðlegt vald sem setur einhliða reglur sem hinum er gert að hlýða skilyrðislaust, þá er besta dæmið um slíka alþjóðasamvinnu Varsjárbandalagið sáluga, en það var bandalag fullvaldra ríkja, þar sem eitt ríkið setti reglurnar, og hin hlýddu, eða höfðu verra af.

Og þegar aðildarríkin Varsjárbandalagsins lögðu það niður því þau vildu fá að ráða sínum málum sjálf, eða geta samið um þau við önnur ríki á sínum forsendum, að þá var það samkvæmt Guðlaugi, "angi af erlendri einangrunarstefnu".

 

Sem sagt skilyrðislaus hlýðni er alþjóðleg samvinna, að standa á rétti sínum og sjálfstæði, og virkja ákvæði EES samningsins þar um, er angi af erlendri einangrunarstefnu.

Eftir stendur hvaða erlenda einangrunarstefna þetta er sem er svona voðaleg?

Hugsanlega er hann að vísa í bandarísku stjórnarbyltinguna þar sem þarlendir sögðu sig frá breska heimsveldinu og hafði til lengri tíma þau áhrif til dæmis að þjóðir Mið Evrópu sögðu skilið við hið alþjóðlega yfirvald, Austurríska Ungverska keisaradæmið.

Hugsun eða hugmynd um frelsi þjóða sem átti líka þátt í að Varsjárbandalagið féll á sínum tíma.

 

Svo er fullyrt um dásemd ESS samningsins, "að EES-samn­ing­ur­inn hefði skilað al­menn­ingi og fyr­ir­tækj­um „gríðarleg­um ávinn­ingi án þess að Ísland hafi þurft að fórna sín­um hags­mun­um svo nokkru nemi“."

En af hverju er þá ekki allt í kalda koli hjá EFTA ríkinu Sviss sem kaus að standa utan við samninginn og gerði tvíhliða  samning við Evrópusambandið. 

Eða hjá öðrum þróuðum ríkjum sem eiga í viðskiptasambandi við ríki ESB án þess að undirgangast einhliða regluverk þess.

 

Og ef regluverkið er svona dásamlegt og útskýrir allan okkar ávinning síðustu 30 ár eða svo, af hverju er þá ekki allt eins og blómstrið eina í Evrópusambandinu í dag??  Af hverju hefur hagvöxtur þar verið óverulegur það síðustu 15 ár eða svo, eða eftir að evran var tekin upp og reglurnar um hið frjálsa flæði æðsta boðorð alls efnahagslífs þar.  Ekki ætti stærðarhagkvæmin að skemma fyrir, að mismunandi regluverk einstakra aðildarríkja, það er allt fyrir bí.

Samt er álfan stöðnuð, í raun í afturför því algjör upplausn blasir við í stjórnmálum stærstu ríkja sambandsins.

 

Það er nefnilega svoleiðis að það er auðvelt að fullyrða, ef þú þarft ekki að færa rök fyrir máli þínu.

Slíkur fullyrðingariðnaður var í raun það eina sem gekk hjá öðru svona alþjóðlegu ríkjabandalagi, Sovétríkjunum, síðustu ár og áratugi þess.

Þegar raunveruleikinn var svo ömurlegur að það þurfti að ljúga til um allt.

 

Á slíkri vegferð er Guðlaugur.

Og telur sig hafa upphefð af.

 

Slíkur er sóminn í Sjálfstæðisflokknum í dag.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Varaði við „erlendri einangrunarhyggju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 61
  • Sl. sólarhring: 602
  • Sl. viku: 5645
  • Frá upphafi: 1399584

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 4816
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband