Farsótt rekin áfram að grægði.

 

Og fáir sæta ábyrgð, allra síst sú hugmyndafræði sem upphefur græðgi og aðra lesti og segir slíkt drifkraft framfara og hagsældar.

 

Þú mátt drepa ef þú græðir, passaðu þig bara fyrst á að kaupa þér hagstæða lagasetningu, og legðu svo í púkkið með öðrum svipaðs sinnis og keyptu þér stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka.

Þú mátt ræna vel rekin fyrirtæki og skilja þau rústir einar, fólk atvinnulaust, blæðandi samfélög, passaðu þig bara á að taka þátt í púkkinu með stjórnmálamennina, og passaðu þig líka á að dreifa út styrkjum til meintra fræðimanna, það tryggir að akademían kvakar með.

Þú mátt útvista fyrirtækjum og blómlegum rekstri til þrælabúða fátækra landa þar sem þú þarft engin lög að virða, hvorki um aðbúnað starfsfólks, kaup þess og réttindi, umhverfisvernd, mengun, passaðu þig bara á að láta skriffinnana í Brussel setja nógu stífar reglur heima fyrir svo þar geti enginn keppt við þig og þinn ódýra innflutning.  Já, reyndar, muna eftir að leggja í púkkið með stjórnmálamennina, tryggja kvakið úr háskólanum, og passa vel uppá almannatengla svo þú lendir ekki í leiðindaumræðu eins og kollegar þínir vestra sem gerðu ekkert annað að sér en að græða.

Þú mátt eiginlega allt ef þú passar þig bara á að vera ekki nískur þegar kemur að því að fóðra stjórnmál, fræðin og skoðanastjórnendur.  Og auðvita, þú þarft að græða.

 

Og það er mikill gróði í orkuauðlindum Íslands.

En smá kostnaður við að koma þeim úr almannaeigu í þína eigu.

 

Gengur samt vel.

Flestir fræðimenn kvaka, stjórnmálastéttin því sem næst einhuga, aðeins nokkrir menn á aldur við geirfuglinn sem tuða eitthvað um þjóðareign, yfirráð þjóðar yfir auðlindum sínum.

Eins og þú getir ekki alveg verið innlendur eins og erlendur, og þá ert þú þjóðin.

Þú átt allavega stjórnmálin, allflesta fræðimennina, að ekki sé minnst á skoðanastjórnina kennda við almannatengla og álitsgjafa.

Getur sagt með sanni, "þjóðin það er ég".

 

Já, græðgi er góð.

Ég má allt, ég á allt.

 

Ég er engin farsótt.

Ég er ég.

 

Ég er græðgin.

Kveðja að austan.


mbl.is „Farsótt rekin áfram af græðgi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eigum við nokkuð að ræða íslensk matvælafyrirtæki sem hafa viðrað skoðanir um að verðhækkanir verði nauðsynlegar til þess að greiða mannsæmandi laun í kjölfar kjarasamninga?  Sumir mæla með því að sniðganga þau.  Enda fást sömu vörur frá stórfyrirtækjum úti í heimi á lægra verði þrátt fyrir flutningskostnað langa leið - vegna þess að launamenn eru þar ódýrari.
Veit ekki - eigum við að styðja íslenska framleiðslu eða veðja á góðar samgöngur við útlöndin í blíðu og stríðu?

Kolbrún Hilmars, 24.4.2019 kl. 16:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður punktur Kolbrún.

Veit þó að sá sem flytur allt inn, og ekkert framleiðir, hann endar alltaf sem öreigi, lepjandi dauðann úr skel.

En græðgin getur svo sem alveg fengið skoðanastjóra til að sannfæra okkur um annað.

Kveðja að austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 24.4.2019 kl. 16:46

3 Smámynd: Óskar Kristinsson

Frábært svar 'Omar sem og annað frá þér

Óskar Kristinsson, 24.4.2019 kl. 17:59

4 Smámynd: Frjálst land

Smávegis innlegg um græðgina. -Follow the money. - Allar framkvæmdir á orkusviði krefjast mikils fjármagns og þolinmæði í tíma. Vindmyllugarðar, árvirkjanir, gufuvirkjanir að stærð 60-200 MW, allt þetta gott og blessað til eflingar virðisauka í innlendum iðnaði eða útflutningi með símasæstreng, - en með núverandi verðlagi á raforku er hæpið að þessir erlendu aðilar sem eru að baki þessum virkjunum fá þann hagnað sem búið var að reikna út með sæstreng. -En þá kemur ríkið til bjargar, Landsvirkjun ætlað að hækka verð frá sér um 30%. Til hvers? Þjóðarsjóð eða bjarga erlendum fjarfestingum?

með kveðju að sunnan. 

Frjálst land, 24.4.2019 kl. 18:39

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er fróðlegt og ber allt að sama brunni, en er það staðfest að það eigi að hækka heilsöluverðið um 30%.

Er einhver linkur sem ég get vísað í þegar þar að kemur, því nú nálgast lokaslagurinn á þingi?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.4.2019 kl. 22:42

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Óskar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.4.2019 kl. 22:43

7 identicon

Ég vil sjá stuðning við meiri sjálfbærni almennings við orkuöflun, t.d. svona "vindmyllur" á öll húsþök. Nóg höfum við af vindinum - hrein orka sem fýkur engum til gagns. Hér er slóð í heimasíðu fyrirtækis sem telur þetta mögulegt: http://icewind.is/

Eygló (IP-tala skráð) 24.4.2019 kl. 23:17

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Áður en ég vissi um þessa varasömu orkupakka heyrði ég verkfræðing hjá orkufyrirtæki lýsa spenntur lagningu rafstrengs til meginlands Evrópu. Fávís um tækni kostnað og umfram orku til útflutnings,skildist mér virkjanakostir á Íslandi vera út um víðan völl. -- Væri ekki nær að lækka verð til grænmetis og ávaxtaframleiðslu,??

Helga Kristjánsdóttir, 25.4.2019 kl. 03:26

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Eygló, heldurðu að þú yrðir ekki fljótt geðveik??

En heimurinn er fullur af orku og það er okkar að nýta hana.  Við sjáum þetta til dæmis með vindmyllum, með sólarsellum, varmaskiptum og svo framvegis.

Aðalatriðið er að segja, við þurfum að losa okkur við brennsluna, og við þurfum að láta orkuna flæða, því hún er jú forsenda alls í nútímasamfélagi.

Mannsandinn, mannshugurinn leysir þessi vandamál, það þarf bara að beina honum í þessa átt.

Við erum vissulega í kapphlaupi við tímann, en við vinnum það kapphlaup ef okkur ber gæfa til að fjötra þau öfl sem annars vegar vilja hefta mannsandann með einni miðstýrðri reglugerð líkt og í Evrópusambandinu eða afneita vandanum líkt og jarðeldsneytaiðnaðurinn kýs að gera og fjármagnar stjórnmálamenn eins og Donald Trump í þeim tilgangi.

Þetta snýst jú allt um frelsi mannsins til að fá að vera hann sjálfur.

Sú frelsisbaraátta er forsenda framtíðar hans, hún er háð núna og baráttan við orkupakkann er einn angi hennar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.4.2019 kl. 09:29

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, það er nú það Helga, hví ekki??

Væri almenningi til góða og heildsölum til tjóns.

En hverjir heldurðu að ráði??

Og þá er ég ekki, aldrei þessu vant að skjóta á flokkinn þinn, heldur á hið frjálsa flæði Friedmans sem er alls staðar almenningi til tjóns, vinnur gegn grósku og fjölbreytni mannlífs og samfélaga.

Við erum í stríði við auðinn og auðræði, og það stríð vinnst þegar þið góðgjarna íhaldsfólkið opnið augun og sjáið og skiljið að frelsi Friedmans og Hayek, er frelsi Örfárra til að blóðmjólka okkur hin, er ekki borgarlegur kapítalismi, heldur ræningjakapítalismi.

Þökk sé orkupakkanum, þá eruð þið mörg hver aðeins farin að fatta þetta.

Sæstrengur mun koma, tækninni fleytir svo fram að kostnaðartölur morgundagsins eru úreltar á nokkrum misserum, hann getur alveg verið skynsamur ef hann er á okkar forsendum, að hann vinni ekki gegn lágu raforkuverði innanlands og ofurselji landið erlendu regluverki.

Þar sem er aldrei logn er hægt að framleiða rafmagn útí það óendanlega, og það eru margir staðir á landinu þar sem logn er álíka sjaldgæft og snjór í Jerúsalem eða rigning í Sahara.

Þess vegna er heimskulegasta lendingin, vanvirðing við vitsmuni allra, sú að samþykkja regluverkið núna með fyrirvara um að það eigi ekki að leggja sæstreng.

Enda er enginn svo heimskur, held ég.  Fyrirvarinn er samþykkt Alþingis, og sá fyrirvari heldur jafnlengi og það tekur Alþingi að samþykkja regluverkið með honum.

Eftir það verður farið að undirbúa lagningu sæstrengjar, og það ekki gegn innri vilja valdaelítunnar, þó tímasetningin að játa slíkt sé ekki alveg á næstunni.

En það heita jú stjórnmál.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.4.2019 kl. 09:46

11 Smámynd: Frjálst land

Sæll. Þetta með 30% hækkun kom fram í grein Kára Stefáns í Fréttablaðinu um daginn. Finnst ekki á vef Landsvirkjunar, Kári segir að þetta hafi komið fram á Aðalfundinum. 

Frjálst land, 26.4.2019 kl. 10:43

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk, full ástæða til að vera á varðbergi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.4.2019 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 542
  • Sl. sólarhring: 647
  • Sl. viku: 6273
  • Frá upphafi: 1399441

Annað

  • Innlit í dag: 461
  • Innlit sl. viku: 5316
  • Gestir í dag: 423
  • IP-tölur í dag: 416

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband