Uppreisn almennings.

 

Gegn spilltri veruleikafirrtri stjórnmálaelítu á sér margar birtingarmyndir.

Í Frakklandi mótmæla gulvestungar, í Englandi sagði þjóðin Nei við ESB, í Bandaríkjunum kaus fólk mann sem sagðist ætla í stríð við kerfið og fá atvinnuna aftur heim, og í Úkraínu kjósa menn grínista til forseta.

Að ekki sé minnst á uppgang allskonar þjóðernis og átakaflokka hér og þar  og næstum allstaðar í gömlu álfunni.

 

Við Íslendingar erum alltaf aðeins á eftir, það tekur tíma fyrir stefnur og strauma að sigla yfir Atlantshafið en að lokum ná þær landi og allt verður mjög svipað og út í hinum stóra heimi.

Þess vegna höfum við í dag stjórnmálaelítu sem vinnur leynt og ljóst að koma orkuauðlindum landsins í vasa innlendra eða erlendra óligarka samkvæmt stefnu Evrópusambandsins þar um.

Og hún telur sig geta hundsað vilja þjóðarinnar, trikkið fram að þessu er að hluti hennar þykist vera á móti, og fær síðan andstöðu atkvæðin, en ekkert breytist nema að þá fara hinir í stjórnarandstöðu, og eru alltí einu á móti því sem þeir voru með í ríkisstjórn.

Eitthvað sem virkaði mjög vel í Evrópu til skamms tíma þar sem fólk kaus gegn frjálshyggju og einkavinavæðingu með því að kjósa vinstri flokka, en þeir reyndust ef eitthvað vera ennþá harðari í einkavæðingu eða taka undir reglur hins frjálsa flæðis.

En virkar ekki lengur, hefðbundnir stjórnmálaflokkar eru á útleið, sérstaklega jafnaðarmenn sem eru búnir að panta pláss á safni við hliðina á Geirfuglinum.

 

Samt læra menn ekkert.

Lemja hausnum ítrekað í vegg, tautandi fólk er vitlaust, fólk er fífl, við vitum betur.

Sem er efnislega rök íslensku stjórnmálaelítunnar í orkupakkamálinu.

 

Við þurfum samt ekki að óttast að við fáum grínista sem forsætisráðherra, sá djókari var fullreyndur í stjórnartíð Jóns Gnarr í Reykjavík.

Og vandséð er það fólk sem treystir góða fólkinu sem núna stjórnar Reykjavík fyrir að stjórna öðru en Gokart bíl á lokaðri braut, sem er rafmagnslaus til öryggis.

Það afl sem mun steypa stjórnmálastéttinni er einfaldlega ekki komið fram.

En það mun koma ef Alþingi heldur fast í að nauðga þjóðarviljanum í orkupakkamálinu.

 

Við lifum því spennandi tíma.

Umbrotatíma, þar sem nýtt landslag í íslenskum stjórnmálum mun rísa líkt og Surtsey úr hafi.

Vonandi til góðs, en það er ekkert sjálfgefið.

Undir okkur komið hvort við náum samstöðu um það sem sameinar, eða látum óligarkana gera út sundurlyndi og úlfúð.

 

En núverandi stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar þurfa litlar áhyggjur að hafa.

Tími þeirra flestra er liðinn.

Menn svíkja ekki helg vé án afleiðinga.

 

Uppreisn almennings er hafin.

Hún verður ekki flúin.

Hún verður ekki kæfð.

 

Það er jú blessun Orkupakka 3.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Grínistinn sigraði í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær pistill Ómar og lokaorðin eftir því:

"Uppreisn almennings er hafin.

Hún verður ekki flúin.

Hún verður ekki kæfð.

Það er jú blessun orkupakka 3."

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.4.2019 kl. 18:11

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Segjum við ekki jú við því??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2019 kl. 18:39

3 identicon

Þetta líkar Mér!!!Þessi Óþverragerningur má ekki fara lengra,Ef að þetta er ekki hópnauðgun skulum við gleima því orði.

Og uppreisn almennings er hafin.

Hún verður ekki flúin.

Hún verður ekki kæfð.

Það er jú blessun orkupakka3

Kv frá austfyrðing.

Óskar Kristinsson

Oskar Kristinsson (IP-tala skráð) 21.4.2019 kl. 21:14

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þakka þér fyrir að halda uppi merkinu. Ég er aðeins að reyna að kynna sögusviðið.

Ef við leitum að lausnum, þá finnum við.

En allir verði með allir skipta máli.

Baráttan á andlegu hliðinni er það sem skiptir máli.

Nikola Tesla, sagði , veröldin er andleg.

Þá getur þú með bænum þínum, lagt stórlega til málefnisins.

Það er öllum fyrir bestu að þroska samfélagið.

Engin missi tekjur, þótt hann styðji góðan málstað.

Sópum og fínpússum sviðið.

Munum að Jesú og Nikola Tesla voru - RAUNVÍSINDA menn fram í fingurgóma.

Skinjaða veröldin okkar er orka, og þessir tveir skildu veröldina.

Guð veri með okkur.

Guð er ekki skrítin, það erum við þú og ég sem erum skrítnir, skiljum ekki neitt.

Egilsstaðir, 21.04,2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 21.4.2019 kl. 21:58

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Ormarnir úr grasrót sjálfstæðisflokksins naga nú í líkkistulokið. Enn er lag að stöðva kviksetningu flokksins.

Júlíus Valsson, 21.4.2019 kl. 22:09

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Júlíus.

Ég hef ekkert legið á þeirri skoðun minni að mesta fyrirstaðan gagnvart svona gjörningum sem snúa að sjálfstæði og heill þjóðar, sé í grasrót Sjálfstæðisflokksins.

Og ég vona heilshugar að hún gefist ekki upp og greiði atkvæði með fótunum, heldur berjist um sálina í flokknum.

Ég efa ekki að flokksforystan meti það svo að fyrst eftir samþykkt orkupakkans verði ástandið tiltölulega óbreytt, og því lægi öldurnar.  En meinið er bara að fyrst þau geta svikið svona, étið léttilega allar sínar fyrri yfirlýsingar, og gefið hinum almenna flokksmanna puttann, þá geta þau allt.

Þá er þeim ekki treystandi í neinu.

Og það mein mun grafa undan því fólki sem núna nýtur trúnaðar.

Og ég vona að það sé það skynsamt að það skilji það og sjái.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2019 kl. 10:39

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Oskar.

Blessaður Jónas.

Ég er ekkert skrýtinn, aðeins öðruvísi.

En tek undir þessi orð og læt því fylgja inní þennan síðpáskadag.

"En allir verði með allir skipta máli.

Baráttan á andlegu hliðinni er það sem skiptir máli.

Nikola Tesla, sagði , veröldin er andleg.

Þá getur þú með bænum þínum, lagt stórlega til málefnisins.

Það er öllum fyrir bestu að þroska samfélagið.".

Kveðja að austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 22.4.2019 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 500
  • Sl. sólarhring: 682
  • Sl. viku: 6231
  • Frá upphafi: 1399399

Annað

  • Innlit í dag: 423
  • Innlit sl. viku: 5278
  • Gestir í dag: 389
  • IP-tölur í dag: 383

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband