16.4.2019 | 07:03
Málefnafátækt
Er réttnefni ef andstaða þjóðar við stofnanayfirráð ESB yfir orkuauðlindum okkar er látin kristallast í meintum hagsmunum ráðamanna af virkjunum einhverra smálækja hér og þar.
Það er umræða tittlingaskítarins gagnvart risahagsmunum í bráð og lengd.
Ef menn á annað borð vilja skoða hagsmunatengsl þá eiga menn að spyrja hvaða einstaklingar og félög tengd þeim hafa verið að kaupa upp virkjunarleyfi hér og þar, tilbúnir að leggja inn kæru á grundvelli tilskipunarinnar sem bannar markaðsmismun og markaðshindranir svo ESA er nauðbeygt að höfða mál á hendur íslenskum stjórnvöldum um að aflétta markaðshindrunum, og leysa upp Landsvirkjun.
Það er að heimila lagningu sæstrengjar og hluta Landsvirkjun uppí smærri einingar sem verða einkavæddar af hluta eða öllu.
Þar eru fjármunirnir, þar eru hagsmunirnir.
Þar er Engeyingarnir.
En þetta mál snýst ekki um hagsmuni einstakra gróðaafla, eða tengsl stjórnmála við fjármagnið.
Þetta er grundvallarmál, og snýst um hvort við ætlum að hafa landið byggilegt eða ekki.
Hvort við nýtum orkuauðlindir okkar sem þjóð, eða hvort þær séu nýttar að einkaaðilum sem selja þær hæstbjóðanda hverju sinni.
Hvort við höfum yfirráð yfir þeim, eða hvort aðrir hafi yfirráð yfir þeim.
Guðlaugur græðir á umræðu tittlingaskítsins.
Andstæðingar orkupakka 3 tapa á henni.
Svo spurningin er hvaða almannatengill kom henni í loftið?
Hver á hagsmuna að gæta??
Var utanríkisráðherra tilbúinn með svarið niðurskrifað??
Veit ekki en hann grætur allavega ekki umræðuna.
Kveðja að austan.
Ber vitni um málefnafátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:05 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 23
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2042
- Frá upphafi: 1412741
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1795
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Ég er alls ekki sammála þér hvað það snertir að ábendingar um mögulega milljarða gróða innanbúðar manna við kaup á jörðum við ómerkilegar smásprænur á borð við Tungufljót séu til þess falnar að styrkja rakalausan stuðning utanríkisráðherra við þennan þriðja hluta orkupakkans.
Ég álít það þvert á móti vonlausa bjartsýni að sjá nokkurn tíma yfirlit um óútskýrðar greiðslur til íslenskra áhrifamanna á bankareikningum þeirra í New York eða Shanghai, svona svart á hvítu.
Jónatan Karlsson, 16.4.2019 kl. 10:08
Blessaður Jónatan.
Það er langur vegur frá einhverri jörð í að eiga vatnsréttindi Tungufljóts, og ef málið er ekki strax rakið og rökstutt, frá jörð til mögulegra milljarða gróða, þá er betur heima setið en á stað farið.
Við erum að berjast um sálu þjóðarinnar, og allt sem dregur umræðuna frá kjarna hennar, hvað þá að menn geti leikið eitthvað píslavætti og vísað í dylgjur og sparðatíning, er ekki okkur í hag.
Málstaðurinn er okkar;
"Þetta er grundvallarmál, og snýst um hvort við ætlum að hafa landið byggilegt eða ekki.
Hvort við nýtum orkuauðlindir okkar sem þjóð, eða hvort þær séu nýttar að einkaaðilum sem selja þær hæstbjóðanda hverju sinni.
Hvort við höfum yfirráð yfir þeim, eða hvort aðrir hafi yfirráð yfir þeim.".
Gegn okkur eru stjórnmálaelítan eins og hún leggur sig, aðeins tveir utangarðsflokkar styðja þjóðina.
Og þessi stuðningur við orkupakkann er ekki skýrður með smásprænum hér og þar, rökin eru dýpri en það.
Hvað veldur, við ættum að leita svara við því, eða benda fólki í að það sé ótækt að þetta fólk sitji stanslaust á svikráðum við þjóðarhag, og í stað þess að vera alltaf á varðbergi, þá ættum við að skipta því út á einu bretti.
Því þetta snýst ekki um einstaklinga, heldur um stjórnmálastétt sem hefur rofið griðin við þjóð sína, og vill í bókstaflegri merkingu koma henni á kaldan klaka.
Tökum þá umræðu, þannig riðlum við fylkingar andstæðinga okkar.
Því ég sé í anda þingmanninn sem leitar eftir endurnýjuðu umboði mæta gömlu konunni sem segir við hann "jæja góðurinn, svo þú vilt drepa mig úr kulda í ellinni?".
Eða hitta fólkið sem er öruggt að missa atvinnuna, því það eru svo mörg störf hérna sem þrífast í skjóli ódýrrar orku, og segja við það; "en þetta snýst um neytendavernd, þýskur almenningur á líka sinn rétt, er vinna þín meiri virði en sá réttur??".
Þetta er umræða sem þingmenn óttast, og þeir fagna hverri mínútu sem þeir eru lausir við hana.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.4.2019 kl. 13:13
Ég er sammála þér Ómar, bæði pistli og kjarnyrtri og sláandi athugasemd þinni hér að framan.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.4.2019 kl. 14:39
Takk Símon.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.4.2019 kl. 15:26
Sæll vertu enn og aftur.
Ég nenni nú varla að vera að munnhöggvast við þig vegna mismunandi álits okkar á fjárfestingum eiginkonu utanríkisráðherra á jarðarskika við Tungufljót fyrir tveimur árum, sem ég álít að þau hjón ætli sér annað og meira með en að stunda þar skógrækt, en það er mitt álit og að því mér heyrist annara á borð við Jón Val Jensson, eins og þú getur séð í athugasemd hans hér við þessa sömu frétt.
Mergurinn málsins sem við erum líklega sammála um, er sá að fámenn klíka sem með stuðningi hinnar hefðbundnu nær tuttugu prósenta landsmanna sem öllu jöfnu aðhyllist erlend yfirráð, hyggst ætla að hagnast ógurlega á sölu auðlinda þjóðarinnar allar og hreinlega skilja þorra landsmanna eftir á köldum klaka.
Með mínum bestu baráttu kveðjum.
Jónatan Karlsson, 17.4.2019 kl. 05:49
Blessaður Jónatan.
Ég er ekki að munnhöggvast við þig, og upplifði þína athugasemd ekki á þá vegu.
Í pistli mínum set ég fram ákveðin sjónarmið, og vara við að missum ekki umræðuna í farveg sem hægt er að afgreiða sem slúður og dylgjur, og sú afgreiðsla sé síðan notuð yfir á annan málflutning okkar orkupakkaandstæðinga.
Ég ítreka þau sjónarmið mín í athugasemd minni, og fer þá dýpra í rökin, sem mér er ókleyft í svona pistli sökum lengdar. Með öðrum orðum, þá gerði athugasemd þín umræðunni mikinn greiða. Þín sjónarmið eru skýr og greinilega, Jón Valur bætir í eins og honum er lagið, og þú kemur með ákveðinn kjarna hér að ofan; "fámenn klíka sem með stuðningi hinnar hefðbundnu nær tuttugu prósenta landsmanna sem öllu jöfnu aðhyllist erlend yfirráð, hyggst ætla að hagnast ógurlega á sölu auðlinda þjóðarinnar allar og hreinlega skilja þorra landsmanna eftir á köldum klaka. ".
Um þetta er ekki efi í mínum huga, þetta fólk nennti ekki að standa í þessu annars, síðan er það mútuféð, sem tékkar á bankareikningnum og fabúlerar síðan.
Þess vegna vil ég vinna þetta stríð, og legg því til að við vöndum vinnubrögðin.+
Eitt er að gruna og jafnvel vita, annað er að geta sýnt framá.
Það var ekki gert í þessari umræðu, og því betur sleppt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.4.2019 kl. 07:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.