Hvor segir satt??

 

Ráðherra þegar hann segir að í álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar sé "áréttað að inn­leiðing þeirra gerða sem um ræðir myndi ekki skuld­binda ís­lenska ríkið til að koma á eða leyfa sam­teng­ingu ís­lensks raf­orku­markaðar við önn­ur ríki Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins.".

Eða Friðrik sjálfur í viðtali við Morgunblaðið í dag þar sem hann segir um sama atriði;

"Hvað laga­lega óvissu varðar vegna leiðar rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir Friðrik aðspurður til að mynda ekki úti­lokað að Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) teldi ástæðu til þess að höfða samn­inga­brota­mál fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um á þeim for­send­um að Íslandi beri að inn­leiða þriðja orkupakk­ann að fullu í lands­lög. Það yrði þá gert á þeim grund­velli að Alþingi hefði aflétt stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara vegna þriðja orkupakk­ans eins og hann hefði verið tek­inn upp í EES-samn­ing­inn sam­kvæmt ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar. Mögu­legt væri að málið þróaðist með þeim hætti. Eins væri mögu­legt að ein­stak­ling­ar eða lögaðilar höfðuðu skaðabóta­mál gegn ís­lenska rík­inu ef þeir teldu að ís­lensk lands­lög tryggðu þeim ekki þann rétt sem þeir ættu að njóta sam­kvæmt EES-samn­ingn­um".

 

Líklegast gæti sjálf álitsgerðin skorið úr um það en þar segir meðal annars;

"Að mati höfunda er þó til þess að líta, að samþykki Alþingi umrædda ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar óbreytta (og aflétti þar með stjórnskipulegum fyrirvara við hana), þá bakar Ísland sér þjóðréttarlega skuldbindingu til að innleiða reglugerð nr 713/2009 í landsrétt með þeim breytingum/aðlögunum, sem leiða af umræddri ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, sbr 7. gr. EES-samningsins. Myndi Íslandi því bera skylda til að innleiða reglugerðina í landsrétt með aðlögunum, sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þetta þýðir jafnframt, að taka verður afstöðu til þess nú þegar, hvort 8. gr. reglugerðar nr 713/2009 (og aðrir hlutar orkupakkans, ef því er að skipta), standist stjórnarskrána, og það áður en Alþingi ákveður, hvort samþykkja skuli umrædda ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.".

 

Ef ekki er hægt að hafa þetta rétt eftir, hvað er þá rétt sem ráðherra segir??

 

Enda getur heilbrigð skynsemi sagt fólki að tilskipanir um sameiginlega markað virka lítt, ef einstök aðildarríki efnahagssvæðisins geti síðan samþykkt fyrirvara og skilyrði sem í raun gera viðkomandi tilskipanir marklausar.

Tilgangur orkupakkans er að koma í veg fyrir markaðshindranir og tryggja orkuviðskipti yfir landamæri eða eins og segir "Í fimmta tölulið forsendna reglugerðarinnar um þriðja orkupakkann kemur fram að aðildarríkin geti í raun ekki gert neina fyrirvara eða sett aðrar lagalegar hindranir: "Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku."" (tekið af bloggi Magnúsar Sigurðarsonar, Popúlismi sjálftökunnar).

 

Þetta veit Guðlaugur innst inni þó hann kjósi að segja þjóð sinni og kjósendum ósatt.

Hann slær því þann varnagla að vitna í sameiginlega yfirlýsing hans og orkumálastjóra Evrópusambandsins;

"„Yf­ir­lýs­ing­in und­ir­strik­ar sam­eig­in­leg­an skiln­ing og er því af hálfu fram­kvæmda­stjórn­ar ESB viður­kenn­ing á þeim sjón­ar­miðum sem liggja til grund­vall­ar fyr­ir­vör­um Íslands við inn­leiðing­una. Þótt yf­ir­lýs­ing­in sé ekki laga­lega bind­andi hef­ur hún laga­lega þýðingu gagn­vart fyr­ir­var­an­um".

Eins og orð embættismanns breyti innihaldi tilskipana ESB.

Eða ICEsave deilan hafi gefið okkur ástæðu til að treysta orðum þeirra.

 

Ísland hafði meira að segja fengið lof fyrir að innleiða tilskipunina um innlánstryggingar á réttan hátt, þar sem í tilskipunin stóð skýrt að tryggingarkerfið væri bakábyrgð innlána, og ef aðildarríki innleiddu tilskipunina á réttan hátt, þá væru þau ekki í ábyrgð fyrir tryggingarkerfið sitt.

Það breyttist á einni nóttu og þegar hagsmunir stærri fóru gegn hagsmunum minni, þá gilti ekki einu sinni skýr lagatexti, hvað þá fyrri staðfestingar á að rétt hefði verið staðið að málum.

Og núna er látið eins og þessi saga sé ekki til og að við eigum að treysta orðum þessa fólks.

Eiginlega er ekki hægt að leggjast lægra í rökleysinu.

Skömminni skárra þó að ljúga.

 

Af hverju er ekki hægt að halda sig við staðreyndir málsins líkt og Þorsteinn Víglundsson gerði í feisbókarfærslu sinni þar sem hann viðurkennir að sæstrengur verði lagður, og hann muni hækka raforkuverð til heimila.  Hann telur hins vegar að á móti komi hærra verð fyrir orku sem núna fer til stóriðju, og því sé hægt að koma til móts við heimilin með því að afnema til dæmis virðisauka á raforkusölu.

Sjónarmið sem má ræða, sjónarmið byggt á staðreyndum.

Ekki á afneitun, hálfsannleik og beinum lygum.

 

Lygar stjórnmálamanna eru meinsemd í samfélaginu í dag.

Trekk í trekk fullyrða þeir eitthvað sem stangast alveg á við staðreyndir, eða lofa einhverju sem þeir ætla sér aldrei að efna.

Núna á að samþykkja tilskipun sem afsalar þjóðinni yfirráð yfir orkuauðlindum sínum til yfirþjóðlegrar stofnunar og það má ekki viðurkenna það.

Það er öruggt að í kjölfarið verður sæstrengur lagður því hann er lengi búinn að vera í pípunum hjá Landsvirkjun svo fyrirtækið verði ekki eins háð erlendum stórkaupendum.  Og eins og segir í greinargerðinni með þingsályktunartillögunni að þá mun slíkt leiða til hækkunar á rafmagni. 

En talað um ávinning á móti, og hví má ekki vega og meta slíkan ávinning, fá hreinskipta umræðum um kosti og galla.

 

Hvað er að því að segja satt, og ræða hlutina út frá staðreyndum??

Það ætti að vera lágmarkskrafa til þjóðkjörinna fulltrúa okkar, sama í hvaða flokki þeir eru.

 

Gerum þá kröfu.

Öll sem eitt.

Kveðja að austan.


mbl.is Innleidd að fullu en gildistöku frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoðaðu myndirnar sem síðan orkan okkar var að uploada inn á facebookið sitt.

Þar sést eikavæðingaferlið mun betur.

Þetta landráðapakk er að vinna í því að einkavæða orku auðlindirnar okkar Íslendinga.

geir (IP-tala skráð) 10.4.2019 kl. 23:12

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Ómar, fyrir að afhjúpa hér lygamaskínu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Snyrtilega gert. Hann ætti að segja af sér án tafar, föstutíminn er góður til þess að iðrast.

Jón Valur Jensson, 11.4.2019 kl. 01:26

3 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Fyrna góður pistill þetta. 

Eitthvað virðist vera farið að hrikta í hjá sumum talsmönnum orkupakka 3, ef marka má síðasta pistil Björns Bjarnasonar. 

Þar tekur hann dæmi m.a. af landsfundi Sjálfstæðisflokks um eindregna andstöðu við að færa yfirráð yfir orku landsins til ESB.  Hafi  einhver einhverntíman lesið bíblíuna eins og andskotinn þá er það Björn í þessum pistli.  Það liggur við að maður fari að vorkenna honum  að vera svona rökþrota.

Eins var í morgunn stórundarleg viðræða milli Brynjars Nielssonar og Þorsteins Sæmundssen á Bylgjunni þar sem Brynjar hélt fram þessum furðurökum að allt í lagi væri að innleiða þennan pakka af því að hann myndi aldrei skipta neinu máli eða eiga við hér.  Enn súrealískari varð þátturinn þegar reynt var að fá Þorstein til að benda á risastóran fíl sem varfraði um þarna í hljóðverinu þ.e. hverjir ættu fyrirtækið sem hefði fengið flest rannsóknarleyfi fyrir smávirkjunum undanfarið. 

Það skal farið með það eins og mannsmorð í umræðunni hve ættingjar Bjarna Ben eru slungnir að græða á stjórnarathöfnum hans og hve spenntur tengdasonur Björns Bjarnasonar er fyrir að fjárfesta í lagningu sæstrengs. 

En auðvitað þarf ekki að nota þennan fíl sem neinskonar mótrök, nógu vitlaus er þessi orkupakka innleiðingar della fyrir því. 

Einhverjum gæti þó dugað fíllinn sá,  sem skýring á undarlegri hegðun ýmissa frammámanna í Sjálfstæðisflokki.

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 11.4.2019 kl. 08:59

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er með ólíkindum hve menn eru utangátta á muninum á tilskipun og samningum.  Það er marg búið að fara samningaleiðina að ESB og jafnoft reka menn sig á þann vegg, það er ekki um neitt að semja úr því sem komið er, bara að taka hlutnum eins og þeir eru, - hugsanlega smáfrestun ef vel liggur á frethólkum ESB.

Það er búið að elda grautinn, okkar eina val er að éta hann eða ekki.

Þeir sem trúa því að við getum undanskilið sæstreng, eru annað hvort bjánar eða eru að ljúga, nema hvorutveggja sé. 

Hvorugt hæfir ráðamönnum þjóðarinnar og kallar á afsögn, -STRAX.

Benedikt V. Warén, 11.4.2019 kl. 10:46

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður geir.

Fólkið að baki Orkunnar okkar er að vinna þarft verk, og auðvitað eiga allir að kíkja þangað reglulega, því þar er haldið til haga staðreyndum, ólíkt þeim brengluðu upplýsingum sem stjórnvöld og hagsmunaaðilar einkavæðingarinnar dreifa skipulega út í þjóðlífið.

Auðvitað er markmiðið að einkavæða orkufyrirtækin, og hefur til dæmis verið óopinber stefna forystufólks í Sjálfstæðisflokknum mjög lengi þó taktískt hafi verið að þegja.

Með samþykkt síðustu tilskipunar ESB þá fer að stað sjálfvirkt ferli sem endar með að Landsvirkjun verði hlutuð niður og einkavædd, þess vegna er svona mikil áhersla að keyra málið í gegn án umræðu. 

Því málið þolir ekki dagsljósið líkt og önnur óhæfuverk fólks sem gengur um með kúbein og grímu fyrir augunum eins og Bjarnabófarnir forðum.

Eina sem er skrýtið, er stuðningur VG.

En kannski ekki, hjá þeim virðast stjórnmál snúast um fátt annað en völd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.4.2019 kl. 11:31

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Valur.

Vonum að hann nýti föstuna til að iðrast.

Og munum að sálarsala hefur alltaf afleiðingar, þó stundum verði mönnum það ekki ljóst fyrr en þeir yfirgefa jarðlífið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.4.2019 kl. 11:32

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Bjarni.

Engu við að bæta.

Nema jú, ég vorkenni Birni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.4.2019 kl. 11:34

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedikt.

Ég held að einfeldni komi hérna ekki við sögu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.4.2019 kl. 11:35

9 identicon

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að Guðlaugur Þór sé að "blöffa" þingheim og þjóð.

Illt er að Þorsteinn telur að það sé gott að Guðlaugur Þór beiti lygum og blekkingum.

En það versta er að forherðingin og ofbeldið er orðið algjört gegn landi og þjóð.

En það góða er, að þeir afhjúpa sig núna sjálfir, vargarnir í véum.  Þeir standa berrassaðir út á túni, valdsmannslegir, en aumkvunarverðir sem vesalingar og gráðugar bleyður sem hafa nú það helst áunnið sér, að öðlast fyrirlitningu eigin kjósenda og yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. 

Þeir eru lúserar, berrassaðir út á túni og girt sjálfir niðrum sig og bíða rassskellingarinnar. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.4.2019 kl. 13:30

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon, þetta er rólegur dagur hjá mér, las reyndar greinargerð þeirra Stefáns og Friðriks af gefnu tilefni, sem mun koma í ljós síðar, en annars rólegt.

Meðal annars að ég er oft svo sammála síðasta ræðumanni.

"En það góða er, að þeir afhjúpa sig núna sjálfir, vargarnir í véum.  Þeir standa berrassaðir út á túni, valdsmannslegir, en aumkvunarverðir sem vesalingar og gráðugar bleyður sem hafa nú það helst áunnið sér, að öðlast fyrirlitningu eigin kjósenda og yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. 

Þeir eru lúserar, berrassaðir út á túni og girt sjálfir niðrum sig og bíða rassskellingarinnar. "

Þetta er einfaldlega ljóðræna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.4.2019 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband