9.4.2019 | 11:53
Húmor Morgunblaðsins er mikill.
Frétt um hið hefðbundna Nígeríusvindl er sett upp með neitun, og eftir stendur, hver er að svindla?
Nærtækast er að vitna í stelpuskjátuna sem sagði í fréttum Ruv í gær, að hún legði ekki fram frumvarp um stjórnarskráarbrot ef hún tryði að svo væri ekki.
Og það voru rökin.
Gegn skýru lagaáliti helsta sérfræðings þjóðarinnar, prófessorsins sem kennir alþjóðarétt, þar sem hann bendir á það sé landráð að færa yfirráð orkunnar úr höndum þjóðarinnar í hendur ESB, svona svipað og hann gerði í ICEsave fjárkúgun breta, og hafði rétt fyrir sér eins og dómur EFTA dómsstólsins staðfesti, þá segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins, að hún myndi aldrei gera slíkt.
Er samt með vottorð uppá það að hún sé eldri en 16 ára, þó hún hefði þegið ráðherradóminn út á kyn, útlit og aldur.
En lætur samt 16 ára gelgju virka skýra og þroskaða.
Og jafnvel Nígeríusvindl virkað þróað.
Því einu rökin eru orðin að hún hefði kynnt sér málið, og hún gerði ekki slíkt.
Vísun í lög, vísan í staðreyndir, nei, aðeins fullyrðing.
Það er ekki von þó Mogginn segi að ekki sé um Nígeríusvindl að ræða.
Þó illa talandi á ensku séu og höfði til fólks sem græðgin hefur svipt lágmarksskynsemi, þá má samt ekki ærumeiða þá sem berjast fyrir lífsbjörginni.
Allavega ekki miðað við lygarnar sem lagðar voru fram á Alþingi í gær.
Afhverju er ekki hægt að segja satt??
Afhverju þarf það lægsta að virkað gáfað miðað við framgöngu þess sem sýndarveruleiki fjölmiðlanna gerði að ráðherra þjóðarinnar.
Er allavega ekki hægt að gera betur??
Kveðja að austan.
Ekki hefðbundin Nígeríusvindl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 461
- Sl. sólarhring: 709
- Sl. viku: 6045
- Frá upphafi: 1399984
Annað
- Innlit í dag: 417
- Innlit sl. viku: 5181
- Gestir í dag: 403
- IP-tölur í dag: 398
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er svo grafalvarlegt mál.
Þingið setur lögin.
Eina leiðin er að kæra þingið fyrir stjórnarskrárbrot, ef það samþykkir lagapakka sem brýtur í bága við stjórnarskrána.
En hvert á að kæra? Dómstólarnir dæma skv. lagasetningum þingsins.
Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins virðist eiga að vísa út í horn og láta sem hún sé ekki til.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.4.2019 kl. 12:33
Stjórnarskráin er lög laganna.
Ef þingið brýtur þau lög,
þá ríkir hér lögleysa og stjórnleysi.
Það sem höfðingjarnir hafast að
hinir munu leyfa sér.
Óöld, skeggöld, vargöld.
Til þess er leikurinn væntanlega gerður.
En þá mun reyna á siðvit þjóðarinnar
og kannski það sé eina vonin?
Því ekkert höfum við þingmenn og ráðherra að gera, sem stefna nú að því að brjóta stnórnarskrána.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.4.2019 kl. 13:06
Lokaorðið hér að ofan í aths. á vitaskuld að vera:
stjórnarskrána.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.4.2019 kl. 13:08
Blessaður Símon enn og aftur.
Við skulum ekki velta okkur uppúr þessu.
Í réttaríkjum gilda lög, og þar er stjórnarkrá æðst allra.
Ég man þann dag þegar einhverskonar þjóðarsátt ríkti, nánar tiltekið 29. ágúst 2009, að samþykkja ICEsave fjárkúgunina, með skilyrðum þó. Þá gripu örlögin inní, glæpahyskið vildi meira, og bretarnir höfnuðum fyrirvörum alþingis.
Það kvöld grandskoðaði ég bloggheima, og annað hvort þögðu menn, eða voru misánægðir.
Þá skrifaði ég pistil um að það væri ekki val að samþykkja fjárkúgun, því lög giltu, lög væru æðri misvitrum gjörningum stjórnmálamanna.
Og að sjálfsögðu hafði ég rétt fyrir mér, því þessi sannindi eru árþúsunda gömul.
Lög gilda nema vopnað vald segi annað.
Lögin gilda líka í dag, eins og þá.
Munurinn er sá að nú þegar er komin skipulögð andstaða gegn stjórnarskráarbrotunum, og það mun verða látið reyna á þau.
Í dag er fjöldi, þá var einsemd.
Þá kannski pínu efi, í dag er vissan.
Landsöluliðið hafði ekki kraft til að breyta stjórnarskránni, þess vegna mun hún halda.
Þá var það lífsháskinn að halda haus, það var ekkert val, því aðrir gerðu það ekki.
Í dag er þetta bara lúxus, ef hausinn hefði ekki lagt drög að 2-3 pistlum í fríinu, sem sleppa ekki taki fyrr en einhver mynd af þeim er komin í rafheima, þá væri ég ekki að þessum innslætti.
Því baráttan er í góðum höndum.
Lögin munu halda.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2019 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.