8.4.2019 | 13:03
Forheimskan.
Er bundin aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Yngra fólk, höfuðborgarbúar, og þeir sem eru hallastir eru undir frjálshyggju.
Lofslagsbreytingar ógna fæðuframboði í heiminum.
Nærtækt er kort af Evrópu í fyrra þar sem allt var brúnt, allur gróður skrælnaður.
Og við erum aðeins í árdaga þeirra hörmunga.
Sýklaónæmi er tímasprengja sem er við það að springa út.
Og sjálft lífið er undir, líf barna okkar, líf foreldra okkar, og líka líf hinna forheimsku.
Og í fullri alvöru ræðum við um að flytja inn sýkla, og búfjársjúkdóma.
Þegar hreinleiki okkar er ómetanleg auðlind.
Hversu heimskur getur maðurinn verið?
Eru enginn botn hvað það varðar?
Á græðgin sér engin takmörk.
Kveðja að austan.
Meirihluti andvígur innflutningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar fólki er ýmist mútað eða hótað lætur það leiðast út í hina ótrúlegustu hluti. Því miður finnst manni, þegar maður horfir á stjórnmálamenn og framferði þeirra sú vera staðreyndin, eins og það liggi í augum uppi.
Tómas Ibsen Halldórsson, 8.4.2019 kl. 14:53
Blessaður Tómas.
Ef maður á að vera sanngjarn, sem ég ætla mér svo sem ekki að vera þegar þessi forheimska kemst á þing, þá held ég að hjarðhegðun sé líka stór skýring.
Það þarf sterk bein að fara gegn hinum svo kölluðum sérfræðingum og álitsgjöfum, gegn ríkjandi hugsun akademíunnar og allra þeirra sem setja frjálsan markað ofar öllu öðru.
Spyrjið bara Trump hvað það varðar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.4.2019 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.