Heiður er þess sem heiður ber.

 

Og Morgunblaðið á allan heiður skilið að tala líka við fólk, ekki bara skoffínin sem selja fjármagninu sálu sína.

 

Glæpur var framinn eftir Hrun, og þann glæp þarf að leiðrétta.

Og þökk sé þremenningunum í verkalýðshreyfingunni, og að ekki sé minnst á ötula og óeigingjarna baráttu fólksins hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, að þá er sú leiðrétting komin á dagskrá.

Með öðrum orðum þá sést glitta í mennskuna við sjóndeildarhringinn, og hún er eins og rísandi sól að morgni, bráðum mun hún skína um allt samfélagið.

 

En skömmin er líka þeirra sem skömmina bera, og hún er ekki endilega þeirra sem glæpinn frömdu eftir Hrun, þá stóðu öll spjót á stjórnvöldum, og meiri bógar hefðu líka getað bognað undan hinum alþjóðlega þrýstingi sem krafðist þess að fólki væri fórnað en fjármagninu bjargað.

Hin óendanlega skömm er fólksins sem þóttist vera á móti og fékk fjölmörg atkvæði út á þann þykjustuleik, en hefur ekkert annað gert en að taka þátt í misgáfulegum upphlaupum og froðusnakki, í stað þess að krefjast réttlætis og sanngirnis í samfélaginu.

 

Engin sýn, engin rök, engar tillögur.

Ekki einu sinni eitt upphlaup á þingi í þágu þeirra sem voru rændir eignum sínum eftir Hrun.

Og þetta auma fólk afhjúpar sig endanlega með stjórnun sinni á Reykjavík, þar eru engin blöð brotin til að hjálpa fórnalömbum Hrunsins, ungu fólki í húsnæðishraki, fátæku fólki á okurleigumarkaði, engar tillögur til hjálpar, til lausnar, ekkert sem þrýsti á stjórnvöld til að leggja sitt af mörkum.

Ekkert.

 

Hins vegar er reyndar eitt aumara en þetta auma fólk.

Og það er fólkið sem hneykslast á ástandinu, hneykslast á frjálshyggjunni, íhaldinu, fjármagninu, öllu kerfinu og auðræðinu, og kýs svo aumingjana.

Sem engu breyta, en með falsi sínu og svikum, náðu að koma í veg fyrir að raunhæft afl yrði til á þingi, sem berðist fyrir kerfisbreytingum, fyrir mennskunni og mannúðunni.

Fyrir þjóðina, fyrir almenning, fyrir börnin okkar.

Því það er upphaf og endir þess að hér er allt við það sama.

Eða þar til í síðustu viku.

 

Sólveig, Ragnar, Vilhjálmur eru hetjurnar.

Fólkið hjá Hagsmunasamtökunum sem aldrei gafst upp, eru hetjurnar.

Þúfurnar sem veltu hlassinu.

Þeirra er heiðurinn.

 

En það er okkar að tryggja þeim bakland.

Það er okkar að þagga niður í þeim sem skömmina bera.

Það er okkar að kæfa aumingjavælið.

 

Við höfum verk að vinna.

Kveðja að austan.


mbl.is Viðurkenna lánakjör sem kjaramál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sumir héldu að Píratar væru nýtt landslag í pólitík en einstaklingarnir í þeim flokk eru með svo mikla ákvörðunarfælni að þeir sitja alltaf hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi og afleiðingin er

https://www.dv.is/frettir/sandkorn/2019/4/7/ur-pirotum-midflokk/

Grímur (IP-tala skráð) 7.4.2019 kl. 20:03

2 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Grímur !

Því miður: er all mikið til í þessu hjá þér, sem að Pírötunum lýtur, þó innan þeirra raða megi finna afbragðs fólk: sem þyrfti að fá að komazt betur að, með ýmis þjóðþrifamál, til frekari tiltekta.

Ómar !

Hafðu allra beztu þakkir - fyrir þína kjarnyrtu hugvekju, hér að ofan.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir: og allt hennar fólk, á mikinn heiður skilinn, fyrir ósérhlífni sína, sem baráttuþrek gagnvart þeirri ósvinnu, sem Bankakerfið og Sýslumenn og alþingi hafa valdið mjög miklum fjölda heimila og fyrirtækja, í landinu.

Reyndar - er baráttan rétt að byrja, því að HEFNA þarf grimmilega þeirra ófara, sem fjárplógsöflin hafa valdið / sem og búsifjum miklum: hlutlægt, og ekki síður huglægt, Austfirðingur mæti !

Með beztu kveðjum: sem oftar og fyrri, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.4.2019 kl. 20:50

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Ef það væri nú bara það, þá mætti taka þá út úr sviga, en í raun er aðeins einn flokkur sem gagnast auðræðinu meir en Píratar, og það er Viðreisn.

Síðan geta menn deilt um hvort komi í þriðja sæti, Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn.

Ég persónulega tel Sjálfstæðisflokkinn í fjórða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2019 kl. 06:51

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Vissulega er afbragðsfólk innan raða Pírata, en á einhverjum tímapunkti þurfa augu þess að opnast hverjum þau þjóna í raun.

Það er rétt að það þarf að brýna kuta, og skekja skildi svo auðvaldið pissi í brækurnar, og gefi eftir, þar til að þjóðin endurheimti aftur lýðveldið sitt og lýðræðið.

En hugvekjan mín var um af hverju það gerist ekki.

Gamli góði sundurlyndisfjandinn sér til þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2019 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 396
  • Sl. sólarhring: 750
  • Sl. viku: 6127
  • Frá upphafi: 1399295

Annað

  • Innlit í dag: 335
  • Innlit sl. viku: 5190
  • Gestir í dag: 309
  • IP-tölur í dag: 305

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband