Sáttin rétti Seðlabankanum líflínu.

 

Því ógnartaki hans á almenningi lauk þegar hann hundsaði launaskrið toppa þjóðfélagsins, jafnt hjá hinu opinbera sem og einkageiranum.

Og trúverðugleiki hans hvarf þegar hann hótaði launafólki þegar það krafðist kauphækkana sem voru aðeins brot af því sem sjálftökuliðið skammtaði sér.

 

Í dag er Már ekki einu sinn tannlaus hundur sem reynir að gjamma í tómri tunnu.

Hann er ekkert ef hann reynir að fara gegn þeirri sátt sem atvinnurekendur og ríkisstjórnin náði við samtök launafólks.

Og það kemur málinu ekkert við þó það sé hvort sem er búið að reka hann.

 

Hinsvegar ef Seðlabankinn vinnur með sáttinni, bendir á, leiðbeinir, leggur gott til mála, þá fær hann aftur rödd.

Og áhrif.

 

Hans er valið.

En aðeins heimskur rífst við tímann og þau öfl sem hann fær ekki ráðið við.

 

Þjóðin krefst breytinga.

Og valið er aðeins að hafa áhrif á þær breytingar.

 

Þetta vissi fjármálaráðherra og kaus því að ná sátt í stað ófriðar.

Hann kaus að fórna hluta í stað þess að missa allt.

Enda skynsamur maður.

Og hann mun frekar skipa Kalla kanínu í stól seðlabankastjóra en að eiga það á hættu að bankinn kyndi ófriðarbál sem ekki verður slökkt.

 

Þjóð í sjokki lét eignarupptökuna yfir sig ganga eftir Hrun.

En þjóðin er bara ekki í sjokki í dag.

Vissulega ráðvillt, en hún veit hvað hún vill ekki.

Hún vill ekki aðra eignarupptöku.

 

Og hún lætur ekki hóta sér.

Svipa verðtryggingarinnar virkar því ekki.

 

Og sá sem hótar henni.

Verður sviptur henni.

 

Þá er betra að þiggja líflínuna.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Hindrun vaxtalækkunar horfin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband