14.3.2019 | 22:16
Látum reyna á lögbrotin.
Segir hinn nýskipaði dómsmálaráðherra, eins og Sigríður sjálf hefði ekki getað tekið þann slag.
Í alla stað mun harðskeyttari og ákveðnari manneskja.
Til hvers var verið að skipta út ráðherra ef einbeittur brotavilji er ennþá til staðar??
Viljinn til að setja þjóðina á bekk með útlagaríkjum Evrópu, ríkjum sem virða ekki sjálfstæði dómsstóla.
Hvílík auðmýkt, hvílík iðrun.
Hvílíkt skrípó.
Þetta lið þarf ekki einu sinni að vera blindfullt til að verða sér til skammar.
Hvað er svo erfitt við að skilja að lög gilda í landinu.
Og það á að fara eftir lögum.
Heldur þetta lið að það standi sérstaklega í stjórnarskránni að Alþingi og ríkisstjórn sé undanþegið lögum, að það megi skipa sínum málum eftir geðþótta, eða það sé hafið yfir lögin??
Hvað veldur þessum hroka??
Hvar eru endamörk hans??
Þarf eldingu að himnum ofan þegar ekki er látið segjast við alvarlegasta áfellisdóm sem hægt er að fá??
Nei, það er róið í sömu knérum.
Grenja á út undanþágu frá leikreglum lýðræðisins.
Enginn á að fá að dæma nema hann sé í flokknum, og helst skyldur og tengdur.
Síðan á að endurreisa glatað traust á dómskerfinu.
Til þess er fengið fólk sem eyðilagði það traust og skilur ekki af hverju.
Og þetta fólk á að vera það besta sem við eigum.
Ja hérna.
Ja hérna.
Kveðja að austan.
Ekki að tala um margra mánaða skipun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.