14.3.2019 | 11:32
Að höggva hnútinn er Landsréttar.
Dómurinn er ólöglegur, og í honum er fólk sem var handvalið.
Og það sem verra er, meðdómendur þess þögðu.
Fólk sem skilur ekki grundvallaratriði laga og réttar, að lög séu virt, er ekki hæft til að dæma um annarra sök.
Allir eiga rétt á sanngjörnum dómi, og forsenda þess er að dómstólar séu sjálfstæðir og óháðir öllum nema lögum og reglum samfélagsins.
Þegar dómari er handvalinn, á skjön við skýr lög, þá veit enginn af hverju hann var valinn og lög voru brotin.
Fólk hefur spurt, hvað kemur það hagsmunum meintum dópista og brotamanni við??
En hver veit hvort hinn meinti brotamaður hafi verið í hinni klíkunni á dópmarkaðnum, og fjárfestur dómari nýti vald sitt til að gera upp sakir við hina.
Það veit nefnilega enginn hverjir þessir hinir eru.
Í Bandaríkjunum var ríkt fólk fangelsað fyrir að hafa keypt börnum sínum forgang að virtum háskólum.
Slíkt er lögbrot, og þegar upp um kemst, þá er refsað fyrir slíkt.
Vegna þess að reglur um umsókn eru skýrar, og eiga að ráðast að getu og hæfni, ekki handvali mútugreiðslna og annarra ívilnana.
Það eina sem er vitað um hina handvöldu dómara í Landsrétti, er að ráðherra dómsmála laug um forsendu skipana þeirra.
Fjölga konum, allt í lagi, en Ragnheiður Bragadóttir var aldrei næsta kona samkvæmt hinum ólöglega kynjakvóta, en stjórnsýslulög kveða skýrt á um að hæfni en ekki kyn, eigi að ráða þegar fólk er ráðið í stöður hjá ríkinu.
Auka vægi dómarareynslu, en þó hið algjöra lögbrot að láta slíkt vægi vera 100%, þá hefði Jón Finnbjarnarson aldrei komið til greina, á undan honum á lista hæfnisnefndar voru héraðsdómara með sömu reynslu, en meiri menntun.
Síðan hefðu Jón Höskuldsson og Eiríkur Jónsson aldrei vikið af lista miðað við uppgefnar forsendur ráðherra.
Aðrir hefðu alltaf farið á undan.
Ráðherra sem lýgur, og handvelur, sæti í fangelsi í Bandaríkjunum í dag.
Og það fyrsta sem væri rannsakað væri mútugreiðslur og mafíutengsl.
Því það lýgur enginn og handvelur án ástæðu.
Vissulega búum við ekki við svona skýrar leikreglur réttarríkisins, hér mega ráðherrar og þingmenn ljúga og svíkja og þjóna erlendum hrægömmum og fjárkúgurum, án þess að sæta ábyrgð.
Í því samhengi eru brot Sigríðar léttvæg.
En lögbrot hennar snéru að hina grafalvarlega, hún vó að sjálfstæði millidómstigsins sem kennt er við Landsrétt.
Fjórir af fimmtán dómurum eru án umboðs laga, og enginn veit hvað veldur.
Vinna þeir fyrir dópsala, erlenda hrægamma, innlenda fjárspekúlanta sem vilja komast yfir orkuauðlindir þjóðarinnar, eða hreinlega keyptu þeir sér forgang líkt og hið ríka fólk í Bandaríkjunum gerði.
Eða hvað??
Það veit enginn, við búum ekki í Bandaríkjunum, sjálfstæður saksóknari rannsakar ekki hið óeðlilega, hina grafalvarlegu aðför að réttarríkinu.
En það er óumdeilt, að fólk sem situr í dómi í skjóli lögbrota og hagsmunatengsla, er ekki hæft til að dæma samborgara sína vegna brota á ríkjandi lögum og reglum.
Og jafnvel heimskur getur ekki haldið öðru fram.
Þetta fólk þarf því að víkja.
Og það á að sæta rannsókn þó við þurfum ekki að fara amerísku leiðina að stinga því í grjótið og láta það síðan laust gegn tryggingu.
Um þetta er ekki deilt í lýðræðis og réttarríkjum.
En í slíkum ríkjum er ekki heldur deilt að þeir sem þegja í stað þess að verja réttarríkið, að þeir eru ekki heldur hæfir til að gegna embættum sínum.
Þeir þurfa ekki að vera hluti af sömu svikamyllunni, en þögn þeirra tjáir allavega alvarlega vanhæfni.
Og slíkt fólk á heldur ekki að skipa dómsstóla þjóðarinnar.
Það fékk próf, og það féll á því.
Landsréttar er því að höggva á hnútinn.
Eins og leggur sig eiga dómarar réttarins að segja af sér og axla ábyrgð á gönuskap sínum.
Þó feit laun, og feit eftirlaun hafi hugsanlega brenglað dómgreind og heft tungu þeirra og samviskugjörðir, þá er slíkt aldrei afsökun.
Þeim varð á, og þeir eiga axla ábyrgð.
Hugsanlega var bakarinn Sigríður Andersen sek, en ábyrgð hennar axlar ekki ábyrgð smiðsins, dómaranna sem þögðu þegar embætti þeirra krafðist að þeir segðu.
Hið gjörspillta valdakerfi okkar má ekki komast upp með þennan kattarþvott.
Svo einfalt er það.
Annað er viðurkenning á auðræði, ekki lýðræði.
Kveðja að austan.
Dómararnir enn að meta stöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig er hægt að velja fólk til starfa öðruvísi en að handvelja það? Ef listi hæfnisnefndarinnar hefði verið valinn hefði það ekki verið handval nefndarinnar? Reyndar fór nefndin algjörlega út fyrir hlutverk sitt með því að stilla upp 15 einstaklingum með þessum hætti eins og þeir væru þeir einu sem kæmu til greina. Ég persónulega vil miklu frekar að lýðræðislega kjörnir einstaklingar handvelji dómara heldur en andlitslausir nefndarmenn án nokkurs lýðræðislegs umboðs. En kanski eigum við að láta tölvur velja og losna þannig undan handvalinu. Spurning hvað við gerum ef "the computer says no"?
Hvernig kemst þú að því að fjórir dómarar séu án umboðs laga? Er Alþingi ekki örugglega með löggjafarvaldið ennþá?
Ómar skrif þín er stundum skynsamleg en stundum algjörlega út í móa. Kannski væri ágætt að skrúfa aðeins niður í ofstækinu og það er allt í lagi að játa að maður hafi rangt fyrir sér.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.3.2019 kl. 12:32
Eftir þau framhlaðningsskot sem fyrri pistlar þínir hafa verið, um þetta mál, þá er þessi pistill algjört fallbyssuskot, að gæðum.
Þennan pistil ætti allt sjálfstætt fólk, sem ann fullveldi og sjálfsvirðingu lands og þjóðar, að lesa, íhuga og geyma ... og ekki gleyma í æsingi augnabliksins.
Hafðu miklar þakkir fyrir þennan afbragðsgóða pistil Ómar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.3.2019 kl. 12:37
Jamm og jæja Stefán minn.
Það er stundum gott að vera út í móum, ef það að telja handval, í stað laga og reglna vera, að vera út á túni.
Til hvers er fólk yfir höfuð að virða hraðatakmarkanir ef það getur sagt við lögguna þegar hún stöðvar, ég tel að mitt mat á ásættanlegum hraða sé 160 km/kl enda viðtekin venja í Þýskalandi. Og láttu þig ekki dreyma um að sekta mig, hann Stefán sagði á blogginu hans Ómars, að handval væri æðri reglum.
Og til hvers ætti fólk að mennta sig, eða afla sér starfsreynslu, af hverju ætti skipstjóri yfir höfuð að hafa réttindi, mat á hæfni hans er hvort sem er handval.
Eða þetta sagði hann Stefán á blogginu hans Ómars, þú veist.
Og svo finnst mér miklu frekar að þetta eigi að vera svona en ekki hins vegin, og ef lög segja annað, er það þá bara ekki skýrt brot á rétti mínum að mega finnast það sem mér finnst.
Maður spyr sig bara, hvert stefnir þetta þjóðfélag??
Já Stefán minn, stundum eru móarnir bara hreint ágætir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.3.2019 kl. 12:54
Takk fyrir það Pétur.
Persónulega finnst mér fyrsti pistill minn ná yfir allt málið, nema ég kannski sleppti því að benda á að geðþótti hefði ekki bara ráðið hverjir voru handvaldir, heldur líka hverjir voru látnir víkja. Sem út af fyrir sig var miklu alvarlegra.
En þá hélt ég friðinn, svo hlóð ég í framhlaðninginn.
Og er ekki hættur í bráð.
Þó ýmislegt sé að sýsla.
Maður lætur ekki stelpuskjátuna í friði.
Hún rauf friðinn þegar hún sagði að auðlind væri vara.
Og því mætti blóðmjólka almenning.
Það mun hana iðra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.3.2019 kl. 12:58
Ég er sammála þér Ómar að það getur verið gott að vera út í móa en annað í svari þínu á ég erfitt með að skilja. Enda er ég frekar tregur og er stundum út í móa. Ég spyr hvernig er val nefndarinnar annað en handval? Hvernig geta mannráðningar verið annað en handval? Þær eru ekki vélrænar er það? Það er kemur hvergi fram í lögum eins þú virðist vilja meina nákvæm uppskrift á því eftir hvaða viðmiðum velji eigi dómara nema að hann skuli vera lögfræðingur,hafa náð ákveðnum aldri og vera íslenskur ríkisborgari. Þannig að ég spyr hvenig er val nefndarinnar meira eftir lögum og reglum og minna handval en val ráðherrans? Reyndar er það alveg skýrt í lögum að það er ráðherra sem velur og skipar dómara sem Alþingi þarf að staðfesta. Nefndin fór út fyrir lögboðið hlutverk sitt með því að stilla mönnum upp eins og hún gerði.
Til viðbótar er alltilagi að minna á það ð listinn eins og hann kom frá nefndinni hefði aldrei verið samþykktur á Alþingi.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.3.2019 kl. 15:22
Blessaður Stefán.
Þar sem þér líður vel út í móum, hvað viltu að ég segi??
Að ég sé ósammála þér, ég sem er móamaður.
Við skulum ekki rífast um þetta.
Ef þú telur faglegt mat vera handval, hvaða rétt hef ég til að vefengja það??
Þó vona ég samt að þú skiljir að lög eigi að virða, enda forn viska að með lögum skal land byggja.
Þess vegna er þitt mat, þó út í móum sé, og vissulega mun ég ætíð bjóða þér heim til bæjar ef þú hittir mig í móum mínum í Víkinni minni fögru, ekki lög þessa lands.
Og Sigríður setti lögin, það er nú bara þannig.
En hún er líka velkomin í kaffi, hvort sem hún hittir okkur út í móum eður ei.
Hún er ekki kelling, og ætíð auðfúsu gestur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.3.2019 kl. 15:49
"Og Sigríður setti lögin, það er nú bara þannig." ???
Haukur Árnason, 14.3.2019 kl. 21:46
Smá ónákvæmni Haukur.
Sigríður er sá ráðherra sem endurskoðaði lögin síðast, og þá með Landsdóm í huga. Þá nefnilega andmælti hún harðlega þeirri skoðun að sérstakt tillit ætti að taka til hlut kvenna, taldi það móðgun við allt kvenkyn.
En Ólöf Nordal lagði upphaflega fram frumvarpið.
En ég var nú bara svona að fábúlera við Stefán, datt ekki í hug að nokkur læsi þessi orð mín.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.3.2019 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.