13.3.2019 | 14:59
Jón Steinar rífur kjaft.
Mætti halda að hann hafi verið að funda með Erdogan út í Tyrklandi nýlega eða hann hafi verið í bréfaskóla hjá Lúkasjenkó í Hvíta Rússlandi.
Lært að brúka munn af Erdogan, og hvernig einræðisherra brýtur lýðræði á bak aftur eins og forseti Hvíta Rússlands gerði sælla minninga.
Aðrir ybba sig ekki yfir þeirri grundvallarreglu lýðræðisins að lög gilda.
Í lýðræðisríkjum, og jafnvel í mörgum einræðisríkjum líka.
Mannréttindadómstóll Evrópu benti einfaldlega á þá grundvallarreglu að dómsstólar eru ekki sjálfstæðir ef annarlegir hagsmunir ráða skipan dómara en ekki gildandi lög.
Ef íslenskir stjórnmálamen vilja nota úllen dúllen doff regluna við skipan dómara, þá setja þeir fyrst þá reglu í lög, og segja síðan úllen dúllen doff eins og Sigríður Andersen gerði.
Ekkert flókið, allir sáttir, og ekkert víst að dómstóllinn væri verr skipaður á eftir.
Evrópuráðið er elsta samstarf lýðræðisríkja í heiminum í dag.
Gerir aðeins þá einu kröfu til aðildarríkja sinna, að þau virði leikreglur lýðræðisins.
Treysti ríki sér ekki til þess, eða telji kröfu þar um "árás á fullveldi" sitt þá eru þau náttúrulega ekki í Evrópuráðinu.
Enda öllum frjálst að koma og fara, ólíkt einræðisbandalaginu kennt við Evrópusambandið.
Sú völ og kvöl er okkar.
Ekki annarra.
Og valkosturinn felst ekki í að brúka munn.
Kveðja að austan.
Dómurinn árás á fullveldi Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki nokkuð ljóst að Jón Steinar hefur rétt fyrir sér ?
Haukur Árnason, 13.3.2019 kl. 15:30
Andaðu rólega Ómar.
Þessi dómstóll er fyrir löngu orðinn verkfæri totalitarianisma.
Ekki ganga erinda alræðissinna.
Jón Steinar hefur rétt fyrir sér.
Sigríður hefur ekkert gert af sér.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2019 kl. 15:33
Er ekki aðalmálið á alþingi samþykkti þá alla í einu ? En ekki hvern fyrir sig.
"Athygli vekur að dómurinn segir ljóst að Alþingi hafi ekki tryggt réttmæta þinglega meðferð þegar ákveðið var að greiða atkvæði um skipun 15 dómara við Landsrétt í einu lagi en ekki um hvert embætti. „Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði málið þannig upp að hægt væri að greiða atkvæði um hvert dómaraefni fyrir sig,“ sagði Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði að það hefði verið ákvörðun Unnar Brár Konráðsdóttur, þáverandi forseta Alþingis, í samráði við alla þingflokksformenn að hafa þennan háttinn á. Hverjum þingmanni hefði verið í lófa lagið að gera athugasemd við það, sem enginn gerði. Forseti Íslands gaf út yfirlýsingu um að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar um málið á Alþingi."
Haukur Árnason, 13.3.2019 kl. 15:40
Svo rett hja Jóni Steinari og lit á þetta sem árás á dómsmálaráðherra af Pirata halfu enda situr Þórhildur Sunnar i mannrettindaráði svo ótrulegt sem það er ! Engum dylst havð Pirötum er i nöp við dómsmálaráðherra og hafa reynt að koma henni fra lengi ,,Það er ekki sist útaf hælisleitenda og flottamanna málum ....
rhansen (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 15:43
Tek undir orð Gunnars Rögnvaldssonar, heils hugar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 15:47
Jón Baldvin sagði þegar skrifað var undir EES samninginn ,,Við fengum allt fyrir ekkert'' Núna er fullveldið farið yfir dómstólunum. Hvenær fáum við forseta Evrópu sem skrifar undir lögin sem sem eigum að fara eftir??
Kveðja, Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 15:48
Hver verður næsti dómsmálaráðherra?
Verður það Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir?
Forystan án flokksins, njóttu þá vel Ómar Geirsson.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 15:51
Dómsmálaráðherrann hefur sagt af sér. Eru þá ekki allir kátir?
Landréttur verður óvirkur í kjölfarið. Eru þá ekki allir kátir?
En svo má böl bæta að skella karli í stól dómsmálaráðherra og fækka konum í Landsrétti.
Kolbrún Hilmars, 13.3.2019 kl. 15:58
Kolbrún, kynjaða reglan blífur í ríkisstjórn hræsninnar.
Ég spái því að Birgir ármannsson eigi því ekki séns, heldur verði það Áslaug Arna.
Forystan kætist og Steingrímur J. og Kata, og vitaskuld fretstofa RÚV sem fer nú hamförum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 16:09
Nú þarf Sjálfstæðisflokkur að ná vopnum sínum og gera Brynjar Níelsson dómsmálaráðherra
Grímur Kjartansson (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 18:45
Ég held ég hafi rétt fyrir mér að segja að Jón Steinar hafi rétt fyrir sér.
Sem heilræði, myndi ég ráðleggja þér að skipta yfir í koffeinlaust.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2019 kl. 20:13
Af hverju ertu að Líkja honum við Erdogan og Ljúsenkó. Hvað varð um Hitler og Mussólíni? Það er gullstandardinn í svona bloggum.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2019 kl. 20:17
Blessaður Jón Steinar nafni þess sem rífur sig.
Þú ættir að læra af nafna þínum að rífa þig án þess að nota aulahúmor sem gerir þig að aula.
Nafni þinn veit að Erdogan er í gjörgæslu Evrópuráðsins vegna þess að hann hefur skert mjög sjálfstæði dómsstóla í Tyrklandi og Lúkasjenkó forseti Hvíta Rússlands hefur misbeitt dómsstólum á þann hátt að landið fær ekki inngöngu í ráðið.
Þess vegna minnist ég á þá en ekki liðna menn sem voru liðnir áður en Evrópuráðið var stofnað.
Nafni þinn veit líka af hverju þú gerir þig að aula með þessari samlíkingu því hvað sem má segja um valdatíð nasista í Þýskalandi, að þá fóru þeir að lögum landsins, þýsk skilvirkni krafðist þess að lög voru sett um voðaverk, áður en þeim var hrundið í framkvæmd. Þess vegna eru réttarhöldin yfir Sofíu Scholl svona minnisstæð, þar tókust á gildi frjálsrar siðaðar hugsunar gegn lagabókstaf alræðisins.
Þetta er síðan skýring þess að réttarmorð voru framin í Nurnberg, nokkrir af þeim sem voru dæmdir til dauða gátu sannarlega sýnt framá að þeir gerðu fátt annað en að gegna störfum sínum eftir gildandi lögum. Þetta vissu saksóknarar og dómarar og þess vegna varð til skilgreiningin á Glæpi gegn mannkyni. Sem er réttarregla æðri landrétti. Gallinn var bara sá að lög virka ekki aftur á bak, þegar meintir glæpir voru framdir, þá vissu menn ekki af tilvist þessari réttarreglu. Hins vegar vissu þeir hvað beið þeirra ef þeir hlýddu ekki skipunum. Og það var ekki geðþóttarákvörðun heldur formleg réttarhöld eftir gildandi lögum. Og svo aftökusveitin.
Síðan máttu alveg að meinalausu fullyrða að nafni þinn sem rífur sig hafi rétt fyrir sér, það er lýðræðislegur réttur þinn að bulla, en það breytir því ekki að Jón Steinar yrði rekinn úr lagadeild Háskólans ef hann héldi því fram að vilji ráðherra væri æðri lögum. Og hann yrði talinn viðrini ef hann héldi því fram fullum fetum að valdníðsla ráðherra skerði ekki sjálfstæði dómsstóla. Og sjálfsagt hefði verið náð í spennutreyju ef hann hefði síðan bætt í og sagt að Ísland gæti verið í Evrópuráðinu án þess að lúta reglum þess.
En hann gæti örugglega haldið öllu þessu fram á fundi með þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.3.2019 kl. 21:47
Blessaður Haukur.
Nei.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.3.2019 kl. 21:48
Blessaður Gunnar.
Þú sem íhaldsmaður veist að leiðin frá lýðræði að alræði er eftirgjöf gagnvart lögbrotum ráðamanna.
Og þar sem þú vitnar oft í gildi Gamla testamentisins, þá veistu að lög og regla, úr glundroða, er meginstef þess. Þar með veistu að Jón Steinar hefur rangt fyrir sér.
Síðan ætla ég að láta eins og ég hafi ekki lesið síðustu setningu þína.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.3.2019 kl. 21:53
Blessaður rhannsen, eins ágætur eins og þú ert, þá ertu ekki alveg í sambandi í þessari færslu þinni.
Þér til upplýsingar þá ætla ég að peista til þín íslenska textann í Wikipedíu um þá merku stofnun Evrópuráðið.
Kveðja að austan.
Evrópuráðið er alþjóðasamtök 47 ríkja í Evrópu, með samanlagt um 800 milljónir borgara, stofnuð 5. maí 1949. Aðild er opin öllum Evrópuríkjum sem teljast réttarríki byggð á lögum og virða grundvallar mannréttindi og frelsi borgara sinna.
Helstu stofnanir Evrópuráðsins er þing Evrópuráðsins og ráðherranefnd Evrópuráðsins. Með mikilvægustu verkum ráðsins var samþykkt Mannréttindasáttmála Evrópu árið 1950 og stofnun Mannréttindadómstóls Evrópu til að fylgja eftir sáttmálanum. Fyrir þau lönd sem nýlega hafa tekið upp lýðræðislega stjórnarhætti - svo sem mörg fyrrverandi Ráðstjórnarríki - var litið til viðmiðana Evrópuráðsins við samningu stjórnarskrá þeirra.
Evrópuráðið hefur höfuðstöðvar í Strassborg nálægt landamærum Frakklands og Þýskalands, höfuðstöðvarnar eru í byggingu sem nefnist Evrópuhöllin og er á jaðri miðborgarinnar.
Evrópuráðið tengist ekki Evrópusambandinu, öll aðildarríki ESB eru einnig í Evrópuráðinu en ekki eru öll aðildarríki ráðsins í Evrópusambandinu. Til að flækja málin þá eru tvær stofnanir innan ESB með keimlík nöfn, þ.e. Evrópska ráðið og Ráð Evrópusambandsins.
Ómar Geirsson, 13.3.2019 kl. 21:56
Blessaður Símon Pétur fimmti.
Gott hjá þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.3.2019 kl. 21:56
Blessaður B.N.
Þú virðist vera á svipuðu haglendi og rhansen, vísa í textann um Evrópuráðið sem ég peistaði í andmælum mínum til hans.
En rökvilla þín er sú að þessi dómur einmitt treystir fullveldi landsins.
Það er enginn ágreiningur um að Sigríður braut lög þegar hún handvaldi dómara inn og hæfari út, það er það sem Jón Steinar kallar þegar hann rífur sig, annmarkar á skipan dómara. En bendir um leið að Hæstiréttur taldi að þeir annmarkar ógiltu ekki skipan hennar.
En hvað gerir þjóð þar sem handvaldir dómarar dæma eftir hagsmunum valdaklíkunnar en ekki skýrum lögum og reglum, þegar slíkt skarast á?'
Jú, hún vísar máli sínu til viðurkenndar alþjóðlegrar stofnunar lýðræðisríkja sem er einmitt hugsuð sem bremsa á slíka lögleysu.
Þess vegna er Hvíta Rússland utan Evrópuráðsins, því þarlend valdaklíka getur ekki hugsað sér slíka bremsu, en Ísland innan, því þrátt fyrir allt vill valdaklíkan okkar að þjóðin telji sig til lýðræðisríkja. Og þegar þetta er skrifað, þá axlaði hún að hluta ábyrgð á lögleysu sinni.
Með öðrum orðum, fullveldið virkaði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.3.2019 kl. 22:05
Blessaður Símon sjöundi.
Þegar ég les niðurlag þitt þá dettur mér einna helst í hug að þú hafir smitað Jón Steinar sem styður nafna sinn sem rífur sig, af vírus sem kenndur er við aulahúmor.
Hvernig dettur þér í hug að ég og skrif mín hafi eitthvað með atburðarás dagsins að gera, eða yfir höfuð atburðarrásir þessa máls, eða annarra. Hins vegar tjái ég hér skoðanir mínar, og varla ert þú að ritskoða mig??
En varðandi komandi dómsmálaráðherra þá held ég að það sé ljóst að sá sem átti að verða það upphaflega, en Bjarni taldi of stóran, fái núna embættið.
Og þá verður fyrst gaman, því maðurinn er mikill húmoristi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.3.2019 kl. 22:09
Blessuð Kolbrún.
Líklegast eitt af því sorglegast við þetta mál er hvernig varðhundar valdníðslu hafa afvegleitt margar góðar íhaldssálir.
Það er nákvæmlega ekkert sem bannaði Sigríði að breyta tillögum hæfnisnefndar, en hún varð þá að vinna það verk á faglegan hátt eins og lög kröfðu að hæfnisnefnd gerði.
Það gerði hún ekki, það eina sem hún gerði þegar hún lagði til breytingar sínar var að nefna að hún hefði viljað leiðrétta kynjahalla og að hún hefði viljað breyta forsendum hæfnisnefndar um vægi dómarareynslu. Eftir á (kom ekk fram í greinargerð hennar til Alþingis) tók hún síðan fram að hún hefði nýtt sér faglega vinnu hæfnisnefndar, og gerði ekki ágreining við hana.
Látum það vera að það er skýrt brot á stjórnsýslulögum að taka kyn fram yfir hæfni og að jafnréttislög heimila aðeins jákvæða mismunun þegar um sömu hæfni er að ræða, að þá gat þessi kynjaregla Sigríðar aðeins útskýrt skipan Arnfríðar Einarsdóttur, Ragnheiður Bragadóttir var aldrei næsta kona inn, hún var tekin fram yfir aðrar hæfari konur, og það er geðþótti.
Varðandi að auka vægi dómarareynslu, þá felst í því að vægið er aukið, en dómarareynsla er ekki eingöngu höfð til hliðsjónar því slíkt væri skýlaust brot á reglum um þær almennu kröfur sem gerðar voru til umsækjenda. Og hvernig sem það mál er skoðað, að þá kemst Jón Finnbjörnsson aldrei næst inn á eftir Ásmundi Helgasyni. Jafnvel þó allt annað hefði verið þurrkað út.
Síðan getur rökstuðningur ráðherra aldrei skýrt brottfall Jóns Höskuldssonar og það hefði þurft að gefa dómarareynslu yfirburðarvægi fram yfir aðrar hæfniskröfur til að Eiríkur Jónsson félli út.
Þetta er því geðþótti Kolbrún, og geðþótti er andstæður lögum og góðri stjórnsýslu.
Þú ert að verja afglöp.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.3.2019 kl. 22:35
Blessaður Grímur.
Er það ekki augljóst, hann einn hefur greind og þekkingu til að landa þessu klúðri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.3.2019 kl. 22:36
Púff, annars takk fyrir innlitið góða fólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.3.2019 kl. 22:36
Já, Ómar minn, ekki veitir okkur af smá gamni núna. Verði þér að þeirri ósk þinni og þá skulum við báðir hlæja.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 22:37
Ekki veit ég hvort hann Bjarni sem er með allt niðrum sig átti sig á alvarleika málsins og reyni að bjarga því sem bjargað verður með því að skipa Brynjar, en ef ekki þá heldur vitleysan bara áfram.
En ég greyið mun hins vegar gera fátt annað en að sötra rauðvín og segja síðan út í loftið við verkfræðinginn, "sagði ég ekki að hún yrði að segja af sér".
Ég fer nefnilega í fríið, og það þurfti virkilega mikinn hvell til að ég kæmi inn svona á elleftu stundu.
En enda þurfti að hnýta, en ekki svo fast að ég eyði orku á lýðskrum Sigmundar, hann staðfesti það sem mig hefur lengi grunað, að hann hafi ekkert nef í pólitík.
Það lá við að hann hefði minnt mig á náriðil í viðtali sínu við Moggann fyrr í dag.
En mönnum er ekki allt gefið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.3.2019 kl. 23:06
Gangi þér allt til sólar Ómar og megi rauðvínið smakkast þér vel og gleðja hjarta þitt, og ef þú sem finnir rommlykt í lofti, þá gæti það verið ég að skála þér til heiðurs. Því heiður áttu óneitanlega skilinn fyrir þína mögnuðu pistla.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.3.2019 kl. 00:20
Ég skal barasta segja ykkur það. Ómari vini mínum er svo mikið neðra fyrir að hann heldur úti tveimur pistlum samtímis! Gott ef hann svarar ekki andskotans öllum sem kíkja á síðuna með nafni.
Það er kraftur í körlum fyrir austan, svo mikið er víst.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 14.3.2019 kl. 02:34
Mannréttindasáttmáli Evrópu (MSE) var undirritaður á ráðherrafundi Evrópuráðsins í Róm árið 1950. Sáttmálinn skyldar aðildarríkin til að tryggja öllum einstaklingum á þeirra yfirráðasvæði þau réttindi og frelsi sem eru skilgreind í sáttmálanum og viðaukum við hann, svo sem rétt til lífs og frelsis, til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, bann við pyndingum, friðhelgi einkalífs og tjáningar-, trú- og félagafrelsi svo dæmi séu tekin.
Mannréttindadómstól Evrópu er ætlað að tryggja að aðildarríki Evrópuráðsins virði þau réttindi sem kveðið er á um í sáttmálanum og geta einstaklingar leitað til dómstólsins ef þeir telja ríki hafa brotið gegn þeim réttindum sem kveðið er á um það að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Fullgilding MSE er skilyrði fyrir aðild að Evrópuráðinu og hafa mörg aðildarríkjanna þar að auki innleitt hann í landsrétt sinn. Ísland undirritaði sáttmálann árið 1950 og fullgilti hann árið 1953. Sáttmálinn var lögfestur með lögum nr. 62/1994 á Íslandi eða sama ár og EES samningurinn tók gildi á klakkanum. Ómar þetta er allt sama tóbakið sama og við þekkjum hjá okkur stjórnmálamennirnir ráða hverjir verða dómarar ef við veltum hverjum steini við er hægt að skoða það. Dómstólinn Evrópu kom svo nokkrum árum seina ssMannréttindadómstóll Evrópu (MDE) var stofnaður árið 1959 á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE, lögfestur á Íslandi með lögum nr. 62/1994).
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 14.3.2019 kl. 07:33
Blessaður BN.
Nei, þetta er ekki allt sama tóbakið, á því er grundvallarmunur.
Evrópuráðið var brimbrjótur vestrænna lýðræðisríkja á tímum Kaldastríðsins og mun vera það áfram eftir því sem skrattin sýnir betur ásjónu sína á Evrópusambandinu.
Þú getur nefnilega ekki logið þig frá grunngildum lýðræðisins.
Sama hve miklu er kostað til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.3.2019 kl. 07:50
Takk fyrir innlitið Halldór.
Það þýðir ekkert að vera minni maður en Hinrik frá Navarra sem taldi París einnar messu virði.
Grunngildi lýðræðisins þarf að verja, hvort sem það er fyrir kommúnistum, peningamönnum eða alræðissinum Evrópusambandsins.
Og þó ég sé frekar einmana hér á Moggablogginu þá veit ég að í hernum að handan eru margir góðir og gegnir íhaldsmenn sem hefðu aldrei vanvirt lög og reglur landsins á þann hátt sem gert er í dag.
Þeir hefðu passað sig á að setja ekki svona lög sem skertu vald þeirra til að deila og drottna.
Enda engir bjánar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.3.2019 kl. 07:54
Blessaður Símon.
Ég held að ég sé þegar farinn að finna hana, en ég fer ekki suður fyrr en á laugardaginn, en það þarf margt að sýsla og þessi tímaþjófur var ekki eitt af því sýsli.
Verður sem verður, mér heyrist á morgunfréttum að Bjarni ætli endanlega að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að hann sé bjáni, og ætli ennþá að ganga framhjá eina hæfa manninum sem hann á í að bjarga því sem hægt er að bjarga.
Brosandi stelpuskjáta mun aðeins gera margt illt verra.
Sérstaklega fyrir flokkinn.
Sem er reyndar synd, því ekki er liðið félegra sem er í stjórnarandstöðu.
En segjum við ekki bara, þetta reddast.
Einhvern veginn.
Kveðja að austan.
PS, tókstu eftir að ég gat komið að þeirri ábendingu að það ætti að kjósa uppá nýtt í Reykjavík án þess nokkur æmti eða skræmti. Eða varla skiptir það góða fólkið máli í hvaða flokki lögbrjótar eru, og er klúður á skipan 4 einstaklinga sem voru álíka hæfir og þeir sem fóru út, minna mál en kosningasvindl??
Ómar Geirsson, 14.3.2019 kl. 08:03
Sæll Ómar Hér fyrir neðan er frétt úr mbl í dag við skullum vona að forseti Evrópuþingsins hafi ekki vitað hvað hann var að segja er nokkuð viss um að Sigríður fyrrverandi dómsmálaráðherra og fleiri hér á klakkanum hefðu ekki komist upp með það að biðjast bara fyrirgefningar ekki satt?
Tilvitnun byrjar:,,Forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, neyddist í dag til þess að biðjast afsökunar á ummælum sem hann lét falla í útvarpsviðtali þar sem hann sagði að hægt væri að segja ýmislegt jákvætt um ítalska fasistaforingjann Benito Mussolini þrátt fyrri að hann hefði líka gert slæma hluti.
Tajani sagði að Mussolini, sem var einræðisherra á Ítalíu í um tvo áratugi á fyrri hluta síðustu aldar, hefði þannig til dæmis lagt vegi og byggt brýr áður en hann fangelsaði pólitíska andstæðinga, ofsótti gyðinga, gerði bandalag við nasistaforingjann Adolf Hitler og atti Ítalíu út í heimsstyrjöld.
„Maður þarf ekki að vera sammála aðferð hans, en verum heiðarleg. Mussolini lagði vegi, byggði brýr og reisti byggingar og íþróttamannvirki. Hann endurreisti ýmis svæði á Ítalíu,“ sagði Tajani. Almennt hafi gerðir stjórnar Mussolinis ekki verið jákvæðar en hún hefði komið ýmsu í verk.
Frá þessu er greint á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph en ummælin urðu til þess að nokkrir þingmenn á Evrópuþinginu og ítalskir stjórnmálamenn kölluðu eftir afsögn Tajanis sem varð til þess að hann sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á þeim.
Þar sagðist Tajani andvígur fasisma og sagðist biðja alla afsökunar sem hann kynni að hafa móðgað með ummælum sínum. Þeim hefði á engan hátt verið ætlað að réttlæta eða gera lítið úr stjórn sem hafi verið bæði andlýðræðisleg og gerræðisleg.''Tilvitnun endar.
Með bestu kveðjum, Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 15.3.2019 kl. 00:44
Blessaður Baldvin.
Sé ekki alveg samhengið, nema ég fordæmi þá skoðanakúgun sem þarna kemur fram.
Allt sem haft er eftir forsetanum er rétt.
Nákvæmlega eins og það er rétt að það var algjör viðreisn í Þýskalandi eftir valdatöku Hitlers, og þrátt fyrir að Ívan grimmi hafi verið kolgeðveikur og algjört illmenni, þá var það hann sem lagði drög að veldi Rússa. Og ekki má gleyma Stalín í þessari upptalningu, eitt mesta illmenni sögunnar, en hann gerði Sovétríkin að risaveldi, og svona má lengi telja. Mér skilst að jafnvel Manson hafi verið góður við blóm í fangelsinu.
Skoðanakúgun rétthugsunarinnar er fasismi af verstu gerð, og þöggun staðreynd á pari við miðaldakirkjuna.
En kemur bara þessu máli ekkert við, nema þá það að Sigríður hefði rifið stólpakjaft og sagt þeim að fara til andskotans.
Hún er engin kelling, hún er með pung.
Ein af fáum á þingi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.3.2019 kl. 07:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.