27.2.2019 | 11:41
Er ekkert fréttnæmt í vitnisburði Cohens??
Það vita það allir að það er slemba ef Trump fer rétt með staðreyndir.
Hans svið er tilfinningar eins og hjá fyrirmyndum hans á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar.
Og þar er hann meistarinn.
Varðandi meintar uppljóstranir frá kosningabaráttu hans, þá er það bara svo að svona eru kaupin á eyrinni.
Ef einhver hefði hag af því að kjafta frá kosningabaráttu Hillary, þá yrði sagt eitthvað svipað.
Stríðið við Trump verður ekki háð með staðreyndum, kjósendum hans er nákvæmlega sama.
Þeim er hins vegar ekki sama hvort hann standi við kosningaloforð sín eður ei, og þar er athyglisverð fylgni milli orða og efnda.
Svo mikil fylgni að fáheyrt er í nútíma stjórnmálum, og til dæmis eitthvað sem ekki hefur sést hérna á Ísland líklega frá því að Davíð Oddsson var í pólitík.
Núverandi ríkisstjórn virðist til dæmis vera mynduð um lygar og pretti.
Varla stafur af því sem sagt var fyrir kosningar hefur staðist.
En margt á að gera sem hvergi var minnst á.
Til dæmis sérstakur skattur á bíleigendur, kallaður gjöld uppá kommúnísku, innflutningur á sýklum undir yfirskininu að það þurfi að hlýða dómi sem er andstæður EES samkomulaginu, að ekki sé minnst á innleiðingu orkupakka 3, sem er fyrsta og stærsta skrefið sem þarf að taka til að orkuauðlindir þjóðarinnar hverfi úr sameign í einkaeign, með tilheyrandi hækkunum á raforkuverði.
Ef þetta eru ekki prettir, hvað er þá prettir??
Síðan er hægt að minnast á orðræðuna til höfuðs forystufólki verkalýðshreyfingarinnar, sem er annars vegar fóðruð og kostuð af Samtökum atvinnurekanda, og hins vegar úr skúmaskotum Valhallar.
Þar er staðreyndum ekki haldið til haga, heldur eru þær í besta fallið afskræmdar, oftast fylgir skáldskapur með.
Svo tala menn um Trump.
Hneykslast á Trump.
Nær væri að líta nær.
Kveðja að austan.
Cohen segir Trump bæði ljúga og pretta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 520
- Sl. sólarhring: 675
- Sl. viku: 6251
- Frá upphafi: 1399419
Annað
- Innlit í dag: 442
- Innlit sl. viku: 5297
- Gestir í dag: 406
- IP-tölur í dag: 399
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekkert hægt að orða þetta betur Ómar.
Snilldarfærsla.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 27.2.2019 kl. 18:43
Sammála þér Sigurður K. hjaltested,um leið og maður skellur hljóðlega upp úr; .....kjósendum hans er nákvæmlega sama....
Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2019 kl. 01:07
Bið afsökunar á stafsetningavillum!
Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2019 kl. 03:35
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Lýsing mín á Trump er ekkert persónulegri en þegar ég lýsi veðrinu úti núna, stilla og lognið hlær dátt. Segi bara frá því sem er.
Sem og þegar ég segi þetta;
"Núverandi ríkisstjórn virðist til dæmis vera mynduð um lygar og pretti.
Varla stafur af því sem sagt var fyrir kosningar hefur staðist.
En margt á að gera sem hvergi var minnst á.".
Gamla góða stílbragðið að draga upp andstæður, aðra þekkta, hina sem meir er háð mati manns.
Það gleður mig allavega að fá vísbendingu um að það mat stóð allavega ekki í góðu og gildu íhaldsfólki þó ég sé alls ekki að setja ykkur tvö undir sama hatt.
Félagi Trump kallinn, hann er ólíkindatól.
En mér finnst lítið fara fyrir þeim í Íslandi í dag.
Allt meira svona fyrirséð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.2.2019 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.