Verkföll skaða.

 

Nema kannski hugsanlega ef sú stofnun sem framleiðir reglugerðir á færibandi myndi lamast, til dæmis ef skúringafólkið í Brussel legði niður störf, að þá myndi enginn gráta.

Þess vegna á það alltaf að vera neyðarúrræði að boða til verkfalla, aðrar leiðir eiga að vera fullreyndar.

Enda mörg undanfarin ár hafa verkföll á almennum vinnumarkaði verið sjaldgæfari en jafnaðarmaður í Samfylkingunni.

 

Í dag stefnir í verkföll á vinnumarkaðnum og stálin eru það stinn að tjónið gæti verið óbætanlegt, bæði fyrir fyrirtæki, starfsfólk þeirra og samfélagið allt.

Þó spjótinu sé oft beint af stjórnvöldum, og klaufagangi þeirra, eða hinum taktlausum launahækkunum æðstu stjórnenda bæði hjá ríki og almenna, þá er ábyrgðin samt ekki þeirra.

Ábyrgðin er þeirra manna sem geta ekki hugsað sér samfélag þar sem láglaunafólk hefur í sig og á.

Og þessir menn stjórna Samtökum atvinnulífsins í dag.

 

Krafan er búin að liggja fyrir frá því í haust, og ekki einu sinni litla fingri hefur verið lyft til að skapa umræðugrundvöll að lausn.

Aðeins löngu töng til að gefa fingurinn.

Svo eru fjármagnaðir Snatar látnir gjamma að forystufólki launafólks, til þess eins að ýta undir úlfúð og togstreitu.

 

Þess vegna eiga fórnarlömbin, eins og Friðrik hér að ofan, að beina orðum sínum til þeirra sem ábyrgðina bera.

Ekki hinna sem í nauðvörn þurfa að grípa til vopna svo á þá sé hlustað.

Aðeins þannig næst lausn og lending.

 

Sem ætti að vera markmiðið eða er það ekki??

Eða eru átök kannski það sem að er stefnt?

 

Stundum hvarflar það að manni.

Kveðja að austan.


mbl.is Hver dagur í þessari stöðu mjög dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meðan verkalýðinn tapar,

af því forysta þeirra skilur ekki hagfræði þjóðar,

munu glóbalistarnir græða.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.2.2019 kl. 10:45

2 identicon

Hinir vel stæðu,

t.d. stórfyrirtæki SA, munu flytja fé úr landi,

því þeir eru glóbalistar, drullusama um þjóðina.

Allt er falt í spilvrrki andskotands, 

frjálsa flæðinu. 

Guð blessi Ísland, land og þjóð.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.2.2019 kl. 10:54

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Símon, það eina sem er öruggt í þessum heimi er að guð blessar en andskotinn og hans fylgjendur eiga sviðið.

En persónulega finnst mér það óþarfi að þeir erfi heiminn líka.

Þess vegna var pistill dagsins skrifaður.

Hann kom loksins, þrútinn mikilli visku, sem ekki var grafin djúpt.

Svo segi ég bara, áfram Villi, áfram Ragnar, áfram Sólveig.

Megi svo friðurinn ríkja hér um sinn, nú þarf að huga að öðru.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2019 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 1524
  • Frá upphafi: 1321532

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1299
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband