24.2.2019 | 13:13
Bjarni í sínum heimi.
Skilur bara ekki neitt hvað er í gangi.
Allt er eins og blómstrið eina, ráðstöfunartekjur margfaldast og stjórnvöld öll af vilja gerð.
Nema að takast á við vaxtaokrið, þar vantar öll skilyrði, einhver óstöðugleiki og eitthvað kreppuástand sem gerir okkur ekki að hafa sama vaxtastig og aðrar siðmenntaðar þjóðir.
Og í þessu er engin mótsögn, allavega finnst okkur sem sáu Tommy Lee Jones fara á kostum sem Two faces, eða maðurinn með sitthvort andlitið eins og það hét á áskæra ylhýra.
En það er verra með þessa óþægilegu tilfinningu Bjarna að það sé sjálfstætt markmið verkalýðsforystunnar að fara í átök.
Þar hvarflar að manni að Bjarni, með öll sín andlit sé ekki tengdur við raunheim okkar hinna.
Það er samt ekki sama hver segir hlutina, þyngdarlögmálið var ekki til fyrr en Newton sagði frá því að epli sem félli af tré, félli til jarðar.
Og þar sem Bjarni er með einhverja áróðurslínu úr Valhöll til að lauma því að eldri borgurunum, sem eru síðasta vígi Sjálfstæðisflokksins, að þá þarf að vitna í eldri borgara, úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins löngu áður en Bjarni fékk fyrst bleyjuna, sem segir þetta um störf Bjarna, og af hverju þessi kurr er í verkalýðsforystunni.
Gefum Styrmi orðið;
"Var stöðumat ríkisstjórnar og Samtaka atvinnulífsins kolrangt eða var það bara tal? Héldu þessir aðilar í raun og veru að það væri hægt að tala sig frá þeim veruleika, sem blasað hefur við á þriðja ár? Hver sem skýringin er fer ekki á milli mála að það er komið að vegamótum. Nú þýðir ekki lengur að tala og nú þýðir ekki lengur að bíða. Nú þarf að hefjast handa. En vita þeir hvernig þeir eiga að bregðast við þessari stöðu? Svarið við þeirri spurningu liggur ekki fyrir.".
Þetta og margt annað hefur Styrmir sagt.
Athyglisvert er að hann dregur það í efa að stjórnvöld viti hvernig þau eiga að bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi.
Og í þessu viðtali, er Bjarni í sínum heimi ekki að svara þeirri spurningu.
Því við lifum þá tíma að núna þurfum við aðgerðir, ekki frasa.
Forystu sem höfðar til fjöldans, ekki örfárra.
Lausnir sem höggva hnúta.
Og Bjarni verður að axla þá ábyrgð.
Hann veður að fullorðnast.
Tími silfurskeiðarinnar er liðinn.
Kveðja að austan.
Óþægileg tilfinning um átök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 63
- Sl. sólarhring: 597
- Sl. viku: 5647
- Frá upphafi: 1399586
Annað
- Innlit í dag: 54
- Innlit sl. viku: 4818
- Gestir í dag: 53
- IP-tölur í dag: 53
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vandamálið er að Bjarni hefur búið sér til eigin heim með þingmönnum allra flokka og æðstu stjórnsýslu. Það gerðist þegar hann skammtaði þeim öllum langt umfram aðra. Þar lifir hann með þeim í þeirra eigin heimi sjálftökunnar úr ríkissjóði. Hann þekkir ekki heim sjálfstæðra manna, hann þekkir ekki heim hins venjulega og óbreytta Íslendings.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 24.2.2019 kl. 14:31
Hreinn Guðvarðarson kom þessu vel til skila.
Bjarni sagði.
Óhugsandi er í raun.
-Alltaf hollur sínum vinum.
Að lækka skatt á lægstu laun,
það lendir bara á okkur hinum.
Haukur Árnason, 24.2.2019 kl. 17:01
Heimurinn er líka úti á götu. Þar slíkur floti af dýrstu bílamerkjum í heimi að útlendingar verð kjaftstopp. Hver einasti íslendingu með niður í leikskólabörn með nýjustu og flottustu snjallsímana í merkjavörufatnaði .
Ef maður hlustar eftir samtölum fóks úti á götu þá er þar verið að skipuleggja næstu utanlandsferð
Horfið bara á allt bruðlið hjá Ráðhúsi Reykjavíkur og segið svo að hér drjúpi ekki braggi af hverju strái
Grímur (IP-tala skráð) 24.2.2019 kl. 18:16
Gerist ekki réttara Grímur.
Við erum næst ríkasta þjóð í heimi.
Samt er því logið að þjóðinni að það sé ekki hægt að greiða laun sem duga til lágmarksframfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum.
Þú hlýtur að sjá hvað þetta er sjúkt.
Og ef þú lest pistil minn, þá ákalla ég Bjarna til að fullorðnast´, ég sé ekki styrk í stjórnarandstöðu til að leysa þennan illleysanlega hnút sem sjálftökuliðið hefur rammhnýtt um vinnumarkaðinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2019 kl. 19:31
Takk fyrir vísuna Haukur.
Sárgrætilega rétt; "Að lækka skatt á lægstu laun,
það lendir bara á okkur hinum".
Þessu hugarfari þarf að breyta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2019 kl. 19:32
Og tími til kominn að hann vakni Símon.
Til the real world.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2019 kl. 19:33
Það var nú nokkrum sinnum í Silfrinu minnst á sjálftökuliðið en það er bara svo ríkt í öllum íslendingum.
Það vilja allir að hér séu borguð mannsæmandi laun en það vill bara enginn til í að rýra sín kjör í þeim tilgangi það á alltaf einhver annar að borga og þá er talað um einhvern auðvaldsaðal sem hér ræður öllu þó svo Jóhanna og Steingrímur hafi ekki getað fundið hann og velt hér öllu yfir á almenning. Hér varð hrun
Ekki gleyma að við fórum frá Norgi því við vildum ekki borga skatta og enn þykir sjálfsagt að nýta alla möguleika til að borga sem minnst.
Grímur (IP-tala skráð) 24.2.2019 kl. 19:49
Blessaður Grímur.
Mun skarpari athugasemd en sú fyrri, og segir margt um af hverju ástandið er eins og það er.
En meinið er að fórnarlömbin eru hætt að láta bjóða sér þessa sjálftöku og segjast líka vilja fá að vera memm.
Þar með er annað hvort vargöld eða sátt.
Þess vegna þarf Bjarni að fullorðnast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2019 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.