23.2.2019 | 18:14
Er maðurinn með rugluna??
Það hvarflar að manni þegar hann skammast útí forystufólk verkalýðshreyfingarinnar vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða.
Hvað vill hann að verkafólk geri í nauðvörn sinni??
Fari heim til hans og þrífi kauplaust??
Sætti sig þegjandi og hljóðalaust við sjálftöku toppanna og að vegna hennar sé ekkert til skiptanna handa þeim sem vinna störfin.??
Þessi orð hans eru vissulega rétt og benda til óbrenglaðar dómgreindar; "Árásir á ferðaþjónustuna eru árásir á samfélagið í heild sinni, segir Jóhannes. Mikilvægi þessarar greinar í efnahagslífinu gerir það að verkum að tjón ferðaþjónustufyrirtækja er ekki bara tjón fyrirtækja sem slíkra heldur alls samfélagsins.".
En þá á hann líka að skammast út í þá sem ábyrgðina bera.
Þá sem hækkuðu laun sín margfalt fram yfir það sem verðmætaaukning þjóðarframleiðslunnar leyfir.
Og hann á að fara í Múrbúðina og kaupa sér múrbrjót til að brjóta niður fílabeinsturninn sem þau Katrín og Bjarni dveljast í þessa dagana.
Ríkisstjórnin gat margt gert, en hún gerði ekkert af því sem þurfti að gera.
Hún móðgaði í stað þess að sætta.
Taktleysi þeirra sem leiða er vandinn í dag.
Ekki nauðvörn þeirra sem eiga ekki önnur úrræði.
Ef framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar skilur það ekki, þá er hann einfaldlega;
Vanhæfur.
Og ekkert meir um það að segja.
Kveðja að austan.
Sem mest tjón á sem skemmstum tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:43 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1227
- Frá upphafi: 1412781
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1086
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !
Þér að segja Ómar: hugði ég Jóhannes Þór Skúlason vera stærri í sniðum, en raun ber vitni, en á daginn er komið,að hann er reyndar verulega mengaður, af samvistum sínum við STÓR- svindlarann Sigmund Davíð Gunnlaugsson og hans lið, svo ekki er von á góðu, Austfirðingur knái.
Væri MANN- ræna í Jóhannesi Þór, arkaði hann umsvifalaust til stjórnarráðs, og krefðist lækkunar Tryggingagjaldsins (úr núverandi 6.60%, niður í cirka 1.5, a.m.k.) auk þess að hjálpa okkur, fjendum Lífeyrissjóða kontóranna almennu, að starfsemi þeirra yrði stöðvuð, og ÖLL iðgjöld okkar til þeirra, árunum og áratugunum saman, yrðu ENDURGREIDD, að fullu.
Með þessum hætti: sköpuðust fyrirtækjunum fremur léttar forsendur, til launahækkana, en, .......... vel á minnst, verðtrygginguna yrði að afnema í leiðinni / og útlánavextir Bankanna yrðu FRYSTIR, við 2% markið, auk afnáms Seðlabanka starfseminnar, meðfram slöktun Lífeyrissjóða kerfisins, sem alþingi hefur neytt almenning og fyrirtæki til að greiða í, síðan á 10. áratug síðustu aldar, t.d.
Þá - er rétt að minna á, SJÁLFSAGÐA hækkun skattleysismarka ríkisins, að cirka 400 Þúsund Krónum, hið minnsta.
Þarna: bendi ég á 3 einfaldar leiðir, til þess að koma á alvöru samningum í landinu, en á móti kemur, að slíta verður strenginn á milli Samtaka atvinnulífsins og alþingis og stjórnarráðs, en sterkar grunsemdir hefi ég haft um tíma Ómar, að þorri alþingismanna séu að sjúga einhver sterkari efni upp í nasir sínar, en Hveiti og Flórsykur, sé mið tekið af vinnubrögðum þess liðs, sem farið hafa ört hrörnandi, hin seinni misserin.
Þau eru mörg - Klaustra Bara málin, sem scandalar alþingismanna hafa til orðið / og fæst almenningi opinber:: þér, og öðrum að segja, Ómar !!! !!! !!!
Með beztu kveðjum austur í fjörðu - sem oftar og fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.2.2019 kl. 21:00
Líklegast of augljóst Óskar.
Takk fyrir innlit og hressilegar athugasemdir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2019 kl. 21:36
Enginn launþegi hefur samið um eða fengið laun sem eru margfalt fram yfir það sem verðmætaaukning þjóðarframleiðslunnar leyfir. Og þó eigendur fyrirtækja greiði sér há laun þá greiðir enginn þeirra sér margfalt fram yfir það sem verðmætaaukning þjóðarframleiðslunnar leyfir. En það eru stórir hópar með þvingunaraðgerðir í startholunum sem heimta þannig hækkun, hækkun sem mun kosta verðbólgu, vaxtahækkanir, atvinnuleysi og kaupmáttarskerðingu. "Nauðvörn" þeirra sem búa við ein bestu kjör í heimi hljómar eins og tilefnislaus árás sem skaðar mest þá sem að henni standa.
Framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar þarf ekki að óttast verkföll. Fyrir SA er best að gefa eftir óraunhæfum kröfum áður en til verkfalla kemur og láta svo eðlilegar afleiðingar þess (verðbólgu, vaxtahækkanir, atvinnuleysi og kaupmáttarskerðingu) hafa sinn gang. Þannig lendir megnið af skaðanum hjá launafólki, sérstaklega þeim sem eru ungir og skulda mikið, á lægstu launum og landsbyggðinni.
Vagn (IP-tala skráð) 23.2.2019 kl. 23:36
Það hafa nú nokkrir fengið hana samt Vagn, og þeir slá nú taktinn í skrúðgöngunni.
En takk fyrir að koma með innslag sem fær mann ekki til að spá hvort þú sért á lyfjum.
Það er alveg hægt að skrifa um annað fólk, eins og fólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2019 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.