22.2.2019 | 15:59
Það vantar réttlætiskennd við ríkisstjórnarborðið.
Segir fyrrverandi Vinstrigræna manneskjan sem þjónaði Gylfa og ESB armi verkalýðshreyfingarinnar, sem æmti hvorki eða skræmti gegn fjárkúgun breta sem hefði lagt íslenska velferð í rúst og gengið frá sjálfstæði þjóðarinnar ef allir hefðu verið eins og hún í andstöðunni.
Í dag er hún róttæk, og það er vel, en spurningin er hverjum hún þjónar??
Allavega þegar ég opna sögubók, þá kemur upp myndin af Trójuhesti, sama hvað ég opna aftur og aftur.
Stuðningsmaður ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, stuðningsmaður breta og hrægamma, stuðningsmaður Gylfa forseta og hún leiðir baráttuna í dag.
Það er hvergi skráð í gögnum Hagsmunasamtaka heimilanna að Drífa Snædal hefði lagt inn eitt orð til stuðnings, eða til að styrkja kröfu Hagsmunasamtakanna þegar samtökin lögðu bankamafíuna og fengu gengislánin dæmd ólögleg.
Það finnst hvergi stafkrókur um að hún hafi stutt kröfugerðina um afnám verðtryggingarinnar.
Yfir höfuð finnst ekki eitt eða neitt að hún og hennar stuðningsfólk hafi tekið slaginn við auðræðið og þau djöflatæki sem það notar til að arðræna samfélagið sem áar okkar byggðu upp undir merkjum velferðar og velmegunar.
En hún kann frasana, það vantar ekki.
Orð breyta samt aldrei raunveruleikanum.
Herskáar yfirlýsingar hylja aldrei í raun stuðning við tæki auðstéttarinnar sem valda misréttinu og misskiptingunni.
Skógareldar slokkna ekki þó brennuvargurinn pissar á þá. Ekki að pissið skipti máli til eða frá, en þeir hefðu aldrei kviknað ef brennuvargurinn hefði ekki kveikt.
En auðurinn veit sínu viti.
Launafólk mun fylkja sér um frasa Trójuhestsins.
Og ekkert mun breytast.
Því ekkert mun breytast fyrr en sjálft efnahagskerfið sem mylur undir Örfáa, sjálft þjófamódelið, er skorað á hólm.
Og það vegið.
Ekki til að bylta þjóðfélaginu.
Heldur til að endurheimta það.
Slíkt mun ekki gerast á meðan þræðir auðsins vefa frasa sem engin alvara býr að baki.
Auðurinn veit sínu viti.
Kveðja að austan.
Segir stefna í hörðustu átök í áratugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið rosalega er ég sammála þér um Drífu Snædal.
Eina róttækni hennar fólst í því að segjast ekki ætla að éta lengur skít. Það gerði hún samt allan tímann, allt þar til VG fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. En tók fullan þátt í að styðja helferðarstjórnina sem leyfði hrægömmum að hrekja 10.000 fjölskyldur á guð og gaddinn.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 16:42
Hún er grunn, ristir ekki djúpt,
samúð forseta ASÍ með lítilmagnanum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 16:48
Blessaður Símon, en það er ekki "inn" að benda á þetta.
Það svona skemmir partíið hjá Villa og Ragnari.
Síðan má benda á að þeir sem boða sósíalískar lausnir verða alltaf jaðarhópur.
Og hversu bættari er þá launafólk??
Efa ekki einlægnina hjá Sólveigu Önnu, en leyndarþræðir auðsins eru því miður lítt huldir.
Ef þú getur ekki kæft andstöðuna, sjáðu þá til þess að foringjar hennar munu engan sigur vinna, helst berjast á banaspjótum innbyrðis.
Þess vegna einangraði Sesar þann sem virkilega gat sigrað hann.
Hann vissi sínu viti enda er nafn hans ennþá þekkt sem æðsti titill einvalda.
Og fræði hans eru ekki gleymd.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.2.2019 kl. 17:00
Nei, það þykir ekki vænlegt til vinsælda að benda á sannleikann og hefur víst aldrei þótt. Jafnvel þótt þú sért vitur sem Sókrates dugir það ekki, refsháttur klækjabragðanna neyddi m.a.s. hann til að drekka af eiturbikar. Sannleikurinn er alltaf fyrsta fórnarlambið í átökum og stríði.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 17:39
Tek svo heils hugar undir orð þín um að við þurfum fyrst og fremst að endurheimta þjóðfélag okkar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 17:55
Trúi og vona að við endurheimtum þjóðfélag okkar; 2svar verður gamall maður barn,því segi ég þá skal ég vera stillt.......
Helga Kristjánsdóttir, 23.2.2019 kl. 01:35
Blessuð Helga.
Alræði Örfárra, hvort sem það er kennt við kommúnista eða auðmenn, sem hafa fá önnur markmið í lífinu en að rýja almenning, er alltaf af hinu illa.
Það sem einkenndi byltingu borgaranna var valddreifing og viðleitni til að tryggja að enginn yrði of stór til að drottna yfir öðrum.
Seinna meir náðist samstaða með borgarastéttinni og öreigunum að bæta samfélagið, tryggja að allir fengju grunnþarfir eins og menntun, heilsugæslu, að ekki sé minnst á fæði og klæði.
Margt get ég sagt misfallegt um þessa ríkisstjórn, en ég efa ekki í eina mínútu að þetta fólk vill vel, og á vissan hátt er gífurlegum fjárhæðum eytt í velferð sem og menntun og heilsugæslum.
Vandinn liggur í sjálfu kerfinu, þjófræðinu þar sem gífurlegir fjármunir eru sognir út úr kerfinu í vasa Örfárra, og í alþjóðaviðskiptum þar sem alls konar kvaðir eru settir á framleiðslu og fyrirtæki í þróuðum löndum, en svo mega gróðapungar flytja inn vörur frá löndum þar sem engar kvaðir eru, og hvernig er hægt að standast slíka samkeppni??
Og þetta varð svona vegna þess að í mjög mörg ár hafa auðmenn fjármagnað hagtrú sem skipulegar hefur brotið niður gildi hins gamla borgarlega samfélags með þeim afleiðingum að vargöld er óhjákvæmileg.
Nema ef nógu margir taka ákvörðun um að líf barna þeirra sé þess virði að berjast fyrir.
En það er ekkert sem bendir til þess.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2019 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.