Elítan skilur þetta ekki.

 

Láglaunafólk ætlar ekki eitt að bera byrðar stöðugleikans á herðum sér.

Þeir tugþúsundir sem eru á okurmarkaði leigunnar er nákvæmlega sama þó verðtryggð lán hækka, það er seinna tíma vandamál.  Það sem telur er að geta borgað leigu næstu mánaðar.

Fólk sem er með verðtryggð lán ætlar sér ekki að taka á sig aðra stökkbreytingu lána, það veit eins og er að þó Bjarni og hinir auðmennirnir fái alla sína leppa og skreppa til að verja kastala verðtryggingarinnar, að þá er atkvæðafjöldi þeirra aðeins dropi á hafi samstöðunnar.

 

Fólk veit þetta allt saman.

Og það þýðir ekki lengur að hóta því með búgí mann.

Því búgí mann er bara hlægilegur kall á nærbuxunum, afhjúpaði sig í Hruninu sem bullukall.

 

Fólk er einfaldlega búið að fá nóg.

Og gamlir hræðslufrasar bíta ekki lengur.

 

Á þetta bendir Styrmir ítrekað í pistlum sínum.

Ég dreg það ekki í efa að elítan lesi þá, en hún er bara of heimsk til að skilja innihald þeirra.

Áunnin heimska þess sem hefur of lengi komist upp með að skara eldinn að sinni köku, og heldur að slík sjálftaka sé innbyggð í kerfið, einhvers konar náttúrulögmál tekjuskiptingarinnar.

 

Þess vegna eru átök óumflýjanleg.

En ábyrgðin er ekki launþega.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Kjarabaráttan snýst ekki um staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

X-skattmann hýðir Kötu og BB-band:

"Svar þeirra er ekki bara úr tengslum við þann raunveruleika sem við blasir í skattamálum heldur einnig gjörsneitt skattapólitískri og efnahagslegri hugsun. Enga slíka hugsun er að finna í rökstuðningi tillagnanna og að því leyti sem sýnt hefur verið á spil svokallaðs sérfræðingahóps sem sagður er að vinnu bak við tjöldin virðist hann upptekinn við tölvulíkan að reikna út hvort tilteknar breytingar hafi núllkomma eitthvað % meiri eða minni áhrif á einn hóp umfram annan." *

 

 

* Indriði Þorláksson fv. ríkisskattstjóri var hægri hönd Steingríms Sigfússonar (VG). Gluggaskrautið virðist hins vegar blikka í ljóra auðmanna sem aldrei fyrr...

 

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 23.2.2019 kl. 10:32

2 identicon

Hvern djöfulinn kemur fólki sem blöskrar sjálftaka elítunnar það við hvað Gunnar Smári gerir?  Ég spyr, því Palli Vill skrifar eins og leigupenni elítunnar sem ekkert skilur.  Palli Vill gjaldfellir sjálfan sig, opinber starfsmaður, rétt eins og Ásgeir Jónsson, sem talar nú eins og innantóm bulla. 

Engir moggabloggarar skrifa svo heimskulega um hið grafalvarlega ástand sem lengi hefur legið í loftinu að yrði vegna ákvarðana kjararáðs og þeir Palli Vill og Björn Bjarnason.  Það er dapurlegt að horfa upp á.  Þeir skilja þetta ekki.  Þjóðinni blöskrar sjálftaka ný-kommanna, elítunannar sem öllu rænir og skattleggur aumingjana í drep.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.2.2019 kl. 11:30

3 identicon

Ég er sammála þér Ómar, topparnir skilja þetta ekki þrátt fyrir að Styrmir og fleiri hafi gert sitt besta til að útskýra málið fyrir þeim. Láglaunafólk er búið að fá nóg og það virðist vera að átök verði ekki umflúin, því miður.

ÁBYRGÐIN er hinsvegar EKKI launþega

Það er alveg sama hvað SA, hagfræðingar og stjórnmálamenn reyna að halda því fram, ábyrgðin er EKKI láglaunafólks. 

Dagný (IP-tala skráð) 23.2.2019 kl. 11:30

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þjóðólfur.

Indriði gamli var um margt ágætur þar til hann tók að sér böðulshlutverk fyrir AGS.

En hann trúði því einlæglega að til þess væri enginn betur fallinn en hann, þetta væri svona eins og að hinum hálshöggna þætti afhöfðunin bærilegri ef silki væri sett á eggina.

En tilvitnuð orð hér að ofan eru í samræmi við raunveruleikanum, og hvorki stækka eða smækka eftir því hver mælti þau.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2019 kl. 11:43

5 identicon

Styrmir hefur margsinnis og ítrekað varað við að að því kæmi að allt syði uppúr og þá kæmi upp grafalvarleg staða sem byggðist á því að elítan væri orðin veruleikafirrt, án tengsla við þjóðina.  En vegna samsektar og blindu elítunnar aðhefst hún ekkert nema gera nú illt verra með hroka og blindu.  Það kann ekki góðri lukku að stýra.  Hér stefnir nú þegar í verkföll og uppreisn þjóðarinnar gegn elítunni.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.2.2019 kl. 11:51

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Ég er búinn að sjá í gegnum Palla.

Hann er vissulega í vinnunni og þarf því að styðja sitt fólk.

En hann gerir það á þann hátt að það er eins og gamli komminn haldi um penna.

Sbr að oflof er í raun háð.

Kveðja að austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 23.2.2019 kl. 12:11

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Dagný.

Mikið sammála þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2019 kl. 12:11

8 identicon

Líkast til rétt athugað hjá þér Ómar.

Komminn Palli Vill gengur nú í endurnýjun lífdaga, sem ný-kommi á sama tíma og Gunnar Smári gerist kommi.  Þeir elta svo skott hvors annars og geta ekki án hvors annars verið í hringavitleysunni og heimskunni.  Hlálegir að sjá, báðir svona saman í hringavitleysunni.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.2.2019 kl. 13:06

9 identicon

Góður pistill Ómar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.2.2019 kl. 13:27

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta lið sem hefur komist yfir verkalýðsfélögin hefur engan áhuga á að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu. Það sést á því að í stað þess að fara fram á að þeir hækki, en þeir hálaunuðu aðeins um eitthvert smotterí, er farið fram á að þeir sem hafa 2 milljónir á mánuði hækki um sömu krónutölu og láglaunafólkið.

Þetta lið veit vel að fyrirtækin geta ekki gengið að þessu. Samt er farið fram með þetta, og þegar svo ríkið leggur til alveg eins aðferð gagnvart skattalækkunum er það úthrópað fyrir að huga ekki að lægstlaunaða hópnum.

Hvílík hræsni!

Þetta lið veit vel að niðurstaðan verður sáralitlar kjarabætur fyrir lægstlaunaða fólkið, þ.e. það sem enn heldur vinnunni þegar búið verður að rústa ferðaþjónustunni. En því er alveg sama. Markmiðið er ekki kjarabætur, heldur að reyna að koma á upplausn sem auðveldar þessum ömurlega söfnuði að graðga til sín völd og peninga!

Þorsteinn Siglaugsson, 23.2.2019 kl. 13:34

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Ég held að þetta sé ekki rétt hjá þér.

Og ég held að þú vitir betur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2019 kl. 13:56

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Er þetta ekki bara eins og það var þegar við vorum miklu yngir, og sáum stundum grínmyndir á 8 mm. filmu.

Manstu ekki eftir Gög og Gokke, hvernig sem það er nú skrifað.

Ég held að þeir séu mættir aftur, fullir af þrótti og fjöri.

Smárinn, þó ég vissulega dragi einlægni hans í efa, skrifar margt gott og gilt, annars væri ekki búið að gefa út veiðileyfi á hann.

Og Páll virðist elska hann.

Svona á platónskan hátt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2019 kl. 13:59

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innltið Pétur Örn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2019 kl. 13:59

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, ég held að þetta sé hárrétt athugað hjá þér.

Það er svolítið sérstakt að lesa bloggið þessa dagana.

Rithöfundarnir fara hver um annan þveran í smiðju medíunnar hvað talsmönnum verkafólks gangi til, þeir eru undarlega fáir sem taka Styrmi á stöðuna.

Hvað veldur?

Magnús Sigurðsson, 23.2.2019 kl. 14:29

15 identicon

Það er gamalkunnug aðferð valdhafa og þjóna þeirra við hirðina, að dreifa athyglinni frá vandamálinu sjálfu, hinni vaxandi misskiptingu sem elítan sjálf er völd að.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.2.2019 kl. 14:35

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Þeir tugþúsundir sem eru á okurmarkaði leigunnar er nákvæmlega sama þó verðtryggð lán hækka" - Ekki alveg rétt því flestir leigusamningar eru verðtryggðir líka. Þess vegna snýst baráttan fyrir afnámi verðtryggingar ekki aðeins um hagsmuni heimila í (skuldsettu) eigin húsnæði heldur er það líka langstærsta hagsmunamál leigjenda.

"Fólk sem er með verðtryggð lán ætlar sér ekki að taka á sig aðra stökkbreytingu lána..." - Þess vegna er nauðsynlegt að afnema verðtryggingu fyrst og hækka launin svo, því þá gerir ekkert til þó komi smá verðbólguskot þar sem lánin munu þá ekki hækka heldur þvert á móti fara lækkandi sem hlutfall af ráðstöfunartekjum.

Þetta helst allt í hendur, en afnám verðtryggingar er lykilatriði í þessu öllu saman.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.2.2019 kl. 15:09

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Allt mikið rétt, og takk fyrir að fylla uppí efni pistilsins.

En ég stend við þessa sviðsmynd mína, að fólk á leigumarkaði er flest í því basli að láta enda ná saman til mánaðar og mánaðar. 

Hafði þetta í huga með verðtrygginguna í þriðju sviðsmynd, sem þú vitnar líka í.

Sem er að elítan vanmetur styrk sinn ef hún telur að hún geti hótað fólki með henni. 

Fólk mun láta sverfa til stáls.

Því aldrei þessu vant, þá leiðir alvöru fólk baráttu launafólks.

Það er enginn Gylfi forseti sem talar um evru þegar óréttlæti verðtryggingarinnar er gagnrýnt.

Og Drífa forseti á engan valkost annan en að fylgja leiðtogunum.

Annað verður hennar Hari Kari.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2019 kl. 15:57

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Þú ert ekki sá eini sem spyr þessarar spurningar, ég tek eftir því að Styrmir gerir það líka.  "Héldu þessir aðilar í raun og veru að það væri hægt að tala sig frá þeim veruleika, sem blasað hefur við á þriðja ár?"

Hvað veldur þessari firringu??

Það er eins og það eina sem kemur frá Valhöll og Mogga sé að passa að gamla fólkið upplifi ótta við yfirvofandi valdatöku kommúnista, en ég hélt að Hollywood hefði afgreitt þá grýlu með þeirri stórgóðu gamanmynd, "Rússarnir koma", endaði það ekki með því að Rússarnir björguðu barni???

Það er svo heimskt að dæma sig svona úr leiki úr umræðunni.

Vissulega er taktíkin sú að láta verkalýðsforystuna reyna á verkfallsvopnið, og treyst á að neikvæðar afleiðingar uppsagna og síðan verðbólguskot sem leitar út í lánin, dragi úr henni tennurnar.  Og hefði kannski gengi fyrir Hrun.

En trúverðugleiki elítunnar og hugmyndafræði hennar hrundi með fjármálahruninu, og þó það hefði tekist þá að fjármagna ótal bjánaframboð til að sundra andstöðunni, að þá fann hún sér bara annan farveg.

Sem er hin nýja forysta verkalýðshreyfingarinnar í dag.

Og þar mun fólk einfaldlega skora það kerfi á hólm, sem er ætlað til að svínbeygja fjöldann.

Bastilan var vissulega voldugt vígi, og hörku málaliðar vörðu það vígi.

En þegar á reyndi, þá var hún aðeins steinhrúga gegn mætti fjöldans.

Verðtryggingin gæti orðið að slíkri hrúgu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2019 kl. 16:10

19 identicon

Athyglisverð grein eftir Styrmi í Mogganum í dag sem að mínu mati útskýrir vel hvernig elítan er hirð djúpríkisins, sjálftökulið sem mun skilja ríkissjóð eftir sem innantóma skel.  

Elíta djúpríkisins skirrist ekki við að brjóta stjórnarskrá lands og þjóðar, trekk í trekk.

Þingmenn orðnir mútuþegar.  Lýðræði ríkir hér ekki lengur, heldur fasismi:  Djúpríkið.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.2.2019 kl. 22:24

20 identicon

Fólk er búið að fá nóg. Ein hjartnæm harmasaga kom frá konu sem er á bótum, veit ekki hvort það eru atvinnuleysis eða örorku. Hún átti ekki fyrir mat út mánuðinn og færi hún að vinna missir hún bæturnar. Þetta sagði hún okkur grátandi eftir seinni utanlandsferðina þetta árið. Hún er sammála verkalýðsleiðtogunum að það eigi að vera auðvelt og þægilegt að lifa af bótum og lágmarkslaunum. Hún er sammála verkalýðsleiðtogunum að latir og metnaðarlausir eigi rétt á öllu því sem duglegir og metnaðarfullir geta veitt sér. Hún er sammála verkalýðsleiðtogunum að aðeins hinir duglegustu eigi að borga skatta og að setja verði hámark á tekjuöflun þeirra. Fólk er búið að fá nóg, en heimtar samt meira....og til vara að einhverjir aðrir launþegar fái minna.

Vagn (IP-tala skráð) 23.2.2019 kl. 22:40

21 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þessi ömurlega ríkisstjórn sem gat ógilt launahækkanir kjararáðs, en lét það ógert, getur nú reynt að bjarga í horn og segja af sér áður en allt fer hér í bál og brand.

Hver vikan sem líður án úrbóta kemur til að kosta þjóðarbúið tugi eða hundruðir milljarða.

Jónatan Karlsson, 23.2.2019 kl. 22:49

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Á hvað lyfjum ertu Vagn minn??

Svona þegar þú ert ekki að reka vinnandi menn?

Þetta er eiginlega það eina sem mér datt í hug þegar ég las innslag þitt hér að ofan, þó er ég þekktur fyrir detta margt í hug.

Svona er þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2019 kl. 23:12

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónatan.

Fátt er hægt að gera sem gæti toppað núverandi vitleysu, en að segja af sér er eitt af því.

Svona í heildina séð er fátt verra en núverandi stjórnarandstaða.

Það sem ríkisstjórnin þarf að gera, er að gera það sem hún var kosin til að gera.

Að stjórna landinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2019 kl. 23:16

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Hef ekki lesið Moggann í dag, lét það duga að bera hann út.

En þetta heitir auðræði eða þjófræði, alveg óþarfi að nota einhver dýpri tákn eins og djúpríkið, það heiti er frátekið í bandarískum samsæriskenningum.

En auðræðið eða þjófræðið er bein afleiðing af hugmyndafræði andskotans.

Spurning hvenær Styrmir áttar sig á hverjum hann þjónaði í öll þessi ár.

Vona samt að hann hafi aldrei orðið svo samdauna að hann hafi farið með faðirvorið afturábak.

Samt ótrúleg blinda að hafa aldrei séð þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2019 kl. 23:20

25 identicon

Þjófræði hverra? Mæli með að þú lesir greinina.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.2.2019 kl. 23:57

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Hinna Örfáu.

Sem hafa fjármagnað hagtrú sem hugmyndafræðilega sækir rætur sínar til hugsun sem mannkynið hefur frá örófa aldir, löngu áður en fyrstu sögur voru skráðar, kennt við þann í neðra.

Og afneitunarsinnar, sem geta ekki horfst í augun á því að hvern þeir hafa dýrkað öll þessi ár, þurfa ekkert að flækja málin.

En auðvitað á ég eftir að lesa grein Styrmis ásamt Reykjavíkur bréfi Davíðs.

Hvað annað??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2019 kl. 09:31

27 Smámynd: Jónatan Karlsson

Góðan daginn Ómar.

Það sem ég meina er að sjálfsögðu einungis að núverandi stjórn verður tafarlaust að víkja - með góðu eða illu.

Síðan er það auðvitað undir okkur komið hverja við kjósum til að moka flórinn.

Það getur í fullri alvöru varla verið skoðun þín að núverandi stjórnvöld séu hæfust til þess?

Jónatan Karlsson, 24.2.2019 kl. 09:55

28 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónatan.

Þetta er alltaf góð spurning um hver er hæfur, hæfari eða hæfastur.

Fyrir utan Lilju Mósesdóttir, sem lenti inná þing fyrir misskilning, þann misskilning að hún taldi sig vera í róttækum umbótaflokki, og Steingrímur hélt að hún dvelja sátt í rassvasa hans, þá hef ég ekki séð íslenska andófið skila hæfu fólki inná þing.

En mjög mörgu stórhættulegu, þar heyja toppbaráttuna Píratar og hin endurnýjaða Samfylking.

Og það sem meira er, ég sé ekki umræðutón þarna úti sem er líklegur til breytinga.

Eina hæfa fólkið sem ég sé, sem er sjálfu sér samkvæmt, og er hóflegt og sanngjarnt í málflutningi, er forystufólkið sem knýr áfram uppreisn verkafólks, því þetta er náttúrulega ekkert annað en uppreisn eftir áralanga samdaunan Gylfa forseta og hans pótintáta.

Ég er bara raunsær Jónatan.

Þess vegna tek ég þátt í að kvelja Bjarna greyið og hans vini, er svona í flokki með Jóhannesi Ragnarssyni, þó nálgun okkar sé annars ólík, þá er markmiðið það sama.  Hann spáði byltingu ekki innan svo skamms, og ég held að það sé rétt mat.  BjarniBen ætti virkilega að lesa pistil hans, og taka mark á honum.  Áður en hann endar á að naga sauðabein uppá fjöllum.

En fram að því þarf maður að sætta sig við það illskásta.

Og það er stjórnmálaarmur elítunnar sem óttast pínu pons um völd sín.

Og hann sting ég með nálum eins og best ég get.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 24.2.2019 kl. 21:31

29 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Las DV sem góður feisbókarvinur minn deildi, þar held ég að grein Styrmis sé endurbirt, eða eitthvað.

Þar má lesa meðal annars þetta; "„En engu að síður hafa hin síðari ár vaknað spurningar um hvort til hafi orðið eins konar ósýnilegt og andlitslaust bandalag þar sem valdamestu stjórnmálamenn, æðstu embættismenn, sérfræðingar svo og hagsmunaöfl utan stjórnkerfisins, bæði í atvinnuvegasamtökum og fjármálageira, komi við sögu sem hafi það að markmiði að tryggja eigin stöðu umfram aðra þjóðfélagsþegna en á kostnað þeirra.“".

Og ef ég á að segja þér satt, þá hef ég sjaldan lesið eins mikinn kattarþvott á hagfræði andskotans og kemur fram hjá Styrmi.

Eina spurningin er, er hann ennþá að þjóna þeim í neðra, eða hefur hann ekki ennþá áttað sig á hvaðan frjálshyggjan er runnin??

Það sem við, sem önnur vestræn samfélög upplifum, er afleiðing, óhjákvæmileg, af hugmyndafræði antikristninnar sem segir að þú eigir ekki að gæta bróður þíns.  Það eina sem þú eigir að hugsa um ert þú og þinn hagur.

Það er óhjákvæmilegt að auður safnist á fáar hendur, og þeim fer ört fækkandi eftir því sem tök andskotans herðast, og það er óhjákvæmilegt að gjár myndist, að bönd sem binda fólk og samfélag saman, bresti.

Óhjákvæmilegt, ekki samsæri.

Farðu svo og lestu Dante til að sjá hvernig þetta endar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2019 kl. 21:39

30 identicon

Slakaðu á Ómar, hér færðu lokalínur Guðdómlega gleðileiksins:

Og líkt og mæta allir punkti einum

við öxul geislar hjóls á vegi förnum,

svo lukti um mig ást, er höndum hreinum

heldur á sól og jörð og öllum stjörnum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 24.2.2019 kl. 23:57

31 Smámynd: Ómar Geirsson

Slakur Símon minn, slakur.

En fókusaður.

Og mig óar við því sem gerðist þarna á milli.

Því ólíkt skáldskapnum, eru þjáningar fólks af holdiog blóði raunverulegar.

En Styrmir kallinn er betri en enginn þegar kemur að því að kasta neti yfir geimverur.

Erfitt að afgreiða hann sem stöngul á smára.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2019 kl. 06:58

32 identicon

Við sem viljum paradís á jörðu eigum mikið verk óunnið.  Held við höfum báðir fókusinn í lagi, því hvað er ferð án fyrirheits og sýnar til hins betra fyrir lifendur og þá sem á erfa munu landið.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.2.2019 kl. 11:51

33 Smámynd: Ómar Geirsson

Amen.

Kveðja að ausan.

Ómar Geirsson, 25.2.2019 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband