Skynsemi versus róttækni.

 

Þeirra sem játa að verkafólk hefur gefist upp fyrir auði og frjálshyggju, eða hinna sem segja hingað og ekki lengra.

Annar aðilinn íhugar að slíta viðræðum, hinn hefur þegar gert það.

 

Hvor er líklegri til að ná árangri?

Sá sem buktar sig og beygir, enda í kjarna sammála hinu frjálsa flæði Evrópusambandsins sem miskunnarlaust keyrir niður kjör verkafólks, sammála verðtryggingu og okurvöxtum því það ku tryggja áreynslulausa ávöxtun pappírspeninga lífeyrissjóðanna, sá sem laut forystu Gylfa forseta og vildi borga fjárkúgun breta, sá sem hefur alltaf lyppast niður.

Sá sem ....

Eða sá sem rífur kjaft og segir hingað og ekki lengra.

 

Persónulega veðja ég á þann fyrri.

Sá seinni virðist ekki hafa grænan grun um að vandinn er ekki fólginn í tregðu atvinnurekanda, heldur er hann kerfislægur, innbyggður í hið frjálsa flæði frjálshyggjunnar sem við höfum innleitt úr regluveldi ESB.

Slæst því við vindmyllur.

Og heldur að hann sé að slást við tröll.

 

Stundum þarf fólk að líta í eigin barm til að skilja af hverju það breytir engu.

Af hverju það vill vel en skilar engu.

 

Skynsemin skilar hins vegar ekki einu sinni engu.

Hún skilar afturför, hægfara dauða hinna vinnandi stétta.

 

Best væri samt að fólk hefði vit til að skila árangri.

Kveðja að austan.


mbl.is SGS vísar deilu til ríkissáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað sem líður skynsemi versus róttækni,

held ég að núverandi ríkisstjórn Steingríms Joð og Bjarna Ben., boði landi og þjóð enga gæfu.

Annað hitt, að ég hef mestar áhyggjur af kjörum fátæks fólks, öryrkjum, fátækum eftirlaunaþegum.

Kröfur róttæku verkalýðshreyfingarinnar varðandi skattabreytingar til hagsbóta fyrir fátækt fólk

voru hunsaðar af ríkisstjórn Steingríms Joð og Bjarna Ben.

Nú stefnir í verkföll, verðbólgu og dýrtíð.

Mínar áhyggjur eru að öryrkjar og fátækir eftirlaunaþegar líði fyrir, eina ferðina enn.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.2.2019 kl. 17:13

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er til önnur og jarðbundnari nálgun en fram kemur í þessum pistli, ekki er hægt að ætlast til að allir vilja vega kerfið sem getur ekki annað en búið til þá misskiptingu og óréttlæti sem sligar þessa þjóð.

Og þó, þeir sem gagnrýna, munu að lokum komast að svipaðri niðurstöðu.

Hér á Moggabloggi hefur margt gott og gilt verið skrifað um þá stöðu sem núna er uppi í kjarasamningum, og þó Moggabloggið sé pínulítið hægra megin við viðtekin viðhorf, þá hef ég ekki fundið einn, nema náttúrulega Evrópusinnann Björn Bjarnason, sem sjá eitthvað jákvætt við útspil ríkisstjórnarinnar. En hann hefur jú hagsmuni að gæta og verja.

Mig langar að peista linkum á góða bloggpistla sem ná vel til að lýsa á raunsæjan hátt það sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag. 

Pistlar sem mættu fá mikinn og góðan lestur, og þetta er mín vogarskál til þess að svo verði.

Fyrst skal telja Magnús Sigurðsson; https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/#entry-2230881

Svo Gunnar Hreiðarsson; https://noldrarinn.blog.is/blog/noldrarinn/#entry-2230869

Ég get svo svarið að hann nöldrar ekkert.

Og loks Þorstein Siglaugsson, en þessi pistill sem ég vísa í er sá síðasti af fjórum pistlum sem fókusa á stöðuna í dag og hvað er til ráða af hans dómi; https://tsiglaugsson.blog.is/blog/tsiglaugsson/#entry-2230878

Þeir sem kíkja á þessa athugasemd, og hafa ekki lesið þessa pistla, þá segi ég bara, þeir eru þess virði að eyða nokkrum mínútum í að lesa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2019 kl. 17:36

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Nota bene, ég hélt að þeir kæmu feitletraðir en refurinn minn sem ég nota virðist blokka á það.  Svo það er bara að hægri smella og opna tengil.

En Símon minn kæri.

Aðeins að vega skrímslið leysir málið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2019 kl. 17:39

4 identicon

Var að lesa viðtal við Sólveigu Önnu, þar sem hún segir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar á hendur ríkinu

hafi ekki verið felldar niður.  Það er gott.

Enda hefur mér virst að þau Ragnar Þór, Sólveig og Skaga-Villi hafi nálgast þessi kjaramál af miklu meiri skynsemi

en ríkisstjórn Steingríms Joð og Junior Bjarna.

Ps. Vitaskuld les ég alltaf góða pistla Gunnars Heiðarssonar og Magnúsar Sigurðssonar.  Þeir eru menn skynseminnar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.2.2019 kl. 17:49

5 identicon

Já, tók eftir því að Þorsteinn Siglaugsson skrifar núna margt skynsamlegt.

Björn Bjarnason er sá eini sem sker sig úr.  Jú, hann hefur jú hagsmuni tngdasonarins og Engeyinganna að verja,

líkt og Steingrímur Joð hefur haft sitt kompleksaða egó að reyna að fitta inn í.  Hahahaha.  Kolafabrikku-Grímsi. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.2.2019 kl. 18:00

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Aðeins að vega skrímslið leysir málið." Orð að sönnu.

Úr því að ekki tókst að bera "hyskið út úr húsum" þjóðarinnar um árið, þá er varla annað í boði.

Það er nefnilega nokkuð ljóst að kjaráráðs hækkanirnar um árið, þegar þingið var skindilega skipað nánast 50% (ómenguðu fólki) voru hreinar mútur innan úr stjórnkerfinu og þær snérust ekki um að leiðrétta kjör nokkurrar manneskju á þeim tímapunkti heldur að búa til gjá á milli þings og þjóðar. 

Magnús Sigurðsson, 21.2.2019 kl. 18:09

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon, við megum aldrei gleyma að margir íhaldsmenn skrifa skynsamlega þó við séum ekki alltaf sammála þeim.

Og Þorsteinn er skynsemisvera, hollt að kynna sér skoðanir hans þó ekki sé maður alltaf sammála, enda væri það nú meira helvítið.

Ég veit að þú ert vel lesinn, en ég varð að nýta mér athugasemdarkerfið til að vekja athygli á góðu fólki, sem ólíkt mér, lætur ófriðinn eiga sig.

Og mætti vera miklu miklu miklu miklu miklu miklu meira lesið.

Öllum til góðs.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2019 kl. 19:29

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Ég veit að þú manst forna pistla mína, sé það á ýmsu sem þú skrifar í athugasemdarkerfi mínu.

Við trúum báðir á betri heim, ég tala um Aðferðafræði lífsins, um Hagfræði lífsins, eða réttara sagt talaði um þessi fræði.

Og pistlar mínir voru styrktir af mörgum skörpum athugasemdum góðra og gegna manna sem höfðu svipaða sýn á þá framtíð sem við ætluðum börnum okkar til að lifa mannsæmandi lífi, laus við sjálftöku og sígræðgi hinna Örfáu.

Það þarf að vega skrímslið, og það gerir Bylting lífsins.

Um það er ekkert val.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2019 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband