Furðurfréttir.

 

Það er ótrúlegt að fylgjast með heimsfréttum þessa dagana um meint píslarvætti þeirra kvenna sem fríviljugar gerðust fylgifiskar ISIS stríðsmanna.

Þær eiga bágt, þær fá ekki að koma heim.

Og eitthvað vont fólk stendur í veginum.

 

Munum að allur hroðinn, allur hryllingurinn lá fyrir þegar þessar konur tóku þá ákvörðun að aðstoða samtökin við voðaverk sín.

Og þetta var engin skyndiákvörðun, þetta var langt ferli sem krafðist mikils undirbúnings.  Á meðan styttu þær sér stundir við að horfa á morð, nauðganir og pyntingar í beinni útsendingu á YouTube.

Gleymum því aldrei að fórnarlömbin voru lifandi fólk eins ég og þú, fólk af holdi af blóði, fólk sem aldrei hafði gert einum eða neinum flugu mein, þráði aðeins að fá að lifa sitt daglega amstur eins og við öll hin.

 

Rifjum upp þjóðarmorðin á Jasídum, rifjum upp þann hrylling sem hinir viljugu sjálfboðaliðar lögðu mikið á sig til að taka þátt í;

"Meðlimir íraska minnihlutahópsins Jasída hafa þurft að þola gífurlegt ofbeldi og stríðsglæpi af hendi vígamanna Íslamska ríkisins undanfarið ár. Þúsundir barna og kvenna hafa verið neyddar í þrælkun og vígamenn tóku þúsundir manna af lífi. Heilu þorpin voru þurrkuð út og fjölskyldum sundrað. ISIS sótti inn í heimahaga Jasída í byrjun ágúst í fyrra og var heimafólki tilkynnt að annað hvort tæki það upp íslam eða yrði drepið.  ..Enn eru þó þúsundir kvenna og barna í haldi ISIS þar sem konurnar ganga manna á milli, kaupum og sölum, og eru neyddar í kynlífsþrælkun.".

Rifjum upp nýlegt dæmi úr fréttum þar sem sagt var frá stúlkubarni af trúarhópi Jasída sem var hlekkjuð útí sólinni þar til hún ofþornaði og dó.  Hennar glæpur var að láta eitthvað illa þegar húsbóndinn á heimilinu nauðgaði henni. 

 

Eða rifjum upp þessa frétt sem má lesa um á miðlinum Women Intotheworld í júní 2016; "Local activists are reporting that ISIS publicly executed 19 Yazidi women in Mosul, Iraq, trapping them in cages and burning them to death after the women refused to have sex with ISIS fighters. “The 19 girls were burned to death, while hundreds of people were watching,”".

Og ólíkt Morgunblaðinu sem er í furðufréttum, má horfa á myndskeið þar sem Jasis konur segja frá lífsreynslu sinni.

Spyrjum okkur síðan af hverju þessar frásagnir eru ekki í heimspressunni??

 

Eða ef við hugsum aðeins lengra, af hverju er ekki sagt frá hryllingnum sem beið Kúrda í Afrin, eftir að meintir ISIS liðar hertóku borgina í skjóli vopnabúnaðar tyrkneska hersins?

Er það vegna þess að Tyrkir eru í Nató, og er það vegna þess að ríkisstjórnin sem fjármagnar viðbjóðinn, er nánasti bandamaður Vesturlanda í Arabaheiminum.  Ríkisstjórn sem er aðeins nýlega búinn að taka það út úr opinberum kennslubókum, þó innihaldið sé í raun ennþá kennt, að það sé skylda trúaðra múslima að drepa kristið fólk hvar og hvenær sem færi gefst á.

Ríkisstjórn sem fjármagnar moskur og öfga um allan heim, þar á meðal á Íslandi.

 

Nei, ekki má fóðra múginn á sannleikanum, áróðurinn verður að fá að hafa sinn gang.

Skítt með þjáningar, skítt með ólýsanlegan hrylling og viðbjóð.

Þetta er jú bara venjulegt fólk.

 

Og það er satt.

Þetta er venjulegt fólk

 

Þess vegna á þetta fólk skilið réttlæti.

Það réttlæti að fá að dæma sjálft gerendurna.

Óháð kyni, óháð væli þeirra sem hlógu fyrir ekki svo löngu síðan að þjáningum þess.

 

Réttlætið er þeirra.

Vonum að þau sýni þá miskunn sem þeim var ekki sýnd.

Það er ekki sjálfgefið að sá sem hefur upplifað hrylling, vilji öðrum það sama.

Jafnvel þó mannskepnur eigi í hlut.

En það er þeirra að dæma, ekki okkar.

 

Síðan vil ég segja varðandi það fólk sem upphefur sig í kastljósi áróðurs furðufréttanna eins og sá lögfræðingur sem talar um mannréttindi í fréttinni hér að ofan, að ef það er á annað borð djúp þörf Islamista að nauðga og myrða meinta trúleysingja á sem viðjóðslegasta hátt, að þá mætti semja við þá um að koma upp búðum, sem má fylla með þessu "góða" fólki.

Og fjölskyldum þeirra.

Segja síðan; "gjörið svo vel, fáið útrás fyrir eðli ykkar", en látið okkur hin í friði á meðan.

Fyrst að góða fólkið vill öðrum þetta, þá hlýtur það að vilja sér og sínum þetta.  Fá til dæmis að vera sýningaratriði í búri, bíðandi eftir eldsloganum.  Eða leggja fram höfuð sitt sem skemmtiatriði á YouTube.

 

Kannski vilja þeir sem skrifa furðufréttirnar bjóða sig fram?

Hver veit.

 

Allavega ef þetta fólk er sjálfu sér samkvæmt, þá gæti það aflétt miklu böli af okkur hinum.

En ég held samt ekki.

Það er svo gott að vera góður í fjarlægð, en ekki eins gaman í nálægð.

En það ætti þá að hætta að upphefja viðbjóðinn.

 

Hætta að skrifa furðufréttir.

Hætta að leggja steina í götur þess eina réttlæti sem er í boði, að sá sem brotið var á, fái að dæma.

Hætta að vera í raun samsekt.

 

Viðbjóðnum.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Muthana ekki bandarískur ríkisborgari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 138
  • Sl. sólarhring: 618
  • Sl. viku: 5722
  • Frá upphafi: 1399661

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 4882
  • Gestir í dag: 117
  • IP-tölur í dag: 117

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband