Félagsleg undirboð eru bein afleiðing af hinu frjálsa flæði.

 

Stéttarfélög reyna að hamla á móti.

En stjórnmálaflokkar, sérstaklega þeir sem á einhvern hátt tengja sig við jafnaðarmennsku, láta sér vel líka.

Ekki að þeir reyni ekki að afla sér fylgis með stóryrðum og fordæmingum líkt og Samfylkingin hér heima, en hið frjálsa flæði er heilög kú í trúarbrögðum þeirra sem kennd er við eurokratisma sem er fínt orð yfir alræði skriffinnsku í þágu stórfyrirtækja í sameinaðri Evrópu.

 

Og heilögu kúnna má ekki styggja, þjóðríkjum er óheimilt að setja neinar skorður á innflutningi á fátæku fólki sem sættir sig við næstum því hvað sem er, því jafnvel það er betra en það sem býðst heima fyrir.

Hvað þá að þjóðríki megi stöðva þá svívirðu og mannvonsku, sem við sáum til dæmis uppi við Kárahnjúka á sínum tíma eða það sem Wowair gerir út á, sem er að skammtímaráðning vinnuafls flokkast undir þjónustuviðskipti, og því gilda kjarasamningar í upprunalandi en ekki í því landi þar sem launafólkið vinnur.

 

Afleiðing óhroðans er svo það sem lýst er í fréttinni hér að ofan; "fé­lags­leg und­ir­boð, svarta vinnu, man­sal og aðra glæp­sam­lega starf­semi".

Sem grasserar útum allt þar sem ófaglegt verkafólk býður fram starfskrafa sína, sem og hjá iðnlærðum sem vinna hjá fyrirtækjum á tilboðsmarkaði.

 

Auðvitað fordæma þeir sem ávinningsins njóta þetta athæfi, og vísa í það að hjá þeim er allt í góðu standi.

Eins og til norski formaður samtaka verslunar og þjónustu.

Það væri meira helv. í nútíma þjóðfélagi að láta illa til hafða þræla með hor í nös afgreiða í fyrirtækjum, en þeir eru þarna óbeint.

Fyrirtæki nýta sér þennan ávinning frjálsa flæðisins með því að útvista ýmissi stoðþjónustu eins og ræstingum og þar eru afarkostirnir.

 

Það er ekki þannig að fjöldinn sé illa innrættur og geri út á þrælahald.

Það nægir að einn geri það og hann fær verkið á tilboðsmarkaðnum.

Og hvað gera þá hinir???

Þetta er nefnilega hvati sem leitar í samnefnara hins lægsta.

Og afleiðingarnar í Evrópu eru skelfilegar.

 

Góða fólkið, þetta sem er svo sósjal og líberal, afneitar þessum afleiðingum.

Kannast hreinlega ekki við þær, hefur ekki einu sinni fyrir því að spyrja af hverju hinn sveltandi lýður fái sér ekki bara kökur fyrst hann hefur ekki efni á brauðhleif.

Skilur svo ekkert í af hverju fórnarlömbin snúist til varnar og greiði hinum svokölluðu populistaflokkum atkvæði sitt.

 

Flokkum sem eru á móti frjálsa flæðinu og á móti útvistun starfa í nafni globalismans.

Flokkum sem hafa engin tengsl við stórauðvaldið, eru í raun verkalýðsflokkar nútímans.

 

Þetta mun gerast hérna líka.

Og nýkommúnistarnir, sem eru að leggja á veggjöldin eða knýja á lagabreytingar kenndar við þriðja orkupakka ESB sem gera stórauðvaldinu kleyft að leggja undir sig orkuauðlindir landsins, munu flýta fyrir þeirri þróun.

Því nýkommúnistarnir eru í stríði við venjulegt fólk, þeirra eina markmið er að gera það að algjörri féþúfu auðsins.

Og fólk er loksins að sjá það.

 

Á meðan þurfum við að sætta okkur áfram við titring og óróa í jörð, sem stafar ekki bara af hræringum elds og kviku, heldur eru þetta líka gegnir jafnaðarmenn og félagshyggjufólk sem óar við að sjá nauðgun afkomenda sinna á hugsjónum sínum og stefnu.

Það barðist ekki fyrir betri heimi, fyrir velferð og velmegun, til þess eins að sjá hina heilögu kú brjóta það niður.

Fé­lags­leg und­ir­boð, svört vinna, man­sal og önnur glæp­sam­lega starf­semi var ekki þeirra stefna, og er ekki þeirra arfleið.

Og það eina sem gegnir geta gert, er að bylta sér í gröfinni.

 

Sem og var nýkommúnisminn ekki stefna Sjálfstæðisflokksins, og hefur aldrei verið.

Og mér er til efs að óróinn sé minni þar sem þeir eru grafnir.

 

En þökk sé Jóni Gunnarssyni.

Þökk sé þriðja orkupakkanum.

 

Þjóðin er að rumska.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Ráðnir í 5% stöður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er ég hvorki meira né minna en 100% sammála öllu því sem pistlinum segir og ekki síður fyrirsögninni, sem er kjarni málsins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.2.2019 kl. 10:22

2 identicon

Það er náttúrulega grátbroslegt að sjá komma veina yfir því að loksins séu verkamenn allra landa að sameinast, í mannsalskerfi sem þeir komu sjálfir á.
Spólað aftur um nokkra áratugi, mátti sjá þetta fólk raula Imagine Lennos. Þeir gera það kannski enn, veit ekki.
"Imagine if there are no borders"

Nú eru kratarnir og sósíalistarnir búnir að galopna landamærin, og eru með galopinn kjaftinn af undrun, að það hefði alvarlegar afleiðingar.
Og að sjálfsögðu eru öll varnaðarorðin sem þeir heyrðu á sínum tíma löngu gleymd, og þeir í óða önn að finna einhverja blóraböggla, sem eru ekki þeir sjálfir.
Dæmigerðir vinstrimenn, taka aldrei ábyrgð. Sitjandi með skituna í buxunum, og reyna að kenna öðrum um lyktina.

Við þurfum ekki að fara nema 10 ár aftur í tímann, til 2009, þegar Vinstri grænir og Samfylking gerðu með sér sáttmála um að Ísland skildi festa akkeri sín varanlega í höfn hjá ESB, og varanlega gera Íslandi það ókleyft að taka málin í sínar hendur. Við fáum undanþágur, sögðu þeir, við gerum góða samninga. Við fáum allt, fyrir ekkert.

Nei, sósíalistar eru búnir að gleyma 2009, árinu þá Steingrímur J afneitaði ESB þrisvar áður en VG sveik þjóðina. Með samstilltu átaki hægrimanna, og líkllega það sem sósíalistasr kalla "popúlista", tókst okkur að afstýra frekari hörmungum.

Sósíalaistar og kratar eru mestu popúlistar landsins, og engir líklegir í sjónmáli til að slá þá út.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.2.2019 kl. 12:29

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Amen Hilmar.

Mjög góð viðbót við það sem ég sagt vildi hafa, um svo margt sem þarf að segja.

Takk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.2.2019 kl. 12:38

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Símon.

Ég hafði lítt tíma til að moða fyrirsögn að hætti hússins, eins og til dæmis, Félagleg undirboð eru æxli, Hins frjálsa flæðis.  Líkt og krabbamein fylgir aspetryki.

Eða eitthvað svoleiðis.

En þetta er góður punktur í bili, núna bíð ég bara eftir næstu frétt af kommúnistanum Jóni Gunnarssyni, þetta má alveg standa þangað til.

En hvernig stendur á því að Jón er eiginlega í öllum fjölmiðlum nema Mogganum??, segir þefskyn Davíðs honum að þetta sé Bjarmalandsför flokksins??

Veit ekki, þetta er allavega skrýtið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.2.2019 kl. 12:46

5 identicon

Já, það verður áhugavert að fylgjast með því hversu margir kommúnistar

í hinum svonefnda Sjálfstæðisflokki munu fylgja Jóni Gunnarssyni að máli.

Eins verður það ekki síður áhugavert hvað þriðja orkupakkann varðar.

En mér virðist að þar sé öll kommúnista- og júrókrataforystan á einu máli í Sjálfstæðisflokknum.

Nómenklatúran sjálf sem í Kreml forðum.

Því ræður blind hollustan við ESB, með afsökuninni að fjórfrelsið sé öllu æðra,

skítt þá með land og þjóð.  Þingmenn þessa furðulega flokks eru víst á hringferð um landið.

Vonandi er Björn Bjarnason þar ekki við stýrið, því enn er von til að einhverjir þeirra vitkist

með því að komast aftur í tæri við landsbyggðina.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.2.2019 kl. 14:55

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki einu sinni Miðflokkurinn, sem þrátt fyrir nafnið er lengst til hægri á Alþingi.

Þorsteinn Briem, 11.2.2019 kl. 15:43

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þann 31.  mars síðastliðinn bjuggu 350.710 manns hér á Íslandi, þar af 39.570 erlendir ríkisborgarar (11,3%), samkvæmt Hagstofu Íslands.

Íslendingar sem bjuggu hérlendis voru þá 311.140 og um 46 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis, þannig að við Íslendingar vorum þá um 357 þúsund.

Töluvert fleiri Íslendingar búa því erlendis en útlendingar hér á Íslandi.

Flestir Íslendingar sem starfa erlendis vinna á Evrópska efnahagssvæðinu, til að mynda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og Þýskalandi.

Og við Íslendingar getum ekki krafist þess að fá að búa, starfa og stunda nám í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu ef þeir sem þar búa hafa ekki sömu réttindi hér á Íslandi.

Þúsundir útlendinga hafa stundað nám í háskólum hér á Íslandi og hafa þannig flutt gríðarmikinn erlendan gjaldeyri til landsins vegna til að mynda flugfargjalda, ferðalaga hér innanlands, skólagjalda, húsnæðis, fæðis og skemmtana.

Og flestir Íslendingar sem stunda nám erlendis eru í námi í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu, til að mynda Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Ungverjalandi og Slóvakíu.

Margir Íslendingar hafa fengið styrki frá Evrópusambandinu til að stunda þar nám og þar að auki hafa til að mynda íslensk fyrirtæki og sveitarfélög fengið háa styrki frá Evrópusambandinu síðastliðna áratugi.

Þorsteinn Briem, 11.2.2019 kl. 15:47

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 11.2.2019 kl. 15:49

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 13.3.2017:

Nú starfa hér á Íslandi þúsundir útlendinga við að reisa íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel og gistiheimili, svo og við ferðaþjónustuna, þannig að hægt verður að aflétta hér nær öllum gjaldeyrishöftum á morgun.

Atvinnuleysi hér á Íslandi er nú nær ekkert vegna ferðaþjónustunnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa hatast við.

Og nú hefur loks nýlega verið hægt að stórhækka hér laun vegna ferðaþjónustunnar sem hefur mokað erlendum gjaldeyri inn í landið, þannig að gjaldeyrisforðinn er nú jafnvirði átta hundruð milljarða króna.

2.3.2018:

Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna í fyrra - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða

Þorsteinn Briem, 11.2.2019 kl. 15:50

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að á næstu árum breytist Íslendingar í innflytjendaþjóð.

Eftir tiltölulega skamman tíma verði útlendingar um fimmtungur þjóðarinnar.

Fyrirsjáanlegur sé skortur á vinnuafli sem kalli á að hingað komi tvö til þrjú þúsund útlendingar til starfa á ári.

Það er óhætt að fullyrða að samsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og muni breytast mikið á næstu árum. Þetta á einnig við um aldurssamsetninguna.

Þeim sem eru eldri en sjötugir á eftir að fjölga ört. Árgangar sem komu í heiminn eftir seinni heimsstyrjöldina eru nú að komast á þennan aldur."

Íslendingar að breytast í innflytjendaþjóð

Þorsteinn Briem, 11.2.2019 kl. 15:51

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri hafa ekki verið færri en í fyrra í áratugi.

Fæðingar á þessum tveimur stærstu fæðingarstöðum landsins voru rúmlega fimm hundruð fleiri árið 2010 en á síðastliðnu ári, 2015."

Ekki færri fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri í áratugi

Þorsteinn Briem, 11.2.2019 kl. 15:52

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

27.3.2015:

"The number of people of working age in Germany will fall by around a third by 2050 if the biggest economy in Europe does not increase immigration from countries outside the European Union, a study published on Friday said.

Germany will need between 276,000 and 491,000 net immigrants from non-EU countries each year to safeguard its levels of prosperity and economic activity, said the study by the Bertelsmann foundation.

It predicted the working-age population would drop to under 29 million from about 45 million today if immigration did not pick up. Raising the retirement age to 70 and increasing the number of women in the workforce would only add around 4.4 million to the number of employed, the study added.

According to latest statistics, the number of foreigners living in Germany grew by 519,340, or 6.8 percent, in 2014 against the previous year -- many of them Syrians fleeing war and Romanians and Bulgarians seeking work."

Germany needs more immigration from non-EU-countries - study

Þorsteinn Briem, 11.2.2019 kl. 15:53

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 11.2.2019 kl. 15:55

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Það er alltaf von þar til fallexin fellur, en ég veit ekki. 

Þetta er komið undir grasrótinni og styrk hennar.

Óli Björn mun styðja þjóðina, en hann er eyland í hópi þingmannanna. Reyndar geirfugl því hann heldur að pólitík snúist um að vera hann sjálfur.

Og snúist um sjálfstæðisstefnuna.

Blessaður karlinn, það er eins og hann lifi í sínum eigin heimi.

En ég kíki reglulega við til að nema breytingarnar hér á Moggablogginu.

Beinskeyttari árherslur höfðu allavega ekki þau áhrif að það fækkaði í lesendahópnum en fjölgaði ekki heldur.

Svo vakti ég Steina Briem af dvala, það er ekki öllum gefið.

En ég trúi á grasrótina í Sjálfstæðisflokknum, sem og pólitískt þefskyn framsóknarmanna, og útkoman verði hvorki af eða á.

Sem er sigur út af fyrir sig.

Því í dag upplifum fár forheimskunnar og móðursýkinnar, þannig stjórnar auðurinn almúganum í dag, Meetoo er hans brauð og leikar.

Almenningur í dag gerir Dúdú fuglinn gáfaðan.

En brjóstvörnin, grasrótin sem kennd er við íhald og þjóðleg viðhorf, hún haggast ekki.

Spurning hvort hún sé nógu sterk til að skelfa Bjarna.

Að hann óttist um völd sín.

Og sá ótti er ótti Engeyinga, líklegast eina stjórnmálaaflið í dag sem veit hvað það vill.

Við skæruliðarnir breytum engu þar um.

En við getum fylgst með.

Bið að heilsa Símon.

Heyrumst síðar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.2.2019 kl. 17:06

15 identicon

Fjölmenningin tryggir jafnt framboð af láglaunavinnuafli.

GB (IP-tala skráð) 12.2.2019 kl. 04:31

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður GB.

Þegar það er umframeftirspurn eftir vinnuafli, þá leitar vinnuafl að.  Og þá er potturinn oft brotinn.

En hið frjálsa flæði er fyrsta kerfisbundna atlagan að kaupi og kjörum í þróaðri Evrópuríkjum, bæði vegna þjónustutilskipunar þar sem skammtímavinnuafl flokkast undir þjónustu og má því vera á skítakaupi heimalandsins, sem og hitt, jafnvel þó það sé atvinnuleysi, þá leitar samt fátækt fólk til ríkari landa, og falbýður sig.

Afleiðingin kaos og upplausn sem við sjáum í Evrópu í dag.

Því heimamenn snúast til varnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.2.2019 kl. 07:42

17 identicon

Hva, er Steini Briem búinn að finna sér annan samastað? Ekki lengi að þessu kallinn. Varla ár síðan Ómar Ragnarsson henti honum öfugum út. En hann er búinn að finna sér annan Ómar. Vonandi endist þetta eitthvað.wink

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 12.2.2019 kl. 09:24

18 identicon

Hreint út sagt: 

Aldeilis frábær pistill Ómar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.2.2019 kl. 12:53

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í millitíðinni fór hann mikinn hjá Halldóri Jónssyni þar til það fór eins í annað sinn. Nú fikrar hann sig niður listann og má eiga það, að hann hefur aldrei notað dulnefni til að vega úr launsátri. 

Ómar Ragnarsson, 12.2.2019 kl. 13:02

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Steini hefur sína kosti, og ef hann kæmi því sem hann sagt vildi hafa, í eitt eða tvö innslög, þá væri þetta alltí lagi.

Það er ekki þannig að þetta sé ekki allt sjónarmið hjá honum hvort sem það er með eða á móti.

Og mér vitanlega er hann aldrei persónulegur.

Það er bara þessi rosalega afkastageta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.2.2019 kl. 18:56

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Pétur Örn, aldrei þessu vant var ég ánægður, náði að segja það sem ég vildi sagt hafa á þokkalega skýran hátt.

Ágætis pistill til að standa sem útvörður bloggsíðunnar þar til Jón Gunnarsson kemst á síður Moggans.

Ég þyrfti að hafa vaktara því þegar hugurinn er í öðru, þá fylgist ég svo lítið með.

Og missi kannski af Jóni.

Látum ráðast en í þessari törn hef ég bæði náð að orða skilgreininguna á nýkommúnisma út frá þekktri samsvörun sögunnar.  Held að hún haldi og muni nýtast í orrahríð.

Og svo fékk ég þessa góðu frétt uppí hendurnar um afleiðingar Friedmanismans í Evrópusambandinu, því arma frjálshyggjubandalagi.

Góð törn og þurfti ekki að halda út í viku.

Við heyrumst Pétur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.2.2019 kl. 19:03

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk yfir innlitið Jósef.

Það er nú það, á vissan hátt heiður, því Steini böggar ekki hvern sem er.

En takk fyrir að minna mig á ókurteisi mína, hún var alveg óvart, en bætt verður úr.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.2.2019 kl. 19:05

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Steini.

Það er óhætt að segja að það er tekið eftir þegar þú rumskar af dvala þínum.

Kveðja að austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 12.2.2019 kl. 19:07

24 identicon

Sæll Ómar."En takk fyrir að minna mig á ókurteisi mína,"??? Nú kem ég eiginlega af fjöllum. Var ekki einhver annar að tala um það? Og Varðandi Steina. Það eru allir að hrósa honum þannig að ég neyðist eiginlega til að gera það líka. Og það væri það þá að níð um náungann virðist ekki vera hans aðal keppikefli eins og netverjanna sem nota dulnefnin til að skyla sér með. Og reyndar ekki bara þeir.  Þetta hefur verið allt of algeng iðja hjá ansi mörgum hér á mbl.is .

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 12.2.2019 kl. 22:21

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Fyrirgefðu Jósef.

Fattaði ekki að það væri hægt að misskilja mig svona.

Ég var að tala um ókurteisi mína, sem ég bætti úr svo fyrir neðan, ég átti eftir að þakka Steina fyrir innlitið,.

Ég hef haft þá reglu frá fyrsta degi, og hún gildir um alla, að ef ég í sjálfu sér svara ekki efnislega, þá þakka ég fólki fyrir að hafa haft fyrir því að kíkja við.  Tók hreinlega ekki eftir því að ég hafði gleymt því, en hef það mér til afsökunar að þegar maður byrjar að skrolla niður, þá rennur stundum allt saman.

Annað var það ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.2.2019 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband