Það birtir í kringum Sigurð Inga.

 

Eftir skuggann sem hafði smækkað hann svo mjög.

Fáheyrðari svik við umbjóðendur sína eru vandfundnari en að steinþegja um veggjöld fyrir kosningar, en styðja síðan nýkommúnista Sjálfstæðisflokksins sem leggja til veggjöld af einni ástæðu.

Kerfi gjaldtöku er fyrsti vísir að sjálftöku auðmanna yfir vegakerfi landsins.

Því eitt sem öruggt er að nýkommúnistarnir munu einkavæða þau í næstu tilbúinni fjárhagskreppu.

Við skulum aldrei gleyma glæpnum á Ítalíu, ein hæstu veggjöld á byggðu bóli, samt féll hin einkavædda brú vegna skorts á viðhaldi.

 

Nýkommúnistarnir hugsa allt staðar eins.

Að gera almenning að féþúfu hinna Örfáu.

 

Nema að Sigurður Ingi er framsóknarmaður.

Ekki nýkommúnisti.

Og að styðja þá og ofurskattlagningu þeirra, er algjör svik við allt það sem Framsóknarflokkurinn stendur fyrir.

 

Og það er gott að hann sé að sjá það.

En hann á eftir að stíga skrefið.

Í ljósið frá myrkrinu sem fylgir hagfræði andskotans.

 

Ef ekki þá getur hann alveg eins gengið strax í Sjálfstæðisflokkinn.

Því ofurskattlagning kommúnistanna yrði bautasteinn Framsóknarflokksins.

Því það er aldrei hægt að ljúga sig út úr sumum svikum.

 

Sama þó sérfræðingar eigi í hlut.

Kveðja að austan.


mbl.is Ákvörðun um veggjöld liggur ekki fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eina sem getur hjálpað Framsókn frá algjöru fylgishruni er að forysta þess flokks taki nótis af manni eins og Frosta Sigurjónssyni, t.d. hvað einarða andstöðu við þriðja orkupakkann varðar.  Og skilji þar með forystu Sjálfstæðisflokksins eftir með skömmina.

En varðandi veggjalda umsnúning Framsóknar, fyrst í 180 gráður og svo aftur í 180 gráður, þá ræður þar hentistefnan meiru, og nokkuð ljóst af þessu útspili Sigurðar Inga að hann sé að byggja upp gælur við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn.  Það herðist því takið á forystu nýstalínista Sjálfstæðisflokksins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.2.2019 kl. 22:45

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar

Það er vissulega hvimleitt þegar stjórnmálamenn þegja yfir ætlunum sínum, meðan þeir afla fylgis kjósenda. Þetta er ljótt athæfi og engum til hróss.

Hitt er annað mál, að Sigurður Ingi þagði ekkert um ætlun sína varðandi veggjöld, fyrir síðustu kosningar og ekki heldur fyrstu dagana eftir að hann tók við embætti samgönguráðherra. Þar var hans ætlun kristaltær, engin veggjöld, alls engin veggjöld.

En svo komu áramót og að liðnum þeim fagnaði hafði þessi maður snúist hálfhring. Nú talaði hann ekki um annað en veggjöld, reyndar óvíst að hann hafi svo sem vitað nákvæmlega hvað hann átti við, en veggjöld skildu koma, hvað sem tautaði og raulaði.

Nú kemur þessi sami maður aftur fram, er búinn að finna einhverja tilvonandi peninga sem nota mætti. Reyndar hefur allan tíman verið vitað að von væri á þeim aurum, en einhverra hluta vegna hafa þeir ekki verið í augsýn ráðherrans, fyrr en nú.

Það er vonandi að hringavitleysu ráðherrans sé lokið, að nú sé hann búinn að setja fast. En er hægt að trúa því og treysta? Varla. Meiri líkur eru á að hann sé að reyna að kasta ryki í augu fólks, sé að reyna að fá þá fjölmörgu sem hafa talað gegn því óréttlæti sem fylgja veggjöldum, sem eru jú ekkert annað en skattur sem mun koma mjög misjafnt niður á fólk. Fyrir þeim skatti eru jú þeir berskjaldaðastir sem búa á landsbyggðinni og þeir sem minna hafa milli handanna.

Ég mun því ekki falla í sömu gryfju og eftir síðustu kosningar, þegar ég hrósaði happi yfir að sá stjórnmálamaður sem mest og oftast talaði gegn vegsköttum fyrir kosningar, var orðinn samgönguráðherra! Mun ekki hrósa happi fyrr en kaflinn "Vegakerfið - notendagjöld" hefur verið þurrkaður út úr samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar.

Það er nefnilega erfitt að trúa og treysta mönnum sem skipta um skoðun á nokkurra mánaða fresti, jafnvel þó engar kosningar séu í nánd. Nema auðvitað að þessi hringsnúningur ráðherrans sé fyrsta merkið frá ríkisstjórninni að kosningar verði fyrr en ætlað er, jafnvel mun fyrr!!

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 11.2.2019 kl. 08:11

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Ég held að þetta sé rangt mat hjá þér.

Það eru aðeins þrír stjórntækir flokkar á þingi, og þeir eru núna í ríkisstjórn.

Miðflokkurinn er laskaður en restin er bara rugl.

Síðan er það algjör rökvilla að slíta á forsendu andstöðu við þriðja orkupakkann, og fara síðan í ríkisstjórn með helstu stuðningsflokkum hans, flokkum sem eru óklofnir, en hins vegar er öflug andstaða við pakkann bæði meðal grasrótar VG og Sjálfstæðisflokksins.

Sigurður Ingi er Tækifærissinninn með stóru T-i, um það þarf ekki að deila þegar hann greip gæsina þegar hrægammarnir egndu gildruna fyrir Sigmund Davíð, en hann er enginn vitleysingur. Tækifærissinnar eru það sjaldnast.

Hann er aðeins fljótari að þefa uppi veðrabrigðin, búinn að átta sig á að aðeins velstæðir með algjöra skort á samkennd með náunganum og gamalmennin sem eyða lungann af árinu á Spáni eða Kanarí, og kemur aðeins heim til að nýta sér þjónustu sem það leggur lítt til að fjármagna, munu styðja þessa tillögu þegar á reynir.

Venjulegt fólk, skattgreiðendur eru hins vegar búið að fá nóg af þessum kommúnisma.

Og eina útgönguleiðin ef þessi flokkar ætla sér ekki að enda allsnaktir á atkvæðamarkaðnum, er sú sem Sigurður Ingi bendir á.

Og það er rétt mat hjá honum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.2.2019 kl. 09:56

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Allt rétt og satt sem þú segir.

Langar til að ítreka kjarnann.

".. þá fjölmörgu sem hafa talað gegn því óréttlæti sem fylgja veggjöldum, sem eru jú ekkert annað en skattur sem mun koma mjög misjafnt niður á fólk. Fyrir þeim skatti eru jú þeir berskjaldaðastir sem búa á landsbyggðinni og þeir sem minna hafa milli handanna.".

Og svo þetta, get ekki stillt mig; "Hitt er annað mál, að Sigurður Ingi þagði ekkert um ætlun sína varðandi veggjöld, fyrir síðustu kosningar og ekki heldur fyrstu dagana eftir að hann tók við embætti samgönguráðherra. Þar var hans ætlun kristaltær, engin veggjöld, alls engin veggjöld.".

En ég vísa í það sem ég sagði við Símon hér að ofan.

Ég held að hann sé fyrstur í ríkisstjórninni til að skynja veðrabrigðin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.2.2019 kl. 10:01

5 identicon

Áður en þú missir þig gjörsamlega í hrifningu þinni á Sigurði Inga og Framsóknarflokknum, má ég þá benda þér á að hann er einungis að tala um frestun veggjalda um 4 ár, eitt kjörtímabil.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.2.2019 kl. 10:14

6 identicon

Illilega misskildir þú mig, þegar þú gefur í skyn að ég hafi skrifað í athugasemd 1 að Framsókn ætti að slíta núverandi stjórnarsamstarfi út af þriðja orkupakkanum.  Það sagði ég alls ekki, heldur að Framsókn ætti að taka nótis af harðri andstöðu Frosta gegn honum og fylgja þeirri afstöðu Frosta.  Það kæmi í veg fyrir fylgishrun.

Síðan tók ég fyrir hringlandahátt Sigurðar Inga, og ekki ætla ég að gera þar ágreining við þig um að þar ræður popúlisminn, það sem lýðurinn vill heyra, einnig nokkru um enn einn hálfhring Sigurðar Inga.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.2.2019 kl. 10:38

7 Smámynd: Ómar Geirsson

"... nokkuð ljóst af þessu útspili Sigurðar Inga að hann sé að byggja upp gælur við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. ".

Hvernig er hægt að túlka þessi orð öðruvísi??,

Um annað sem þú segir hér að ofan minn kæri Símon Pétur, þá er það ljótt að spila sig bjána.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.2.2019 kl. 10:47

8 identicon

Ef þú telur þig mann að meiri að uppnefna mig bjána, þá er það mér að meinalausu.  Vonandi nýturðu þess að einhverju, því verra væri að það yrði okkur báðum til leiðinda.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.2.2019 kl. 11:12

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon minn þú ægilega hörundssári.

Ég benti þér nú bara kurteislega á að það væri ljótt að spila sig bjána.

Það hvarflaði ekki í eina mínútu að mér að þér væri minnsta alvara með fullyrðingu þinni að ég væri að missa mig í hrifningu minni á Sigurð Inga og Framsóknarflokknum.

Hins vegar nenni ég ekki að eyða orku minni að svara svona bullnálgun.

Þú veist betur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.2.2019 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 1319903

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband