Populistaflokkar eru ekki langlífir á Íslandi.

 

Þeir verða líka að hafa eitthvað að segja.

 

Inga grét sitt fólk inná þing, og það var afrek.

Ekki síðra afrek var að þingmenn flokks hennar voru góð blanda, af fólki sem hefur reynt fátæktina á eigin skinni, og hefur frá mörgu að segja, það er hún og Guðmundur, síðan gjörþekkti Karl Gauti innvið stjórnsýslunnar og Ólafur Ísleifsson er fjölmenntaður hagfræðingur.

Í raun sterkur þingflokkur sem ógnaði þeim sem fyrir voru og töldu sig sjálfskipaða talsmenn tekjulægri hópa samfélagsins.

Flokkur fólksins hafði því alla burði til að festa sig í sessi og verða alvöru talsmaður hinna fátæku, hinna sjúku, aldraðra og öryrkja. 

Og bæta við sig fylgi í samræmi við það.

 

En þá kom Klaustursmálið upp.

Og þeim sem töldu sig ógnað, gerðust sjálfskipaðir ráðgjafar Ingu. 

Enda með mikla reynslu að sjálfskipa sig fyrir hina og þessa.

Samt ávalt hugsandi um sinn eigin hag.

 

Og höfðu erindi sem erfiði.

Inga og hennar flokkur er engin ógn í dag.

Málflutningur hennar eða Guðmundar ógnar ekki kerfinu, sjálftökunni.

 

Þeim skortir þekkinguna, rökfestuna.

Hana höfðu þeir sem voru reknir.

 

Og upphrópanir fá þar engu breytt.

Kveðja að austan.


mbl.is Kusu ekki „auðkýfinginn Sigmund“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorglega sannur pistill.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.2.2019 kl. 19:11

2 identicon

Það fer alltaf um mig aulahrollur þegar fólk notar orðið "popúlisti"

Í frjálsu þjóðfélagi eru allir flokkar "popúlískir", öðruvísi komast þeir ekki á þing.
Sjálfstæðisflokkurinn og stétt með stétt, er mjög "popúlískt" slagorð. Þar er boðað að fólk starfi saman í "harmóníum" til að bæta líf okkar allra.
Vinstri grænar boða "róttækan sósíalisma með jöfnuð að leiðarljósi. Þar er boðað að allir verði rosalega jafnir í fullkomnu þjóðfélagi.
Samfylkingin er reyndar alltaf á flökti, en í grunninn með svipuð slagorð og Vinstri grænir, allir happý í Samfylktu þjóðfélagi.
Framsóknarflokkurinn er flokka frumlegastur og kemur reglulega upp með snilldar slagorð eins og "Fíkniefnalaust Ísland árið 2002"
Aðrir flokkar róa á nákvæmlega sömu mið, innantóm slagorð sem eiga að "fylkja þjóðinni á bakvið flokkinn"

Allir þessir flokkar lofa inhverju sem þeir vita að fólk vill heyra, og allir þeirra vita að þetta er innihaldslaust.
Það verður aldrei jöfnuður. Stéttir koma aldrei til með að starfa saman í "harmóníum" og Ísland varð ekki fíkniefnalaust árið 2002.

Og þá er það spurningin, af hverju er þessi síbylja um "popúlisma"?
Jú, hún er tilraun þeirri flokka sem vilja "harmóníum og fullkominn jöfnuð" til að berja niður flokka sem mögulega gætu orðið þeim skeinuhættir í atkvæðasmölun.
Sem sagt, "popúlistar" eru að ráðast á aðra "popúlista" fyrir nákvæmlega sömu aðferðir.

Ég reikna með að til þess að verða ekki kallaður "popúlískur" flokkur, er að boða andstöðu við hagsmuni alls almennings.
Með öðrum orðum, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir, Framsókn, Samfylkingin og Viðreisn þyrftu að segja, "Við ætlum að troða þessum fjandans þriðja orkupakka ofan í kokið á ykkur, hvort sem ykkur er betur eða verr við það" til þess að geta kallast "ópopúlískir" flokkar.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.2.2019 kl. 19:38

3 identicon

Rétt að bæta örlitlu við.

Inga Sauðdal er enginn stjórnmálamaður. Hún er bara narcissti sem ætlaði sér á þing, með óljósar hugmyndir um eitthvað sem gæti breytt einhverju.
Grenjurnar eru náttúrulega bara fylgifiskur narcissma, áráttan að stýra umhverfinu með tilfinningasemi. Hún blekkti út þó nokkuð mörg atkvæði með þessu.
Sauðdal hefur enga pólitík, nema hana sjálfa náttúrulega, og kemur engu til með að breyta, með eða án helmings þingmanna flokksins.

En eitt hefur breyst, ef Sauðdal vantar nýja tölvu eða nýjan síma, þá fær hún þetta bara frá Alþingi, möglunarlaust. Ef Sauðdal vill taka sér launað sumarfrí á Grikklandi, þá meldar hún sig bara á einhverja ráðstefnu á Grikklandi, og fær ferð, uppihald og ferðapeninga fyrir. Þannig græðir hún á sumarfríinu líka.
Inga Sauðdal er þar með orðinn hluti af vel fjármögnuðu batteríi sem er sérhannað til þess að koma í veg fyrir að fólk sýni einhvern mótþróa, og virkjar til þess græðgi mannsins, sem spyr náttúrulega ekki um hægri eða vinstri. Ef Sauðdal kemur til með að lenda í mótbyr, þá kemur hún til með að reyna að grenja sig frá honum, það er í DNA narcissta, og hefur ekkert með "popúlisma" að gera, heldur löngunina til þess að vera áfram hluti af "elítunni" sem lifir eins og konungbornir á skattgreiðendum.

Stjórnmálamaður eða flokkur sem er líklegur til þess að rugga bátnum, verður alltaf kallaður pópúlískur, eins og allir sem eru mótfallnir óheftum innflutningi á fólki er kallaður rasistar. Og allar líkur eru á því, að flokkur sem berst á móti óheftum innflutningi fólks, verði kallaður "rasískur og popúlískur" óháð hversu skynsamlegar tillögur hans gætu verið.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.2.2019 kl. 19:54

4 identicon

Populistaflokkar eru ekki langlífir á Íslandi segir þú, Samfylkingin hefur tórað furðu lengi.

Gunnar (IP-tala skráð) 10.2.2019 kl. 20:02

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Hilmar, það er ljótt að uppnefna fólk á þann persónulega hátt sem þú gerir.  Mig grunar að þetta sé ekki fylgja úr móðurhúsi, þannig að einhvers staðar hefur villa komist inní forskriftina sem þú hafðir með þér að heiman.

Gunnar, þú vest betur,.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.2.2019 kl. 20:13

6 identicon

Auðvitað er þetta rétt hjá Hilmari, að allir flokkar eru popúlískir, fyrir kosningar.  Kosningaloforð þeirra eru popúlísk.  Hvers vegna ættum við að kjósa þá, ef loforð þeirra höfðuðu ekki til lýðsins?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.2.2019 kl. 20:55

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Símon  og þeir eru apakettir, geimverur eða jarðálfar í dulargervi. 

Fer bara eftir skilgreiningu hvers og eins.

Eins getur meter verið kílómeter eða eitt kíló,. jafnvel kókflaska, eða 100 centimetrar eða planki sem var í slippnum eða einhver eining sem er skilgreind og samþykkt af þar til bærum sem þurftu að ná samkomulagi um eitthvað sem væri talin hin opinbera eining.

Eins er það með skilgreininguna á populistaflokkum, mörkin eru vissulega á reiki en samt nokkur sátt um þau.

Ég vísa í þá skilgreiningu, ekki hvað Hilmari finnst.

Ég er nefnilega lítill aðdáandi efahyggju og að það sé hægt að rífast um allt.

Tel það gjaldþrot mannsandans.

Það er nú það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.2.2019 kl. 22:33

8 identicon

Fyrirsögn pistils þíns er eins og Egill Helgason hafi skrifað hana,

en pisillinn er sorglega sannur, um Flokk fólksins, því um þann flokk einan er pistill þinn.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.2.2019 kl. 22:52

9 identicon

Ég gef voðalega lítið fyrir þegar fólk setur sig á siðferðilegan háan hest, Ómar. Þér er fullkomlega heimilt að telja mig dónalegan, en það er bara broslegt í mínum huga.
Þess utan hefur þú ekki hugmynd um mitt uppeldi, eða innræti móður minnar, og er það vel þegið að þú haldir þig frá því að uppfræða mig um það sem þú hefur ekki hugmynd um.

Hvað varðar skilgreiningar, þá er bara alls engin "sátt" um hvernig popúlismi er skilgreindur.
Ekki einu sinni um þá skilgreiningu að popúlismi sé barátta almennings gegn valdakerfum.
Sem er dálítið fyndið, vegna þess að þegar flokkar, eða einstaklingar, gefa sig í baráttu gegn valdakerfum, þá ver kerfið sig einmitt með ásökunum um popúlisma.

Skilgreining á popúlisma fer eftir því hvar menn telja sig standa í pólitík.
Popúlisti í hugum vinstrimanna er gjarnan sá sem hefur hægri sinnaðar skoðanir, er mótfallinn opnum landamærum o.sv.frv.
Popúlisti í hugum hægrimanna er sá sem er mótfallinn alþjóðavæðingu, boðar víðtæka eignaupptöku til að greiða fyrir kosningaloforð o.sv.frv.
Í sjálfu sér geta báðar skilgreiningar verið réttar, það fer bara eftir því hver fer með völd, og hver ekki.
Svíþjóðardemókratar eru t.d. kallaðir popúlistar af báðum flokkablokkunum. Sú skilgreining er notuð af þeirri einföldu ástæðu, að Svíþjóðardemókratar eru ógn við valdkerfi sem er hundrað ára gamalt, lúið og fúið.

Tilvitnunin í Ingu Sauðdal og mögulegt sumarfrí á Grikklandi var engin tilviljun. Helsta gagnrýni s.k. popúlista er einmitt bruðl kjörinna fulltrúa og ókjörinna embættismanna á skattfé almennings. Þessi gagnrýni er algengasti gikkur á fúkyrðum um popúlisma. Hvernig dirfist fólk að gagnrýna meðferð hins opinbera á fé?
Ágætt dæmi um hvernig vinstrimenn taka á þessu er gagnrýnin á Braggabruðlið. Skv vinstra Píhratinu er þetta helber popúlismi úr herbúðum andstæðinga (les. Miðflokksins) og er til þess fallinn að "tefja" málið.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.2.2019 kl. 23:46

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar

Sem fyrr ferð þú með sannindi í þínum skrif, þó þau sannindi sé nokkuð sorgleg í þessum pistli.

Fyrirsögnina hefðir þú getað haft öðru vísi. Orðið populismi er orðið útþynnt og í raun verið eyðilagt. Þar kemur hellst til hin daglega notkun þess í dag, einkum hjá fulltrúum ESB og þeirra slekti, s.s. fjölmiðlum. Samkvæmt þeirra skilgreiningu skal nota orðið populismi yfir alla þá sem, eru á móti sambandinu og þeirra gjörðum, þó sérstaklega þá sem vilja fá að kjósa um þær gerðir. Svo rammt kveður að notkun þessa orðs, að svo er nú komið að meir en helmingur kjósenda sumra landa innan og kringum ESB eru populistar.

En aftur, greinin er sönn og góð.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 11.2.2019 kl. 07:34

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hilmar.

Vissulega er það rétt að ég veit ekkert um innræti móður þinnar, enda held ég að það sé óháð innræti mæðra vegnestið sem þær senda okkur með að heiman.  Hefur frekar með móðurástina að gera.

En ég sé hins vegar á viðbrögðum þínum að nærri lagi hefi ég farið.

En taktu það ekki nærri þér, ég get sjálfur verið óttalegur rót, en slíkt var ekki í nestispakkanum úr heimahúsum.

Hins vegar áttu ekki að þráast svona við eins og lítill krakki heldur að taka mark á vinsamlegum ábendingum.

Þú veist jú að þú átt hugrenningar þínar einn og óstuddur, en fyrst þú leggur það á þig að koma þeim á blað og allaleið í athugasemdarkerfi mitt, þá hlýtur það að skipta þig máli að einhver lesi.

Það er nú bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.2.2019 kl. 07:38

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon minn.

Það vill nú bara svo til að Egill Helgason fann hvorki upp tungumálið eða hefur einkarétt á að nota það.

En það er rétt, við notum stundum sömu hnýtingarnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.2.2019 kl. 08:16

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Það er eins og með tungumálið og áfengið, fólk á til að misnota hvorutveggja.

Breytir samt ekki hinum að þetta er ágætis orð yfir vinsældarpólitík, þetta er sko útlenskt. 

Ef ég hefði skrifað vinsældarstjórnmálaflokkar þá hefði enginn kveikt á háðinu um hana Ingu, sem hún ávann sér með þessari aumu tilraun til að moka yfir afglöp sín.  Þetta þætti Míu kettinum mínum ekki góður mokstur og mikil vanvirðing við vitsmuni kjósenda hennar.

Þeir eru jú ekki frasasófastofukommafólk í góðum stöðum í kerfinu, heldur fátækt fólk sem frjálshyggjan eða nýkommúnisminn hefur skilið eftir á klakanum.

Í fullri sátt allra hefðbundnu stjórnmálaflokkanna.

Þó var einn sem fór gegn auðnum sem fjármagnar nýkommúnismann, og hann hrakyrðir hún.

Blessuð konan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.2.2019 kl. 08:31

14 identicon

Ég hélt í heimsku minni, Ómar, að til þess að vera orðljótur á internetinu, þyrfti maður illt innræti.
Og ef móðir er með illt innræti, þá er líklegt að að heimanfylgjan geri menn að orðljótum illmennum á internetinu.
Hefur lítið með móðurást að gera. En svona gerist þegar menn reyna af veikum mætti að leika sálfræðing, á internetinu.
Þú ert sennilega best kominn í ví starfi sem þú gegnir, sem er líklega hefur ekkert með sálfræði að gera.
Þú ert nú samt líklega meinlaust skinn sem vill öllum vel, en mundu að að ráðleggingar fúskara á internetinu geta verið skaðlegar.

Hvað varðar popúlisma, þá er greinilegt að þú sem sósíalisti ert "triggeraður" eins og það er kallað, þegar minnst er á popúlisma Samfylkingar.
Það er ekkert nýtt, þetta hrjáir margan sósíalistann, sem setja upp biskupshatta og spila sig vitae et mortis arbiter.
Það er allt í lagi, það að þú sért "triggeraður" bendir til þess að þú vitir upp á ykkur sósíalistana skömmina. Það er gott.

Nú, að endingu, það er oftast markmið manna með skrifum, að einhver lesi. Skárra væri það nú.
En þú virðist vera þeirrar skoðunar að menn eigi að skammast sín fyrir að skrifa eitthvað sem fellur ekki mönnum með biskupshatta í geð.
Það er ekki markmið hjá mér. Reyndar þveröfugt. Ef svo illa vildi til að sósíalisti væri mér sammála, þá myndi það benda til að ég væri á miklum villigötum.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.2.2019 kl. 11:51

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður Hilmar, góður.

En þú þarft ekki að vera svona sár við mig þó veganestið að heiman hafi rifjast upp fyrir þér, og ég tek eftir að þú ert hættur að gera lítið úr fólki með því að uppnefna það.

Og síðan minn kæri, þá var ég ekki að gera nokkra tilraun til að veita þér ókeypis sálfræðiaðstoð, tek ekki áhættuna af slíku eftir yfirhalninguna sem unga stúlkan fékk þarna um daginn af hagsmunafélagi lögverndaðra fagmanna.

En hitt veit ég þó hvað mönnum ber að forðast, ef þeir vilja lestur á skrif sín.  Og á vissan hátt þarf ég líka að hafa taumhald á fólki hvað orðnotkun varðar, því stundum legg ég vinnu í það sem ég skrifa, það er hugsa það í nokkrar mínútur áður en ég hendi inn, og svo tekur pikkið sinn tíma, þó ég sé reyndar snöggur að því.

Og þá þykir mér það frekar skítt ef mín skrif fá að gjalda þess sem skrifað er í athugasemdum.

Hins vegar gleðst ég mjög þegar ég fæ athugasemdir sem fylla uppí skrif mín, eins og ég hef nýleg dæmi um, og það ótal mörg, sum meiri að segja mjög mjög nýleg, eða skrif sem stríða og ögra og víkka þar með umræðuna.

En persónulegt skítkast gerir aldrei neitt annað en að skíta allt og alla út.

Það er nú bara svo.

Og svo áður en þú klagar í sálfræðingafélagið, þá var þetta ekki sálfræðileg ráðgjöf.

Alveg satt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.2.2019 kl. 13:34

16 Smámynd: Jóhann Elíasson

LANDRÁÐAFYLKINGIN (Samfylkingin) er þá undantekningin sem sannar regluna.......

Jóhann Elíasson, 11.2.2019 kl. 14:03

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er nú ekki rétt Jóhann, hversu mjög sem okkur báðum mislíkar sá flokkur, þó af ólíkum forsendum sé.

Populismi er bara fínt heiti, notað af þeim sem nenna ekki að tala íslensku, og finnst vinsældir og vinsældarflokkur eitthvað svo halló.

Og hvað sem verður sagt um Samfylkinguna, þá var hún næstum búin að þurrka sig út með sínu eina stefnumáli, að Ísland festi nýlendusamband sitt við Brussel, frá EES samningnum í fullgilt afsal sjálfstæðis sem kallað er á fínni íslensku, Aðild að ESB.

Þetta er staðfesta Jóhann, staðfesta.

En skortur á staðfestu ásamt því að hafa engin önnur prinsip en þau að elta uppi mál sem líkleg eru til atkvæðaveiða, er einmitt eitt megineinkenni vinsældarflokka.

Svo þykjast þeir líka vera jafnaðarmenn, en um það má deila, jafnvel gera stóran ágreining, svo stóran að það sem mælir með týnist í því sem mælir á móti.

En það er önnur saga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.2.2019 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 37
  • Sl. sólarhring: 627
  • Sl. viku: 5621
  • Frá upphafi: 1399560

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 4794
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband