Vofa kommúnismans er komin á kreik.

 

Allsstaðar þar sem kommúnistar ná völdum, byrja þeir strax að drepa efnahagslíf í dróma með ofursköttum.

Réttlæting þeirra er allt frá því að þeir þykjast vera að jafna kjör eða þeir þurfa að ráðast í ofurmikilvægar framkvæmdir.

Þegar reyndin er sú að ofurskattlagning þeirra þjónar þeim eina tilgangi að leggja allt efnahagskerfið undir sig, að þeir stjórni og ráði öllu, og þá yfirleitt í gegnum Örfá stórfyrirtæki.

 

Jón Gunnarson er dæmi um slíkan kommúnista.

Hvergi í heiminum, nema kannski í Noregi, eru bíleigendur eins skattlagðir eins og á Íslandi.

Samt vill hann í nafni hinnar kommúnísku hugmyndafræði koma á nýjum sköttum sem hann kallar veggjöld. 

Réttlæting hans eru það sem hann kallar nauðsynlegar framkvæmdir.  Reyndar framkvæmdir sem hann og hans líkar hafa fyrir löngu innheimt skattfé til að ráðast í en hafa notað í annað, til dæmis til að greiða Örfáum olíuörkum ofurvexti sem hafa hvergi þekkst annars staðar á byggðu bóli eftir fjármálakreppuna sem kennd er við haustið 2008.

 

Fávíst fólk, fáfrótt fólk, fólk sem er ekki eldra en tvævetur, trúir kannski Jóni og telur hann hafa fundið upp hjól kommúnismans, og þar með heiti kommúnismi hans einhverju allt öðru nafni, til dæmis frjálslyndi eða frjálshyggja.

En við sem erum eldri, og höfum kannski lesið eina eða tvær bækur, jafnvel fleiri, könnumst alveg við gjörðina, þekkjum samsvörunina..

Svona byrjaði nefnilega kommúnisminn eftir valdarán bolsévika í Rússlandi, sem eftir landvinningastefnu þeirra var kallað Sovétríkin.  Sem var fínt nafn yfir Rússland og nýlendur þess.  Kommúnistar lærðu nefnilega snemma að kalla hlutina öðrum nöfnum en þeir voru í raun.

 

Allsherjar ríkisrekstur, þar á meðal samyrkjubú í landbúnaði var lokaskrefið, ekki það fyrsta.

Fyrsta skref kommúnistanna var að ofurskattleggja allan sjálfstæðan rekstur, sérstaklega urðu bændur illa fyrir barðinu á ofurskattlagningunni.

Það var vegna þess að það var hægt að selja landbúnaðarvörur á erlendum mörkuðum og fá fyrir þær gjaldeyri, sem síðan var notað til að kaupa vélar og tæki fyrir hinn nýja þungaiðnað.

 

Jafnan var ofurskattlagning jafnt og framkvæmdir. 

Afmarkaður hópur varð fyrir barðinu.

Og það var auðvelt að fá hina sem sluppu til að styðja. 

 

Ef aðstæður ólíkra tíma, ólíkra þjóðfélaga, og mismunandi orðskrúð og lýðskrúð, er tekið út úr rökum Stalíns og Jóns, þá er ljóst að samsvörunin er því sem næst algjör.

Stalín kom bara á undan, og því er þetta ofurskattlagningarmódel fámennrar elítu, hinna Örfáu eins og ég kalla hana, kennt við kommúnisma. 

Og það er sama hvað þeir sem á eftir koma kalla sig, ef þeir feta í fótspor þeirra Lenín og Stalíns, þá eru þeir kommúnistar.

Með sömu hugmyndafræði, viljann til að gína yfir öllu. 

Og fyrsta skrefið er alltaf að byrja að ofurskattleggja (ræna) einn hóp, svo næsta og næsta, þar til almenningur á ekkert, og er ofurseldur fámennri elítu um vinnu og afkomu.

 

Síðan þarf ekki einu sinni að taka út tímamismun eða mismunandi orðagjálfur til að sjá samsvörunin við þá sem styðja ránið á öðrum.

Hver vill ekki framkvæma segir sá sem þarf ekki að borga, eða hefur efni á því??

Og fyrirlitningin á þeim sem verða fyrir barðinu er sú sama.

Þá fyrirleit menntað fólk eða hin nýja stétt iðnverkamanna bændur, í dag lítur vel menntað, vel stætt fólk niður á fátæka, hvort sem fátæktin stafar af sjúkdómum, fötlun, aldri, ómegð eða þeim menntunarskorti að þurfa að vinna illa borguð erfiðisstörf.

Þá voru stórbændur mest fyrirlitnir, og þeim var útrýmt, í dag er það skríllinn á landsbyggðinni, sem er lokaður innan fjallahrings, og þarf samgöngur til að komast á milli staða.  Hann skal borga veggjöld, hann skal blæða út með ofurskatti sem kennt er við auðlindagjald.

Hvort honum verður algjörlega útrýmt á eftir að koma í ljós, en kommúnistar nútímans vinna af því hörðum höndum.

 

En sagan hefur einn kost.

Það má læra af henni.

 

Við þurfum ekki að láta útrýma okkur.

Gerum það sem Rússar gerðu 70 árum of seint.

Rekum kommúnistana af höndum okkar.

 

Þeir voru og hafa alltaf verið óværa.

Sníkir á heilbrigð samfélög fólks.

Ganga af þeim dauðum ef ekki er brugðist við.

 

Þeir lugu sig kannski til valda.

En lygin á ekki að halda þeim í valdastólum.

 

Látum ekki bjóða okkur þetta.

Við erum ekki skynlausar skepnur sem geta ekki varið sig og sína.

Við erum fólk.

 

Fólk lætur ekki kommúnista stjórna sér.

Það kveður niður þann draug.

Kveðja að austan.


mbl.is Meiri háttar uppbygging fram undan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

MAÐUR NOKKUR KALLAÐI Í MIG Í DAG í Kringlunni, vildi segja mér frá ábendingu málvinar síns, Johns nokkurs H(uckness?), lagaprófessors í Cambridge, sem hneykslaður á fréttum af fyrirhuguðum veggjöldum hér fullyrti, að þetta væri ekkert annað en ÞJÓFNAÐUR, því að Íslendingar væru búnir að (marg)borga þjóðvegina, ÞJÓÐIN ÆTTI ÞÁ og ekki hægt að ofurskattleggja hana í viðbót til að borga meira vegna hennar eigin EIGNAR -- pólitíkusar hafi ekkert með það að gera með þessum yfirgengilega hætti!

Ég er 100% sammála prófessornum. Fáum hann jafnvel hingað (á vegum FÍB?) til að hnekkja þessari fáránlega freku ofurskattheimtu!

Vertu kært kvaddur ævinlega.

Jón Valur Jensson, 7.2.2019 kl. 20:33

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þessa herhvöt Jón Valur.

Ég vil líka minna á þá staðreynd að eðli sumra fjárfestinga er að þær borga sig upp með framtíðararðsemi sinni.  Það eru þær sem skapa grósku fyrir velmegun og hagsæld.  Dæmi um slíkt er almenn menntun fjöldans, heilsugæsla hans og félagslegt öryggi.  Annað dæmi er innviðir eins og samgöngumannvirki, orkuveitur, eða lagning ljósleiðara fyrir netsamskipti.

Rökin eru svipuð eins og þau að ef þú ert með markað fyrir korn, akurlendi sem er ósáð, mannskap sem er aðgerðalaus, þá slærð þú lán fyrir útsæði, og borgar með uppskerunni.

Auðvitað er ekki hægt að framkvæma ef það er ekki hægt að útvega fjármagn, og ef verðmætasköpun dugar ekki til, þá þarf vissulega að slá lán.  Og lán þarf að borga svo varhugavert er að treysta of mikið á þau.

Þess vegna er þessi togstreita milli neyslu versus fjárfestingar.

En þjóðfélag sem skilar milljarðatugi í afgang ár eftir ár í viðskiptum sínum við útlönd, er ekki að glíma við þetta vandamál.  Að því gefnu að við látum ekki erlend fyrirtæki með erlent verkafólk vinna að vegagerð, þá er þetta spurning um gjaldeyri til að fjármagna erlend aðföng.

Sá gjaldeyrir er til.

Vegagerð í dag er ekki mannaflafrek, stórvirk tæki og tól sjá um afköstin, innlendur launakostnaður er aðeins dropi í hafi miðað við svo margt annað, eins og frjálsa fjármagnsflutninga úr landi, vaxtablóðmjólkun, og annað sem er sníkjur á hagkerfinu.

En sníkjur verða átta sig á að það er ekkert til að sníkja, þegar hýsillinn þrýtur örendið. 

Og þjóð sem fjárfestir ekki í innviðum sínum, dæmir tíminn úr leik.

Þetta er því líka heimska.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2019 kl. 21:36

3 identicon

Hvar sem maður fer, heyrir maður að það eru allir brjálaðir út í Stalínistana í Sjálfstæðisflokknum.

Sjálfstæðisflokkurinn er allur genginn í VG:

Skattaflokk dauðans og skinhelginnar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.2.2019 kl. 22:36

4 identicon

Og fólk frussar af fyrirlitningu á Stalínistana í Sjálfstæðisflokknum, sem þykjast nú vera svo annt um líf borgaranna, en vilja rýja alla margfalt inn að skinni, áður en fólk geispar hér golunni. 

Oft hef ég gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn, en nú er fyrirlitning mín orðin algjör á þessum skatta ræningjaflokki, þriðja orkupakka þjófunum, vegtolla ræningjunum, og bankaeinkavinavæðinga siðblindingjunum forhertu.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.2.2019 kl. 22:44

5 identicon

Sæll Ómar,

man þegar við ræddum um nauðsyn Norðfjarðargangna og það í tíð arfaslakrar Samfylkingar og Vg.  Við nefndum þá stjórn helferðarstjórnina.  En hvað eigum við þá að kalla núverandi ríkisstjórn?

Kommúnistastjórn Sjálfstæðisflokksins? 

Eða:

Stalínistastjórnina?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.2.2019 kl. 22:59

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Amen eftir tilefninu Símon,.

En þú gerðir mér mikinn greiða, því í alvöru þá er ég að henda þessum pistli inn því hann þjónar tilgangi fyrir umræðu framtíðarinnar, með því að segja sama hlutinn á aðeins kurteisari hátt.

Markhópur þessa pistils stuðast af svona lestri og þá gjalda fleiri en þú.

Og hvað mig varðar, þá er leikurinn ekki til þess gerður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2019 kl. 23:02

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur Örn.

Þau eru nú ekki alslæm.

Og vilja um margt vel.

Frekar svona skortur á jarðtengingum, og þá í stórri fleirtölu.

En fyrir utan þann kommúnisma sem svona ofurskattlagning er, að þá er það grundvallaratriði að fólk á ekki að komast upp með að ljúga sig til valda.

Það ræddi enginn veggjöld fyrir þessar kosningar annar en Jón Gunnarsson, og þá var líklegast ljóst að Villi litli væri samstíga honum, því í bernsku sinni og barnaskap þá heldur hann að þetta sé frjálshyggja.

En Jón fékk hvergi brautargengi.

Hann er bara lúser neðarlega á lista, og var í þokkabót hafnað sem ráðherra.

Samt er hann eini heiðarlegi maðurinn í þessu máli, allir hinir, og þá undanskil ég reyndar Villa litla, lugu til um þessa stefnu sína, og það er ljótt að ljúga.

Og lygi á ekki að vera forsenda valda.

Höfum það á hreinu.

Kveðja að austan og góða nótt.

Ómar Geirsson, 7.2.2019 kl. 23:08

8 identicon

Já, þeir lugu allir. 

Reyndust svo allir vera stalínískir í hugsun

og hófu því Stalín á stall.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.2.2019 kl. 23:16

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verður ekki að víkja þessum orkupakkakellingum frá í flokknum? --landsfundur ályktaði gegn 3. orkupakkanum. Á að svíkja aftur eins og í Icesave-málinu?

Jón Valur Jensson, 7.2.2019 kl. 23:22

10 identicon

Teflon aðferð Bjarna Ben. yngri, er alltaf sú sama, stillir upp einum lúser í hverju máli sem frontmanni og lætur þá taka skellinn.  Felur sig sjálfur á bakvið, svo hann geti haldið teflonhúðinni.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.2.2019 kl. 23:33

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Ómar! Þú segir Jón Gunnarssaon eitt afbrigði af kommúnisma,? Er ekki Sjálafsta.fl.aá þingi í stjórn með kommum og krullaði saman nà þeir hvorugir að stýra jarðýtum samkvæmt lögmálinu. Mér varð hugsað til gamla mannsins sem ól mig upp,sem er langafi hans Jóns,sannarlega Sjálfstæðisamaður og framtakssamur í sinni sveit. Og hvað með það? Fávís um stjórnmál er nafnbótin á Jóni frænda agaleg,já andstyggð en það er auðvitað mín viðkvæmni. Þú sérð að það er áliðið og nætursvefninum minn tók sér hlé og rödd að handan byrsti sig: "Eru afkomendur mínir orðnir kommar" annað eins gerist nú gamli minn!! Allt í góðu en maður veit alltaf hvar maður hefur þig,risastór kostur í dag. Góða nótt.......

Helga Kristjánsdóttir, 8.2.2019 kl. 07:05

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Ég er í raun að reyna útskýra eðli svona stjórnamálastefnu sem ofurskattleggur ákveðna hópa, í þessu tilfelli bíleigendur, og þá bitnar ofurskattlagningin harðast á þeim sem minnstar ráðstöfunartekjurnar hafa.  Þegar þeir eru búnir að borga brýnustu lífsnauðsynjar, þá geta svona jaðarskattar, eða þjónustuskattar þurrkað upp restina af ráðstöfunartekjunum.

Og út á það gengur þessi nýkommúnismi, að hrekja fátækari hluta samfélagsins út á jaðarinn, að hann geti ekki einu sinni nýtt sér almannaþjónustu, sem var fjármögnuðu úr sameiginlegum sjóðum, en nýkommúnisminn leggur gífurlega áherslu á öll þjónustugjöld til þess eins og hann kallar það að auka kostnaðarvitund fólks.

Kostnaðarvitund fólks er fínt orðalag fyrir það markmið að draga úr eftirspurn eftir almannaþjónustu með því að gera hana of dýra fyrir fátækt fólk.

Síðan megum við ekki gleyma því Helga að þegar framleiðsla þjappast saman í æ færri og stærri fyrirtæki, og auðurinn á hendur æ færri einstaklinga og fjölskyldna, að þá erum við með beina samsvörun í lokaskref rússnesku kommúnistanna, stórfyrirtæki og örfáir menn ráða öllu.

Á einhverjum tímapunkti þarf gott og gegnt íhaldsfólk að átta sig á þessu, og það áður en við verður öll orðin þrælar á nýjan leik.

En varðandi veggjöldin þá geta sjálfstæðismenn ekki á nokkurn hátt skýlt sig á bak við gömlu kommana í VinstriGrænum, þessi ofurskattlagning er alfarið Sjálfstæðisflokksins.

Hlutur VG liða eru að svíkja fátækari hluta kjósenda sinna.

En þeim er hvort sem er skítsama um fátækt fólk, nema jú á kjördag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2019 kl. 08:42

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Valur.

Ég veit svo sem ekki neitt um innanflokksmál Sjálfstæðisflokksins, en veit þó að mikil gjá hefur smátt og smátt myndast milli forystunnar og almennra flokksmanna.  Hvernig flokksmenn leysa þetta verður svo bara að koma í ljós.

Persónulega finnst mér það lökust leiðin þegar þeir greiða atkvæði með fótunum í stað þess að taka slaginn við nýkommúnismann sem einhverjir gárungar kenna við frelsi einstaklingsins.

En hvað um það, ég er allavega að skrifa þennan pistil, og sjálfsagt nokkra í viðbót, svo allavega hér á Moggablogginu stjórni froðusnakk réttlætingarinnar ekki umræðunni.

Veist Jón, ég fékk nóg af því á mínum yngri árum þegar ég hlustaði á bláeygða krakka sem þóttust vera kommúnistar, og reyndu að réttlæta alla óhæfuna, þá aðallega í Kína, og jafnvel Kambódíu, með einhverjum innantómum frösum og öfugmælum, þar sem falleg orð voru notuð til að lýsa því sem í eðli sínu var ljótt og illt.

Ekki meir, ekki meir sagði Steinn Steinar við Húsameistara ríkisins, ég ætla segja ekki meir, ekki meir við þessa málaliða auðsins.

Nú er komið að því að verja land okkar og þjóð Jón, og þá sameinast menn ólíkra skoðana.

Því það sem skiptir máli er það sem sameinar.

Kveðja að austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 8.2.2019 kl. 08:55

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur í annað sinn.

Svona kann ég betur að meta.

Þetta styrkir pistilinn og lýsir nákvæmlega stjórnunarstíl Bjarna Ben.

Bjarni er nefnilega magnaður stjórnmálamaður.

Verst að hann skuli vera í vinnu fyrir fjármáladeild Engeyjarættarinnar, það var betra í gamla daga þegar ættin aðskildi fjármál og stjórnmál.

En það er ekki á allt kosið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2019 kl. 09:00

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, það er ómarkvisst að samsvara þetta lið við Stalín, Sovét eða kommúnisma. Þegar þetta eru hreinræktaðir og hraðlygnir vesalingar.

Með kveðju að ofan.

Magnús Sigurðsson, 8.2.2019 kl. 15:11

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Núna held ég að þú sért annað hvort hressilega að skjóta yfir markið, eða hefur ekki lesið pistil minn.

Lygarnar eru vissulega staðreynd, en ég er að draga fram samsvaranir sögunnar.

Þær blasa við, og þær ljúga ekki.

Svo er annað mál hvort við tökum eftir þeim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2019 kl. 16:28

17 identicon

Rétt Ómar, ég gaus aðeins of mikið í aths. 3 og 4, en málsvörn mín er að mér blöskrar svo hin forherta græðgi forystu þess flokks

sem mér var áður kær, forystu sem hagar sér nákvæmlega eins og þú lýsir svo vel í pistlinum: 

Ef aðstæður ólíkra tíma, ólíkra þjóðfélaga, og mismunandi orðskrúð og lýðskrúð, er tekið út úr rökum Stalíns og Jóns,

þá er ljóst að samsvörunin er því sem næst algjör.

Stalín kom bara á undan, og því er þetta ofurskattlagningarmódel fámennrar elítu, hinna Örfáu eins og ég kalla hana, kennt við kommúnisma. 

Og það er sama hvað þeir sem á eftir koma kalla sig, ef þeir feta í fótspor þeirra Lenín og Stalíns, þá eru þeir kommúnistar.

Með sömu hugmyndafræði, viljann til að gína yfir öllu. 

Og fyrsta skrefið er alltaf að byrja að ofurskattleggja (ræna) einn hóp, svo næsta og næsta, þar til almenningur á ekkert,

og er ofurseldur fámennri elítu um vinnu og afkomu.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.2.2019 kl. 17:40

18 identicon

Mér blöskrar alræði hinna Örfáu, sem þú nefnir svo, en við íhaldsmenn gætum kallað Forystuna, án flokks. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.2.2019 kl. 17:45

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Vissulega gæti ég hafa sagt þetta í færri orðum, og þá kannski í samandreginni niðustöðu sem hefði kannski nýtt sér sterk orð.

En sterk orð leika á tungum flestra.

Rökstuðningurinn er hins vegar ekki öllum gefið.

Og maður leggur hann ekki á sig til að beita síðan orðfæri sem tryggir að hann er ekki lesinn.

Og hver er þá tilgangurinn???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2019 kl. 19:15

20 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ómar ég las pistilinn tvisvar, fyrst í gærkvöldi og svo aftur núna í dag.

Þessa fólks verður aldrei minnst í sögunni, þetta eru einfaldlega hraðlygnir tækifærissinnar sem ekki einu sinni nenna að vefja þjófnaðinum inn í galna hugsjón.

Þetta lið hugsar um það eitt að troða sem mestu í eigin vasa á meðan það getur, og hefur gengið í lið með þeim vesalalingum sem fá aldrei nóg af aurnum, jafnvel þó ekkert annað sé við hann að gera en flytja hann aflands, þetta eru því hreinræktaðir vesalingar.

Enski laga-prófessorinn sem Jón Valur minnist á í fyrstu athugasemd lýsir eðli þessa vesaldóms nokkuð vel.

Kveðja úr efra.

Magnús Sigurðsson, 8.2.2019 kl. 19:19

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Allt rétt sem þú segir um lygina og þá sem beita henni.  Og vissulega er þarna um samsvörun að ræða, mismunandi rót eða jarðvegur, mismunandi orðagjálfur, en reyndin sú eina að hugsa um troða sem mest í eigin vasa. 

En ég var ekki að fjalla um þá samsvörun, og lygin er engin grunnsamsvörun sem ýtir öðrum til hliðar.

Við getum tekið sem dæmi um 2 aðila sem lugu sig til valda.

Macron laug öllu sem hann datt í hug að ljúga, það er sagði það sem markaðsfræðingar hans sögðu að þyrfti að segja til að hann yrði kosinn.  En hann vissi að þetta var lygi, því sá vandi sem hann lofaði að glíma við, er til kominn vegna aðildarinnar að evrusvæðinu, sem og evrópska regluverkinu um frjálst flæði, og hann leysist ekkert nema rótin eða orsökin sé fjarlægð. En ESB samstarfið var grunnkjarni hans stefnu.

Í Kambódíu sögðust þarlendir kommúnistar vera svona þjóðfrelsisafl sem vildi losa þjóðina við spillta yfirstétt lénstímans, þeir minntust hins vegar ekki orði á þær hugmyndir sem þeir höfðu til að framkvæma stefnu sína, enda hæpið að nokkur hefði þá veitt þeim stuðning, hvorki innlendir né erlendir.

En það er engin samsvörun að öðru leiti og út í hött að setja undir sama hatt.

Macron fer í hatt meinlausra lýðskrumara en hinir í hatt dauðans.

Samsvaranir geta vissulega verið mismunandi, og skarast auðvitað á, en þær þjóna tilgangi.  Það er að segja að maður getur haft tilgang með þeim.

Tilgangur minn hér að ofan er að draga fram líkindin milli hagfræði andskotans og Stalínismans, sem við köllum kommúnisma í daglegu tali, en á náttúrulega ekkert skylt við kenningar Marx og Léníns.  Þeir voru jú komnir í draumlandið þegar kom að því að útskýra framkvæmdina, en Stalín byggði upp kerfi alræðisvalds hinna Örfáu í hinum raunverulega heimi.

Og ég er að þessu til að sýna góðgjörnu íhaldsfólki hvaðan rótin er.

Hvað býr að baki öllu kjaftæðinu.

Því ef við ætlum að breyta einhverju, þá þurfum við að skora kjaftæðið á hólm.  Því það er skálkaskjólið sem fær svo marga hrekklausa í stuðningsflokkinn.

Svipaða tendensa má sjá hjá mér í pistli mínum um blessun hins frjálsa flæðis.

Það er að draga fram úr öllu orðskrúði Evrópusinna hinn bitra raunveruleika hagkenninga sem eru ættaðar úr ranni frjálshyggjunnar, eða nei fyrirgefðu, svo ég sé sjálfum mér samkvæmur á þessum þræði, nýkommúnismans.

Þetta er vopn Magnús, og ef fleiri skildu það og skynjuðu, þá ætti þetta nýkommúnista lið mjög undir högg að sækja.

Eins og allir úlfar sem eru sviptir lambsfeldinum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2019 kl. 11:44

22 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú hefur náttúrulega alveg hárrétt fyrir þér Ómar.

Það er lítið mál að að benda á myndina eftir að hún hefur verið dregin skýrt upp og segja; þarna eru vesalingarnir.

Mín athugasemd hefði t.d. hvorki skilst né staðist ein og sér án þessa vel ígrundaða pistils þíns hér að ofan.

Með bestu kveðju úr efra.

Magnús Sigurðsson, 9.2.2019 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 1237
  • Frá upphafi: 1412791

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1087
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband