Deilan harðnar.

 

Menn rífa kjaft á báða bóga.

Jón Baldvin ver sig með því að vitna í staðreyndir, Sigmar og Helgi afhjúpa skilningsleysi sitt á kjarna málsins með kjafthætti sínum.

 

En áður þetta, það á ekki að þurfa að vitna í Sigurstein Másson til að benda á þá augljósu staðreynd að fólk sem greint hefur verið með geðhvörf, sé ekki ga ga alla daga, hvað fordómar eru þetta eiginlega??

Ranghugmyndir eru eins og þær eru, og þó þær séu sjálfsagt áberandi hjá fólki í geðhvarfskasti, eða ég held að fræðin segi það, þá þarf fólk til dæmis ekki að vera geðveikt til að vera haldið ranghugmyndum.  Ég þekki til dæmis fullt af fólki sem trúir því í fyllstu einlægni að Liverpool sé besta knattspyrnulið fyrr og síðar, og hvað getur maður sagt við það??, að það sé haldið geðhvarfasýki!?!  Að ekki sé minnst á fólk sem trúir því að múrar leysi vandamál.

En fólk getur verið haldið ranghugmyndum útí eitt, og það getur beinst að öðru fólki, og það er bara svoleiðis.  Og slíkt er metið út frá því, en ekki einhverjum alhæfingum um einhverja tiltekna sjúkdóma.

Og þeir sem nýta svona alhæfingu til að ná höggi í ritdeilu, hafa yfirleitt ekki rök tiltæk í sama tilgangi.

 

En kjarni deilunnar er þessi, og vitna í orð Jóns;

"Hún vill nú láta fólk trúa því, að faðir henn­ar hafi haft vald til þess að siga á hana lög­reglu, láta hand­taka hana og járna, loka nauðuga inni á geðdeild, sprauta hana niður og greina rang­lega með geðhvarfa­sýki, sem síðan hafi verið til­færð sem rétt­læt­ing á nauðung­ar­vist­un í hvert sinn sem föður henn­ar mis­líkaði við hana. Hún ætl­ast m.ö.o. til þess, að fólk trúi því að maður, sem þá gegndi sendi­herr­a­starfi er­lend­is, geti að geðþótta fengið dóms­málaráðuneytið til að siga lög­reglu á varn­ar­lausa ein­stak­linga úti í bæ og látið frels­is­svipta þá á stofn­un­um rík­is­ins.".

 

Og þessum kjarna svara þeir Helgi og Simmi svona;

"Frétta­menn eru ekki ábyrg­ir fyr­ir orðum viðmæl­enda sinna, en það hefði verið frá­leitt með öllu að birta ekki gögn sem sýna svart á hvítu að Jón Bald­vin gef­ur beiðni sinni sem for­eldri um að svipta dótt­ur sína frelsi aukið vægi með því að skrifa und­ir sem sendi­herra. Það er því hafið yfir vafa að hann reyndi að mis­nota aðstöðu sína hvað þetta varðar en það var hins veg­ar hvergi full­yrt af und­ir­rituðum að lækn­ar og heil­brigðis­starfs­fólk hefðu gefið af­slátt af sinni fag­mennsku þrátt fyr­ir til­raun­ir Jóns.".

Tökum sérstakleg eftir orðlaginu, að það sé hafið yfir vafa að hann reyndi að misnota aðstöðu sína.

Í þessum orðum er mikill áfellisdómur yfir þeim sem ábyrgðina bera, og það er ekki Jón Baldvin.

Það eru þeir sem ábyrgðina bera samkvæmt lögum og reglum, bæði starfsfólk geðheilbrigðiskerfisins og þeir í dómskerfinu sem taka við svona pöntun frá meintum valdamanni.

Og Helgi og Simmi ásaka það fólk um glæpsamlegt athæfi, reyndar um mjög alvarlegan glæp.

 

Og þeir eru svo vitlausir að þeir gera sér ekki grein fyrir því.

Átta sig ekki á að ef þetta er rétt, þá hafa mjög margir embættismenn brugðist skyldu sinni, viljandi.

 

Það má rétt vera, og að mínum dómi er það rétt, að það er ekki hægt að hundsa svona alvarlegar ásakanir, sérstaklega ef þær eru studdar þeim gögnum sem þeir félagar vitna í.

En þá afla menn sér upplýsinga um hinn meinta glæp, og hið minnsta er að leyfa því fólki sem er ásakað svona um glæpsamlegt athæfi, að halda uppi vörnum.

Að útskýra sína hlið, að útskýra lögin og reglurnar, að útskýra afhverju það er metið svo að fólk þurfi að sæta nauðungarvistun, og útskýra að alveg eins og sendiherra, jafnvel þó hann sé fyrrverandi ráðherra, geti ekki pantað slíka vistun, að þá geti einstaklingur ekki gengið inná Tryggingastofnun og pantað örorku vegna geðsjúkdóms, nema að fyrir liggi fagleg greining þar um.

 

Þetta gerðu þeir ekki og urðu sjálfum sér og stofnun sinni til ævarandi skammar.

Hið ásakaða fólk þurfti sjálft að koma sjónarmiðum sínum að, og kurteislegra er ekki hægt að segja við fréttafólk að það sé fífl, en Anna Sigrún Baldursdóttir gerir í þessum tilvitnuðum orðum sem tekin eru uppúr grein Jón Baldvins, og sögð voru i þættinum Vikulok á Rás 2, sem nota bene nýtur brota brota hlustun miðað við Morgunútvarp Helga og Simma.

"„Það get­ur eng­inn nauðung­ar­vistað dótt­ur sína beint... sjálfræðis­svipt­ing er gríðarlega al­var­legt mál og ger­ist venju­lega í kjöl­far nauðung­ar­vist­un­ar. Þetta er flókið ferli. Nú veit ég ekk­ert hvað gerðist í þessu máli, en það er ekki þannig, að ein­hver geti bara pantað það; held­ur er það þannig, að ein­hverj­ar aðstæður skap­ast hjá ein­hverj­um ein­stak­lingi, sem verður til þess að hann er færður á geðdeild. Þá tek­ur við hon­um lækn­ir, sem met­ur hvort þurfi að nauðung­ar­vista viðkom­andi. Það er ein­ung­is hægt í 72 tíma. Sé talið að það þurfi leng­ur er kallað á ann­an óháðan lækni, sem ekki starfar á deild­inni þar sem sjúk­ling­ur­inn er til meðhöndl­un­ar; og þá er hugs­an­legt að nauðung­ar­vista í 21 dag til viðbót­ar. Og þá þarf leyfi sveit­ar­fé­lags, svo sem sýslu­manns. Árið 2015 varð sú breyt­ing, að ætt­ingj­ar þurfa ekki að fara fram á þessa vist­un leng­ur. Það var mik­il bót... En það er aldrei þannig, að það sé ein­hver einn sem geti farið fram á nauðung­ar­vist­un – það er ekki þannig. Að slíku máli koma marg­ir.“".

 

Þetta er kjarni málsins, og þetta hafa hvorki Ríkisútvarpið eða Morgunblaðið sýnt fram á að hafi verið brotið.

Samt slúðra þessir fjölmiðlar um glæpsamlegt athæfi fólks sem hefur það eina sér til saka unnið, að sinna vinnu sinni.

 

Eigendur Morgunblaðsins hafa ekki ennþá rekið þá sem bera ábyrgðina á að breyta blaðinu úr fjölmiðli í slúðurmiðil.

Það er greinilega ekki sama hvort menn kenna sig við Spegil eða Morgun, sbr. ábyrgðina sem öxluð var nýlega á Das Spiegel.

Og það er borin von að þeir Helgi og Simmi þurfi nokkurn tímann að sæta ábyrgð afglapa sinna og heimsku.

Þetta fer bara í slóðina, og hún er löng.

 

Það er reyndar ljótt að játa það, en ég segi bara sem betur fer, því Sigmar gekk í gegnum algjöra endurnýjun lífdaga þegar hann byrjaði í Morgunútvarpinu, og eftir að Helgi kom, þá er þetta bara orðinn þungavigtarþáttur með reglulegum fréttum af atvinnulífinu, helst þá fiski og slori.

Virkilega fínn útvarpsþáttur, þar sem strákarnir eru ekki síðri en Hulda og Björg.

 

En þeir mættu gæta að sér.

Bera virðingu fyrir sjálfum sér og vitsmunum sínum.

Menn þjóna ekki réttlætinu með því að veifa röngu sverði.

 

Það er bara svo.

Kveðja að austan.


mbl.is Jóni Baldvin svarað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Nú telur dóttir Jóns sig hafa verið ranglega greinda með geðhvarfasýki, hún sé semsagt ekki haldin þeim sjúkdómi en hafi samt verið lokuð inni út á þá röngu greiningu.  

Hafa komið fram sannanir með eða móti þessari fullyrðingu hennar í þessari umræðu?  (ég fylgist ekki mjög vel með þessu máli)

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 8.2.2019 kl. 10:34

2 identicon

Hér er úrdréttur úr frétt í Fréttablaðinu að það var ekki allt dans á rósum ef maður vitnar í Sigurstein Másson. Móðir hans þurfti að samþykkja fjórum sinnum að hann yrði nauðungarvistaður til að lögin virkuðu svo hægt væri að hjálpa honum læknisfræðilega gegn hans vilja væntanlega þegar svona var komið.

Tilvitnun byrjar: 

„Það er ekki hægt að setja aðstandendur í þessa hryllilegu stöðu“, segir maður sem sviptur var sjálfræði af móður sinni. Hann segir geðlækna hér á landi hafa varpað ábyrgðinni frá sér í málefnum geðfatlaðra, en það þekkist ekki erlendis að fjölskyldur beri ábyrgð á nauðungarvistunum.

Í Fréttablaðinu í dag var fjallað ítarlega um nauðungarvistanir geðsjúkra. Verklag við nauðungarvistanir á Landspítalanum þvingar aðstandendur geðsjúks fólks til að skrifa undir beiðni um sjálfræðissviptingu, en slíkt skilur margar fjölskyldur eftir í sárum.

Sigursteinn Másson hefur fjórum sinnum sviptur sjálfræði af móður sinni.

„Þetta var alveg ofboðslega sárt þó ég geri mér grein fyrir því að þetta var það eina í stöðunni á þessum tíma. Það verður ótrúlegur trúnaðarbrestur á milli fjölskyldumeðlima og það getur haft alvarleg áhrif á bataferlið. Þú vilt ekki hafa einhvern nálægt þér sem frelsissviptir þig,“ segir hann.

Sigursteinn segir þetta fyrirkomulag ekki þekkjast erlendis. Hann telur það ósanngjarnt, bæði gagnvart geðsjúkum og aðstandendum þeirra.
„Þetta er heilbrigðismál og auðvitað þarf að taka á því sem slíku. Geðlæknar hafa alveg varpað ábyrgðinni yfir á aðstandendur og þannig á það ekki að vera. Það verður að breyta þessu fyrirkomulagi.“

Athygli vekur að unnið hefur verið með öðrum hætti að þessum málaflokki á Akureyri en á höfuðborgarsvæðinu. Þar koma aðstandendur aldrei að nauðungarvistunum nema þeir óski sérstaklega eftir því.

Nánar verður fjallað um málefni geðsjúkra í fréttaskýringaröð sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni.''tilvitnun endar.

Kveðja, Baldvin Nielsen

    •    

    B.N. (IP-tala skráð) 8.2.2019 kl. 11:05

    3 Smámynd: Ómar Geirsson

    Blessaður Bjarni.

    Ekki svo ég viti, og ef þú lest grein Helga og Sigmars þá virðist það vera aukaatriði málsins í þeirra huga.

    En er að sjálfsögðu kjarni málsins, og fjölmiðill hefur ekki rétt á að hjakka á svona fullyrðingum, gagnvart grandvöru fólki sem er bara að vinna vinnuna sína, með þeim órökum að þetta sé á milli Jóns Baldvins og dóttur hans.

    Þess vegna pistla ég, því það er ekki líðandi að fjölmiðill hagi sér eins og slúðurmiðill.

    Maður á jú alltaf vonina að fleiri átti sig á þessu.

    Kveðja að austan.

    Ómar Geirsson, 8.2.2019 kl. 12:41

    4 Smámynd: Ómar Geirsson

    Takk fyrir innlegg þitt Baldvin.

    Þetta er upplýsandi fyrir umræðuna.

    Kveðja að austan.

    Ómar Geirsson, 8.2.2019 kl. 12:42

    5 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

     Eins og ég skil viðhengda frétt þá sýndi Aldís fréttamönnum gögn um að hún hafi verið greind með geðhvarfasýki á sínum tíma (væntanlega þá um það leiti sem hún var nauðungarvistuð) en einnig sýndi hún þeim gögn um að hún væri ekki með geðhvarfasýki 2012 og 2014.  Mig minnir ég hafa séð eftir henni haft að hún telji sig aldrei hafa verið með geðhvarfasýki.  

    Síðan er vitnað í Sigurstein Másson að sé maður haldinn geðhvarfasýki þá sé það ekki til marks um að maður sé með stöðugt og staðfast rugl um langan tíma og geti þá væntanlega (mín ályktun) ekki skýrt ásakanir Aldísar á hendur föður sínum að hún hafi verið með geðhvarfasýki. 

    Sé þetta tvent rétt að Aldís hafi  verið greind með geðhvarfasýki og á þeim forsendum vistuð nauðug á geðsjúkrahúsi og svo hitt að hún hafi ekki greinst með þennan sjúkdóm í tvígang fáeinum árum seinna og svo að því viðbættu að hún telur sjálf að hún hafi allan tímann verið ranglega greind þá er það næg ástæða til að fyllast grundemdum um óvönduð vinnubrögð þeirra sem greindu hana með geðhvarfasýkina í upphafi og full ástæða að það mál verði rannsakað ofan í kjölinn. 

    Hitt er svo annað mál hvort A. Jón Baldvin hafi reynt að beita áhrifum sínum sem valdamaður í samfélaginu (sem meint lögregluskýrsla bendir til með því að hafa farið að beiðni utanríkisráðuneytis) og svo B. Hvort 1. lögreglan hafi hlaupið þar á sig og 2. Heilbrigðisstarfsfólk hafi farið þar að kröfu Jóns en ekki mátt eða átt að gera það. 

    Sé nú svo eins og ívitnuð gögn þeirra blaðamanna benda til að heilbrigðisstarfsfólk hafi ranglega greint Aldísi með geðhvarfasýki og í framhaldi þess ranglega farið að tilmælum J.B. að loka hana inni þá eru menn farnir að tala um mögulega mjög alvarlegar yfirsjónir í heilbrigðiskerfinu. 

    Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 8.2.2019 kl. 14:28

    6 identicon

    Af hverju dettur mér í hug Knoll og Tott þegar ég sé andlit þessara fréttamanna í varnargreinum fyrir afglapafréttamennsku sína æ ofan í æ? 

    Kumpánarnir starfa fyrir okkur á RÚV og eiga að gæta hlutleysis og stunda vandaða fréttamennsku.

    Þeir virðast haldnir sama heilkenninu og tröllríður öllu hjá RÚV og reyndar líka hjá borgarstjóra og borgarstjórn. Mega allt, vita allt best, gera aldeilis ekki mistök og svara bara með skætingi og hroka þegar sett er ofaní við þá. Jahér og svei. 

    Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2019 kl. 16:02

    7 Smámynd: Ómar Geirsson

    Blessaður Bjarni.

    Ég held að ég hafi sjaldan lesið eins mikinn flækjufót eins og hérna hjá þér í seinna innslaginu, en eins og þú sagðir sjálfur frá, þá hefur þú lítt kynnt þér málið.

    Ég legg til að þú gerir það, og þá sérðu sjálfur ósamkvæmnina hjá þér.

    Kveðja að austan.

    Ómar Geirsson, 9.2.2019 kl. 11:22

    8 Smámynd: Ómar Geirsson

    Hárrétt Sigrún.

    Takk fyrir innlitið.

    Kveðja að austan.

    Ómar Geirsson, 9.2.2019 kl. 11:23

    9 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

    Skrítið Ómar ég skyldi nefnilega varla bofs í innslaginu og geri ekki enn,eftir að lesa ágætlega skýra fréttina í viðhengi. 

    Taldi þess vegna nokkra þörf að greiða aðeins úr flækjunni a.m.k. varðandi viðhengda frétt.

    Það hefur greinilega ekki tekist!

    Reyni bara aftur. 

    Ef ekki er logið um þau gögn sem fréttamennirnir segjast hafa þá virðast heilbrigðisyfirvöld og lögregla hafa framið hroðalegt réttarbrot á Aldísi sérstaklega í ljósi þess að hún var að leita réttar síns gagnvart kynferðisbrotum föðurins Jóns Baldvins. 

    Ertu virkilega að verja þennan hroða?

    Hvað næst? 

    Stuðningsyfirlýsing að austan við Bill Cosby? (af því að þér þótti hann svo skemmtilegur í sjónvarpinu?)

    Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 9.2.2019 kl. 13:02

    10 Smámynd: Ómar Geirsson

    Blessaður Bjarni.

    Miðað við þau gögn sem Aldís lagði fram og fréttamennirnir hafa undir höndum kemur ekkert fram um meint glæpsamlegt athæfi heilbrigðisyfirvalda eða lögreglu.  Hins vegar vekja þau upp spurningar sem þyrfti að rannsaka ef menn telja flugufót fyrir.  Því mikið alvarlegri getur glæpurinn ekki verið.

    En það var ekki gert, og þar með er allur fréttaflutningurinn eitt stórt níð um saklaust fólk.

    Hins vegar varpar þú töluverðu ljósi á eðli múgæsingar.

    Ég hef spjallað við þig oft áður, meir að segja tiltölulega flókin mál þar sem forsenda umræðunnar hefur verið lestur gagna, svo ég veit að þú ert læs, og alveg ágætlega gefinn.

    Hvað skýrir þá þessa heimsku sem kemur þarna fram í niðurlagi þínu??  Tilfinningaklám, eða viljinn til að trúa illu uppá pólitíska andstæðinga??

    Verkferlið um nauðungarvistun er mjög skýrt og það er útilokað að einstaklingur, hversu voldugur sem hann annars á að vera í samfélaginu (fyrir utan brandarann að Jón hafi þá haft einhver völd, hraktist í sendiherrastöðu frá fylgislausum flokki sem var lagður niður), geti knúið fram slíka vistun, ásamt um að mjög víðtækt samsæri mjög margra einstaklinga eigi í hlut.

    Að halda öðru fram er bull, og það er heimska að taka undir slíkt bull.  Heimska sem afhjúpar restina af umræðunni, því ef fólk hefur ekki dómgreind á einfaldar staðreyndir, þá er það ekki marktækt að öðru leiti, hvað aðrar fullyrðingar varðar.

    Þeir átta sig ekki á því félagarnir þó þeir reyni að bæta úr skaðanum með því að segja að þeir leggi ekki mat að öðru leiti á réttmæti nauðungarvistunarinnar. 

    Vegna þess að þó heimskir séu, þá eru þeir ekki það heimskir að skilja ekki þessi orð; sem er leiðrétting geðheilbrigðiskerfisin á þessari forheimsku umræðunnar.  Leiðrétting sem þeir voru svo aumir að afla ekki sjálfir, heldur var það vandað dagskrárgerðarfólk á Rás 1 sem kom henni á framfæri;

    ""„Það get­ur eng­inn nauðung­ar­vistað dótt­ur sína beint... sjálfræðis­svipt­ing er gríðarlega al­var­legt mál og ger­ist venju­lega í kjöl­far nauðung­ar­vist­un­ar. Þetta er flókið ferli. Nú veit ég ekk­ert hvað gerðist í þessu máli, en það er ekki þannig, að ein­hver geti bara pantað það; held­ur er það þannig, að ein­hverj­ar aðstæður skap­ast hjá ein­hverj­um ein­stak­lingi, sem verður til þess að hann er færður á geðdeild. Þá tek­ur við hon­um lækn­ir, sem met­ur hvort þurfi að nauðung­ar­vista viðkom­andi. Það er ein­ung­is hægt í 72 tíma. Sé talið að það þurfi leng­ur er kallað á ann­an óháðan lækni, sem ekki starfar á deild­inni þar sem sjúk­ling­ur­inn er til meðhöndl­un­ar; og þá er hugs­an­legt að nauðung­ar­vista í 21 dag til viðbót­ar. Og þá þarf leyfi sveit­ar­fé­lags, svo sem sýslu­manns. Árið 2015 varð sú breyt­ing, að ætt­ingj­ar þurfa ekki að fara fram á þessa vist­un leng­ur. Það var mik­il bót... En það er aldrei þannig, að það sé ein­hver einn sem geti farið fram á nauðung­ar­vist­un – það er ekki þannig. Að slíku máli koma marg­ir.“".."

    Þessi texti var endurbirtur í pistli mínum hér að ofan, en þú virðist Bjarni hafa ákveðið að halda í vanþekkingu þína og sleppt því að lesa þau.

    Svo núna spyr ég þig Bjarni, hvað er það sem er ekki skýrt í þessu???

    Síðan ef þú hefðir lesið grein Jóns Baldvins, sem er linkuð í fréttinni sem ég tengi við, þá hefur þú séð að hann birtir ákveðnar staðreyndir í tímalínu, sem eru algjörlega í mótsögn við fullyrðingar umræðunnar.

    Simmi eða Helgi gera ekki tilraun til að hnekkja þessum staðreyndum, spila sig reyndar ennþá meiri fífl með því að segja að það sé ómaklegt að draga fram örorkubætur Aldísar frá Sjúkratryggingum.  Átta sig ekki á að það fær enginn örorkubætur á forsendunni, "pabbi sagði að ég væri geðveik, og hann lét nauðungavista mig út af því, alveg aleinn og uppúr þurru.".

    Þetta er ekki svona einfalt.

    Einnig minntist hann á ákveðið hegðunarferli sem meðal annars er staðfest í skýrslum lögreglunnar, og þá vegna afskipta, sem endaði með þessa nauðungarvistun.

    Síðan gleymir þú því algjörlega Bjarni að Jón er ekki einn í þessu stríði, Bryndís stendur þétt að baki honum, og allir sem hana þekkja, vita að þar er á ferðinni sterk og sjálfstæð kona, og dætur þeirra hjóna, líka sterkar sjálfstæðar konur.

    Þær nefnilega líka þekkja raunveruleikann, og þú skalt ekki voga þér að sýna þá kvenfyrirlitningu að halda því fram að þær séu meðvirkar kúgaðar konur undir hælnum á Jóni Baldvin.

    Því aðeins sterkur einstaklingur bognar ekki þegar hann lendir í galdrafári múgofsóknanna.

    Kynntu þér nú málið Bjarni, þú ert betri en þetta.

    Kveðja að austan.

     

    Ómar Geirsson, 9.2.2019 kl. 13:49

    11 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

    Er það nú orðið að kvenfyrirlitningu að trúa ekki á röflið í Jóni Baldvini?

    Maðurinn laug eins og hann var langur til að þjóðinni t.d. með "allt fyrir ekkert" dómnum yfir EES vitleysunni.

    Erfitt á ég að trúa því að hann fari allt í einu að segja satt! 

    Rétt væri það að skv. ströngustu sönnunarkröfum þá eru ásakanirnar á Jón ekki marktækar. 

    T.d. veit maður ekki hvort nafngreint fólk er á bak við allar frásagnirnar í  "Sameinaðar konur" (sem ég hef lesið)en sumt hefur þó komið fram annarsstaðar t.d. ásakanir dóttur Jóns, frásögn systurdóttur Jóns (þessarar er hann sendi bréfin), og á blogginu frásögn annarar systurdóttur Jóns, sem og frásögn mágkonu Jóns.  

    Ég sé nú samt enga sérstaka ástæðu til að draga þessar frásagnir í efa sem allar eru furðu samhljóða og draga upp sömu myndina af einkennilegri valdagreddu og þörf til að sjokkera konur með kynferðislegri hegðun, allt niður á barnsaldur.Að ógleymdri ótrúlegri meðvirkni og afneitun, frænku/systur/móður þeirra Bryndísi.  

    Ef þú kallar slíkt kvenfyrirlitningu þá held ég að annar hvor okkar verði að fara að skilgreina það orð eitthvað betur. 

    Eins er um þau gögn sem þeir Helgi segjast hafa undir höndum, þar gildir einmitt að láta ekki fordómana hlaupa með sig í gönur en Helgi hefur ekki alltaf farið rétt með í slíkum málum sbr. Seðlabanka/samherjamálið nú eða aðförina að Sigmundi D.   Með fyrirvara um að þau gögn séu rétt þá er ómögulegt annað en að telja alla þessa aðila hafa hlaupið svo illa á sig að rannsóknar er þörf, þ.e. Jón Baldvin sjálfan að blanda embættis eða valdastöðu sinni í kröfu um að dæma dótturina til vistunar, lögreglan að hlaupa eftir þessu og heilbrigðisstarfsfólks að dæma hana til vistunar og það á rangri sjúkdómsgreiningu (aftur, séu þeir Helgi með þau gögn er þeir segjast). 

    Vilji maður á hinn bóginn afneita öllu fyrirfram og neita að viðurkenna möguleikann á að fótur sé fyrir ásökunum þá held ég að viðkomandi sé í alvarlegri afneitun á þó því jákvæða sem hefur komið úr umræðum um hverskyns kynferðisofbeldi síðustu áratugina. 

    Svo nú sendi ég þér drauginn aftur austur Ómar, þú ert mun betur gerður og greindari en svo að þér sæmi að taka þennan pól í hæðina gagnvart Aldísi og hennar þjáningasystrum sem mér sýnist þú gera þó ég skilji nú ekki alveg allt se þú skrifar!

    Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 9.2.2019 kl. 17:11

    12 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

    ps. En ég skal alveg játa að ég klóra mér aðeins í höfðinu yfir því hvers vegna þetta mál vekst upp nú!

    Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 9.2.2019 kl. 17:15

    13 Smámynd: Ómar Geirsson

    Blessaður Bjarni.

    Ég held að þér hafi tekist hið ómögulega, að toppa fyrri flækjufót.

    Hvenær ætlar þú að fatta að persóna Jóns Baldvins kemur þessu máli ekkert við, og þess vegna verð ég að endurtaka spurningu mína; hvað er það sem þú skilur ekki í þessum orðum;

      • ";Það get­ur eng­inn nauðung­ar­vistað dótt­ur sína beint.".

      • " Nú veit ég ekk­ert hvað gerðist í þessu máli, en það er ekki þannig, að ein­hver geti bara pantað það; held­ur er það þannig, að ein­hverj­ar aðstæður skap­ast hjá ein­hverj­um ein­stak­lingi, sem verður til þess að hann er færður á geðdeild.".

      • " En það er aldrei þannig, að það sé ein­hver einn sem geti farið fram á nauðung­ar­vist­un – það er ekki þannig. Að slíku máli koma marg­ir".

      Eða er kvenfyrirlitning þín á það háu plani að þú telur Önnu Sigrúnu Baldursdóttir líka vera í hópi meðvirkra, að hún segi þetta eftir pöntun, og ljúgi í þokkabót til um verkferla við nauðungarvistun? 

      Að rífast við svona staðreyndir er heimska, og hún minnkar ekkert þó eitthvað sé fabúlerað um Jón Baldvin.

      Tökum síðan aðra staðreynd úr grein Jóns Baldvins, sem varpar ennþá skýrara ljósi á trúverðugleika Aldísar;

        • "Í viðtal­inu (við Helga og Simma)seg­ist hún hafa slitið öllu sam­bandi við föður sinn þegar árið 1991 ...".

        • "„Tíma­ritið Mann­líf birti í fe­brú­ar árið 1995 viðtal við syst­urn­ar Al­dísi, Snæfríði og Kolfinnu, dæt­ur okk­ar Bryn­dís­ar, und­ir fyr­ir­sögn­inni: „Þríleik­ur Bald­vins­dætra“. Í viðtal­inu beindi blaðamaður­inn, Kristján Þor­valds­son, eft­ir­far­andi spurn­ingu að systr­un­um: „En hvernig er að eiga svona pabba og mömmu? Grétuð þið ein­hvern tím­ann í kodd­ana ykk­ar yfir þeim sem börn?“Al­dís: „Ég þekki ekki föður minn í þeirri mynd sem fjöl­miðlarn­ir draga upp af hon­um: ref­ur, óheiðarleg­ur, hrokagikk­ur... Akkúrat það sem hann ekki er. Hann er hlýr, skiln­ings­rík­ur...“".

        Þekkir þú ekki muninn á 1991 og 1995?

        Þriðja staðreyndin, ómótmælt.

          • " Sjálf­ur á ég (JBH) í fór­um mín­um eft­ir­far­andi vott­orð frá lög­reglu­stjór­an­um á höfuðborg­ar­svæðinu, dag­sett 5. janú­ar 2012:

          • „Lög­regl­an hef­ur nokkr­um sinn­um á und­an­förn­um árum haft af­skipti af Al­dísi Bald­vins­dótt­ur (kt. 210159-4449) eða sinnt verk­efn­um vegna henn­ar. Að gefnu til­efni skal tekið fram, að for­eldr­ar henn­ar, Bryn­dís Schram og Jón Bald­vin Hanni­bals­son, hafa aldrei kallað á lög­reglu eða beðið lög­reglu um aðstoð af neinu tagi henn­ar vegna. Þetta staðfest­ist hér með.“ (Und­ir­skrift: Hörður Jó­hann­es­son aðstoðarlög­reglu­stjóri.)".

          Ertu að segja að Hörður sé líka í hópi hinna meðvirku??, eða trúir þú því virkilega að Jón ljúgi þessu og Hörður vorkenni honum svo mikið að hann hafi ekki geð í sér að leiðrétta lygina?? 

          Nei, alveg rétt, þú trúir að hann sé þátttakandi í því glæpsamlegu atferli að loka fríska konu inná geðdeild í hvert skipti sem hún imprar á að pabbi hennar sé perri.  Og það er ekki nóg að þú sért að saka Hörð um þennan glæp, heldur líka samstarfsmenn hans.

          Víkjum þá að örorku Aldísar sem hún fékk  vegna greindar gerðhvarfasýki.  Jafnvel vænisjúkasta fólk, sem trúir öllu bulli og samsæriskenningum sem það heyrir, getur samt ekki trúað því að Jón Baldvin hafi sjálfur sótt um þessar bætur, þóst vera Aldís og logið uppá hana sjúkdómsgreiningu.  Þannig að þú trúir því sem ég sagði hér að ofan; ""pabbi sagði að ég væri geðveik, og hann lét nauðungavista mig út af því, alveg aleinn og uppúr þurru.".".  Því ef hún er ranglega greind með geðhvarfasýki þá er þetta eina leið hennar til að fá bæturnar.  Og trúir þú þessu??

          Já, þú trúir þessu og þú trúi því að Hörður og félagar, sýslumannsembættið, læknar á Kleppi auk annars starfsfólks, sé sekt um alvarlegan glæp sem ekki mynda bara kosta það vinnuna, heldur líka senda það rakleiðis í fangelsi.

          Og hvaða heljarítök hefur Jón Baldvin ef hann getur fengið grandvart fólk til slíkra athafna??

          Bara smá kommon sens Bjarni.

          Margt fleira má tína til en ég ætla ekki að láta þig sleppa með kvenfyrirlitningu þína.  Hvað hefur þú fyrir þér þegar þú segir að Bryndís sé meðvirk þegar kemur að því að lýsa sjúkdómssögu dóttur sinnar??  Eða Kolfinna systir hennar, eða Snædís sem lenti í henni þegar hún stóð í forræðisdeilu sinni??  Hvað er í atferli þessara kvenna eða lífshlaupi sem fær þig til að trúa þessu??

          Þetta er aumt Bjarni, aumt.

          Síðan vil ég spyrja þig um hvaða þjáningasystir Aldísar ert þú að vitna í??  Kvensemi Jóns hefur verið þekkt, ætli ég hafi ekki fyrst heyrt af skandölum hans á Ísafirði þegar ég var á Nýja Garði 1986-1984, það var áður en hugtakið kynferðisleg áreitni var skilgreint.  Þá hétu menn kvennamenn og voru kvensamir.  Og þetta var algengt, úr heimahögum fylgdi ákveðnum kennurum slíkar sögur, og þeir voru ekki allir karlkyns.

          Og Jón hefur örugglega verið kvensamur eftir það og örugglega skandelerað á fylleríum. 

          En í fyrsta lagi gerir þetta hann ekki að glæpamanni, ekki frekar en aðra kvensama og karlsama einstaklinga.

          Og að þurfa að verjast slíkri áreitni gerir ekki einn eða neinn að þjáningarbróðir eða þjáningarsystir.  Hvimleiður andskoti, en mikið má sálarlíf fólks vera veiklað fyrir ef það skaðast af slíku.

          Ef saga Aldísar er sönn, þá er hún sannarlega þjáningarsystir, en það eru of margar veilur í henni sem ráðast á heilbrigða skynsemi, sem og borðleggjandi staðreyndir.  Svo er einn galli við tímalínu, þú breytir henni ekki eftir á.

          Nú reynir á skilning þinn Bjarni og spurningar mínar eru einfaldar, og svarið er ekki EES.

          Það get ég svo svarið.

          Kveðja að austan.

          Ómar Geirsson, 9.2.2019 kl. 22:16

          14 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

           Ég er farinn að halda að þú hafir ekki lesið fréttina sem þú vitnar þó í, svona í ljósi spurninga þinna til mín en þar stendur: 

          "Al­dís staðhæf­ir í viðtal­inu að Jón Bald­vin hafi nýtt sér stöðu sína sem valdamaður í sam­fé­lag­inu þegar hann fór fram á að hún yrði lokuð inni á spít­ala. Það voru orð Al­dís­ar en ekki um­sjón­ar­manna. Að sjálf­sögðu fær Al­dís að halda þessu fram í þætt­in­um þegar hún get­ur stutt það gögn­um sem sýna fram á að Jón Bald­vin not­ar ým­ist bréfs­efni sendi­ráðsins eða titl­ar sig sér­stak­lega sem sendi­herra. Slíkt er með öllu óheim­ilt líkt og komið hef­ur fram í yf­ir­lýs­ingu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Frétta­menn eru ekki ábyrg­ir fyr­ir orðum viðmæl­enda sinna, en það hefði verið frá­leitt með öllu að birta ekki gögn sem sýna svart á hvítu að Jón Bald­vin gef­ur beiðni sinni sem for­eldri um að svipta dótt­ur sína frelsi aukið vægi með því að skrifa und­ir sem sendi­herra. Það er því hafið yfir vafa að hann reyndi að mis­nota aðstöðu sína hvað þetta varðar en það var hins veg­ar hvergi full­yrt af und­ir­rituðum að lækn­ar og heil­brigðis­starfs­fólk hefðu gefið af­slátt af sinni fag­mennsku þrátt fyr­ir til­raun­ir Jóns."

          Ef þetta var of langur texti fyrir þig þá kemur hér líklega það mikilvægasta:

           "Að sjálf­sögðu fær Al­dís að halda þessu fram í þætt­in­um þegar hún get­ur stutt það gögn­um sem sýna fram á að Jón Bald­vin not­ar ým­ist bréfs­efni sendi­ráðsins eða titl­ar sig sér­stak­lega sem sendi­herra. Slíkt er með öllu óheim­ilt líkt og komið hef­ur fram í yf­ir­lýs­ingu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins"

          Nú þori ég ekki að hafa þetta mikið lengra þar sem þú virðist alltaf detta út ef textinn verður of langur en vil þó bæta við að séu þessi gögn til í fórum Aldísar þá sýna þau ótvírætt að Jón hefur REYNT að láta loka dóttur sína inni og það í KRAFTI valda sinna. 

          Annars staðar kom fram að gögn væru um að lögreglan hefði farið að Aldísi VEGNA beiðni frá utanríkisráðuneytinu. 

          Lestu svo það sem þú hefur sjálfur vitnað í hér að ofan þ.e."Árið 2015 varð sú breyt­ing, að ætt­ingj­ar þurfa ekki að fara fram á þessa vist­un leng­ur"   

          þá áttar þú þig kannski á að fyrir þennan tíma voru það einmitt ættingjar sem þurftu að fara fram á nauðungarvistun, þ.e. á þeim tíma sem Aldís telur að Jón hafi stuðlað að eða reynt að stuðla að nauðungarvistun hennar á geðspítala. 

          Læt gott heita að sinni enda nenni ég ekki að fara út í langloku um þetta, ef þú tekur ekki eða skilur ekki rök þá verður bara svo að vera, þú ert ekki sá eini sem trúðir á Jón Baldvin þó þið séuð nú líklega ekki margir sem gera það enn!

          Mundu bara að það er ekki og á ekki að skipta máli hvort það er Jón eða séra Jón! 

          Bestu kveðjur að sunnan!

          Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 10.2.2019 kl. 11:16

          15 Smámynd: Ómar Geirsson

          Blessaður Bjarni.

          Ég vona að þú gerir þér grein fyrir því þegar útisnúningurinn einn er eftir og menn treysta sér ekki til að svara einföldum spurningum, svo hægt sé að fókusa umræðuna, þá kallast það að játa uppgjöf sína.

          Ég veit þar með að þú sérð að þú hljópst á þig í þriðju athugasemd þinni hér að ofan "Ef ekki er logið um þau gögn sem fréttamennirnir segjast hafa þá virðast heilbrigðisyfirvöld og lögregla hafa framið hroðalegt réttarbrot á Aldísi sérstaklega í ljósi þess að hún var að leita réttar síns gagnvart kynferðisbrotum föðurins Jóns Baldvins. ".  Ég benti þér á flækjufót eftir aðra athugasemd þína því svarið við pælingum þínum var að finna í tilvitnuðum orðum Önnu Sigrúnar í pistli mínum hér að ofan.

          Síðan mátt þú eiga að þú hefur séð að þér með kvenfyrirlitningu þína, og þú mátt fá prik fyrir það.

          En hins vegar hvarflar ekki að mér að láta þig komast upp með útisnúning þinn.

          Ekki veit ég hvernig þér gat dottið það í hug að ég hafi ekki þaullesið bréf þeirra Helga og Simma áður en ég henti inn pistli mínum, ég vonaðist nefnilega til að finna eitthvað sem hugsanlega gæti veikt málflutnings Jóns og styrkt Aldísar, en svo var ekki.  Í andsvari þeirra kom aðeins fram einhliða stuðningur við meint fórnarlamb, og kattarþvottur á því að hafa sakað fullt af grandvöru fólki um glæpsamlegt athæfi, alveg eins og þú gerðir svo ósmekklega í þriðju athugasemd þinni.  Og ósmekklegheit þín með að blanda Bill Cosby í málið hefði jafnvel gefið þér sess á Dreyfusartímanum í Frakklandi.

          Málsvörn þeirra Simma og Helga sem þú birtir hér að ofan er þessi; "Al­dís staðhæf­ir í viðtal­inu að Jón Bald­vin hafi nýtt sér stöðu sína sem valdamaður í sam­fé­lag­inu þegar hann fór fram á að hún yrði lokuð inni á spít­ala. Það voru orð Al­dís­ar en ekki um­sjón­ar­manna. Að sjálf­sögðu fær Al­dís að halda þessu fram í þætt­in­um þegar hún get­ur stutt það gögn­um sem sýna fram á að Jón Bald­vin not­ar ým­ist bréfs­efni sendi­ráðsins eða titl­ar sig sér­stak­lega sem sendi­herra. Slíkt er með öllu óheim­ilt líkt og komið hef­ur fram í yf­ir­lýs­ingu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Frétta­menn eru ekki ábyrg­ir fyr­ir orðum viðmæl­enda sinna, en það hefði verið frá­leitt með öllu að birta ekki gögn sem sýna svart á hvítu ".

          Ef þú hefðir lesið pistil minn áður en þú fórst að gaspra hér að ofan þá sagði ég einmitt þetta; "Það má rétt vera, og að mínum dómi er það rétt, að það er ekki hægt að hundsa svona alvarlegar ásakanir, sérstaklega ef þær eru studdar þeim gögnum sem þeir félagar vitna í. En þá afla menn sér upplýsinga um hinn meinta glæp, og hið minnsta er að leyfa því fólki sem er ásakað svona um glæpsamlegt athæfi, að halda uppi vörnum. Að útskýra sína hlið, að útskýra lögin og reglurnar, að útskýra afhverju það er metið svo að fólk þurfi að sæta nauðungarvistun, og útskýra að alveg eins og sendiherra, jafnvel þó hann sé fyrrverandi ráðherra, geti ekki pantað slíka vistun, að þá geti einstaklingur ekki gengið inná Tryggingastofnun og pantað örorku vegna geðsjúkdóms, nema að fyrir liggi fagleg greining þar um. ".

          Ég get svo ekki ætlast til þess að þú hafir lesið fyrri pistla mína um þetta mál en ég dró saman svipaðar hugleiðingar í pistli sem ég skrifaði við frétt Mbl.is um bréf Jóns.

          https://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/2230128/

          Afglöp Simma og Helga er það gerðu þeir ekki, heldur tóku beina afstöðu með öðrum deilandanum, en áttuðu sig ekki á að þar með voru þeir að taka undir ásakanir um glæpsamlegt athæfi fjölmargra grandvara borgara.

          Það er algjörlega búið að sýna fram á að það sé ekki hægt, meir að segja þú gerir ekki tilraun til að rökstyðja þetta heljartak Jóns að fólk vilji missa vinnu og æru hans vegna, og þess vegna getur Jón ekki verið sekur í þessu máli, ásakanir Aldís standast ekki.

          Ekkert frekar en fárið á móti Dreyfusi á sínum tíma þó þeir örfáu sem reyndu að halda í raddir skynseminnar hafi verð grýttur fyrir vikið. 

          Síðan liggur við að ég missi alla virðingu fyrir vitsmunum þínum Bjarni þegar telur þig vera uppgötva einhvern stóra sannleik í þessu máli; "Árið 2015 varð sú breyt­ing, að ætt­ingj­ar þurfa ekki að fara fram á þessa vist­un leng­ur"   þá áttar þú þig kannski á að fyrir þennan tíma voru það einmitt ættingjar sem þurftu að fara fram á nauðungarvistun, þ.e. á þeim tíma sem Aldís telur að Jón hafi stuðlað að eða reynt að stuðla að nauðungarvistun hennar á geðspítala. ".

          Þetta er skýringin á því að nafn Jóns er á þessum skjölum, hann fullyrðir að Aldís hafi treyst honum einum fyrir umboðinu um nauðungarvistun, og hún hafi ekki afturkallað það umboð fyrr en 2002.  Hvort sem hann titlar sig sem sendiherra eða eitthvað annað er aukaatriði þess máls að "„Það get­ur eng­inn nauðung­ar­vistað dótt­ur sína beint... sjálfræðis­svipt­ing er gríðarlega al­var­legt mál og ger­ist venju­lega í kjöl­far nauðung­ar­vist­un­ar. Þetta er flókið ferli. ".  Þó hann hefði beðið Elísabetu Englandsdrottningu og Bill Clinton að skrifa undir, að þá er þetta formsatriði kerfisins, það sjálft sér um matið á faglegu forsendum.

          Mér dettur í hug að Jón hafi nýtt sér aðstöðu sína til þrýsta á nauðungarvistun því hennar hafi verið þörf.  Ég hef lesið þó nokkuð margar frásagnir örvilnaðs fólks sem greinir frá þrautagöngu sinni við að fá fárveika einstaklinga nauðungarvistaða, en ekki tekist.

          Þetta kallast að misnota aðstöðu sína, en hver gerir það ekki þegar svona er í húfi?.

          Hvernig lögreglan stílar beiðni sínar er líklegast hennar mál, en kannski er þarna misræmi á milli yfirlýsingar Harðar og þeirra gagna sem Aldís hefur undir höndum.

          Og þá er það rannsakað.

          Ég get ekki séð að það geri þeir í andsvari sínu, og vægast sagt varð ég fyrir vonbrigðum með það.

          Þá hefðu þeir kannski haft eitthvað pínulítið sér til málsbóta.

          En vitsmunir þeirra ráða ekki einu sinni við það.

          Bjarni, þú hljópst illilega á þig, og þú bætir ekkert það hlaup með því að blanda persónu Jóns Baldvins í málið.  Þér til upplýsingar þá kaus ég hann aldrei, er vinstra meginn en það í pólitík, en hann er ekki issjúið, eins og marg oft kemur fram í pistlum mínum.

          En það er kannski auðveldara að sleppa því að lesa rök manna, og bulla svo bara.

          "Þarna tók ég hann", sagði verkamaður einn sem vann með smiði einum í tugi ára hér í bæ.  Þá var hann að ljúka þrasi þeirra, í einrúmi, eftirá.

          Það var þó stæll á hans einræðu.

          Kveðja að austan.

          Ómar Geirsson, 10.2.2019 kl. 12:26

          Bæta við athugasemd

          Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

          Um bloggið

          Ómar Geirsson

          Höfundur

          Ómar Geirsson
          Ómar Geirsson
          Mars 2024
          S M Þ M F F L
                    1 2
          3 4 5 6 7 8 9
          10 11 12 13 14 15 16
          17 18 19 20 21 22 23
          24 25 26 27 28 29 30
          31            

          Nýjustu myndir

          • Screenshot (49)
          • Screenshot (49)
          • ...img_0104a

          Heimsóknir

          Flettingar

          • Í dag (28.3.): 2
          • Sl. sólarhring: 2
          • Sl. viku: 42
          • Frá upphafi: 1318296

          Annað

          • Innlit í dag: 2
          • Innlit sl. viku: 39
          • Gestir í dag: 2
          • IP-tölur í dag: 2

          Uppfært á 3 mín. fresti.
          Skýringar

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband