Fólk flýr siðanefnd.

 

Þó það gefi upp aðrar ástæður. 

 

Því það er pólitísk skítalykt af öllu þessu máli.

Og sú lykt mun loða jafnvel við hið grandvarasta fólk.

 

Það þarf ekki siðanefnd til að fordæma illyrði og skítmælgi, hvað þá klámkjaft og aulahúmor.

Oftast dugar að það renni af fólki og það biður afsökunar, lofar bót og betrun.

 

Í þeim sjaldgæfum tilvikum þar sem slíkt er ekki gert, þá fyrst og síðast er það viðkomandi til minnkunar, og öðrum fordæmi.

Fordæmi sem ber að varast.

 

Ef það er ekki í siðareglum alþingismanna að þeir gæti talsmáta síns, þá er sjálfsagt að setja það.

En slíkt hlýtur aðeins að gilda um störf þeirra á opinberum vettvangi.

 

Í raun kemur engum við hvað hver segir við hvorn annan þegar um einkasamtöl er að ræða.

Hvort sem það er þingmenn, strætóstjórar eða háheilagt fólk siðanefnda.

 

En setji menn þær reglur, sem er yfirdrepsskapur, þá gilda þær fram á við.

Ekki aftur á bak.

 

Og ef hin pólitíska siðanefnd Steingríms og Ástu Ragnheiðar, setur út á hlerað einkatal manna, þá getur slíkt ekki bara gilt um viðkomandi, sem og að það sé skilyrði að gæta bara orða sinna þegar einkasamtöl eru hleruð.

Þá verða aðrir þingmenn að stíga á stokk, og játa, iðrast.

Og þeir sem gera það ekki, -jæja, þeir eru þá bara lygarar.

Þá er um einhverskonar lygapróf að ræða.

 

Ef siðanefnd hins vegar stendur undir nafni, þá tekur hún fyrir framgöngu annarra þingmanna eftir að upp komst um kauða.

Bæði ómerkinganna, sem settu alla á Klausturbarnum undir sama hatt, þó ekki Báru því hún var samkynhneigður kvenkynsöryrki og bar því ekki ábyrgð á tali þeirra sem hún hlustaði á, og dónafólksins sem fór hamförum í dónaskap sínum og lítt siðaðri framkomu.

Væri spurning hvort máli þessa fólks væri ekki vísað til foreldra þeirra.

Til frekari uppeldis.

 

Síðan náttúrulega gengur ekki að einelti sé liðið, slíkt væri slæm skilaboð til skólakerfisins sem heyir hatramma baráttu við það óeðli mannskepnunnar.

Af hverju ættu börn að taka mark á slíku banni þegar þingmenn virða það ekki.

Þeir settu jú lögin.

 

Hvernig sem á þetta er litið, það er ekki gott starf að starfa í siðanefnd Alþingis, og sneyða framhjá ósiðlegri hegðun, eða setja reglu á ósiðlega hegðun, og eiga á hættu að lenda í fári ofstækis og hleypidóma hinna skinheilögu.

Skil að fólk taki afstöðu með fótunum.

 

Ótrúlegt að slíkt skuli ekki fleiri gera.

Ótrúlegt að það skuli manna þessa nefnd.

 

Það gerir fnykurinn

Kveðja að austan.


mbl.is Tveimur skipt út í siðanefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Ómar, margir myndu bráðna undir skærri og afhjúpandi birtu lugtar Díógenesar,

en Ásta Ragnheiður og Steingrímur J. telja sjálf sig öðru fólki miklu heiðarlegra og fullkomnara

og nú situr hún ein eftir í siðanefnd Steingríms J., Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, og ætlar sér að dæma lifendur og dauða.

Díógenes í tunnunni gekk um götur Aþenu til forna, berstrípaður og með lugt í hendi. Hann beindi lugtinni að hverjum og einum valdamanni og spurði hvasst: Ert þú algjörlega heiðarlegur og vammlaus? Af einhverjum ástæðum forðuðu allir sér burt þegar hann spurði þessarar einföldu spurningar, berstrípaður með lugt í hendi, búandi í tunnu. Hann var mikill og einstakur heimspekingur.

En spurningin gæti núna verið þessi:
Er Ásta Ragnheiður ein, nú sú eina sem eftir situr í "siðanefndinni," sem telur sjálfa sig algjörlega heiðarlega og vammlausa?
Er það alveg víst að hún stæðist prófspurningu Díógenesar?

Og minnumst þess að oft er heiðarlegra að viðurkenna ófullkomleika sinn, en að stæra sig af meiru en viðkomandi getur staðið undir ... já, undir afhjúpandi lugtarbirtu Díógenesar.

Jú, ætli fyrsta skrefið á leiðinni til heiðarleikans sé ekki einmitt það, að viðurkenna ófullkomleika okkar allra, hvers okkar og eins?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.1.2019 kl. 14:57

2 identicon

Drengir, Ómar og Pétur, eruð þið að segja mér að fyrrum forseti þings helferðarstjórnarinnar,

sitji nú ein eftir í siðanefnd Steingríms Joð?  Nú skellihlæ ég yfir þessum hjúum AGS hahahahaha.

Telja þau sig nú heilagri en allt heilagt á jörðu sem himni? 

Guð blessi þjóðina frá að þurfa að þola þennan farsa í boði Bjarna, Sigurðar Inga, Kötu puntudúkku 

og sjálfs allsherjarráðherra helferðarstjórnarinnar sem kastaði 10.000 fjölskyldum á götuna.

Já, Guð blessi þjóðina, því ekki gerir núverandi ríkisstjórn það.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.1.2019 kl. 15:05

3 identicon

Sælir - Ómar síðuhafi / Pétur Örn, líka sem Símon Pétur frá Hákoti:: item aðrir skrifarar og lesendur, Ómars !

Eftir stigmögnun aukinna launahækkana: sem og annarrs bruðls úr sjóðum landsmanna, hin seinni misserin og árin til handa afætubæli alþingis o.fl., sannfærizt ég enn frekar um þá skoðun, að eitthvað sterkari efnasambönd, en hvítt Hveiti og Flórsykur, er þorri þingmanna, sem og ýmissa embættismanna, virðast sjúga upp í nasir sínar:: ef ekki Nitroclycerin og jafnvel enn fleirri efnasambönd í mis- stórum skömmtum til viðbótar, aukinheldur.

Það er ekki einleikinn Andskoti - hvað þessu liði er einkar lagið, að sópa fjármunum undir sjálft sig og sína, á sama tíma, og skortur fullvinanndi fólks, í framleiðzlu- og þjónustugreinum fylgir stigmögnun einni, þrátt fyrir 100 - 200% (prósenta) vinnuframlag, all margra landsmanna ár og síð, piltar.

Mér þætti vænt í að vita: hvaða lausnir þið 3menningar / já: og aðrir velunnarar síðu Ómars, kynnuð að hafa á takteinum til lagfæringa, áður en hvifil bylur siðleysis og ofur- græðgi Reykjavíkur stofnananna nær að drepa niður eðlilegt mannlíf, í landinu, sem í stefnir ENDANLEGA- að óbreyttu !

Með beztu kveðjum - engu að síður, af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2019 kl. 18:08

4 identicon

.... hvirfilbylur: átti að standa þar. Afsakið - tiltölulega fljótfærni Eyrbekkings, að nokkru.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2019 kl. 18:18

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur Örn.

Það er spurning hvort það hafi sést til tunnu Díógenesar, og þess vegna hafi fæturnir borið hégómann yfirliði.

Ásta Ragnheiður er eldri, og líklegast orðin sjóndöpur, hefur kannski haldið að þarna væri eplatunnan úr Grísunum þremur á ferðinni, orðið hrifin, og hugsað með sér; já kannski er tími ævintýranna ekki liðin.

Þar með lagði hún ekki eyru við spurningunni sem úr tunnunni kom.

En ég efa ekki að hún hefði staldrað við ef hún hefði heyrt.

Það staldrar alltaf allt gott fólk við að lokum, sama þó það þráist eitthvað við.  Létti til dæmis á samvisku sinni með því að viðhafa áframhaldandi stóryrði yfir gjörð sem var framin, og beðist afsökunar á, því þannig getur það talið sér í trú um að eitthvað ljótt hefi átt sér stað.

Eitthvað siðlaust og þaðan af verra.

Stundum er betra að finna mannlegan breyskleika og kalla siðleysi, svona þegar þú treystir þér ekki til að benda á raunverulegt siðleysi. 

Því það nefnilega snerti þig og þína of mikið.

En samviskan er aldrei blekkt til lengdar, og ég hef frétt að Ásta Ragnheiður búi yfir slíkri visku.

Kannski á hún eftir að ljúka þessu máli með sóma, hver veit.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.1.2019 kl. 20:46

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Ég er nú ekki alveg viss að svo margir hafi ritað nafn sitt á boðskortið, held eiginleg að það sé aðeins Sigurður Ingi heill, Katrín klofin, Logi heill og Píratar eins og þeir eru greyin.  Um þá sem verja hagsmuni þeirra sem orkuauðlindir girnast, þarf ekki að hafa mörg orð um.

Þau eru aðeins í vinnunni sinni.

Ég man eiginlega ekki eftir sjálfstæðismanni sem hefur reynt að stækka sig á þessum óförum, nema Trójuhestur ESB andófsins sem afhjúpaði sig núna um daginn svo ekki var lengur falið fyrir góðu og dyggu sjálfstæðisfólki.  Eldklerkurinn hélt að sú þjónkun, það er þjónkunin við ESB, mætti skýra með fjárhagslegum hagsmunum tengdasonarins. 

Og þegar þú ert farinn að vinna í skítnum, þá náttúrulega skítur þú þig út.

En ég man ekki eftir öðrum svona í fljótheitum.  Vissulega gæti stelpan þarna hafa sagt eitthvað, en hún þarf að fullorðnast fyrst áður en lögð eru eyra við orðum hennar.  En ég man samt ekki til þess að hún hafi gasprað eitthvað.

Íhaldið má nefnilega eiga að það stóðst þetta siðpróf með sóma.

En þú ferð ekki gegn múgæsingunni fyrir minni hagsmuni.  Svo er það pólitískt klókt að láta meinta andstæðinga um leðjuslaginn, það er afmarkaður hópur kjósenda sem er fyrir svoleiðis slag, restin af þjóðinni fyrirlítur hann.

Síðan vil ég ítreka orð mín hér að ofan í andsvari mínu til Péturs, Ásta Ragnheiður er ekki fugl í hendi fyrir lýðskrumara múgæsingarinnar, kæmi mér ekki á óvart að hún tæki sama pólinn og félagi Ögmundur gerði í mögnuðum pistli í Morgunblaðinu.

Reynum hana allavega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.1.2019 kl. 21:00

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar Helgi.

Ég hef lagt til Byltingu lífsins, við engar undirtektir, svo ég er úr leik í þessari umræðu.

En orðmögnun þín stendur, og ég vona að fyrr eða síðar lesi hana einhver og svari.

Á meðan vil ég endurprenta kjarna hennar;

"Eftir stigmögnun aukinna launahækkana: sem og annarrs bruðls úr sjóðum landsmanna, hin seinni misserin og árin til handa afætubæli alþingis o.fl., sannfærizt ég enn frekar um þá skoðun, að eitthvað sterkari efnasambönd, en hvítt Hveiti og Flórsykur, er þorri þingmanna, sem og ýmissa embættismanna, virðast sjúga upp í nasir sínar:: ef ekki Nitroclycerin og jafnvel enn fleirri efnasambönd í mis- stórum skömmtum til viðbótar, aukinheldur.

Það er ekki einleikinn Andskoti - hvað þessu liði er einkar lagið, að sópa fjármunum undir sjálft sig og sína, á sama tíma, og skortur fullvinanndi fólks, í framleiðzlu- og þjónustugreinum fylgir stigmögnun einni, þrátt fyrir 100 - 200% (prósenta) vinnuframlag, all margra landsmanna ár og síð, piltar.".

Það er allavega ekki hægt að lifa lengi á stolnu nesti í verinu veit ég allavega Óskar. 

Allavega ekki ef þínu nesti var stolið.

Svo eitthvað þarf að gera, eða svelta ella.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.1.2019 kl. 21:05

8 identicon

Já, sjáum til.  En aðalatriðið vil ég nefna og það er að ég gleymdi að nefna það að fyrirsögn pistils þín er algjörlega í stíl við það sem allir gerðu þegar Díógenes spurði sinnar spurningar og eiginlega er fyrirsögnin fullkomin fyrir góðan pistil þinn:

Fólk flýr siðanefnd.

Með kveðju að sunnan.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.1.2019 kl. 22:10

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, ég skyldi það Pétur, og fannst viðbót þín bæta mjög við orð mín.

Kannski var kallinn í tunnunni í undirmeðvitund minni þegar ég henti þessu inn í kapphlaupi við þegar ákveðið stefnumót við Hnykkjara lífsins.

Þetta var aðeins hugsanaleiftur sem krafðist að vera skráð, en lítill tími til að hugsa, en þegar ég kom heim og sá athugasemd þína, þá fattaði ég kröfuhörkuna.

Það er í leiftrinu sem vildi komast á blað, þó blaðið væri aðeins í rafheimum.

En við sjáum til, þó hóflegur efi sé til staðar.

Sjáum samt til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.1.2019 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 997
  • Frá upphafi: 1321549

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 836
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband