26.1.2019 | 16:36
Taktu sökina.
Þó það sé brotið á rétti þínum.
Því þú ert stjórnmálamaður.
Sættu þig við að vera þjófkenndur, hleraður, úthrópaður, niðurlægður.
Því það er barnalegt að krefjast réttar síns.
Þú ert jú stjórnmálamaður.
Hvað gungur og liðleskjur myndu þá að lokum stjórna þjóðinni??
Allavega ekki menn eins og Sigmundur, sem er eini stjórnmálamaðurinn sem fyrr og síðar hefur sótt ránsfeng í vasa auðsins. Bæði bankaskatturinn uppá um 80 milljarða, sem og samningurinn við hrægammanna kennt við stöðugleika, en hann skilaði rúmum 300 milljörðum í ríkissjóð.
Hvorutveggja var alfarið niðurstaðan af hugmyndum og eftirfylgni Sigmundar.
Enda hafa hvorki hrægammarnir eða vinnumenn þeirra fyrirgefið Sigmundi þessa ósvífni að standa á rétti þjóðarinnar, enda er hýenum stanslaust sigað á hann.
Og stuðningsmenn vinnumannanna, sem innst inni eru alveg sammála kröfum Sigmundar, geta heldur ekki fyrirgefið honum, hata hann reyndar allmargir, því hann afhjúpaði þá, ekki vinnumennina því þeir sáu um það sjálfir, hann afhjúpaði hve aum þeirra pólitísk sannfæring væri.
Nei við hefðum kannski fólk eins og það sem er í núverandi ríkisstjórn.
Sem er svo auðmjúkt gagnvart Brusselvaldinu, að það lýgur orkupakka Evrópusambandsins inná þjóðina.
Málstaðurinn er svo aumur að það er ekki einu sinni hægt að segja satt og rétt frá. Vísa ég þar í kollega minn hér á Moggablogginu, Bjarna Jónsson, sem hefur margoft í greinum og pistlum hrakið hálfsannleik og beinar rangfærslur iðnaðarráðherra og hennar fólks sem telur sig lúta Brussel en ekki Austurvelli.
Nei Sigmundur er ekki barnalegur.
Vissulega klaufskur en hann hefur þann manndóm að standa á staðreyndum málsins.
Að einkasamtal var hlerað á ólöglegan hátt.
Og sú hlerun var nýtt í pólitískum tilgangi til að níða niður þingmenn, langtum fleiri en þá sem virtu ekki almennt velsæmi í drykkjutali sínu, og það er engin tilviljun að þeir sem sáu um níðið studdu ICEsave fjárkúgun breta á sínum tíma, þeir sem fyrir urðu er mjög líklegir andstæðingar þess fyrirsjáanlega þjófnaði á sameign þjóðarinnar sem orkuauðlindir hennar eru, og kenndur er við orkupakka 3.
Og ef það er hægt að tala um barnaskap, þá er það hjá því fólki sem fattar ekki hvaða hagsmunir knýja áfram svona úthrópun og svona Fár.
Við skulum gera okkur grein fyrir að í siðuðu samfélagi þá biðjast menn afsökunar á tali eins og viðhaft var af sumum þingmönnum á Klausturbarnum, og lofa síðan bót og betrun.
Og siðað fólk meðtekur þá afsökunarbeiðni þó það vissulega getur haft varan á sér gagnvart því að svona hegðun endurtaki sig ekki.
Harmur Klaustursmálsins er því miður sá að það afhjúpaði að það er ekki of mikið af slíku fólki í íslenskum stjórnmálum, íslenskum fjölmiðlum og meðal hinna svokölluðu áhrifavalda umræðunnar í netheimum.
Ekkert sem gerðist á Klaustri jafnast á við þann ljótleika sem síðar varð.
Og að lokum þetta.
Það er engin tilviljun að Sigrún Magnúsdóttir segir þetta, hún er að gegna skyldum sínum við flokkinn.
En það þarf ekki sérstaka glöggskyggni til að sjá hvernig Sigurður Ingi greip gæsina eins og hann greip Brútusarrýtinginn á sínum tíma.
Það að Mogginn skuli lepja þetta upp vekur hins vegar upp ugg um hvar blaðið stendur þegar orkuþjófnaðarpakkinn kemur bakdyramegin inní íslenska löggjöf.
Hann virðist ætla að feta slóð Björns Bjarnasonar.
Afhjúpa sig.
Kveðja að austan.
Segir viðbrögð Sigmundar barnaleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 207
- Frá upphafi: 1412826
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 173
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafðu mikla þökk Ómar fyrir þennan sterka og áhrifamikla pistil um aðför og rýtingsstungur illa þenkjandi smámenna að Sigmundi.
Menn þurfa einungis að vera sanngjarnir til að viðurkenna að allt sem þú segir í þessum pistli er hárrétt athugað.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.1.2019 kl. 17:56
Tek undir hvert einasta orð í þessum pistli þínum. Sorglega réttur og sannur.
En það var BB sem stakk fyrst í bakið á SDG. Það var hans "ískalda mat" og algjörlega
"vafnigalaust", að SDG var ekki að henta ættinni. Þarna stóð hann við hliðina á SDG og
leyfði hýenunum sem sigað var á SDG að tæta hann í sig. Þar sýndi hann hversu "Icehot1" hann væri,
en samt með Panamareikninga lika. Þeir stóluðu á hundseðlið og hjarðhegðunina hjá almúganum og
það tóks líka heldur betur. Ég held að flestir skilji ekki þá aðför að SDG og til hvers hún var gerð.
Síðan þá hafa margir rýtingar verið notaðir og hýenurnar endalaust á ferli. Vanþakklæti Íslendinga
gagnvart SDG er slíkt, að það liggur við að maður óski þjóðinni að Icesafe hefði gengið eftir
Við værum þá í sömu sporum og Grikkir. Þrælar ESB næstu árin ef ekki tugina. Allt í eymd og volæði.
Var það þetta sem þeim er svo mest uppsigað við SDG vildu óska þjóðinni..??
Hýenurnar náðu því í gegn að fella ríkisstjórnina og hafa passað uppá það síðan, að á þing setjist
ekki einhver sem gæti verið málsvari almennings. Það má ekki ske og almenningur skilur það ekki.
Sigurður Kristján Hjaltested, 26.1.2019 kl. 18:14
Nú viðurkennir fréttastofa Bylgjunnar, Vísis og Fréttablaðsins að hafa logið því til í frétt, að Gunnar Bragi hafi verið blindfullur á sýningu um Ellý í Borgarleikhúsinu. Sú fréttastofa hefur nú fjarlægt þá frétt og viðurkenna nú í fréttatilkynningu á visir.is að fréttin hafi verið uppspuni frá rótum.
En þá er Sigrún Magnúsdóttir dregin á flot, bæi á mbl.is og visir.is til að halda aðförinni áfram.
Gróa á Efstaleiti hjakkar svo áfram í sama subbufari sínu.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.1.2019 kl. 18:59
Magnaður pistill Ómar, manni dettur bara strax í hug Himinrommið Himensen.
Því eitt sást Klausturförum yfir þegar þeir höfðu aðstöðu til, en það var að setja punktinn aftan við ESB Bjarmalandsferð "helferðarhyskisins" sem hófst 2009.
Þau orð sem upp í hugann við þennan lestur voru sett á prent 1948, en eiga ekki síður vel við í dag.
"Það er gamall og góður siður í sveitinni, að fara með hunda einu sinni á ári til lækninga. Hundalækningaembættið er ekki til að spauga með og hefur sá Doktor hús þar sem vöru er pakkað saman; fyrst sveltir hæfilega, síðan gefið niðurhreinsandi og látnir skryðja aftur úr sér óhreisisbeyglunni og bandormunum, síðast baðaðir úr sótthreinsandi vökva, útvortis, sem ekki má komast í kjaftinn á þeim, eða æðri gapstofuna, og sendast síðan heim sjálfir.
Á einum slíkum Hundalækningabæ, langt vestur á landi, var niðursetningur, sefjasjúk kona og lá hún í bólinu í baðstofunni. Hundameðgöngumönnum, er flestir vóru unglingar, var boðið til baðstofu, og veitt vel. Ungar heimasætur gengu um beina og augnaráð þeirra ekkert óhræsi. Sjálfur var húsbóndinn úti að raga vöruna; hann var og læknirinn, enda vöruvandur.
Þegar veislan var í besta gengi, reis niðursetningurinn upp á olboga í bólinu, skimar í kringum sig með flóttalegu augnatilliti, unz hún stillir ásýndina við loftboruna í baðstofumæninum og andvarpar í svo hörmulega raunalegum tóntegundum eins og smýgi í gegnum merg og bein:
„Himinrommið Himensen!
-sem engan á-
Sem engan á að!"
Það lá við sjálft, að blaðran springi hjá sumum, eða óhætt að segja hjá flestum, ungmennunum. Hún var nú byrjuð að skemmta! Undirritaður var meðal unglinga þessara, aðkominn með hunda sína. Hann hló ekki, lá við gráti, aldrei á ævi sinni heyrt neitt jafn átakanlegt. Það var eins og niðurlægingar- og raunasaga þjóðarinnar, á mörgum umliðnum öldum, næði samhljómi og verkaði í brennidepli í þessum hörmulegu tóntegundum vesælingsins. Og skáldskapurinn! Að láta falla í stuðla! Þetta kom frá hjartanu! Þetta var miklu sannari skáldskapur en allt „Háttatal" Snorra Sturlusonar „um Hákon konung og Skúla hertoga."
„Himinrommið Hilmensen" , varð að því leitinu skárri en þeir fyrr nefndu, að hann lofaði þó sefjasjúku konunni að verða sjálfdauðri að skáldalaunum." Skuggi 1948 (Jochum M Eggertsson 1896-1966)
Magnús Sigurðsson, 26.1.2019 kl. 19:34
Læmingjar er löngum saman trampa
og láta etja sér á manndrápsvaðið
Íslendingar aumingjunum hampa
en elska að traðka hetjurnar í svaðið
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.1.2019 kl. 21:02
Sæll Ómar
Við sem vorum sammála Lilju Mósesdóttur hefðum viljað að farið hefði verið að tillögu hennar um svokallaðan windfall skatt á hrægammana og hefði hann numið um 600 milljörðum.
En það verður aldrei af Simma skafið að hann náði þó 300 milljörðum í nafni stöðugleikaframlags. Miðað við það hversu rotið íslenskt stjórnkerfi er og miðað við það hversu miklar gungur og druslur eru hér allsráðandi, þá verður það að viðurkennast að það var alfarið verk Simma eins að ná þessum 300 milljörðum. Það eitt og sér veldur andstæðingum hans hugarraunum hversu smáir þeir eru, og sér í lagi Bjarna Benediktssyni yngri, Sigurði Inga og Steingrími J., Kötu og Svandísi Svavarsdóttur.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.1.2019 kl. 21:30
Og mig langar til að minna á að þeir 300 milljarðar hafa skipt sköpum til endureisnar íslensks samfélags eftir hrunið. Nú hreykja þeir Bjarni, Sigurður Ingi og Steingrímur af verkum hans. Mikið sem þeir menn mega skammast sín.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.1.2019 kl. 21:44
Lilja var með tillögu um að bankarnir tækju sína eigin áhættu og fasteigna"eigendur" gætu skilað lyklunum ef lánin yru hærri en verðgildi fasteignar
ENGINN hljómgrunnur var við að styðja slíkt hjá vinstri velferðarstjórn Steingríms og Jóhönnu
Ef Búsáhaldarbyltingin var bylting en ekki bara skrílslæti - hverju var bylt og hvað breyttist?
Grímur (IP-tala skráð) 27.1.2019 kl. 09:55
Einmitt Grímur, það breyttist lítið. Þó kom á sjónarsvið pólitíkunnar ungur maður, með eldmóð til bjargar landi og þjóð. Samstundis snerist nánast allt hið pólitíska litróf gegn honum, með fulltingi fjölmiðla og menntaelítunnar, verkafólki auðvaldsins.
Því hefur þessi eldhugi þurft að eyða miklum tíma í baráttu við þetta fólk, sem sumt þóttist samherjar hans. Það er því magnað hverju hann orkaði þjóð til heilla. Spurning hverju frekar hann hefði náð að gera þjóðinni til frekari heilla ef hann hefði getað beytt allri sinni orku í rétta átt.
Gunnar Heiðarsson, 27.1.2019 kl. 11:06
Blessaður Símon Pétur frá Hákoti.
Það er nú þetta með sanngjarna menn, sitt sýnist nú hverjum í þeim hóp. Ég sá að nafni minn Ragnarsson var miður sín yfir því sem hann telur vera gagnsókn Sigmundar, að almannatengill hans hafi fengið mig Hriflunginn og Halldór, erkiíhaldið til að halda uppi svo snörpum vörnum fyrir Sigmund, að fólk gleymdi að það voru þeir sem byrjuðu. Og ef ég skyldi ruglingslegan pistil hans rétt þá er ósiðleg hegðun í lagi, bara ef einhver annar hafi byrjað á henni.
Og nafni minn er sanngjarn maður.
Svo þetta er allt málum blendið.
En reyndar drepfyndið að trúa því í alvöru að þræðir Sigmundar stýri skrifum okkar Halldórs eða annarra sem ofbýður skrílshátturinn.
Það er eins og fólk hafi ekki heyrt getið um uppeldi.
En hvað um það, það er allavega gott að vita að æ fleiri þora að segja hug sinn, því ég veit að þarna úti er stór hópur fólks sem ofbýður, en þorir ekki að virða skoðanir sínar, því þá er aðkast góða fólksins nánast víst.
Og ég spái því að einn daginn munu margir skammast sín.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.1.2019 kl. 11:18
Heilir og sælir, aðrir sem hér hafa heiðrað athugasemdardálkinn með innlitum sínum.
Þökk fyrir vísur og snarpa tilvísun í sögu sem má ekki gleymast.
Sem og þökk fyrir annað.
Það er margt í þessu, en gleymum því aldrei að þegar málsvarar fjöldans eru vegnir úr launi, sama hversu ófullkomnir þeir eru að öðru leiti, að þá býr að baki hagur þeirra sem telja sig tapa.
Og það er fyndið að sjá hverjir bakka upp þessa hagsmuni, félagshyggjufólk, og innihaldleysið sem kennt er við Pírata. Með mörgum og góðum undantekningum þó.
Það er liðin tíð að auðurinn þurfi að treysta á íhald og íhaldsmenn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.1.2019 kl. 11:24
Baráttan snýst nú um auðlindir lands og þjóðar.
Sú barátta mun fá allt sanngjarnt fólk
til að spyrna fótum gegn forhertum fjölmiðlum
auðs og spilltra mútuþega þings og fjölmiðla.
Við munum berjast af hugsjón,
rétt eins og gegn Icesave I, II og III.
Við munum berjast gegn þriðja orkupakka EES/ESB
og gegn gripdeildum mútuþega og ómenna.
Og við munum vinna þann lokaslag.
Og ég spái því að þar muni Sigmundur Davíð
verða í fylkingarbrjósti.
En varðandi nafna þinn Ragnarsson,
þá er hann maður knúinn áfram af hugsjónum
og mun því berjast með okkur
þó í einum pistli af mörgum
taki þar smá teygjutvist, það er bara hans háttur,
að vera einstaka sinnum smá ruglaður.
Það er bara mannlegt, þegar hrollurinn
fyrir lokaslaginn er að hefjast.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.1.2019 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.