18.1.2019 | 22:16
Er ekki tími til kominn að staldra við??
Og spyrja einnar grundvallarspurningar, hvað er rétt í þessu máli??
Er það virkilega svo að áhrifamenn geti pantað nauðungarvistun á fólki gegn vilja þess??
Stjórnar ekki fagfólk Kleppi??, metur það ekki ástand viðkomandi á faglegum forsendum, og tekur ákvörðun eftir því??
Trúir fólk því virkilega að við sem þjóð búum við réttarfar Sovétsins þar sem ráðamenn þvinguðu fagfólk til að leggja inn og meðhöndla pólitíska andófsmenn, eins og andóf væri geðsjúkdómur.
Þetta eru nefnilega mjög alvarlegar ásakanir og koma persónu Jóns Baldvins sem slíkri ekkert við.
Heldur ef rétt er, þá er þetta brotalöm sem þarf að rannsaka.
Og fjölmiðill sem tekur sig alvarlega, hann gefur allavega hinum ásökuðu tækifæri til að útskýra sína hlið málsins. Annað er eiginlega að lepja upp slúður og níð.
Þingmaður sem tekur sig alvarlega, hann slúðrar ekki eins og enginn vafi sé um sekt viðkomandi heilbrigðisstarfsfólks, hann biður um opinbera rannsókn.
Því þó það sé fár í samfélaginu, þá getum við ekki sagt okkur úr lögum við reglur siðaðs samfélags.
Ásökun má ekki vera sekt, orð mega ekki vera sönnun.
Og munum að sú ófreskja sem nú gengur laus í samfélaginu er óseðjandi og hún eirir engum.
Stundum má læra af sögunni, það er óþarfi að láta ljótleika hennar ganga aftur og aftur eins og draug sem ekki er hægt að kveða niður.
Stöldrum við.
Það er allra hagur.
Kveðja að austan.
Nauðungarvistun litlar skorður settar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 203
- Frá upphafi: 1412822
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 169
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel mælt Ómar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.1.2019 kl. 18:25
Allavega er inntakið gott Símon þó mælið hefði getað verið betra.
Og ég hjó eftir því að Jón Baldvin benti á þetta í greinargerð sinni, að Kleppur gerði kröfu um uppáskrift aðstandenda, og það er í samræmi við margar aðrar reynslusögur liðinna tíma, en það væri ekki þannig að aðstandendur hringdu á Klepp og bæðu um innlögn.
Hins vegar var það í söguþræði Poldark, og byggðist á sögulegum heimildum.
En fólk gleypir þetta hrátt, og alltí einu er ég farinn að uppgötva skelfilegan sannleik, að ógn lífsins sem ég ól, tengist ekki andskotanum og hugmyndafræði hans, sú ógn sem slík er aðeins hégómi miðað við heimsku mannanna.
Við erum að breytast í Dúdú fugl, og hans skapadómur var að deyja út.
Burt séð frá öllu öðru.
Kannski fæ ég mælskuna, enda var atlagan að Fárinu ástæða þess að ég kaus að pistla á ný. Í augnablikinu er ég vissulega tilbúinn að skrifa ritgerð, en pistlar lúta allt öðrum lögmálum. Þurfa að vera styttri og samþjappaðri, og ekki verra að þeir nái athygli fólks, sem til dæmis þessi ræfill náði ekki.
Allavega er persóna Jóns ekki aukaatriði í þessu fári, Fárið sjálft er skepnan sem fyllir út í allt sjónarmið umræðunnar, og hún mun vega samfélag okkar ef hún verður ekki veginn. Fjötrar Fernisúlfs, munu ekki duga til.
Og við þurfum ekki einu sinni að benda á það Símon minn, að Fólkið á Móti, það féll á þessari prófraun, jafnvel þó þessi prófraun snérist um lífið sjálft.
Um hvort það væri lifandi fyrir lífið sem við ólum, í því lífi sem Fár-ófreskjan mun skapa því.
Því ef Helvíti er valkostur, þá er betra að vera dauður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.1.2019 kl. 23:49
Já, við lifum undarlega tíma. Forheimskunin ræður ríkjum í heimi sem verður æ einstaklingsmiðaðri og þar á ég við eftirlits kapítalisma netrisanna, hástig hans í formi kortlagðrar neysluhyggju og þar sem hið grátlega er að við, hvert okkar og eitt, gefum þeim upplýsingarnar sem þeir nýta til að ráðskast með okkur smælingjana. Við erum að breytast í fyrirsjáanlega eigin fangaverði, og jafnframt þræla.
Um þetta stórfróðleg grein í Guardian í dag, grein og viðtal við konu sem hefur rannsakað í 30 ár framgang netrisanna og er nú að gefa út bók um þær rannsóknir sínar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.1.2019 kl. 16:14
https://www.theguardian.com/technology/2019/jan/20/shoshana-zuboff-age-of-surveillance-capitalism-google-facebook
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.1.2019 kl. 17:13
Takk fyrir að deila þessu Símon.
Það sem ég saknaði kannski í grein Guardian var hver verða líkleg varnarviðbrögð almennings??
Tel að ný kynslóð verði miklu meðvitaðri um þessa tækni og muni þrýsta á viðbrögð.
Svarið held ég að liggi í fráhvarfi frá einstaklingshyggju yfir í heild, og heildin þrói tækni sem verði fyrir utan eftirlitsiðnaðinn.
En þetta er ekki stóra dæmið held ég, aðeins angi þess.
Ef mannkynið tileinkar sér ekki Hugmyndafræði lífsins næstu 2 áratugina, þá er það ekki í góðum málum.
Í dag móta Örfáir framtíðina, drifnir áfram að hugmyndafræði andskotans, og í þeirri framtíð erum við ekki til sem slík, aðeins kostnaður, eða í besta falli vel launaðir þjónar.
En ekkert af þessu afsakar heimsku múgæsingarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.1.2019 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.