Brask elur af sér brask.

 

Og það er jafn dapurlegt að lesa þessa frétt þó ekki sé vitað að Mogginn sé kostaður í þessum fréttaflutningi.

Vissulega sýndi Þorsteinn Már hyggjuvit þegar hann komst yfir aflóga skuttogara af lengri gerðinni út á krít, og seigla hans skilaði nothæfu frystiskipi.

Það má samt ekki gleymast að það eitt og sér dugði ekki til, refjar hinnar pólitísku klóru, a la Framsóknarflokkurinn og Halldór heitinn Ásgrímsson, skilaði því sem uppá vatnaði.  Það er aflareynslu þvert gegn leikreglum kerfisins.

Kallast spilling útí hinum stóra heimi, en á okkar harðbýla landi einfaldlega snilld.

 

Síðan var Þorsteinn frændi hans ágætur aflaskipstjóri, en í raun skipti það engu máli.  Fráhvarf hans má ekki merkja í ársreikningum Samherja.

Það aðeins staðfesti að Þorsteinn Már var heilinn í uppgangi þeirra frænda.

 

Síðan eru liðin mörg ár og núna fáum við fréttir af kostuðum stöðum hjá Eimskip, að kvótagróðinn hafi fundið sér sinn farveg.

Jafnvel mun einn og einn bjáni telja að hæfni ráði för en ekki arðsemi sjávarauðlindar okkar.

Og þó bent sé á hið augljósa eins og með þetta tvo plúss tvo, þá eru flestir þessir meintir bjánar í Sjálfstæðisflokknum.

Sem segir reyndar ekkert um hlutfallslegan fjölda flokksbjána í öðrum flokkum.

 

En kostað mont er samt óþarfi.

Vekur jafnvel upp andúð.

Sem gæti skilað sér í ofurskattlagningu á landsbyggðina.

 

Því þrátt fyrir allt er sjávarútvegurinn lífæð hennar.

Og sægreifinn á ekki heima í öðru hverju húsi, alveg satt.

 

En margur loddarinn telur þjóðinni trú um annað.

Og hann er sannarlega kostaður.

Kveðja að austan.


mbl.is Fjölskyldur frændanna tengjast á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Ómar

Um leið og þakka þér fyrir góðan pistil, langar mig til að benda þér á að nú ertu kominn á tabú umræðuefni hér á moggablogginu, en ég gagna því að þú hafir rofið tabúið.  Tvær lítt andlega þróaðar undirtegundir Homa Sapiens, ráða öllu á hér á landi:  Fjárglæpamenn og sægreifar.  Stjórnvöld þjóna þeim algjörlega og gefa frat í almenning.  Eftirminnilegasta minningin hrundagana var þegar Þorsteinn Már Baldvinsson teymdi Davíð Oddsson, þá Seðlabankastjóra, áður Forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, eins og hund í bandi innum dyr Seðlabankans að kvöldlagi.  Minning sem enginn gleymir sem á horfðu.

Veðsetning kvótans hófst fyrr og þær gígantísku summur sem Þorsteinn Vilhelmsson fékk fyrir kvótaveðsetningu voru um flest upphafið að ógæfu lands og þjóðar sem endaði svo með hruni.

Og nú er gamla Óskabarn þjóðarinnar orðinn leikvöllur þessara undirtegunda Homo Sapiens.  

Guð blessi Ísland og hina vesælu íslensku þjóð.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.1.2019 kl. 23:34

2 identicon

Fagna pistinum.

Homo Sapiens, frá Hákoti.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.1.2019 kl. 23:36

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm og jæja Símon minn.

Ég reyndar skil ekki orð í því sem þú ert að segja, og ég vona þó að fáviska mín gagnist til þess að hið meinta tabú dagi upp á undan bloggi mínu.

Hins vegar veit ég allt um ofurskattlagningu og kommúnisma, og afleiðinga þess, hvort sem orðskrúð kommúnistanna er orðskrípi eins og veggjöld, eða veiðigjöld, að ekki sé minnst á ofurreglugerðirnar kenndar við EES.

Hins vegar eigum við að setja mörkin við kostað mont.

Ég virði reyndar þörfina á að geta borgað reikninga, hvað þá laun sem til dæmis Jón Ásgeir gat aldrei skilið þó hann léti Gunnar Smára sitja í súpunni, en samt, var ekki bara hægt að senda Mogganum pening og hann héldi sínu striki.

Þrátt fyrir allt er hann ekki Fréttablaðið.

Kveðja að austan.

P.S. Og Samherji er ekki landsbyggðin.

Ómar Geirsson, 17.1.2019 kl. 23:49

4 identicon

Jamm og já

þegar um tabú er rætt skilja menn hvorki pistil né athugasemdir.

Best að ræða þá bara um dæet kók, fretblaðið og kostað mont.

Lifi landsbyggðim, þar er eina vonin, borgin er farin til fjandans.

Kolafabrikka Steingríms, Samherji/Vinnslustöðin/Eimskip.  Má ekki ræða.

En alla vega er borgin með þingi, ráðherrum og seðlabankanum farin til fjandans.

En um leið og menn rjúfa tabúið, byrjar umræða hinna sjálfstæðu manna, hinna deyjandi

en enn spriklandi.  Megi nú byrinn blása okkur vind í seglin.

Takk fyrir það Ómar. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 18.1.2019 kl. 00:04

5 identicon

Frelsi eins má ekki vera helsi annarra

Þetta var áður fyrr eitt helsta grundvallargildi Sjálfstæðisflokksins.

Svo er ekki lengur, nú er það

Brask elur af sér brask þeirra einu sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur velþóknun á. 

Styrmir dagasins á einnig vel við varðandi þetta umfjöllunarefni:

Bandalög stórfyrirtækja og stjórnkerfa

Föstudagur, 18. janúar 2019

Eitt af því, sem einkenndi samfélagsþróunina á Íslandi í byrjun nýrrar aldar og fram að hruni var myndun viðskiptabandalaga, þar sem mörg fyrirtæki úr ólíkum greinum voru rekin undir sama hatti. Markmiðið var yfirleitt eitt og hið sama: að ná einokunarstöðu á tilteknum mörkuðum. 

Hið athyglisverða var að stjórnvöld gerðu lítið til að sporna við þeirri þróun, ef "fjölmiðlalögin" svonefndu eru undanskilin en þau urðu aldrei að lögum.

Ein af ástæðum uppgangs svonefndra "pópúlískra" flokka í Evrópu er það bandalag, sem orðið hefur til á milli stórfyrirtækja í Evrópu og stjórnkerfis ESB í Brussel, þ.e. á milli stórra fyrirtækja og viðskiptabandalaga þeirra, sem verja gífurlegum fjármunum í hagsmunagæzlu og embættismannakerfisins í Brussel.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að eitt helzta einkenni á stjórnarháttum nazista í Þýzkalandi og fasista á Ítalíu var einmitt slíkt bandalag stórfyrirtækja á þeim tíma í þessum tveimur löndum, og ráðandi flokka og stjórnkerfis, sem kannski má segja að einkenni líka það undarlega þjóðfélag, sem orðið hefur til í Kína, þar sem ríkir eins konar bandalag auðhringa og Kommúnistaflokks Kína.

Slík hagsmunabandalög stórfyrirtækja og stjórnkerfa ganga gegn hagsmunum vinnandi fólks.

Allra síðustu árin fyrir hrun er álitamál, hvort viðskiptahringarnir, sem orðnir voru til hér með beinni og óbeinni aðild einkavæddra banka stjórnuðu landinu fremur en lýðræðislega kjörið Alþingi og ríkisstjórn. Alla vega voru stjórnvöld treg til að ganga gegn hagsmunum þessara hringa.

Er hægt að ræða einkavæðingu banka á ný án þess að taka þennan þátt málsins inn í umræðuna?

Hefur í raun orðið til á löngum tíma hér eins konar bandalagstórfyrirtækja og stjórnkerfis? Er það kannski áþekkt fyrirbæri og slíkt bandalag á milli stórfyrirtækja í Evrópu og embættismannakerfisins í Brussel?

Er það skýringin á því hversu lítið er hugað að hagsmunumlítilla og meðalstórra fyrirtækja hér?

Til umhugsunar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 18.1.2019 kl. 09:47

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Styrmir góður sem fyrr.

Verst að hann skuli vera hallur undir þann kommúnisma að það sé einhver hagræðing í að sameina allt í eitt bákn, sbr síbylja hans um að það þurfi að sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.  Áttar sig ekki á að styrkur mannlífs fellst í fjölbreytni og samkeppni, og það að hafa valkost.

Bákn er aðeins hagkvæmt á pappír, aldrei í raunveruleikanum.

Fiskiskatturinn hans er annað dæmi um kommúnismann sem hrjáir Styrmi, hann er ofurskattur sem hefur í raun þann eina tilgang að ganga af hinum smáa, einstaklingnum og fyrirtækjum hans, dauðu.  Eftir standa örfá stórfyrirtæki sem hafa alræðisvald, bæði yfir auðlind og fólki.

Það eru nefnilega til fleiri leiðir en byssustingurinn til að hafa eigur af fólki og hrekja það í risastór samyrkjubú.  En niðurstaðan er alltaf sú sama, úr frelsi í ánauð.

En það breytir því ekki að það er margur vitlausari á ritvellinum en Styrmir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.1.2019 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband