Hrunið var ekki um allt, alslæmt.

 

Við erum til dæmis nokkuð laus við fréttir af firrtum flottræfilshætti peningamanna, hvort sem það eru sukkveislur í anda hinnar fornu Rómverja, skutlast á þyrlu í sjoppu eftir pylsu, eða að útbrunnar tónlistarstjörnur séu fengnar í afmæli til að syngja afmælissönginn.

Við getum opnað fyrir útvarpið án þess að fá endalausar fréttir af verðbréfum, verðbréfagróða, verðbréfaguttum eða verðbréfamörkuðum.  Og í sjónvarpinu sjáum við eitthvað annað en bankamenn.

Við erum lausir við hirðskáldin sem ortu drápur í dagblaðagreinum eða komu fram í sjónvarpsþáttum þar sem þeir lofsungu hina nýju tíma og hina dugmiklu menn sem kunnu að nýta, þá jafnframt því að hnýta í íhaldið og hagsmunagæslu þess fyrir næstum útdauðar atvinnugreinar, landbúnað og sjávarútveg, sem með rótum sínum frá því á steinöld áttu fyrir löngu að vera útvistaðar til þriðja heimsins, eða þannig.  Reyndar hurfu þessi hirðskáld ekki við Hrunið, heldur mögnuðust upp sem draugar sinna löngu gleymdu hugsjóna, en þegar fjaraði undan fjárkúgun breta og hrægammarnir höfðu náð fram markmiðum sínum, þá hvarf sá draugagangur líka.

Í raun er lífið orðið ósköp keimlíkt og það var áður en þjóðin var eignfærð í bækur auðmanna á árunum um og uppúr aldamótunum.

 

Nema að allir eru bálreiðir.

Það sýður á fólki.

 

Og slíkt er alltaf þegar fólk hefur verið beitt órétti.

Og sá sem óréttinum beitti, lætur eins og ekkert hafi gerst.

 

Ekkert þurfti að ræða.

Á engu þurfi að biðjast afsökunar.

 

Það þótti eitthvað svo sjálfsagt að senda þjóðinni reikninginn.

Og níðast á þeim sem veikara stóðu.

 

Sem það er ekki.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Trommusláttur, átök og táragas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll ómar

en er þetta ekki eitthvað líka í menningunni, menn svína hér í umferðinni

án þess að roðna og dettur síðast í hug að biðjast afsökunar. Er það ekki

líka eitthvað sem er partur af þessu rugli hér, að menn olnboga sig áfram

án þess að blikna, þessar sögur um bankana að plata gamlingjana kortéri

fyrir hrun eru svolítið á sama plani

Böðvar (IP-tala skráð) 6.10.2018 kl. 14:47

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Böðvar.

Ég veit það hreinlega ekki.

Ég held samt að það sé eitthvað mannlegt að líta seint í eigin barm, og fólk finnst oft afsökunarbeiðni annarra sjálfsagðari en sínar eigin.  Ég er ekki undantekning þar á, en veit vissulega að þær eru til, og hef kynnst slíku fólki sem í auðmýkt sinni gerir allt betra í kringum sig.

Ég þekki fólk sem tók þátt í að plata gamlingjanna sem áttu eitthvað inná bankabókum, og ég veit ekki alveg hvort það var í góðri trú, eða vissi betur.  En ég veit allavega að sumir af þeim sem það gerðu, tóku það reglulega inná sig, og þurfti jafnvel sálfræðilega aðstoð til að vinna sig út úr því.  Og aðrir héldu bara áfram klifrinu upp metorða stigann.  Eins og ekkert hefði gerst, eins og þau hefðu ekki gert neitt rangt, voru bara svona í vinnunni.

En ég held að topparnir í bönkunum hafi vitað betur, og eins þegar þeir héldu gengistryggðu lánunum að almenningi, þá voru þeir hreinlega að taka stöðu gegn því sama fólki.  Ef það hefði gengið eftir að fá gjaldeyrisskiptasamninga við USA og þar með bjarga lausafjárstöðunni, svipað og evrópska bankakerfið fékk, þá hefðu þeir virkilega grætt á stöðutöku sinni.

Það er eins og þegar græðgin er annarsvegar, þá séu menn tilfinningalausir.  Svona skepnur eins og það var kallað í den.  Sem er rangnefni því skepnur hafa tilfinningar.  Réttara væri að tala um ómenni.

En ég er svo sem ekki að fjalla um þessa gerendur, heldur hina sem stjórnmálalegu ábyrgðina báru. 

Bæði fyrir og eftir Hrun.

Að þeir einhvern veginn horfi í eigin barm, og segi fyrirgefið, afsakið.

Í stað þessu sífelda bendingartali á aðra.

Og þegar menn geri það, reyni menn einhvern veginn að bæta úr. 

Langar að vitna í Styrmi í dag;

". Ragnar Önundarson, fyrrum bankastjóri, blandaði sér í þær umræður og lagði til að þegar bankarnir yrðu seldir á ný, gengi hluti af söluandvirðinu sem bætur til fólks, sem misst hefði heimili sín vegna hrunsins

Það er mikilvægt að kjörnir forystumenn þjóðarinnar átti sig á þeim veruleika, sem forsetinn gerði að umtalsefni og birtist svo skömmu síðar með þessum hætti.

Til þess eru þeir kjörnir að ná sáttum í samfélaginu.".

Sammála þessu, og ég hef bent á að það væri kjörið að forsetinn byrji, kannist við sína fortíð, biðji þá afsökunar sem hann vildi gera að skuldaþrælum, og leggi síðan til sáttaskref.

Því það er hlustað á þann sem kann að biðjast fyrirgefningar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.10.2018 kl. 16:44

3 identicon

jú það hlýtur að vera að topparnir hafi verið með þetta á borðinu, og teflt þessum peðum fram í myrkraverkin gegn gamlingjunum og fleiri grunlausum. En mig minnir að Pétur heitinn Blöndal, sá góði maður, sagði að hér bæri engin ábyrgð á þessu landi þegar eitthvað reyndi á. Já ég er sammála þér í þessu að menn sýni einhverja auðmýkt og beri virðingu fyrir þjóðina sem heldur uppi þessu samfélagi. En það er kannski ekki bara nóg, það þyrfti að sækja þetta fé sem hvarf og skila því til þessa grunlausa fólks sem var prettað. Það væri kannski miklu nær einhverju réttlæti en afsökunarbeiðni kannski skref í þá átt

Böðvar (IP-tala skráð) 6.10.2018 kl. 17:31

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég held að hún sé upphafið, því sá sem bar meginábyrgðina er stjórnvöld, þau létu þetta viðgangast, og þau báru ábyrgð á endurreisninni.

Stjórnmálamenn mega ekki halda að það sé alltaf sjálfgefið að senda almenningi reikninginn.

Annars mun sagan alltaf endurtaka sig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.10.2018 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 681
  • Sl. sólarhring: 759
  • Sl. viku: 6265
  • Frá upphafi: 1400204

Annað

  • Innlit í dag: 622
  • Innlit sl. viku: 5386
  • Gestir í dag: 593
  • IP-tölur í dag: 579

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband