3.10.2018 | 16:30
Hæstu vextir á byggðu bóli.
Í þágu fjármagns og auðs.
Í þágu vogunarsjóða og annarra kvikinda hins frjálsa markaðar frjálshyggjunnar.
Hví sættum við okkur við þetta??
Hví erum við ekki fyrir löngu búin að hreinsa út úr þessum hjálpartækjum auðsins.
Frá Hruni hafa engin hagfræðileg rök mælt með þessum hávöxtum.
Jú, hrægammarnir vissu sínu viti, þeir keyptu ekki aðeins upp sérfræðinga.
Heldur fjármögnuðu þeir líka pólitík hálfvitanna.
Að uppreisn fjöldans leitaði í farvegi kostaðra örframboða og vitleysingaframboða.
Og að öðrum ólöstuðum er hluti Pírata þar stærstur.
Að ekki sé minnst á hina kostuðu hreyfingu um nýja stjórnarskrá.
Svona nútímaútfærsla að útvega Lýðnum brauð og leika.
Forheimsku og fávitahátt.
Svo sjá bara hávextirnir um sírennslið í peningatanka auðsins.
Og afnám gjaldeyrishafta um óendanlega fjárflutninga úr landi.
Þannig að þjóð sem hefur upplifað sögulegt góðæri í tekjum og verðmætasköpum, á ekki neitt.
Annað en grotnandi innviði, hvort sem það er þjóðvegir, sjúkrahús eða menningarverðmæti.
Og ekkert breytist.
Því það vill enginn breytingar.
Brauð og leikar snúast aðeins um að fá eitthvað nýtt til að rífast yfir.
Og við þiggjum það með þökkum.
Kveðja að austan.
Stýrivextir áfram 4,25% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 553
- Sl. sólarhring: 723
- Sl. viku: 6137
- Frá upphafi: 1400076
Annað
- Innlit í dag: 503
- Innlit sl. viku: 5267
- Gestir í dag: 481
- IP-tölur í dag: 474
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta vill Sjálfstæðisflokkurinn:
22.8.2009:
"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.
Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.
Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).
Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.
Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."
Skuldir heimilanna
Þorsteinn Briem, 3.10.2018 kl. 17:16
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Þorsteinn Briem, 3.10.2018 kl. 17:18
"Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins.
Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum.
Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði.
Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.
"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7 prósent til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson."
Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.
Þorsteinn Briem, 3.10.2018 kl. 17:19
Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.
Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip frá Evrópusambandsríkjunum að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.
Þorsteinn Briem, 3.10.2018 kl. 17:24
Já,já, -Já.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.10.2018 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.