29.8.2018 | 22:03
Aular í áskrift að launum.
Skora á almenning að flýja í skjól, loka og læsa.
Að lifa í ótta, vantreysta þeirri tilveru sem traust í garð náungans byggði upp.
Samt borgar fólk skatt, háan skatt, og uppsker allavega makráða lögreglumenn á 2-3 lögreglubílum.
Neskaupstaður er útstöð, umkringdur fjallahring og bæinn er ekki hægt að nálgast án þess að fara í gegnum lengstu veggöng á Íslandi, jafnvel þó þjófar virði ekki hraðatakmarkanir, þá eru þeir ekki fljótari í förum en Súpermann.
Og lögreglan fékk tilkynningu um þjófana þegar þeir voru á vettvangi í bænum, og jafnvel þó hin vel mannaða lögreglustöð á Eskifirði hefði þurft að innbyrða 2-3 kleinuhringi, þá gat hún eftir það lokað umferð frá Norðfirði, þó alvitringur kynni alla landafræði heimsins, þá gæti hann ekki bent á stað þar sem það væri fljótlegra, og árangursríkara.
Jafnvel þó makráðir lögreglumenn, sérhæfðir í að bögga borgarana út af smámunum, hefðu talið sér það skylt samkvæmt kjarasamningum um næringu, og almenn viðmið um að miðaldra menn í góðum holdum, reyndu ekki of mikið á sig, þá hefðu þeir haft nægan tíma til að loka á umferð og grípa þjófana glóðvolga.
En ef það þarf að borða 5 kleinuhringi, þá er það aðeins snúnara.
Og þar með auðveldara að biðja almenning eftirá að læsa og loka dyrum, því í áskriftinni að launum er ekki ákvæði um að menn eigi að vinna vinnuna sína.
Og vernda almenning.
Tryggja öryggi hans svo vitgrannir blaðamenn þurfi ekki að lepja svona vitleysu upp.
Austurevrópskir glæpamenn hvað????
Hafa blaðamenn Mbl.is ekki séð kort af Austfjörðum???
Hvað eru margar krossgötur??, hvað er á mörgum stöðum hægt að velja um fleiri en eina leið, það er ef menn hafa það lágmarksvit, sem makráðir lögreglumenn á Eskifirði virðast ekki hafa, að vita að það að fara fram og til baka á sama veginum, er að fara sama veginn.
Svarið er einfalt, þó allir á Mbl.is hafi fengið 0,0 í landafræði, að það er aðeins ein krossgata í Fjarðabyggð, valið á milli þess að fara til Fáskrúðsfjarðar eða til Egilsstaða. Síðan er ekkert val á Fáskrúðsfirði fyrr en það er komið suður fyrir Eyjafjöllin, en ef það er farið til Egilsstaða, þá má velja á milli tveggja leiða.
Og hafi menn ekki bíla á Egilsstöðum, til að loka þessum tveimur leiðum, þá mátti alveg loka veginum áður en komið var í byggðina, og þá duga 5 kleinuhringir ekki sem afsökun, það tekur jafnvel Súpermann tíma að koma sér frá Neskaupstað að afleggjaranum inní Egilsstaði.
Hvaða glórulausa kjaftæði er hér í gangi, og hví éta fákunnandi blaðamenn endalaust upp fréttatilkynningar vanhæfra opinbera starfsmanna??
Sem aldrei þurfa að sæta einni einustu ábyrgð á gjörðum sínum.
Og í þokkabót ætla að skella skuldinni á almenning að kunna ekki að loka nógu vel og læsa.
Þegar ekkert er vegakerfið, þá er vonlaust að vera vegaþjófur.
Jafnvel í kókaíntryppi þá hefði engum í Hollyvood dottið í hug að spara sér pening með því að taka upp Thelmu og Louise, þá vegamynd, á Austfjörðum, þó að íslenska ríkið hefði boðist til að borga allan framleiðslukostnað.
Vegna þess að myndin hefði aldrei verið trúverðug, þú flýrð ekki undan löggunni með því til dæmis að keyra í gegnum löng veggöng, eða reynt að láta þig hverfa á vegi sem liggur aðeins í eina átt, og það er gjörsamlega vonlaust að fara eitthvað annað.
Sem fær mann til að spyrja, hvað er sett í kleinuhringina í Kjörbúðinni á Eskifirði??
Og er sama stöff notað uppí Hrísmóum??
Því þó auli sé alltaf auli, þá er eitthvað að ef hann fellur inní hópinn.
Og enginn spyr og allir þegja.
Kveðja að austan.
Þarf að læsa og loka öllum gluggum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.8.2018 kl. 00:00 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 453
- Frá upphafi: 1412815
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 392
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Réttast væri að flengja bæði blaðamanninn og lögregluna svo undan svíði.
Þar að auki ætti dómsmálaráðherra að birta nýja reglugerð sem bannar allri mörlensku lögreglunni að graðga í sig kleinuhringi þegar hún á að vera í vinnunni.
Þorsteinn Briem, 30.8.2018 kl. 01:22
Hárrétt Steini, vandinn liggur í kleinuhringjunum.
Og almannavaldi sem telur sitt helsta hlutverk að hirða skattfé en skila til baka endalausum reglugerðum og hótunum um ofursektir ef ekki er eftir þeim farið.
Kerfi sem stjórnast af lögmáli skriffinnans, að þjónusta sé í öfugu hlutfalli við fjármagn sbr að tekjur af ökutækjum er í hæstu hæðum en framlög til vegakerfisins í duga ekki til viðhalds þess og dómsmálaráðherra sem segir að lögreglan hafi aldrei haft úr hærri fjárframlögum að spila, samt hafa aldrei verið færri lögreglumenn sýnilegir í löggæslu.
Það er ekki endalaust hægt að kóa með vitleysunni og tími til kominn að hætta því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.8.2018 kl. 06:56
Þetta er vandinn í hnotskurn, kerfið vill meira og meira og allt í sjálft sig. Svo sakvæðir kerfið óbreyttan almenning og segir að hann geti sjálfum sér um kennt. Flatskjárkenning Samfylkingar og Vg, nú í boði hins svokallaða Sjálfstæðisflokks.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.8.2018 kl. 09:51
Nei Símon Pétur, sem varst einu sinni kenndur við klett, þetta er ekki vandinn í hnotskurn.
Hann er Aulabandalagið.
Hið þegjandi samþykki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.8.2018 kl. 16:15
Sæll Ómar, skorinorður og þarfur pistill.
Þú kemur inn á "kerfi sem stjórnast af lögmáli skriffinnana" í 2. athugasemd auk 5 kleinuhringanna í pistlinum sem mögulegum ástæðum fyrir þjófanaði.
Sennilega er skriffinnskan ekki síður ástæða fyrir því að loka þarf gluggum, því ekki er útilokað að lögreglumennirnir hafi þurft að vélrita skýrslu fyrir stóra bírókratið um hvað marga kleinuhringi hver fékk og í hvaða röð áður en staðið var upp frá borðum.
það er svo undarlegt með eftirlitsmyndavélar, í þessu sambandi, að þeim er alltaf snúið öfugt. Það kom best í ljós í "hinu svokallaða hruni" að mönnum hafði ekki hugkvæmst að bankarnir yrðu rændir innan frá þess vegna var öllum myndavélum beint í öfuga átt að almennum viðskiptavinum.
Mér vitanlega hefur engri myndavél verið snúið við, en margir eru nú niðursokknari við skýrslugerð en áður var, hvað sem þeir eiga svosem að sjá annað á meðan.
Með kveðju frá hinum krossgötunum í efra.
Magnús Sigurðsson, 30.8.2018 kl. 16:20
Blessaður Magnús.
Smá leiðrétting, ég sagði reyndar ekki að 5 kleinuhringir væru skýring þjófnaðarins, heldur gætu þeir verið hugsanleg skýring þess að löggan á Eskifirði náði ekki að loka þjófana inní fjallahringnum hérna okkur í neðra.
Ég veit frá fyrstu hendi að þeir höfðu nægan tíma til þess og gat ekki annað en hlegið af þeirri eftiráskýringu að þeir hefðu kembt svæðið, og þá sjálfsagt eins og fjármálaeftirlitið eftir Hrun.
En ég er Norðfirðingur Magnús, og kannski orðinn pínu pirraður á því að einu skiptin sem við sjáum nágranna okkar í búningnum, er þegar þeir þeir skella sér hingað yfir til að hrella hrekklausar húsmæður og sekta þær fyrir að hafa gleymt sér eitt lítið augnablik. Sem og að við Norðfirðingar eigum dulítið erfitt með að tjá okkur um nábúa okkar, án þess að viss hálfkæringur komi við sögu.
Sem skýrir hina myndrænu líkingu um hina 5 kleinuhringi.
Ef það hefði hvarflað að mér að okkar ágætu lögreglumenn hér á Norðfirði hefðu átt einhvern hlut að máli, þá þessi pistill aldrei verið skrifaður.
Því pistillinn var þarfur, það er innihald hans mínus áreiti og hálfkæringur, en það seinna er því miður stundum nauðsynlegt til að vekja athygli á hinu fyrra.
Og vonandi skilur hann eitthvað eftir sig.
Takk fyrir athugasemd þína Magnús, mikið sammála þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.8.2018 kl. 16:43
Hið þegjandi samþykki hverra?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.8.2018 kl. 16:44
Allra sem láta aulaskapinn viðgangast án þess að mæta og skræmta.
Síþegjandi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.8.2018 kl. 16:53
Átti reyndar að vera æmta, mæta og skræmta er kannski nýyrðanálgun á þá áráttu að láta allt yfir sig ganga Klettur minn.
Sama kveðja sem fyrr.
Ómar Geirsson, 30.8.2018 kl. 16:54
Tók eftir því eftir að ég lét athugasemdina fara að það hefði mátt orða hana betur s.s. "sem mögulegum ástæðum fyrir vel heppnuðum þjófanaði."
Sammála þér með það að ekki á að láta aulaskap viðgangast í þessu sambandi og auðvitað eru starfandi lögreglumenn settir undir sömu annmarka og annað vinnandi fólk, þ.e. að þurfa samkvæmt verklagsreglum að sökkva sér niður í það sem ekki skiptir máli.
Magnús Sigurðsson, 30.8.2018 kl. 17:05
Sæll Ómar, gott að sjá að þú ert byrjaður að blogga á ný eftir nokkurt hlé. Það er alltaf áhugavert sem þú skrifar um, m.a.s. um kleinuhringi og eskfirskar löggur í Fjarðabyggð.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.8.2018 kl. 21:31
Blessaður Pétur.
Þetta var tilfallandi gremjuskot að gefnu tilefni, sem hefði samt aldrei komist í netheima nema vegna tengingarinnar við kleinuhringina.
Með þeirri frómu ósk að næst þegar tilkynnt er um þjófa, að þá vinni löggan vinnuna sínu.
Ef þeir kunna ekki að setja upp vegatálma, þá gætu þeir horft á sér til lærdóms, þá ágætu vegamynd, Blues brothers.
Ekki skemmir tónlistin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.8.2018 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.