Úrkynjaðir viðskiptahættir í þágu hverra??

 

Hver græðir á á Kínaverslun??

Skammsýnt fólk segir "ÉG", þetta er svo ódýrt, og mikið er það rétt, það er að verð á kínverskum vörum er í mörgum tilvikum hlægilegt.

 

Þetta sama skammsýna fólk kvartar síðan í öðru orðinu yfir almannaþjónustunni, það er allt af sem áður var. 

Og það er yfirleitt ekki sátt við kjör sín.

 

Samt yrði það aldrei tilbúið til að vinna á kínverskum launum, jafnvel þó það ætti að vita að ef það byði sig fram á þeim kjörum, að þá þyrfti sama vara sem seld er í íslenskum verslunum ekki að vera svona dýr, ef dagslaun verslunarfólks væri einn hrísgrjónapoki eða svo, ekki þyrfti að borga veikindi eða orlof, að ekki sé minnst á lífeyri.

Og varðandi almannaþjónustuna, þá er ákveðið samhengi á milli tekna og þjónustu, og kínversk verslun og þjónusta greiðir ekki skatt á Íslandi.

En varan er jú ódýr og flýtur á meðan ekki sekkur sagði sá skammsýni sem tók negluna úr bátnum til að henda í kabyssuna.

 

En þetta er aðeins hluti þess sem skekkir alla samkeppni, innlendum þjónustuaðilum í óhag.

Það er eins og það kosti ekkert að senda frá Kína, oft er margfalt dýrara að senda sömu vöru frá Reykjavík útá land.  Og skýring þess má lesa í þessum orðum Íslandspósts;

 

"„Vegna óhag­stæðra alþjóðasamn­inga þar sem Kína er flokkað sem þró­un­ar­ríki fær Ísland­s­póst­ur mjög lágt gjald greitt fyr­ir þess­ar send­ing­ar og standa þær greiðslur ein­ung­is und­ir litl­um hluta þess kostnaðar sem fell­ur til við að meðhöndla þær. Mikið tap af þess­um er­lendu send­ing­um, sem Íslandi ber að sinna sam­kvæmt alþjóðasamn­ing­um, er stór hluti vand­ans við fjár­mögn­un alþjón­ust­unn­ar,“"

 

Tapið eykst eftir því sem pökkum fjölgar, því burðargjaldið miðast við þann hrísgrjónaskammt sem þarf til að fæða einn Kínverja á dag en verkið er svo unnið af vestrænu starfsfólki, á vestrænum kauptöxtum.

Með öðrum orðum þá borgum við fyrir Kínasendingar með hærri póstburðargjöldum, og niðurgreiðsla okkar gerir Kínverjum kleyft að grafa undan velmegun okkar og velferð.

 

Úrkynjaðra getur Global hagkerfið ekki orðið.

Og gleymum því ekki að það eru ekki Kínverjar sem bera ábyrgð á fáránleikanum, þetta er ein af leikreglum frjálshyggjunnar sem vestræn stórfyrirtæki hafa knúið í gegn í alþjóðlegum viðskiptum.

Það er ekki nóg af þau hafi útvistað stórum hluta af framleiðslu okkar til að komast framhjá kjarasamningum, kröfum um aðbúnað og öryggi að ekki sé minnst á rányrkju og hinn heilaga rétt að fá að menga og sóða að vild, þau brjóta niður einu vörnina sem hið frjálsa flæði hefur ekki brotið niður, fjarlægðina frá framleiðslulandi til markaðar, með því að láta aðra en þá sem kaupa frá Kína, niðurgreiða sendingarkostnaðinn.

Svo allt geti verið sem ódýrast, og til hvers??

 

Hverjir hafa hag af því að brjóta niður vestræn kjör og vestræna velmegun??

Og hvaða stjórnmálaafl og hugmyndafræði fjármagna þeir??

 

Og hví látum við þetta yfir okkur ganga og hví kjósum við þetta fólk.

Sem er rekið áfram að þeirri dýrslegu hvöt að gera hinn vinnandi mann af þrælum í nafni frelsis hinna Örfáu til að mega allt án þess að nokkrar reglur setji auðsöfnun þeirra skorður.

 

Og síðan má spyrja hvort er úrkynjaðra kerfið eða sá sem kóar með og er síhlaupandi á pósthúsið að ná í Kínasendingar??  Svona í ljósi þess að frumhvöt okkar ætti að vera að vernda lífið sem við ólum, og við gerum það ekki með því að grafa undan samfélaginu sem á að veita því skjól.

Þetta er allavega rotið, ákaflega rotið.

 

En ekki er allt svo slæmt, að ekki megi finna eitthvað gott.

Og hvað sem verður sagt um núverandi forseta Bandaríkjanna, þá hefur hann samt alþjóðvæðingu stórfyrirtækjanna stríð á hendur.

Við litla hrifningu auðs og þjóna hans.

 

Löngu tímabært stríð, þó úr óvæntri átt sé.

Við ættum kannski að gera eitthvað svipað.

 

Og til dæmis neita að niðurgreiða Kínasendingarnar.

Það er þó alltaf byrjunin, sem gæti bjargað vinnu margra.

 

Og er alltaf samfélaginu okkar til góðs.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Engin arðsemi í sendingum frá Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Kína er í dag á hraðri siglingu að vestrænum verðum.  Þegar ég bjó þarna, var gífurlegur mismunur á verðlagi milli landshluta.  Til dæmis kostaði taxi 6 RMB í Beijing, 4,50 RMB í Xian og XianYang, meðan það kostaði 12,50 í Shenzhen (nálægt landamærum Hong Kong).  Þá kostaði fermeterinn á íbúð um 3000 RMB í Shenzhen. Nú kostar um 70 fermetra íbúð um 10 miljónir RMB.

Vandamálið við Kínverskar vörur, eru gæðin ... á meðan Japanir eru frægir fyrir ítarleg gæði, miðað við verð. Þá verða Bandaríkjamenn að hafa menn á launum, til að "gæðaskoða" allt frá Kína.  Sem dæmi þá hafa Kínverjar "fölsuð" egg, "falsað" hveiti, "falsaða" barnamjólk. Og það besta sem ég veit, þá nota þeir "sápu" í lyftiduftið. Þetta eru dæmi um hvernig vörur eru "drýgðar" ... til dæmis hafa menn verið teknir fyrir að drýgja "olíu" með vatni, og þeir sem keyra bílunum ... stoppa og selja olíu, og fylla síðan á afganginn ... með vatni.

Auðvitað er þetta skammsýni, en þessi skammsýni er einnig dæmigerð fyrir "hugvit" fólks hér heima og í Evrópu almennt.

Sem dæmi bendi ég á afa minn (stjúp-afa) sem var hardsvíraður kommi ... hann keyrði bara á Trabant. Þegar að spurður sagði hann, að hann gæti keyrt á nýjum trabant árlega í stað þess að kaup einn Benz og keyra hann í tíu ár.  Nú á ég sjálfur Bens, lítinn ... en samt Benz ... og get sagt, sem staðreynd að maðurinn var alvarlega ruglaður í kollinum. Það er ekkert sem jafnast á við "gæði". Vissulega eru til þau fyrirbrigði að menn selja "gæðin" á of háu verði ... en þó ekki.  Hvernig ætlarðu að bera saman, plast rusl ... og eitthvað sem liggur eins og klettur á veginum. Er ekki lífið og limir þess virði að eyða meiru til að halda þeim?

Ju.

En það er líka gott, að geta keypt ódýra leikjatölvu ... því krakkarnir munu skemma hana, meir eða minna ... hvaða verði sem maður kaupir hana á.

Svo, það er pláss fyrir bæði ... eins og allt, sem á þessari jörðu er ... maður þarf bara að vera "meðvitaður" um muninn, og að maður fær það sem maður keypti ... plast rusl, eða klett.

Örn Einar Hansen, 31.8.2018 kl. 18:04

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þakka þér þessa frábæru umfjöllun um framleiðsluna og svo skilninginn á því hvað Trump er að gera.

Gangi þér allt í haginn.

Egilsstaðir, 31.08.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 31.8.2018 kl. 23:45

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég hef aldrei sagt að Trump væri alslæmur Jónas, og mér finnst þetta stríð hans við Globalið athyglisvert.  Kom mér reyndar á óvart að kallin skyldi standa við þann hluta kosningaloforða sinna.

Og taktu eftir að meintir kratískir mannvinir grenja manna hæst.

Þeir eru nefnilega með svo stórt hjarta að þeir finna til með hinum Örfáu auðmönnum, telja þá lítilmagna í þessari orrahríð sem þurfi sérstaklega að koma til varnar.

En  hvað um það, bið að heilsa uppá Hérað.

Megi sólin skína ríflega um helgina.

Kveðja úr neðra.

Ómar Geirsson, 1.9.2018 kl. 00:28

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlit þitt Bjarni.

Við aðeins taka það fram að ég hef ekkert á móti lágu vöruverði, ódýrum innkaupum og svo framvegis.

En samkeppnin þarf að vera á jafnréttisgrundvelli, ekki skekkt eins og hún er í dag.

Globalvæðingin hefur ekkert með eðlileg milliríkjaviðskipti að gera, hún glórulaus tilraun vitfirrtar auðstéttar til að brjóta niður velmegun og velferð verkafólks í vestrænum löndum, auk þess að gróðafíkn vitfirringanna er slík að jörðin er að verða að einum stórum drullupytti þar sem ekkert líf mun þrífast eftir ekki svo langan tíma.

Það er ekki lágt vöruverð, það er vöruverð andskotans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.9.2018 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 1538
  • Frá upphafi: 1321546

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1311
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband