Hið sjaldgæfa var mælt.

 

Á landsfundi Samfylkingarinnar.

Að segja satt svo eftir var tekið.

 

Það var til dæmis tekið eftir að Logi sagði ekki styggðaryrði um yfirtöku vogunarsjóða á Arion banka enda mætti Jóhanna í þeim eina tilgangi að benda á að sá sem fjárfesti í stjórnmálaflokkum, að hann skyldi standa við orð sín.

Og Logi stóð við stóru orð sín að pakkið á landsbyggðinni skyldi fara á hausinn og flytja á mölina því fyrirtæki einstaklingsins, að fólkið sem treysti á vinnuna sem auðlindin gaf, það ætti ekki séns í auðlindagjald Samfylkingarinnar.

"Fari þeir á hausinn", sagði Logi hreinskilnislega og braut þar með blað í sögu Samfylkingarinnar, formaður sem sagði satt en talaði ekki eins og Dagur B. Eggertsson.

 

Og í anda þess auðs sem hann þjónar, og sannarlega var stefnu hinna óbreyttu í Samfylkingunni, þá boðar hann baráttuna um Ísland.

Og ekki skyldi nokkur vanmeta getu Loga, eða hershöfðingja Samfylkingarinnar.

 

Heljartakið á hinum vanhæfu formönnum sem tómarrúm veislunnar svo vitnað sé í orð Árna Matthíassonar í árdaga Hrunsins, skilaði atkvæðasmölun að sjálftaka samninga elítunnar hélt.

Því til hvers að vera vanhæfur, og vera í Samfylkingunni, ef slíkt dyggði ekki til að kæfa uppreisn alþýðunnar. 

Sem er fórnarlamb sjálftökunnar.

 

Og verum hreinskilin, aldrei hefur formaður keypts flokks komið eins hreint fram og Logi.

Hann viðurkennir baráttuna um Ísland.

Hann viðurkennir stöðu Samfylkingarinnar í því stríði.

 

Og vonast eftir launum.

Að hann fái í vasann silfrið sem honum var heitið.

 

Hið fyndna er að það finnst ennþá fólk, sem er ekki elliært, og styður Samfylkinguna, og þykist vera á móti .

Á móti sjálftökunni.

Á móti spillingunni, á  móti þeirri Mammonsdýrkun sem rúði þjóðina inn að skinni.

 

Logi fær borgað.

En hvað um það??

 

Hvað hefur framtíðin gert þeim.

Það er ef það þykist ekki fá borgað.

Kveðja að austan.


mbl.is Boðar baráttu um Ísland næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Baráttan um Ísland snýst ekki um hvort Samfó, VG, XD eða hvaða stjórnmálaflokkar yfirhöfuð séu í landsstjórninni.  Baráttan um Ísland snýst um hvort gæði landsins (sem rétt mátulega duga til þess að gera það byggilegt) verði framseld til útlanda.

Kolbrún Hilmars, 3.3.2018 kl. 18:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Kolbrún.

Eiginlega hef ég sjaldan eða aldrei lesið svona fá orð, sem innihalda eins mikla mótsögn.

Gæði landsins eru ekki seld til útlanda, ef í landsstjórninni er fólk eða flokkar sem eru á móti slíkri sölu.

Og pistill minn er um mótsögn, sem kannski er sterkri en þín, sem er að flokkur sem seldi samlanda sína, sem seldi þjóð sína, boðar baráttuna um Ísland.

Síðan er það rangt hjá þér að gæði landsins dugi vart til að gera landið byggilegt, þau duga fyrir margfalt fjölmennri þjóð, enda eru þjófarnir okkar, þeir sem keyptu upp stjórnmálin, í hópi ríkustu manna Evrópu.

En ég veit Kolbrún að þetta eru aðeins orð, sem í raun eiga að tjá andstöðu þína við landsölu, eða aðra óáran sem grefur undir sjálfstæði þjóðarinnar.

Og sannarlega er Logi í þeim skurðgreftri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.3.2018 kl. 18:44

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sumum virðist henta það vel að láta ÁrnaPálslögin, Icesave og þjónkunina við erlenda kröfuhafa, falla í gleymskunnar dá.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.3.2018 kl. 19:25

4 identicon

Alveg er meydómur Samfylkingarinnar einstakur, hann heldur, sama hversu oft hún hefur selt sig.  Og kepptust þau í dag sem leið þau Jóhanna og Logi að sýna samkundunni meydóm sinn  og æptu þiallar haún verurnar upp á hollywood sænsku vi er alla hen vesener och alla i hop me bestemmer to some to.  Háloftamaðurinn hugsaði þá með sér, aldrei hef ég séð meiri gaggandi hænsn.

Símon Jónsson frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.3.2018 kl. 01:58

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Ef það væru bara mál fortíðinnar sem á að gleyma, þá væri það kannski sök sér.

En að forðast eins og heitan eldinn öll álitamál dagsins í dag, er öllu verra.

Og munum að þögnin er bandamaður óhæfunnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2018 kl. 09:36

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Ætli hann sé ekki fjölnota.

En Samfylkingin á ekkert byggingarefni til að fylla uppí gjárnar sem misskiptingin og sjálfstakan hafa grafið um allt samfélagið.

Í raun sama hugmyndafræði og Sjálfstæðisflokksins, nema þeir skamma bróðurflokkinn fyrir að vilja ekki ganga nógu langt í frelsinu.

Útslitnir frasar um jöfnuð og félagshyggju ná ekki að hylja þá ásýnd.

Og gleymum því aldrei, að fjórfrelsið er beint ættað úr trúarsetningum frjálshyggjunnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2018 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 203
  • Frá upphafi: 1412822

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 169
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband