"Skaðabótum var hins vegar hafnað".

 

Segir Mogginn í frétt sinni, en lætur ósagt af hverju þeim var hafnað.

Sem var sú staðreynd að dómurinn taldi kröfuna vanreifað, sem er eitthvað fínt lagamál yfir að hún hefði ekki verið nógu vel rökstudd.

Sigríður fékk hins vegar dóm fyrir að hafa beitt geðþótta við ráðningu flokksdómaranna fjóra sem sitja í náð hennar og Sjálfstæðisflokksins.

 

Og það er kjarni málsins, ráðherra hefur ekki lengur það vald að geta skipað vini og vandamenn, trygga flokksmenn eða annað sem hefur ekkert með faghæfni fólks að gera.

Og þó hún í krafti ráðherraræðis hafi þvingað Alþingi til að samþykkja flokksdómara sína, og skipan dómarana sem slík lögleg, að þá breytir það því ekki að geðþótti, órökstudd skipan dómara, varðar við lög.

 

Að reyna snúa út úr því eins og Morgunblaðið hefur ástundað síðustu daga og vikur, breytir ekki þeirri staðreynd, en setur hins vegar niður almennan fréttaflutning Morgunblaðsins.

Í vörn sinni fyrir Sigríði hafa mörkin milli pólitískra skrifa og fréttflutnings máðst út.

Og hvorki blaðinu eða Sigríði nokkurn greiði gerður með slíkum draug löngu genginna flokksblaða.

 

Það er tímaspursmál hvenær Sigríður fellur.

Og það er furðulegt hve margir vilja falla með henni.

 

Eru hægriöfgar þess virði?

Kveðja að austan.


mbl.is Höfða mál gegn ríkinu vegna Landsréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 542
  • Sl. sólarhring: 643
  • Sl. viku: 6273
  • Frá upphafi: 1399441

Annað

  • Innlit í dag: 461
  • Innlit sl. viku: 5316
  • Gestir í dag: 423
  • IP-tölur í dag: 416

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband