Ömurleiki umræðunnar.

 

Og gjaldþrot hinna róttæku er þessi kæra Samtaka hernaðarandstæðinga á hendur Atlanta.

Til dæmis, ef þeir væru ekki bara í munninum, þá hefði það ekki verið Kveikur sem kom upp um vopnaflugið, heldur fólkið sem telur sig vera á móti.

Á móti her og hernaðarumsvifum.

 

Og ef þeir teldu sig ekki vera á móti, heldur væru í alvöru á móti, þá nýttu þeir sér aðild skoðanasystkina sinna í VG að ríkisstjórn Íslands, til að mótmæla, til að berjast gegn, árásum miðaldafólksins í Ankara gegn saklausu fólki í Kúrdista hluta Sýrlands.

Því Tyrkir eru Nató þjóð, og Ísland er í Nató.

 

Og ef Ísland risi upp, og krefðist þess á vettvangi Nató, að Tyrkir létu að stuðningi sínum við Ríki Íslams, og önnur óaldarsamtök Íslamista, eða yrðu ella reknir úr bandalaginu, þá sæjum við alvöru rödd þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi.

Því þó Guðlaugur ætli gegn Bjarna, og hafi til þess stuðning Morgunblaðsins, sem jafnvel segir frá klósetferðum hans, þá er það þannig að röfl smáþjóðar um atburði í Fjarskaistan, er alltaf röfl.

 

En rökstudd krafa, með tilvísun í stofnsáttmála Nató, er eitthvað sem ekki er hægt að hundsa.  Jafnvel þó allir vopnaframleiðendur heimsins beittu áhrifum sínum til að þagga niður þá rödd.

Rödd smáþjóðar sem hefur áður heyrst, og vegna hennar á smáþjóðin nafna í götum og torgum smáþjóða við Eystrasalt sem þurfti á þeirri rödd að halda.

 

Og það er ekki afsökun fyrir Samtök hernaðarandstæðinga að skoðunarbræður tyrknesku miðaldamanna haldi Gasa svæðinu í herkví ógnarstjórnar sinnar.  Ef það er fólk innan samtakanna sem upplifir árás á Erdogan sem árás á vini þeirra í Hamas, þá verður svo að vera.

Það er ef eitthvað er meint með orðagjálfrinu og kjafthættinum.

 

Og vilji menn ekki í átök við stuðningsfólk hinna íslamísku miðaldamanna, þá er önnur ógn sem steðjar að þjóðinni.

Miklu nærtækari en tekjur íslenskra flugmanna.

Og það er rúningur vogunarsjóða á Arion banka.

 

Og það er ekki afsökun fyrir hið meinta róttæka fólk í Samtökum hernaðarandstæðinga að hluti hrægammanna sé innlendur, og því geti þeir ekki að prinsipp ástæðum ekki mælt gegn landsölunni, því þeir mótmæli aðeins erlendum þorpurum.

Slíkt er aðeins Skálkaskjól við þjónkun á forystu VG sem fyrst var til að selja vogunarsjóðum sálu sína.

 

Allavega, margt er hægt að álykta.

Mörgu er hægt að berjast gegn.

 

En að grípa dægurmál lýðskrumsins, er jafnvel fyrir neðan virðingu Trumps, svona miðað við önnur alvarlegri og meir aðkallandi mál.

Það er eins og ekkert sé eftir að róttækni þjóðarinnar.

Aðeins lýðskrum þeirra sem ekkert hafa reynt á eigin skinni.

 

Það er aumt.

Og aumir eiga að þegja.

Kveðja að austan.


mbl.is Kæra Atlanta fyrir vopnaflutningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband