Húmor Samfylkingarinnar á sér engin takmörk.

 

Og þá er ég ekki að vitna í Loga og þegar hann gerði sig að algjöru fífli með kröfunni að fjármálaráðherra notaði nóttina og helgar til að lesa farmskrár íslenskra flutningsfyrirtækja.

Látum okkur duga að vitna í Gylfa forseta, og styrk hans og kraft að virkja samfylkingarfólk innan verklýðshreyfingarinnar til að styðja stöðugleika ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir, sem felst aðallega í að topparnir fái sjálftöku, og að vogunarsjóðirnir fái að rýja hagkerfið um það sem eftir er að rýja.

Sem staðfestir það, að ef VG hefði fengið minna fylgi, og Samfylkingin meira fylgi, að þá hefði ekkert breyst, nema nafnið á forsætisráðherra, og það tekur lengri tíma að stafsetja Samfylkinguna en VG.

 

Gylfi hafði verk að vinna.

Og vann það vel.

 

Húmorinn er þegar hans fólk kallar á upprætingu siðrofs, virðingarleysi og misskiptinu sem viðgengst hefur í samfélaginu allt frá því að Mammonsdýrkendur lögðu kristni og borgarlegan kapítalisma að velli.

Og Gylfa fólk ályktar herhvöt sem aðeins er hugsuð til að vekja aðhlátur, og jú reyndar til að gera Gylfa trúverðugri í eyrum þeirra sem íslensku ekki skilja.

 

"Mis­skipt­ing og sjálf­taka sér­stakra hópa viðgang­ist á meðan al­mennt launa­fólk hafi sætt grímu­laus­um skerðing­um meðal ann­ars á hús­næðis, vaxta­bót­um og at­vinnu­leys­is­bót­um. Þá hafi per­sónu­afslátt­ur gjör­sam­lega tapað verðgildi sínu og ávinn­ing­ur af áhersl­um verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar á lægstu laun­in hafi stjórn­völd tekið til baka með skerðing­um sem ekki sjái fyr­ir end­ann á.".

 

En við óvart segjum ekki upp kjarasamningum.

Það gæti nefnilega komið illa við þann stöðugleika sem sjálftakan og misskiptingin byggist á.

 

Það er ekki logið uppá Samfylkinguna.

Ekki eftir að hún nýtti sér veikindi Ingibjargar Sólrúnar haustið 2008 til að selja sálu sína.

 

Vonum hennar vegna að hún hafi fengi gott verð.

Fyrir siðrof sitt og sálarsölu.

Kveðja að austan.


mbl.is Kalla eftir upprætingu á siðrofi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband