27.2.2018 | 07:25
Líklegra að þvottakonan hefði fengið vinnu.
Við að hreinsa bletti úr nærbuxum forsetans en að hann hefði hlaupið óvopnaður á móti kúlnahríð.
Því menn sem gaspra svona eru að öllu jöfnu með nóg pláss vinstra megin í brjóstholinu.
Síðan má velt því fyrir sér hvort það sé ekki töluvert ónotað pláss innan höfuðskeljanna þegar menn reyna að réttlæta óheftan aðgang almennings að drápstólum með svona bulli.
Hvað gerir óvopnaður maður gegn drápstóli sem dælir úr sér hundruð kúlna á sekúndu?? Vissulega gekk það vel hjá Clint og Arnold, þeir lifðu til enda í flestum bíómyndum sínum, en það er bara vegna þess að í handritinu er skýrt tekið fram að ljótu kallarnir hitti ekki neitt þau þeir dælum kúlum úr hríðskotabyssum.
Almennir borgarar á stríðssvæðum vita betur. Þó því miður getir margir af þeim aðeins nýtt þá vitneskju í framhaldslífinu.
Það eru takmörk á allri vitleysu, jafnvel þó menn heiti Trump, og jafnvel þó vinir manns græði formúu á blóði barna okkar.
En vegna manna eins og Trump sem með blaðri sínu hafa afhjúpað hið innra eðli þeirra stjórnmálamanna sem þiggja blóðpeninga frá vopnaiðnaðinum til að vernda hið meinta frelsi hans að selja öllum sem óska drápstól, þá er bandaríska þjóðin loksins að rumska.
Því unglingarnir sem risu upp gegn hinum sálarlausu stjórnmálamönnum, þeir láta það ekki duga, heima hjá sér spyrja þeir líka spurninga. Spyrja eldra fólkið hvernig það geti stutt drápin á jafnöldrum sínum.
Því það vill oft gleymast að það er fólk sem kýs menn eins og Trump til valda, hann er ekki einræðisherra, Bandaríkin eru ekki einræðisríki.
Atlagan að æskunni og framtíðinni er í boði eldra fólksins.
Alveg eins og á Íslandi þar sem það er eldra fólkið sem viðheldur sjálftökunni og spillingunni.
Trump fékk tossamiða þar sem á stóð að hann mætti ekki gleyma að sína samúð.
Mörgum fannst það fyndið, aðrir töldu það til marks um plássið sem er ónotað innan höfuðskeljanna.
En fæstir kveiktu að það væri vísbending um víðáttuna sem væri ónotuð í brjóstholinu vinstramegin. Og þá ekki vegna hins litla hjarta hugleysingjans.
Því aðeins sálarlaus maður þarf svona miða.
Enda ætti hver sem er að geta sagt sér það að stjórnmálamenn hægriöfganna sem láta bera í sig fé frá sölumönnum dauðans, ekki bara til að liðka fyrir sölu á drápstólum þeirra á fjarlægri grund, heldur líka í þeirra eigin landi, að þeir hafa ekki sál.
Að þeir sem meina fórnarlömbum múslímskra öfgamanna um landvistarleyfi, en dæla vopnum fyrir tugmilljarða dala í rótina sem fjármagnar og vopnar hina sömu múslímska öfgamenn, að þeir hafa ekki sál.
Og ef menn efast, þá ættu menn að vita stjórnmálamenn hægriöfganna sem þiggja mikla fjármuni frá hagsmunaðilum kolefnisiðnaðarins, með öðrum orðum eru fjármagnaðir afneitunarsinnar gagnvart loftslagsvánni, að þeir vita ekki einu sinni hvað sál er. Er þeim algjörlega óskiljanlegt hugtak.
Spurningin er miklu frekar, hvað með þá sem kjósa þá???
Er líka mikið pláss í brjóstholi þeirra vinstra megin??
Veit ekki.
Er ekki hjartalæknir.
Á ekki sónar.
En eitthvað er það.
Eitthvað skýrir stuðninginn.
Kveðja að austan.
Hefði hlaupið inn í skólann óvopnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 454
- Frá upphafi: 1412816
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 393
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.