24.2.2018 | 17:52
"Ekkert mikilvægara en öryggi barnanna okkar"
Þess vegna fjölga repúblikanar byssunum, auka þannig óttann og um leið margfalda gróða kostunaraðila sinna.
Og það er stutt í að það flóttafólk frá Sómalíu sem sleppur í gegnum kynþáttargleraugun að því finnist að það sé komið heim, eða réttara sagt hafi ekki farið neitt.
Vélbyssur seldar með bjórdósum og vopnaðir verðir út um allt.
Skólarnir eins og virki, allir dauðhræddir.
Hvernig gat siðmenningin hrunið svona í Bandaríkjunum??
Hvaða óendanlegu illskuöfl og flærð býr þar að baki??
Og hvernig gat fólk orðið svona heimskt að kaupa að illa launaður öryggisvörður, þó hann sé kallaður lögga, vopnaður skammbyssu, stöðvi illvilja vopnaðan stríðstólum.
Að kaupa þau orð að stjórnmálamaðurinn, og flokkurinn hans telji ekkert mikilvægara en öryggi barna þess, jafnvel mikilvægara en fjárframlögin frá framleiðendum drápstólanna.
Við lifum jú ekki fáfræði og hindurvitni hinna myrku miðalda.
Og jafnvel þá reyndu menn að berjast gegn hugmyndafræði djöfulsins, menn gerðu hana ekki að sinni, húm var ekki leiðarljósið.
Það var ekki allt leyfilegt jafnvel þó mætti græða á fólskunni, illskunni, mannvonskunni.
Ómennskan þurfti að virða ákveðin mörk.
Mörk sem gróðinn afmáir í dag.
Við lifum ótrúlega tíma.
Þar sem fólk getur sagt hvað sem er.
Bullað út í eitt.
Í valdastóli en ekki í ga ga húsum.
Það er stutt síðan að froðufellandi vitfirringur æsti upp þjóð til voðaverka.
Úr valdastól, ekki í spennitreyju.
Ekki meir var sagt eftir þann hildarleik.
Nú græða menn á dauð barna okkar og komast upp með það.
Og orðfærið er æ oftar laust við alla skynsemi, allan sið.
Það eina sem truflar er að börnin vilja ekki deyja, og þau mótmæla.
En þau ættu frekar að spyrja mömmu sína og pabba, og ekki hvað síst, afa sína og ömmur, af hverju kjósið þið vitfirringuna yfir okkur.
Hún er á ykkar ábyrgð.
Það er nefnilega hollt að líta í sinn eigin barm.
Kveðja að austan.
Lögreglumaður við hvern skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 20
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 1244
- Frá upphafi: 1412798
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1094
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.