22.2.2018 | 16:13
Hvert er gjaldið?
Til að ráðherra brjóti vísvitandi lög?
Hvað kostar dómarasæti??
Á meðan þessum spurningum er ekki svarað er Landsréttur spilltur dómur.
Og spilling hinna flokksskipuðu er spilling allra.
Það er nefnilega ekki eins og fjármálaráðherra sagði við annað tækifæri í morgun, "hverjar eru sannanirnar?", þegar hann varði þann ósóma að fyrrum aðstoðarmaður hans sem tók þátt í þeirri stefnu að gefa vogunarsjóðum hundruð milljarða á kostnað þjóðarinnar þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hvarf frá markaðri stefnu um stöðugleikaskatt, réði sig beint í vinnu hjá hinum sömu vogunarsjóðum eftir að hlutverki hans var lokið í fjármálaráðuneytinu.
Svona spyrja aðeins þeir sem eru samdauna spillingunni.
Sem hafa hag af spillingunni.
Annað hvort þekkir þú rétta hegðun, eða ekki.
Annað hvort gjörir þú rétt eða ekki.
Og ef ekki, þá svarar þú spurningunni hér að ofan.
Það er ef þú ert flokksskipaður dómari.
Kveðja að austan.
Landsréttur metur Arnfríði hæfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 20
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 1244
- Frá upphafi: 1412798
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1094
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held að æ fleiri blöskri innantökur Bjarna og Sjálfstæðisflokksins í Arion og það í slagtogi með hrægammasjóðum. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir hraðbyri að eigin feigðarós, knúinn fram af taumlausri græðgi og spillingu. Siðblindu og sjálftöku. Hverjir vilja kjósa þann flokk? Ekkert venjulegt og heiðarlegt fólk vill lebgur leggja nafn sitt við þann flokk lengur.
Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 22.2.2018 kl. 22:45
Blessaður Símon.
Við skulum halda því til haga að á öllu eru tvær hliðar, og þegar fram líða tímar má vera að sagan hampi Bjarna fyrir að hnýta alla þessu lausu enda fjármálahrunsins án þess að allt færi í háaloftið, eða það sem verra er, til andskotans.
En það er ekki mitt að halda fram þeirri hlið, heldur að benda á gjörspillinguna sem ennþá er aðalsmerki flokks hans.
Og á því getur aðeins verið sú eina skýring, menn eru svo samdauna henni, að þeir skynja ekki aðfinnsluna við hegðun sína.
Og þá er gott að eiga hauka útí horni sem til vammsins segja.
Landsréttarmálið er grundvallaratriði, það tekst á við spurninguna, höfum við eitthvað lært, eða hvort við séum ennþá þetta ógeðslega þjóðfélag sem Styrmi varð á að lýsa þegar hann var á einhverjum samviskubömmernum, hefur sjálfsagt verið að horfa á Jólasöguna með barnabarni sínu, og skynjað að samviskan elti fleiri uppi en nirfla og nískupúka.
Og það er lærdómur fyrir flokk sem skilur ekkert í afhverju fylgi hans er á sömu leið og kjósendur hans, það er beinustu leið í gröfina.
Ætti kannski ekki að vera hryggðarefni fyrir okkur Hriflungana, en lærifaðirinn lagði mikla áherslu á jafnvægi, og átök hinna ólíku póla.
Og eins og allir vita þá er lítið jafnvægi á vogarstöng þar sem allt hrúgast á annan endann.
Og ennþá minna jafnvægi er fólgið í útrás heimskunnar undir merkjum lýðskrums og fasisma.
Svo mikið er í húfi að Bjarni nái vopnum sínum á ný.
Þrátt fyrir allt er hann jú af gamla skólanum.
Svo vaktina verður að standa Símon.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2018 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.