Hvar er vantraustið Guðmundur?

 

Hvar er hin eðlilega niðurstaða rökfærslu þinnar??

Að bera fram vantraust á ráherra sem er ekki bara dæmdur brotamaður, heldur líka staðinn að beinni lygi að þjóð og Alþingi,.

Fyrir utan þá vanvirðingu að ráðherra telji sig ekki hafa haft nægan tíma til að leggja faglegt mat á umsækjendur, þegar ljóst er að Alþingi setti lög um að fagleg matsnefnd skyldi sinna því hlutverki.

 

Hvert þarf bullið að vera, hver þarf lygin að vera, hve alvarlegt þarf lögbrotið að vera, hve þungur þarf dómurinn að vera, til að kjörnir þingmenn, sem ekki eru samábyrgir gjörspillingunni, leggi fram vantraust??

Er ekki viss samsekt í því fólgin að setja markið það hátt, að engin gjörspilling nái að setja í netið?

Svona ef miðað við gjörðir ráðherra í löndum sem kenna sig við lýðræði en ekki bananalýðræði??

 

Er bara verið að skora pólitískar keilur??

Án nokkurs annars tilgangs??

En að fá atkvæði, en vitandi innst inni að þingmaðurinn hefði varið ósómann en leikfléttur stjórnarmyndunarviðræðnanna hefðu skilað hans flokki í ríkisstjórn??

Er engin æra, eru engin heilindi eftir í íslenskum stjórnmálum?

 

Þá er betra að þegja.

En að benda.

Þegar bendingin afhjúpar hin dýpri rök samspillingarinnar.

 

Vantraust snýst ekki um hvort það sé samþykkt.

Vantraust snýst um að á sé látið reyna hvort Alþingi þekki muninn á réttu og röngu.

Að til sé fólk á þingi sem er ekki samdauna gjörspillingunni.

Og muni bregðast eins við, hvort sem það er í stjórn, eða stjórnarandstöðu.

 

Það er stóra málið.

Því Alþingi fær ekki mörg önnur tækifæri.

 

Á einhverjum tímapunkti fær fólk nóg.

Kveðja að austan.


mbl.is „Fokið í flest skjól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar menn eru beintengdir við andann

ástunda þeir ekki japl, jaml og fuður.

Þeir akta af krafti hugsjónaeldins.

Á þingi finnast engir slíkir, hvorki Gvendur né aðrir.  Allt þetta veit frú Andersen og fer svo fram sem henni sýnist.  Völduð af þingi samsektarinnar.  Það verður ekkert úr vantrauststillögu frá bleyðum samsektarinnar.  Taparar í þessari orustu sem nú geisar verður fyrst og fremst Vg, Samfylkingin og Píratar.  Vg vegna þess að frú Andersen situr í skjóli þeirra, Samfylkingi og Píratar v.þ.a. þau þora ekki að láta til skarar skríða og leggja fram vantrauststillögu.  Svona er hin nakta flokkapólitíska staðreynd.  Frú Andersen situr í skjóli bleyða samsektarinnar.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 31.1.2018 kl. 19:54

2 Smámynd: Halldór Jónsson

"Þegar bendingin afhjúpar hin dýpri rök samspillingarinnar."

Ríkistilberi er hugtak sem má nota yfir þá sem eru venjulega á framfærslu.

Þvílík ósvífni af ráðherra að framkvæma vald sitt samkvæmt stjórnarskrá en lúffa ekki fyrir sampillingu hagsmunahópa dómara sem vilja ráða öllu um sín mál.

Síðan hvenær á íslenskur almenningur að borga þeim sem sækja um vinnu hjá ríkinu en fá hana ekki af einhverjum ástæðum skaðabætur þess vegna?

Skuldum við Guðmundi Andra bætur fyrir að hafqa ekki metið hans skáldakúnst í hærri gæðaflokk?

Skuldar ekki Nóbelsnefndin honum bætur fyrir að hafa ekki veitt honum verðlaunin eins og Kiljani? Hans verk voru þó sett á borðið sem umsókn með öðrum bókum.

Halldór Jónsson, 31.1.2018 kl. 20:46

3 Smámynd: Halldór Jónsson

það er ekki sama að vera í stjórn eða ekki. Þar liggur sannleikurinn vegurinn og lífið.

Menn lesi bók Jóns Steinars um hvernig forseti Hæstaréttar Markús Sigurbjörnsson, hlutabréfakaupmaður m.m..  lítur á hlutverk sitt við val á dómurum.

Halldór Jónsson, 31.1.2018 kl. 20:51

4 identicon

Pistill Halldórs um að þeir skyldu leggja fram vantraust sem þyrðu er mér hugstæður. Og maður hugsaði með sér:  Samsekar bleyðurnar á þingi þora því ekki.  Til þess er lífið of ljúft þar og vel launað í innantómu japli, jamli og fuðri.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 31.1.2018 kl. 21:02

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Ég er ennþá svo miður mín eftir hrakfarir minna manna í kvöld gegn Tottenham að ég nenni ekki að stríða meir í dag.

Hvort vopnaskak hefjist á ný í fyrramálið, kemur í ljós, en á meðan er það guðsfriðurinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2018 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 182
  • Sl. sólarhring: 651
  • Sl. viku: 5766
  • Frá upphafi: 1399705

Annað

  • Innlit í dag: 154
  • Innlit sl. viku: 4918
  • Gestir í dag: 153
  • IP-tölur í dag: 153

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband