Erum við að upplifa sjaldgæfan fávitaskap?

 

Sem í öllu sínu veldi gerir Donald Trump að mannvitsbrekku??

Niðurlægjum Sigríði ekki meir en hennar eigin orð gera.  Ímyndum okkur frekar samtal milli ákærða og dómara, þar sem ákærði var dæmdur fyrir að keyra fullur, mjög fullur, þrátt fyrir sannanlegar aðvaranir.

 

"Herra dómari, vissulega var mér bent á að ég væri fullur, og vissulega var mér bent á að drykkja undir stýri varðaði við lög.  En ég veit betur, ég er sjálfskipaður sérfræðingur, og get mælt mig sjálfan án þess að mælingu þurfi til.  Ég vissi að ég var ekki drukkinn, þó ég hefði drukkið, og þegar kona mín varaði mig við, þá hefur hún oft varað mig við áður.  Til dæmis, þá sagði hún að ég hefði ekki átt að vera með kófflótta bindið í veislunni, og þá sem oft áður þá hafði hún rangt fyrir sér.... Herra dómari, þú spyrð hvort þessu sé saman að jafna, annars vegar ráð sem snúa að mér, og hins vegar ráð sem snúa að lögum, og ég segi eins og er, ég þekki ekki muninn.

Svo finnst mér ég miklu hæfari til að meta drykkju mína, en lög og reglur sem annað fólk þarf að fara eftir. 

Ég er jú lögfræðingur og veit miklu betur.

Svo er ég í Sjálfstæðisflokknum, og þar eru engin lögbrot viðurkennd, nema að aðrir en flokksmenn eigi í hlut.

Svo ætla ég að skipa flokksdómara, sem dæmir eftir mínum vilja, og flokksins að sjálfsögðu, en ekki eftir lögum og reglum.

Herra dómari, þú ert rekinn.".

 

Bandaríkin í gær.

Ísland í dag.

 

Í boði Katrínar Jakobsdóttir, Sigurðar Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar.

Kveðja að austan.


mbl.is Þurfti ekki að fara að ráðum sérfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha Varðar það við lög að breyta listum sem vinir og drykkjubræður setja saman um eigið ágæti

Grímur (IP-tala skráð) 31.1.2018 kl. 12:13

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nú það Grímur, en maður þarf að vera pínulítið í glasi, í góðra vina hóp, til að senda mér þessa athugasemd.

Og þannig skal ég ekki erfa það við þig, hver hefur ekki verið góðglaður endrum og eins?

Ég bara spyr,.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2018 kl. 12:37

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei því miður allt of algengan...

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2018 kl. 13:08

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Svarið við spurningunni var svo sem ekki ofarlega í huga mér, frekar var ég að hugsa það sem þú orðaðir.

Og það er illt í efni, þegar fáviskan stjórni umræðunni, án þess að nokkur hafi það sér til afsökunar að heita Donald Trump.

Hann er þó að glíma við einhverfu.

En hver er afsökun hinna aumkunarverðu?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2018 kl. 16:21

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einhverfa er ekki afsökun heldur kostur og Donald Trump er ekki einhverfur, ég hafna samlíkingunni og er móðgaður.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2018 kl. 16:27

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Vissi ekki að þú værir einhverfur Guðmundur, þar sem ég er mjög rétthugsandi, þá hefði ég aldrei haft það í flimtingum.  Reyndar lærði ég það löngu áður en þessi rétthugsandi réðst á umræðuna, að ráðast aldrei á garðinn þar sem hann er lægstur.  Mér er frekar svona minnistætt þegar ég gerði þrjá laganema (á Nýja Garði) brjálaða á sama augnablikinu, og hver fyrir sig var að rífast við mig um mál sem hann taldi sig hafa réttari sjónarmið um.  Og ekki var verra að etja röksemdum þeirra gegn hvorum öðrum.

Ég get eiginlega ekki ímyndað mig svo þorrinn orku að ég velji lægsta punkt rökræðunnar.

Og ef ég væri að takast á við Donald, þá myndi ég aldrei bera það upp á hann að hann væri ansi.  Nema náttúrulega með rökum, en það er önnur ella.

Trump er viðskiptasnillingur, en algjör asni að öðru leiti.

Það bendir til einhverfu.

Og einhverfa er mjög mismunandi og út í hött að ein tegund móðgist fyrir hönd annarrar.

Nema náttúrulega hún hafi keypt aðild að hinum pólitíska rétttrúnaði, en það er önnur ella.

Þetta var ekki samlíking Guðmundur, heldur tilgáta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2018 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 568
  • Sl. sólarhring: 638
  • Sl. viku: 6299
  • Frá upphafi: 1399467

Annað

  • Innlit í dag: 486
  • Innlit sl. viku: 5341
  • Gestir í dag: 446
  • IP-tölur í dag: 440

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband