Barnið hann Bjarni.

 

Skilur ekkert í þessu.

 

Ár eftir ár birtir hann töflur og gröf, jafnt frá útlendum sem innlendum, um hve þjóðin hafi það gott, hve batinn hefur verið mikill, að lífskjör þjóðarinnar séu í hæstu hæðum, og jafnvel hærri en það.

Og hann segist finna þetta á eigin skinni, hann sjálfur hafi aldrei haft það betra enda ríflega launahækkaður, og allir sem hann þekki hafi aldrei haft það betra.  Enda sér hann það á öllum þessum tækjum og tólum sem hann sér flæða út um allt, hvort sem það eru bílar eða rándýr rafmagns og heimilistæki.  Og auglýsingarnar styðji þessa skoðun hans, það er bara ekkert auglýst lengur nema eitthvað rándýrt.

Og barnið hann Bjarni skilur bara ekkert í af hverju fólk áttar sig ekki á þessu.  Hefur jafnvel efast um geðheilbrigði þess.

Hvað er eiginlega að fólki, hví er það ekki þakklátt og kýs Sjálfstæðisflokkinn??  Af hverju er fylgi hans ekki í hæstu hæðum eins og lífskjörin? Kýs fólk ekki lengur með buddunni eins og var á dögum Davíðs og Geirs Harde?

 

Og það er ekki von þó barnið ekki skilji.

Börn munu aldrei skilja þetta.

Þau skilja ekki að á öllu er endir, og sífeldur valdhroki og síspillingar umræða ganga að lokum af flokkum dauðum.

Þess vegna hættir börnum svo til að lemja hausnum í gólfið eða hlaupa út í horn í fýlu.  Þau jafnvel hefja vongóð nýja vegferð í ríkisstjórn með lík í farteskinu.

Skilja svo ekkert í af hverju það horfir enginn á þau, broshýr og glöð með allskonar gröf um hvað allir hafi það gott. 

Hafa ekki þroska til að skilja að þegar þú ferðast um með lík, þá er alltaf horft á líkið, og þó þú felir það í skottinu, þá er samt enginn að horfa.  Því allir eru að nusa.

Hvílíkt ógeð, hvílíkur valdhroki, hvílík spilling.  Annað kemst ekki að í huga fólks.

 

Stjórnmálamaðurinn Bjarni birtir ekki gröf, eða slær sér á brjóst og vitnar í frægð og frama í útlöndum.

Hann greinir vandann og tekst á við hann.

 

Og undir er flokkur og ríkisstjórn.

Kveðja að austan.


mbl.is Ísland í öðru sæti hjá WEF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 454
  • Sl. sólarhring: 727
  • Sl. viku: 6185
  • Frá upphafi: 1399353

Annað

  • Innlit í dag: 383
  • Innlit sl. viku: 5238
  • Gestir í dag: 352
  • IP-tölur í dag: 347

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband