25.1.2018 | 17:51
Það er viska að viðurkenna mistök.
Hinsvegar er það heimska að berja hausinn við stein.
Og heimskast af öllu er að byggja spítala fyrir næstu öld, á svæði sem þegar var of lítið á síðustu öld.
Á allri heimsku eru skýringar, en heilbrigðisráðherra VinstriGrænna ætti ekki að vera bundinn af misráðnum ákvörðunum fortíðarinnar.
Og ef hún gerir það ekki, og lepur upp óráðsrök þeirra sem höfðu hagsmuni af að byggja á hinum alltof litla byggingarreit við Hringbraut, þá mun Svanhildur aðeins reisa sér minnismerki sem mun lifa langt fram yfir miðja þessa öld.
Um forheimsku þeirra sem börðu hausinn við stein.
En endanlega mun nýr spítali vera byggður miðsvæðis, þar sem pláss er fyrir hann.
Þetta er eins og í den, þegar skriffinnar hins gamla tíma reyndu að hindra lagningu járnbrauta, með þeim rökum að það væri líka hægt að stækka hestvagna.
Og í alvöru, þeir reyndu það.
En urðu að lúta í gras fyrir framþróun tímans.
Svandís spyr þingheim, "er ykkur alvara með að vera ekki fífl??".
"Mér er alvara".
Og sá einbeitti vilji hennar er enn ein staðfesting þess að vilyrði um nýja tíma, er aðeins froðusnakk sem keyptur almannatengill var látinn semja, en Katrín mátti eiga að hún flutti vel.
Öll þekkt hjólför sem bæði þing og framkvæmdarvald komust ekki uppúr, eru þrædd með einbeittum vilja þess sem sér ekki tilganginn með því að feta ótroðnar slóðir breytinga og framþróunar.
Til hvers að kjósa, til hvers að skipta um flokka í ríkisstjórn, ef málflutningurinn er alltaf sá sami??
Kerfislægur, án nokkurs vilja til breytinga.
Öll gagnrýni, allur vilji til að gera betur, hverfur um leið og menn ganga upp tröppurnar á Bessastöðum.
Í raun sami flokkurinn eins og um einflokk sé að ræða.
Til hvers þá að kjósa??
Þegar öll atkvæði enda á einn veg.
Að gæta hagsmuni auðs og kerfis.
Ekki að Svandís sé ekki þegar skóluð.
Í að svíkja hugsjónir og þjóna auð.
En samt, það hvarflaði að manni að ICEsave stjórnin hefði verið nauðung, og aðeins vantaði tækifæri til að sýna sinn innri mann.
En það er eins og það sé einbeittur vilji til að glutra því tækifæri, eins og tækifæri vaxi á trjánum, og það sé alltaf hægt að plata kjósendur til að veita nýtt umboð til að tína niður það næsta.
Rétt eða rangt, það er hvort VinstriGrænir fái alltaf annan sjéns?
En tækifæri dagsins í dag, kemur aldrei aftur.
Og dagurinn í dag, var góður dagur til breytinga.
Það var lag eins og menn sögðu í gamla dag, og komust heilu og höldnu í gegnum brimgarðinn.
En þeir sem fórust, sáu ekki lagið.
Það er eins og það sé að endurtaka sig.
Kveðja að austan.
Spurði hvort þingmönnum væri alvara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 1412769
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1475
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mæltu heilastur Ómar.
Vitaskuld er það arfavitlaust að troða þjóðarspítalanum, sjúkrahúsi allra landsmanna við Hringbrautina sem fékk nafn sitt í skipulagi frá 1927 og markaði þá litla þorpið sem Reykjavík var þá. Nú er hún hins vegar einungis Hringbraut kringum útnára höfuðborgarsvæðisins, útnára þar sem æ færri vilja búa vegna brjálæðislegra hótelframkvæmda á vegum uppreistu fjármála"snillinganna". Vitaskuld dansar Vg í kringum þann gullkálf, sem fyrr. Vg er brandari, lélegur brandari Steingríms JceSave. Þannig er það og þannig mun það verða.
Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 18:25
Og eins og þetta sé ekki nógu heimskulegt, þá er það í kortunum að leggja niður Borgaarspítalann eftir 5-6 ár og flytja allt klabbið á Hring(avitleysu)brautina. VinstraGrænaliðið á þingi stígur ekki í vitið og virðist vera strengjabrúður annarlegra hagsmunasamtaka. Vinstraliðið er á sama tíma að grenja yfir nýjum tillögum sem setur RÚV skorður á auglýsingamarkaði. Það mun koma í ljós hvað verður úr, en eðlilegasta lausnin bæði í sambandi við spítallann og RÚV er þetta:
1. Setja lög um eignarhald á fjölmiðlum sem takmarkast við 20% af markaðshlutdeild og án krosstengsla.
2. Selja RÚV óháðu fjölmiðlafyrirtæki, starfsfólkið getur þá sótt um vinnu hjá því.
3. Afhenda Landspítalanum húsnæðið við Efstaleiti, sem myndi leysa bráðasta húsnæðisvanda spítalans.
4. Byggja nýtt sjúkrahús sunnan og austan við Borgarspítalann, þar sem er nóg pláss.
5. Eftir 10 ár verður þá sjúkrahúsaðstaða í Reykjavík á eftirtöldum stöðum:
Þegar þangað er náð, og með fyrirvara um að læknar og hjúkrunarfræðingar hafi fengið réttláta launahækkun, auk þess að tækjaviðhald sé viðunandi, þá tel ég að við hér á landi verðum komin á gott ról m.t.t. heilbrigðisþjónustu. Ég hef líka góða hugmynd um það hvernig eigi að fjármagna stóran hluta af þessu án þess að hækka tekju- eða neyzluskatta, en það er efni í aðra athugasemd (ég hef þó nefnt það nokkrum sinnum áður).
Eins og er þá er það svo arfavitlaust að byggja við Hringbrautina að það tekur engu tali, þegar margar aðrar lausnir eru mikið betri. Nú þegar verða jafnvel skurðlæknar að leita að bílastæði alveg úti við Njarðargötu. En ég álít að ríghaldið í að byggja við Hringbraut tengist annarri vanhugsaðri (eða hálfkláraðri) framkvæmd, nefnilega lagningu kvartmíluhraðbrautarinnar með flöskuhálsi í báðum endum fyrir sunnan spítalann.
Pétur D. (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 20:54
Blessaður Pétur D.
Það er bara langt síðan ég hef lesið svona kraftmikla athugasemd hjá þér.
Ekkert við þetta svo sem að bæta, en mig grunar að það þurfi nú fleiri til en VinstriGræna til að viðhalda hringavitleysunni við Hringbraut.
En við eigum ekki að þegja.
Það er þögnin sem samþykkir vitleysisganginn.
Sbr. þetta með hana .....!
Nei bara að djóka.
Takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan.
PS. þú segir okkur kannski seinna frá hugmyndum þína um að fjármögnunina.
Ómar Geirsson, 25.1.2018 kl. 22:20
Já, það er ekki öll vitleysa eins Símon.
Það er eins og sumt fólk sé ennþá að upplifa bjartsýnisanda fullveldisins, og telji sig framsýnt að byggja í auðninni fyrir ofan Skólavörðuholtið.
Smá tímaskekkja, svona hundrað ár eða svo.
En hvað er það á milli vina? Að því gefnu að menn haldi sig við fantasíuna, en troði henni ekki inná raunveruleikann.
Ætli það eigi líka að taka upp hjúkrunarbúningana frá fyrri hluta síðustu aldar?
Og annað eftir því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.1.2018 kl. 22:25
Errare humanum est, in errore perservere stultus
Örn Einar Hansen, 25.1.2018 kl. 22:37
Ha??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2018 kl. 06:43
Já, en ég vildi óska að einhverjir stjórnarliðar hlustaði á okkur. Og hver í andskotananum skipaði Svandísi (sem aldrei hlustar á skynsemi en hæðist að öllum sem eru greindari en hún sjálf (mestöll þjóðin) heilbrigðisráðherra?
Jæja, í dag er í gangi vinstrihandarvinna við að gera eitthvað við spillinguna, en einungis hagsmunaárekstra, meðan fíllinn í stofunni er látinn vera. Fíllinn í stofunni, heilaga kýrin er ósnertanlegi hlutinn af spillingunni, en sá alversti. Jú, þú gizkaðir rétt, Ómar, einkavinavæðingin og pólítísku stöðurnar, sem hafa tíðkast allan lýðveldistímann og þar sem allir þingflokkar fyrr eða síðar eru meira eða minna sekir. Sem jú er ástæðan fyrir því að enginn á þingi vill snerta þetta brýna mál.
Ég ætla að skrifa meira síðar um hvað mér finnst um hæfni hinna óhæfu til að gegna opinberum stöðum og snúa mér strax að fjárhagslegu hliðinni. Ég vil að allað pólítískar stöðuveitingar hjá hinu opinbera verði afturkallaðar og allar stöður þar sem uppgjafaþingmenn og duglausir embættismenn með flokksskírteinið eða fjölskylduböndin í lagi verði hreinlega lagðar strax. Bara í Velferðarráðuneytinu (ráðuneytinu sjálfu) starfa 100 manns. Ég er viss um að helmingur af þeirm séu alveg óþarfir. Segjum svo að 2.000 opinberar stöður alls eru af þannig toga (örugglega mikið fleiri í raun) með meðallaun upp á segjum 10 milljónir árlega. Þá gæti sparazt 10 milljarðar árlega. Innifalið eru allar þessar pólítísku aðstoðarmannastöður, það er engin þörf á þeim. Í mínu ungdæmi voru þessar stöður ekki til. Sá sem aðstðaði ráðherrana var ráðuneytisstjórinn og starfsfólk ráðuneytanna.
10 milljarðar er líka peningur. Þénað er sparað fé.
Pétur D. (IP-tala skráð) 26.1.2018 kl. 13:08
Ég sé núna, að það vantaði nokkur orð, sem leiðréttist hér með.
Ég vil að allar pólítískar stöðuveitingar hjá hinu opinbera verði afturkallaðar og allar stöður sem uppgjafaþingmenn og duglausir embættismenn með flokksskírteinið eða fjölskylduböndin í lagi hafi fengið verði hreinlega lagðar niður strax.
Pétur D. (IP-tala skráð) 26.1.2018 kl. 13:12
Takk fyrir þetta Pétur D.
Mér finnst löngu tímabært að alvöru íhaldsfólk láti heyra í sér og taki slaginn við sinn höfuðóvin, sem er líberalisminn sem við uppnefnum frjálshyggju hérna uppi á Íslandi.
Og ekkert verra að skamma VinstriGræna í leiðinni.
Vísa öllum sem átta sig ekki á muninum að lesa bloggið hans Gunnars Rögnvaldssonar, hann er með þetta.
En ég vil benda á eina skýringu á útþenslu kerfisins og skriffinnskunnar (og þá er ég ekki að tala um reglufargan ESB) og það er offramleiðsla á háskólafólki sem kann fátt annað en að skrifa skýrslur, eða krefja aðra um skýrslur. Og það þarf fá vinnu við sitt hæfi, og sú ölmusa dæmist yfirleitt á ríkið.
Það er löngu tímabært að afnema námslán á tækni og iðngreinum, og borga menn kaup fyrir að læra slíkar praktískar greinar.
Því við étum ekki skýrslunnar, við borðum mat sem við annars vegum framleiðum sjálf, eða borgum fyrir með vörum sem við framleiðum.
Ítreka annars að mér finnst flott að menn segi hug sinn, og aum væri sú tilvera þar sem allir væru sammála. Það er líka gaman að fá innslag þar sem menn nýta orku sína í annað en að skamma mig greyið fyrir að segja minn hug, þó heilbrigð andmæli séu alltaf af hinu góða.
Eiginlega skemmtilegt krydd í bloggtilveruna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2018 kl. 15:35
Tvær athugasemdir:
1. Ég hjó eftir því að þú leiddir hjá þér það sem ég skrifaði um rótgrónu spillinguna, nepótismann. Þýðir það að þú sért ekki sammála mér?
2. Þegar þú nefnir offramleiðslu á háskólafólki, þá geri ég ráð fyrir að þú eigir við félagsvísinda?deild, óþörfustu deildina í HÍ, enda sú sem má hiklaust leggja niður. Byrja á að leggja niður uppáhald öfgafemínistanna, kynjafræðina. Allir þeir sem útskrifast úr félagsvísnda?deild fara á jötuna hjá hinu opinbera. Íslenzkir sálfræðingar eru líka algerlega úti á túni og þeim mætti einnig fækka verulega.
Þeir sem útskrifast úr Raunvísindadeild eru hins vegar þeir sem skapa verðmæti. Auk þeirra sem útskrifast úr iðn- og tækninámi á öllum stigum.
Pétur D. (IP-tala skráð) 27.1.2018 kl. 19:32
Blessaður Pétur D.
Ég er sammála mörgu í kjarna þinna skrifa, þó við deilum ekki alveg sömu aðferðafræðinni á lausn vandamála. Og mér fannst mjög vænt um þegar þú talaðir um einkavinavæðingu, eins og ég hefði smitað þig, og hina rótgrónu spillingu. Það gerði nefnilega málflutning þinn trúverðugan, sem og sameiginlegur flötur.
En það er ekki alltaf þannig að ég sé að rífast við fólk, oft hef ég gaman að takast á um mismunandi sjónarmið, og jafnvel grundvallar lífssýn, þá samt fyrst og fremst til að skerpa mína eigin sýn, sem og að fá upplýsandi rök fyrir mig um hugsunarhátt annarra.
Svo er það ættarfylgja mín að ég hef gaman að rífast.
Og svo hef ég það fyrir grundvallarreglu að ef menn geta ekki tjá sín sjónarmið, eða andmælt kröftuglega mínum, án þess að andskotans persónulega í mér, að þá fer ég alltaf uppá kvist til að finna ömmu andskotans, og leyfi henni að ráða stílbrögðum mínum.
En í alvöru talað Pétur D., ég get líka leyft mönnum að tjá sig án þess að ég sé um of að skipta mér af. Bæði þessi innslög þín standa fyrir sínu, og ég veit að þú býrð af þessum texta og getur notað hann sem grunn af frekari skrifum. Burt séð frá hve margir lesa athugasemdarkerfi mitt. Og ég bý að honum, þetta síast alltaf inn hér og þar í minnishillur mínar.
Það eina sem ég gerði hér að ofan, fyrir utan að lýsa yfir ánægju mína yfir kröftugum innslögum, var að leggja aðeins út frá þeim.
Og það get ég betur útskýrt.
Og ég var aðallega hugsa um mýin á mykjuskán þjóðfélagsins, viðskiptafræðinga og lögfræðinga þegar ég var að hugsa um offjölgun. En sneiðin fór samt til ýmissa huglægra stétta, um margt praktískt nám, en praktíkin oft kæfð í skýrslufargani.
Og já, ég vil margfalda nemendafjölda raun og tæknigreina, og beita til þess hugviti.
Sem kallast gulrót fyrir asnann, og var tjáð í dæmisögu fyrir margt löngu.
Munum svo Pétur D, að það er hollt og gott að vera ósammála, þá meðal annars nýtur maður þess betur þegar net skoðanaskiptanna eru lögð á sömu mið.
Hafðu það sem best.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.1.2018 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.