25.1.2018 | 16:22
Auðurinn á ekki nógu mikið.
Þó hann eigi milljarða, stjórnmálamenn og fjölmiðla, þá gleymdist að gefa auðnum Ruv.
Eiginlega allt annað fór inní risastóru viðskiptablokkirnar í árdaga Hrunsins, og féll allt eins og spilaborg, nema að spilaborg var aldrei svo fallvölt eins og hin risastóru fyrirtæki útrásarvíkinganna.
Nú öskra þjónar auðsins á að Ruv víki, svo þeir geti átt allt.
En af hverju látum við þá komast upp með öskur sín??
Viljum við fara aftur á hausinn?
Viljum við að arftakar Baugs og Jóns eigi alla fjölmiðla??
Viljum við að 25% fólkið ráði öllu??
Svarið við því síðast nefnda er á ábyrgð VinstriGrænna.
Hverju á að fórna fyrir forsætisráðuneytið??
Æran var þegar seld.
En hvað um restina??
Kveðja að austan.
Ríkisútvarpið fíllinn í stofunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 534
- Sl. sólarhring: 717
- Sl. viku: 6118
- Frá upphafi: 1400057
Annað
- Innlit í dag: 486
- Innlit sl. viku: 5250
- Gestir í dag: 465
- IP-tölur í dag: 458
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
„Við eigum að búa til hér umhverfi þar sem sjálfstæðir fjölmiðlar ná að festa rætur þannig þeir geti sinnt sínu hlutverki" Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag.
Og hvaða hlutverki skyldu þeir eiga að sinna????
thin (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 17:13
Blessaður thin.
Eitthvað svipað hugsaði ég þegar ég las þessa frétt, en pistillinn var eiginlega saminn á innönduninni, ég þurfti að hespa hann af vegna ákveðins bráðatilfellis.
Þá dúkkar þú upp, og orðar hugsanir mínar.
Við höfum gengið í gegnum súrt og sætt, oftar ósammála en hitt.
Það er í den.
En hafðu mikla þökk fyrir að kíkja við núna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.1.2018 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.