Samtrygging hinna samspilltu.

 

Er knúin áfram af þeirri vitneskju að það sem þeir gerðu, hefðum við gert, og munum örugglega gera í framtíðinni.

Þess vegna eru embættisafglöp Sigríðar Andersen hvítþegin með upphrópunum, endalausum umræðum, eða meintri rannsókn, sem heitir að láta einhverja nefnd Alþingis skoða málin. Á þann hátt að raunveruleikinn komi aldrei uppá yfirborðið.

Það er sótt að nema með vopninu eina sem bítur.

Sannleikanum.

 

Það er nefnilega þannig að flest í mannanna hegðun lýtur fyrirframgefnum lögmálum, sem skýra hegðun okkar og breytni.

Stjórnmál eru þar ekki undanskilin.

Og ein regla er þar algild, sem er "að þegar um óútskýranlega stjórnsýsluákvörðun er að ræða, að þá liggur eitthvað að baki".

Og þetta að baki er rannsakað hjá öllum siðuðum þjóðum

 

Og gerendur rannsaka sig ekki sjálfir.

Þess vegna eru stofnaðar óháðar rannsóknarnefndir um allan heim, og slíkar nefndir fella valdamenn, ráðherra og jafnvel forseta.

Það sem er rannsakað eru fjárhagsleg tengsl, vinartengsl, flokkstengsl, þeirra sem þiggja ávininginn, og þeirra sem veita hann.

 

Að sjálfsögðu á að rannsaka þessa spillingu ofaní kjölinn.

Flokksdómarnir fjórir eiga að njóta stöðu grunaðra einstaklinga.

Þeir eru ekki fórnarlömb pólitísks hráskinnaleiks í þessu máli, ef svo er þá hefðu þeir aldrei þegið dómarastöður sínar, enda ekki til meira óeðli í dómarastétt en að lögbrot þurfi til að fá embættið.

Og fólk skal ekki ímynda sér að það búi ekki mikið að baki fyrst ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir leggur líf sitt að veði til að hylma yfir spillinguna.

 

Við getum alveg rifjað upp síðasta mál sem felldi ríkisstjórn.

Það var óeðlilegt frá fyrsta degi hvað aðilar tengdum Sjálfstæðisflokknum lögðu á sig til að þagga niður í aðstandendum fórnarlamba dæmds barnaníðings, beitt samblandi af rógi og þöggun.

Síðar kom ástæðan náttúrulega í ljós, sem voru óheppileg fjölskyldutengsl formanns flokksins við barnaníðinginn. 

En Alþingi upplýsti ekki um málið, það var þrýstingur fólksins, þrýstingur hins almenna manns.  Sem átti engra annarra hagsmuna að gæta en þeirra, að vilja fá að vita sannleikann.

Hver svo sem hann var.

 

Ef við sem þjóð látum Alþingi um að svæfa spillinguna í Landsréttarmálinu með orðaskaki og pólitískum keilum, þá er það ekki bara að sannleikurinn verði áfram hulinn.

Við sitjum þá áfram í súpunni.

Sömu spillingarsúpunni og við höfum upplifað undanfarna áratugi þar sem flokks og vinartengsl ráða embættisveitingum, en ekki hæfni og mannkostir.

Ekkert breytist, allt við það sama.

 

Viljum við það??

Þá skulum við halda kjafti.

 

Viljum við það ekki, þá látum við heyra í okkur.

Ekki bara með gagnrýni á sitjandi ríkisstjórn, heldur líka með því að gefa stjórnarandstöðunni engan afslátt á málsmeðferðinni.

 

Þetta snýst ekki um pólitískar keilur.

Þetta snýst um sannleikann.

 

Og framtíðina.

Að hún verði ekki eins og fortíðin.

Kveðja að austan.


mbl.is Vill fá vantraust fram strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 126
  • Sl. sólarhring: 699
  • Sl. viku: 5665
  • Frá upphafi: 1400422

Annað

  • Innlit í dag: 109
  • Innlit sl. viku: 4867
  • Gestir í dag: 107
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband