6.1.2018 | 22:30
Eru bara gerðar loftárásir í Sýrlandi.
Og þá af stjórnarhernum eða aðilum honum tengdum??
Hvað með loftárásir Sauda á saklausa borgara í Jemen, eru þær aldrei frétt?
Eða lofárásir bandalagsríkja a la Nató, í til dæmis Sýrlandi, á Líbýu eða Serbíu á sínum tíma.
Allt í góðu með þær??
Ekki að þessar hörmungar i Sýrlandi eru ólýsanlegar, en það breytist aldrei neitt ef við gerum upp á milli stríðsaðila, að við látum annan aðilann mata okkur á fréttum.
Að það sér einhvers konar pólitísk rétthugsun gagnvart ofbeldi.
Hvað þá ef við látum þá sem ábyrgðina bera, komast upp með að stýra allri umræðu.
Þá er eins og við gerum upp á milli hörmunga.
Upp á milli fórnarlamba.
Og þar með eru engar líkur á að þeim linni einhvern tímann.
Ekki ef annar aðilinn er alltaf stikkfrí.
Þetta mættu þeir sem láta mata sig íhuga.
Kveðja að austan.
Ungbarn með ólýsanlega áverka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 18
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 2037
- Frá upphafi: 1412736
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 1790
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fjölmiðlar mata okkur á upplýsingum. Þeir mata okkur hinsvegar ekki á hlutlausum upplýsingum. Fjölmiðlar hafa breyst frá því að vera upplýsingaveitur, í það að vera áróðursmaskínur eigenda sinna. Eigenda sem víla í engu fyrir sér að moka út áróðri, sem kemur þeim best. Mannslíf virðast engu skipta, þá græðgin heltekur menn.
Stríðið í Sýrlandi hefur kostað fleiri mannslíf, en sem nemur öllum íbúum Íslands og er hvergi nærri lokið.
Í Jemen deyr eitt barn á tíu mínútna fresti, allan sólarhringinn, sökum átaka eða vannæringar. Þökk sé Saudi Arabíu, besta vini USA.
Lítið heyrist af því í fjölmiðlum.
Hvað ætli valdi?
Fávitar á fjölmiðlum, eða ef til vill eigendunum og þeirra tengslaneti?
Spyr sá sem ekki veit.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 7.1.2018 kl. 01:25
Sæll Ómar. eins og þú sjálfsagt veist þá varðar það nánast við "lög" að fara með "fake news". En það er ekkert sem mælir á móti því að segja alls ekki frá því sem gerist. Þess vegna virðast blaðamenn víðast hvar um heiminn hafa tekið upp þann sið að birta aðeins það, athugasemdalaust hver eftir öðrum, sem rennur úr "löggiltum krananum".
Það sem svo vitnast þrátt fyrir þessa varúðarráðstöfun, en alls ekki má þó segja frá, birtist þá yfirleitt fyrir tilstilli almennings á svæðinu. Þá oft í skamman tíma á youtube eða jafnvel á facebook, en þar er unnið hörðum hönum að því að koma upp forritum sem sigta þessháttar óflokkaðar "fake news" frá augliti almennings á augabragði, helst áður en nokkur sér þær, til þess að valda ekki "misskilningi hjá okkur rétttrúuðum".
Kveðja úr nágreninu.
Magnús Sigurðsson, 7.1.2018 kl. 09:44
Blessaður Halldór.
Ég held að megi bæta við upptalningu þína heimsmynd okkar, okkur er tamt að telja okkur til hóps, og svo eru það hinir.
Og okkar hópur er Nató, varnarbandalag vestrænna lýðræðisríkja, eða svo var það kallað á dögum Kalda stríðsins.
Mötun er samt alltaf slæm, og fjölmiðlar misslæmir í að lepja upp sull áróðursdeilda hinna stríðandi aðila.
Vestrænir fjölmiðlar hafa oft á tíðum spurt spurninga, og veitt þannig valdhöfum aðhald. Sem og hafa margir rekið sjálfstæða fréttaöflun, og sagt frá því sem efni sem blaðafólk þess hefur aflað sér. Mér er til dæmis minnistætt hvernig Mogginn var með heimsklassa fréttaöflun við Persaflóann, sem var ekki bara Jóhönnu Kristjónsdóttur að þakka, heldur líka ritstjórunum sem gerðu henni það kleyft.
Eins fyrst mér Morgunblaðið aðdáunarvert í fréttum af loftslagsvánni, því stór hluti hægrisinnaðra lesenda blaðsins líta á fréttir af slíku vera hreinan kommúnisma, eða í besta falli bölvaðan sósíalisma og vinstrimennsku. Þar á meðal ritstjóri blaðsins.
Í gegnum tíðina hafa öll blöð þurft að glíma við eigendatengsl sín, því ekki eiga þau sig sjálf. Og vissulega er það rétt að stóru fjölmiðlasteypurnar gera mun meira í að þjóna eigendum sínum en notendum sínum. Og æ færri fjölmiðlar eru fyrir utan hinar stóru samsteypur.
En samt er viss lína sem eigendurnir verða virða, og hún er að ganga ekki fram af neytandanum.
Og þess vegna reynir maður að vekja athygli á hinni hliðinni, að við erum á vissan hátt að ýta undir hörmungar, ef við gerum upp á milli þeirra.
Og því fleiri sem átta sig á því, því mun líklegra er að fjölmiðlar spyrji spurninga, veiti aðhald, í stað þess að vera aðeins eitt vopn í vopnabúri hinna stríðandi aðila.
Svo ábyrgðin er í raun okkar sem neyta, eða það vil ég meina.
Eins og í svo mörgu öðru.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2018 kl. 21:34
Blessaður Magnús.
Erfiðasta lygin eða feikið er að segja aðeins frá hluta og þegja um annað. Eins líka að draga fram aukaatriði, og tefla þeim fram gegn aðalatriðum, oft erfitt að hanka svoleiðis falsanir.
Og það er líka rétt að sannarlega þörf fyrir að vinna gegn beinum fölsunum er oft yfirtekin af þeim sem hafa hagsmuni af að þagga niður.
En það sem slíkt réttlætir ekki yfirflóð falsanna og lyga.
Þetta er allt vandmeðfarið.
Það er þó huggun, að sannleikurinn leitar alltaf uppá yfirborð umfjöllunarinnar.
En vandinn er sá að við þróum ekki alltaf með okkur vitið til að þekkja hann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2018 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.