Innantómur orðavaðall.

 

Er skipan starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu á meðan dómsmálaráðherra situr sem fastast og axlar ekki ábyrgð á dæmdum geðþóttarákvörðunum sínum.

Með því að segja af sér.

Þú skipar nefnilega ekki nefnd, en heykist á því að framkvæma.

 

Bjarni og Katrín verða að höggva á þann hnút sem Sigríður Andersen er fyrir ríkisstjórnina.

Áður en hennar skítur, verður þeirra skítur.

Kveðja að austan.


mbl.is Starfshópur um traust á stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Engin nefnd góðvina stjórnmálamanna mun geta eflt traust á stjórnmálum eða stjórnsýslu, sama hversu há nefndarlaunin verða.

Það eina sem getur eflt traust almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu eru heiðarleg vinnubrögð, hreinleiki, heiðarleiki og sannleiki.

Ef Sigríður Andersen þarf að víkja fyrir sín störf þá er ég hræddur um að flestir aðrir ráðherrar og allmargir þingmenn verði að feta sama veg.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.1.2018 kl. 15:36

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Tómas.

Get ekki annað en tekið undir þessi orð þín; "Það eina sem getur eflt traust almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu eru heiðarleg vinnubrögð, hreinleiki, heiðarleiki og sannleiki.".

Varðandi að fleiri eigi að víkja en Sigríður, þá greiða menn atkvæði eftir persónulegu mati sínu, og stuðla þar með að því að sumir komast á þing, aðrir ekki.

En krafan um afsögn Sigríðar kemur persónulegu mati á henni eða störfum hennar ekkert við, hvað þá persónulegu mati á einhverjum öðrum þingmönnum eða ráðherrum.

Sigríði varð á alvarleg afglöp, hún leit vitlaust á dagatalið og hélt að það væri ennþá 20. öldin.

Sem er ekki Tómas.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2018 kl. 16:38

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það getur engin nefnd aukið eða elft traust í stjórnmálum. Slíkt verður einungis unnið með verkum stjórnmálamanna, að þeir standi við gefin loforð. Því miður er ekki að sjá að þessi ríkisstjórn ætli að standa betur þar að verki en aðrar sem hér hafa verið við völd.

Sumir vilja hins vegar tengja þessa umræðu við hvort ráðherrar hafi fengið á sig dóm í starfi. Gott og vel, sú viðmiðun gæti hæglega orðið upphaf að þeirri vinnu að efla traust á stjórnmálamenn, en getur aldrei orðið annað en upphaf þeirrar vinnu.

Þá vaknar spurningin um hvort nægjanlegt sé að það fólk sem slíka dóma hafa fegið á sig verði ekki ráðherrar, eða hvort rétt sé að þeir yfirgefi Alþingi. Nú er við völd ríkisstjórn með tvo ráðherra sem hafa fengið á sig dóma og einn ráðherra sem var í forsæti yfir öðrum þeirra sem dóm hlaut. Þessir þrír ráðherra ættu þá að víkja. Ef farið er niður í þingmenn með slíka kröfu, sem auðvitað er sjálfsagt mál, þá eru nokkuð fleiri sem þurfa að yfirgefa sal Alþingis.

Fyrir mér skiptir hins vegar litlu máli hvort dómstólar séu sammála handhöfum framkvæmdavaldsins, mun frekar hvort þeir handhafar drullast til að vinna sína vinnu samkvæmt því sem þeir lofa kjósendum á atkvæðaveiðum sínum. Báðir þeir ráðherrar sem nú sitja og hafa fengið á sig dóm í starfi, héldu því fram að þeir hefðu farið eftir sinni sannfæringu, annar eftir sinni pólitísku sannfæringu og hinn eftir þeirri sannfæringu sem hún þóttist finna í lögum. Þó ég sé ósammála báðum þessum ráðherrum, í þeim málum sem þeir voru dæmdir fyrir, virði ég að þeir segist hafa unnið að sinni sannfæringu og það sem meira er, í takt við það sem þeir lofuðu kjósendum. Auðvitað má segja að betra hefði verið að fá skýra túlkun á lögum fyrst.

Áð búa til nefnd til að vinna að auknu trausti til stjórnsýslu og stjórnmála, segir manni að enginn raunverulegur áhugi er til staðar til að efla slíkt traust. Einungis verið að dreifa málinu og slá ryki í augu fólks.

Gunnar Heiðarsson, 5.1.2018 kl. 20:34

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ef stjórnmálamennirnir sjálfir hafa ekki til þess burði að efla trú fólks á sér, er kristalskýrt að engin nefnd, skipuð af þeim sjálfum, getur þar bætt um betur. Þvílíkt andskotans rugl að svo mikið sem geta látið sér detta þessa þvælu í hug og bera á borð!

 Það er ekkert annað en vanvirðing og svívirða við kjósendur að eyða svo mikið sem einni krónu af opinberu fé í þetta djöfulsins kjaftæði! Er óttinn við álitið á sjálfum sér orðið þjóðarhag yfirsterkari? 

 Þvílík yfirgengileg hneysa!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.1.2018 kl. 01:04

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Enn og aftur réttmæt ábending sem vert er að ítreka; "Það getur engin nefnd aukið eða elft traust í stjórnmálum. Slíkt verður einungis unnið með verkum stjórnmálamanna, að þeir standi við gefin loforð.".

Hvort þessi ríkisstjórn ætli að vera í sömu hjólförunum og aðrar, er of snemmt að segja.  Sá grunur læðist að mér, að það verði reynt að gera betur, og jafnvel eigi þær tilraunir að fá byr í seglin þegar þau átta sig á að tími gömlu tímanna er liðinn, að næst sé það rauða spjaldið frá þjóðinni.

En varðandi Sigríði Andersen, þá get ég ekki tekið undir það blak sem reynt er að bera af geðþóttaákvörðun hennar með vísan í að aðrir hafi fengið á sig dóm, og minnir mig að það sé sá heiðursdómur að hafa ekki skilið jafnréttislögin.

Sigríður var ekki að klikka á að þekkja ekki muninn á typpi og sníp, hún réðist heiftarlega á vinnubrögð hins nýja tíma, að losa dómsstólana undan flokkshygli og spillingu vinargreiða stjórnmálaflokkanna. Líklegast var hún að losa sig við óæskilega, en hún gat ekki einu sinni drullast til að vinna eftiráskýringar sínar á sómasamlegan hátt.  Það var eins og hún væri hissa á þunga gagnrýninnar, og sagði það fyrsta sem henni datt í hug.  Fyrir slugsið fékk hún dóm, en sá dómur er algjört aukaatriði málsins.

Aðalatriðið er hvort við sem þjóð líðum svona vinnubrögð, hvort við höfum ekki fengið nóg af frekju og yfirgangi kjörinna fulltrúa, sem segja, "ÉG MÁ".  Kaupbætirinn, að skaða trúverðugleika hins nýja dómsstigs, sem þokkaleg sátt virtist ríkja um, gerir gjörræði hennar ennþá alvarlegra.

Og Gunnar, við getum ekki endalaust afsakað fólk eða flokka, sem okkur líkar hugsanlega betur við en marga aðra, með tilvísun í að svona hafi þetta verið, og verði líklegast áfram um nánustu framtíð, jafnvel um alla ókomna framtíð.

Því þá breytist ekki neitt Gunnar, breytist ekki neytt.

Og þú vilt breytingu, ég þekki það af skrifum þínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2018 kl. 09:19

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Það er nú reyndar plagsiður að vanvirða vitsmuni kjósenda en þetta er líka svo ótaktískt.  Að nota verkfæri hins gamla til leggja drög að verkfærum hinna nýju tíma.

Hvað með að halda málþing, og taka AA á málið.  Standa upp og játa syndir sínar og lofa bót og betrun. Að ég tala ekki um að segjast vera ný og breytt manneskja og nefna dæmi þar um.  Fara svo á Tvitter og Feisbók.

Nei, nefnd skal það vera heillin, eins og engin nefndin hafi verið stofnuð áður.  Það hefði reyndar verið viss tímamót hjá Agli Skallagrímssyni að stofna nefnd um málið, í stað þess að höggva, en síðan hefur eitthvað þróast í samskiptum fólks, enda þúsund ár liðin frá þeim vinnubrögðum.

Hvað ætli það sé svo flókið fyrir þetta fólk að skilja þau grunnatriði sem bæði Tómas og Gunnar bentu á hér að ofan??  Ég veit að þetta hefði verið flókið fyrir Egil að skilja á sínum tíma, en jafnvel hann sá að sér í ellinni.

Allavega er ljóst að þau þurfa að gera betur ef þau ætla að halda trúverðugleika sínum.

Og enn sem komið er þá hnýta þau um alla prófsteina sína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2018 kl. 09:29

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er ekki alveg viss um hvort það sé rétt hjá þér, að skipan starfshóps um að efla traust á stjórnmálum, muni skila árangri.

Ég ætla að kalla saman starfshóp um spurninguna. Læt þig vita niðurstöðuna eftir þrjú ár og ef niðurstaðan verður að skipa nýja nefnd til að kryfja málið nánar, læt ég þig vita af því líka.

Theódór Norðkvist, 6.1.2018 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 647
  • Sl. sólarhring: 750
  • Sl. viku: 6231
  • Frá upphafi: 1400170

Annað

  • Innlit í dag: 590
  • Innlit sl. viku: 5354
  • Gestir í dag: 561
  • IP-tölur í dag: 549

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband