4.1.2018 | 13:58
Íþróttir án mismunar.
Er nútíminn.
Er hugarfar 21. aldar.
Sögur um mismun fortíðarinnar er hvatning um breytingar, og almenn skynsemi, að gera jafn vel við helming þjóðarinnar, ætti að hnykkja á hinni augljósu breytingu.
Og staðfesta að mannkynið sé aðeins eitt.
Og Rétturinn nái til allra.
Oft er því borið við að Rétturinn sé svo dýr, að ekki séu til fjármunir til að gera jafnvel við bæði kynin.
Og þá er vísað í gamla hefð, að fyrst íþróttaiðkun karla hafi komið á undan, þá njóti hún forgangs.
Ranghugmynd, sem vissulega má skýra með tíðarandanum, en ef svo er, þá má líka skýra ákvörðun KSÍ með tíðarandanum.
MISMUNUR er ekki lengur liðinn.
Og það þarf ekki að ræða það meir.
Önnur sérsambönd munu fylgja í kjölfarið.
Þau eiga ekkert val, þú rifst ekki við tíðarandann.
Og einn daginn munu íþróttir kvenna og karla vera jafnréttháar.
Rétturinn mun verða þeirra.
Það mun vera góður dagur.
Kveðja að austan.
KSÍ jafnar greiðslur til landsliða karla og kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.