4.1.2018 | 12:54
Bannon missti vitið.
Það þarf ekki að fjölyrða meir um það.
Og þó Trump hafi bent á, þá breytir það ekki hinni augljósu staðreynd.
Að gomma að peningum, dollurum, hagsmunum getur ekki þagað lengur yfir því sem blasir við.
Við hin sem sáum fáráðin, en fengum aldrei staðfestingu frá innsta hring um hringavitleysuna sem kom Trump til valda.
Og í heimi sígræðgi og sjálftöku, þá er það algjör vitfirring að segja satt, í stað þess að kaupa sér snekkju, og hafa það gott næstu 5500 árin.
Og þar með er Bannon algjör vitfirringur, og rétt hjá Trump að benda á það.
Þó Trump segi margt sem aðrir myndu aldrei segja, þá má hann samt eiga, að þegar margt er sagt, að þá er stundum sagt eitthvað sem gæti alveg meikað sens.
Við hin sem höfum annað gildismat, fögnum hjaðningavígum hinnar gjörspilltu. Og vonum að sannleikurinn finni sér einhverja glufu í varnarmúr sérhyggju og sjálftöku sem umkringir Washington.
Virðum Bannon, þrátt fyrir fortíð hans og lífsviðhorf, að hann hafi kjarkinn til að segja satt, og vonum að það hjálpi til að koma Trump úr herberginu sem hýsir rauða hnappinn.
Um það ættum við öll að geta sameinast.
Vonum það besta.
Og munum að Trump býr meðal vor.
Að Katrín og Bjarni eru ekki öfundsverð.
Kveðja að austan.
Segja Bannon hafa rofið þagnareið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.